Morgunblaðið - 24.01.2002, Page 2

Morgunblaðið - 24.01.2002, Page 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isEiður og félagar steinlágu fyrir Tottenham/C3 Landsliðið komið til Skövde í Svíþjóð/C1 4 SÍÐUR12 SÍÐUR Sérblöð í dag VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í Á FIMMTUDÖGUM ALMENNT gjald fyrir átta tíma leikskólavist hefur hækkað um 10% eða meira í 17 sveitarfélögum á und- anförnum mánuðum skv. saman- burði ASÍ á leikskólagjöldum í 40 sveitarfélögum. Mikill munur er á gjaldskrám sveitarfélaga vegna leikskóla skv. könnuninni. 21 sveitarfélag hefur hækkað gjöldin á þessu ári eða rúmlega helmingur þeirra sveitarfélaga sem eru í úttektinni. Mesti verðmunur á milli sveitarfélaga á almennum leik- skólagjöldum er 67% en hæst eru gjöldin í Stykkishólmi og lægst á Vopnafirði ef miðað er við 8 tíma vistun með fullu fæði. Vopnafjörður sker sig úr þar sem hann er eina sveitarfélagið þar sem mánaðar- gjaldið er undir 20.000 kr. Í tíu sveitarfélögum tóku hækk- anir gildi á tímabilinu september til nóvember á síðasta ári. Gjald fyrir börn í forgangshópi hækkaði 1. jan- úar síðastliðinn eða mun hækka um næstu mánaðamót í 23 sveitarfélög- um á landinu samkvæmt yfirlitinu og á 19 stöðum er hækkunin 10% eða meiri. Hækkaði um 4.656 kr. á Egilsstöðum 1. janúar Almennt leikskólagjald er hæst í Stykkishólmi eða 27.400 kr. en það hefur ekki hækkað frá 1. febrúar á seinasta ári. Á Egilsstöðum er al- mennt gjald 26.660 kr. en það hækk- aði um 4.656 kr. 1. janúar sl. eða um 21%. Á Ísafirði hækkaði gjaldið um 1.663 kr. eða 7% 1. janúar sl. og nemur 26.276 kr. eftir hækkunina. Á Seltjarnarnesi hækkaði almennt gjald síðast í júní á síðasta ári um 10% og nemur eftir hækkun 25.555 kr. Gjöldin hækkuðu einnig um 10% í Reykjavík í október og um sama hlutfall í Kópavogi í september. Gjaldið hækkaði um 13% í Garðabæ 1. september og nemur 23.680 kr. eftir hækkunina en almennt leik- skólagjald hefur ekki hækkað í Hafnarfirði frá því í janúar á sein- asta ári er það hækkaði um 9%. Nokkur sveitarfélög hafa tekið það upp að breyta gjaldskrá sinni allt að þrisvar sinnum á ári í takt við vísitölu neysluverðs. ASÍ vill að hækkanir verði dregnar til baka ,,Það er alveg ljóst að þarna er um gríðarlega miklar hækkanir að ræða,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ. ,,Það eru þó dæmi um einstaka sveitarfélög, sem eru því miður allt of fá, sem hafa verið á hógværari nótum en við sjáum líka dæmi um yfir 20% hækk- un og þaðan af meira. Það verður að segjast eins og er, að þetta eru rosa- lega miklar hækkanir, bæði á haust- mánuðum og ekkert síður í byrjun ársins sem eru þáttur í því að hleypa vísitölunni upp úr öllu valdi. Það er áhyggjuefni og við köllum eftir því, eins og við gerðum gagnvart stjórn- völdum, að sveitarfélög endurskoði þessar ákvarðanir. Þarna er of langt gengið,“ segir Gylfi. Hann bendir á að í mörgum tilvikum séu hækkan- irnar á bilinu 2 til 4 þús. kr. á mán- uði og mjög íþyngjandi fyrir barna- fólk. Um og yfir 10% hækkanir leikskólagjalda mjög víða 21 sveitarfélag hefur hækkað gjöldin Í SLIPPNUM í Hafnarfirði falla mörg störf til daglega og eitt þeirra er að háþrýstiþvo skip. Skipin eru þá dregin á þurrt og sá hluti þeirra sem oftast er undir sjávarmáli er hreinsaður af hrúðurkörlum og öðrum sjávarlífverum. Morgunblaðið/Ómar Háþrýsti- þvottur UM sólarhringur leið frá því rúm- lega tvítugur Dani var handtekinn með 380 g af hassi innanklæða og þar til Héraðsdómur Reykjavíkur hafði dæmt hann í 60 daga fangelsi. Tollgæslan í Keflavík stöðvaði manninn um klukkan 16 á þriðjudag þegar hann var að koma frá Kaup- mannahöfn. Fíkniefnadeildin í Reykjavík yfirheyrði hann. Rann- sókn lauk í gær, ákæra var þá gefin út og síðdegis dæmdi Valtýr Sig- urðsson manninn í 60 daga fangelsi, skilorðsbundið. Egill Stephensen, saksóknari hjá lögreglustjóranum í Reykjavík, seg- ir þessa skjótu afgreiðslu málsins harla óvenjulega. Að þessu sinni gekk allt upp, rannsókn tók skamm- an tíma, ákæran gefin út stuttu síðar og dómstjóri Héraðsdóms Reykja- víkur gat útvegað dómara. Handtekinn, ákærður og dæmdur á sólarhring SKIPVERJI á Höfrungi AK slasað- ist í gærmorgun þegar verið var að taka trollið inn og togvírar slitnuðu. Togarinn tók þegar stefnu á Nes- kaupstað og var komið með hinn slasaða í land um kl. 15. Ekki þótti ástæða til að senda þyrlu út á sjó eft- ir honum. Að sögn lögreglunnar í Neskaupstað mun maðurinn hafa hlotið áverka á andliti og fæti en var ekki í lífshættu. Hann var sendur með sjúkraflugi á Landspítalann í Fossvogi. Hann var lagður inn á gæsludeild að lokinni rannsókn á slysadeild og er líðan hans eftir at- vikum. Skipverji slasaðist við veiðar TILLAGA um uppstillingu á fram- boðslista R-listans fyrir borgar- stjórnarkosningarnar í vor var rædd á fundi viðræðunefndar flokkanna sem að R-listanum standa í gær. Fundurinn stóð fram eftir kvöldi og ekki var búist við niðurstöðu fyrr en í dag. Einnig var stefnt að því að ræða málefnagrundvöll R-listans á fund- inum. Samkomulag tókst í starfshópi flokka R-listans um tillöguna að upp- stillingunni á mánudag. Fundað um uppstillingu á R-lista EYÞÓR Arnalds, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hefur dregið framboð sitt til baka í fyrirhuguðu leiðtogaprófkjöri flokksins. Hann kveðst hafa fullvissu fyrir því að Björn Bjarnason menntamálaráðherra muni bjóða sig fram og lýsir fullum stuðningi við hann sem borgarstjóraefni sjálf- stæðismanna. Eyþór kveðst hafa gefið kost á sér í væntanlegu leið- togaprófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík vegna þess að hann taldi að breytinga væri þörf í borgar- stjórnarflokknum og vildi leggja sitt af mörkum til að sigur ynnist í kom- andi borgarstjórnarkosningum. „Ákvörðun Ingu Jónu Þórðardótt- ur um að draga sig til baka sem borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokks- ins og væntanlegt leiðtogahlutverk Björns Bjarnasonar felur í sér mikl- ar breytingar og getur hæglega rutt fleiri nýjungum til rúms. Við þessar aðstæður virðist ekki vera þörf á sérstöku leiðtogaprófkjöri fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Einlægt mark- mið mitt hefur frá upphafi verið að við sjálfstæðismenn stilltum upp sem sterkustum lista og með þátt- töku Björns Bjarnasonar eigum við á því alla möguleika,“ segir í yfirlýs- ingu sem Eyþór sendi frá sér í gær- kvöldi. Stjórn Varðar fer yfir stöðuna á fundi í dag Júlíus Vífill Ingvarsson borgar- fulltrúi ætlar að greina frá því í dag hvort hann mun sækjast eftir þátt- töku í leiðtogaprófkjöri. Stjórn Varðar, fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík, kemur saman til fundar á hádegi í dag til að ræða þá nýju stöðu sem upp er kom- in eftir að Inga Jóna Þórðardóttir borgarfulltrúi lýsti yfir að hún drægi framboð sitt í leiðtogaprófkjöri til baka. Næstkomandi laugardag verð- ur aðalfundur Varðar haldinn á Hót- el Sögu er þar fer fram kjördæm- isþing reykvískra sjálfstæðismanna. Eins og fram hefur komið ætlar Björn Bjarnason menntamálaráð- herra að greina frá því á kjördæm- isþinginu hvort hann gefur kost á sér í leiðtogasætið á framboðslista flokksins í Reykjavík. Eyþór Arnalds dregur framboð sitt til baka ♦ ♦ ♦ GERT er ráð fyrir að Vestmanna- eyjaferjan Herjólfur fari í slipp í 2–3 vikur í byrjun maí nk. Sam- skip, sem sér um rekstur skipsins, hefur tjáð bæjaryfirvöldum í Vest- mannaeyjum að útlit sé fyrir að á meðan verði áætlunarsiglingum sinnt með hvalaskoðunarbátnum Brimrúnu. Um er að ræða 200 brúttólesta skip sem tekur um 120 farþega en getur ekki flutt bifreið- ar. Guðjón Hjörleifsson, bæjar- stjóri í Vestmannaeyjum, segist vonast til að málið leysist farsæl- lega. Takist það ekki sé það óboð- legt fyrir Eyjamenn að vera án bíl- ferju enda hafi þeir mjög reitt sig á siglingar Herjólfs. Eðlilega sé mik- il óánægja með þessi áform í bæn- um. Guðjón segir forráðamenn Sam- skipa hafa sagt að þeir hafi reynt að útvega aðra bílferju en ekki tek- ist. Áður þegar svipuð staða hafi komið upp hafi m.a. verið notast við Fagranesið. Ekki er hægt að grípa til þess nú því Fagranesið hefur verið selt til San Francisco í Bandaríkjunum. Guðjón mun fyrir hönd bæjar- stjórnar funda um málið við Vega- gerðina á þriðjudag og við sam- gönguyfirvöld á miðvikudag. Engin bílferja í stað Herjólfs

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.