Morgunblaðið - 24.01.2002, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 24.01.2002, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2002 43 ✝ Karla Aníta Þor-steinsdóttir fædd- ist í Kristiansand í Noregi 4. október 1921. Hún lést á Fjórðungsjúkrahús- inu á Akureyri 17. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þorsteinn Mar- ino Þorleifsson, f. 1886, d. 1963, og Anna Johanne Knud- sen, f. 1885, d. 1926. Karla átti þrjú al- systkini og einn hálf- bróður. Alsystkini hennar eru Karl Kristján, f. 1916, dánardagur óþekktur, María, f. 1919, d. 1998, og Edith Valborg, f. 1924. Hálfbróðir Körlu hét Matt- hías Bernharð, f. 1911, d. 1963, en hann var sonur Þorsteins Marinos og Sólveigar Jónsdóttur. Karla fluttist til Íslands árið 1932 með föður sínum og systkinum. Tíu ár- um síðar giftist hún Jóni Rögn- valdssyni frá Fífilgerði, f. 1895, d. 1972, þau bjuggu í Fífilgerði til 1957 og fluttu þaðan til Akureyr- ar. Börn Körlu og Jóns eru: 1) Anna Lovísa, f. 1943, maki Arnar Stefánsson, f. 1944, börn þeirra eru: Sig- urbjörg Arna, f. 1970, sambýlismaður Konráð Birgisson, f. 1958, og eiga þau þrjú börn. Jón Karl, f. 1973, sambýlis- kona Lára Elísabet Kristínardóttir, f. 1981, þau eiga eitt barn. 2) Ragna Ingi- björg, f. 1946, d. 1952. 3) Rögnvaldur Ragnar, f. 1951, maki Freygerður Friðriksdóttir, f. 1953, saman eiga þau þrjú börn: Ásdísi Elvu, f. 1975, maki Heiðmar Felixson, f. 1977, og eiga þau þrjú börn. Jón Kristján, f. 1981. Linda Björk, f. 1989. 4) Kristján Stein- grímur, f. 1957, sambýliskona Hrefna Birna Björnsdóttir, f. 1962, barn Bergur, f. 1996. Með Hall- dóru Jakobsdóttur, f. 1960, Ómar Daða, f. 1976. Með Ástu Vilhjálms- dóttir, f. 1962, Þórhildur, f. 1992. Útför Körlu fer fram frá Akur- eyrarkirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Jarðsett verður í Kaupvangskirkjugarði. Elsku amma. Nú er þessari löngu baráttu lokið sem þú varst orðin svo þreytt á. Þótt við vitum að þinn tími hafi verið kom- inn og þú hafir sætt þig við það finnst okkur samt svo sárt að þú sért ekki lengur með okkur. Þú varst stór þáttur í lífi okkar allra, þú bjóst hjá okkur lengi vel og þótt það sé langt síðan lifir það glatt í huga okkar. Öll eigum við okkar yndislegu minning- ar um þig, eins og til dæmis nammi- skúffuna sem var alltaf full af góð- gæti handa litlum sykursnúðum sem komu í heimsókn til ömmu. Og minn- ingarnar um að koma til þín og gista eða vera í pössun hlýja okkur um hjartarætur, þá sátum við yfirleitt tímunum saman og spiluðum á spil með aðra höndina í nammiskúffunni og skemmtum okkur konunglega. Þú varst okkur ofboðslega góð en samt lástu nú ekki á skoðunum þínum og sagðir það sem þér fannst án þess að vera ströng því þú varst mjög dugleg við að sýna okkur hve mjög þér þótti vænt um okkur, hvort sem var með nammi eða kossum. Veikindi þín ágerðust á síðustu ár- unum en þú varst svo ákveðin í að sjá okkur fullorðnast að þú varst ekki tilbúin að yfirgefa þennan heim. Þú sást Lindu vaxa úr ungbarni í fal- legan táning, Nonna sástu útskrifast úr Menntaskólanum. En þig langaði mikið til að lifa nógu lengi til að sjá það og að sjá nýjasta sólargeislann hennar Elvu þinnar, Róbert Orra sem fæddist 7. júní síðastliðið sumar. Þú gast ekki komið í brúðkaupið okkar, Elvu og Heiðmars, vegna veikindanna þannig að við komum bara til þín í staðinn, sem er Elvu ógleymanlegt vegna þess að þegar við vorum að fara frá þér var komin hellirigning og við vorum á blæjubíl. En eins komu veikindin þín í veg að þú værir viðstödd útskriftina mína, Nonna þíns, svo að ég kom til þín á sjúkrahúsið í þjóðhátíðarbún- ingnum með húfuna, þeirri stund mun ég aldrei gleyma. Með sorg í hjarta kveðjum við í hinsta sinn bestu ömmu í heimi. Við vitum að þú ert nú komin á betri stað þar sem þér líður vel og við vitum að þú heldur áfram að fylgjast með okk- ur og halda verndarhendi yfir okkur. Þín verður sárt saknað. Ásdís Elva og Jón Kristján Rögnvaldarbörn. Elsku amma, nú ertu komin í himnaríki og ég vona að þér líði vel þar. Ég man þegar ég kom oft í heimsókn til þín og þá fékk ég alltaf nammi og gos og við spiluðum olsen, olsen eða svarta Pétur. Þegar ég var lítil og mamma var dagmamma man ég líka að þú komst alltaf í heimsókn til okkar og eitt það skemmtilegasta sem ég gerði var að vaska upp með þér. Ég mun minnast þess hvað þú varst alltaf góð við mig og örlát og hvað þér þótti vænt um okkur öll. Ég elska þig og sakna þín mikið. Þín Linda Björk. KARLA ANÍTA ÞORSTEINSDÓTTIR ✝ Bjarni Jakobssonfæddist í Reykja- vík 26. febrúar 1931. Hann lést á heimili sínu 24. desember síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Jakobs M. Bjarnason- ar vélstjóra og Stein- unnar Benediktsdótt- ur. Bjarni kvæntist Guðrúnu H. Lárus- dóttur 2. október 1958. Þau skildu. Börn þeirra eru þrjú, Lárus, Jakob og Bryndís, sem lést fyrir nokkrum árum. Bjarni stundaði sjómennsku á yngri árum og hóf svo störf í iðn- aði en hann starfaði hjá teppa- verksmiðjunni Axminster frá 1958 til 1973. Hann átti sæti í trúnaðar- mannaráði Iðju 1959 til 1973 þeg- ar hann var kosinn ritari félags- ins. Fyrsta janúar 1973 hóf hann störf á skrifstofu Iðju og starfaði þar til ársins 1986. Bjarni var kos- inn formaður Iðju árið 1976 í alls- herjaratkvæðagreiðslu og gegndi formennsku í félaginu til ársins 1986. Bjarna voru falin ýmis fleiri trúnaðarstörf af samtökum iðn- verkafólks og fyrir verkalýðshreyf- inguna í heild. Var hann kosinn ritari í fyrstu stjórn Lands- sambands iðnverka- fólks 1973 og gegndi því starfi til ársins 1986. Hann var fulltrúi Iðju á nokkr- um þingum Alþýðu- sambands Íslands og var varamaður í mið- stjórn ASÍ frá 1980 til 1988. Þá átti hann sæti í bankaráði Al- þýðubankans og var varaformaður þess um skeið. Hann átti um árabil sæti í stjórn Lífeyrissjóðs verksmiðjufólks og var formaður lífeyrissjóðsins um skeið. Hann sat einnig í stjórn Sambands almennra lífeyrissjóða í nokkur kjörtímabil. Hann var í stjórn Leigjendasamtakanna síð- ustu þrjú árin. Bjarni gegndi ýms- um trúnaðarstörfum á vettvangi Sjálfstæðisflokksins. Hann átti sæti í stjórn verkalýðsráðs, fram- kvæmdastjórn og flokksráði Sjálf- stæðisflokksins um árabil og var fulltrúi á landsfundum flokksins. Útför Bjarna fór fram í kyrr- þey. Nú í lok jólahátíðar barst sú fregn að Bjarni Jakobsson, fyrrum verklýðsleiðtogi, hefði látist heima hjá sér á jólunum. Ég kynntist Bjarna fyrir allmörgum árum er ég vann um skeið í verksmiðjum, en Bjarni var þá formaður Iðju félags verksmiðjufólks. Ég kunni strax vel við Bjarna, hann var alþýðlegur og félagslyndur og ræddi við fólkið eins og manneskjur, en sat ekki klesstur bakvið lokað skrifborð líkt og embættismaður en það varð síð- ar mikill siður á slíkum skrifstofum. Ég kom stundum á skrifstofu Iðju, ef færi gafst, til þess eins að rabba við Bjarna og félaga hans Björn heitinn Bjarnason er áður hafði verið formaður félagsins en var á þessum tíma enn starfsmaður. Björn var gamalreyndur baráttu- jaxl úr verklýðshreyfingunni og Sósíalistaflokknum en Bjarni starf- aði í Sjálfstæðisflokknum á þessum tíma. Ekki kom þetta að sök á skrifstofu Iðju, því báðir voru yfir það hafnir að taka flokkshagsmuni framyfir hag þess fólks sem þeir störfuðu fyrir. Bjarni naut hvar- vetna trausts, m.a. hjá verklýðs- hreyfingunni og Sjálfstæðisflokkn- um og var af báðum valinn til ýmissa ábyrgðarstarfa. Hann var t.d. um árabil í bankaráði Alþýðu- bankans og stjórn Verkamannabú- staða auk margháttaðra nefndar- starfa. Eftir að störfum hans lauk hjá Iðju dvaldi hann alllengi erlendis, stundaði nám í tölvuskóla og vann síðan hjá bresku tölvufyrirtæki við uppsetningu tölvukerfa og eftirlit með þeim, aðallega í Austur-Asíu. Heim var Bjarni kominn fyrir 8 ár- um, en fór þó ferðir á vegum hins breska fyrirtækis til Austurlanda, síðast fyrir um tveimur árum vegna óttans við áhrif aldamótanna á tölvukerfi heimsins. Sú ferð reynd- ist honum erfið og gekk svo nærri honum að hann náði engum bata þrátt fyrir stöðugar æfingar og aðra meðhöndlun. Síðastliðið ár var hann oft nær bjargarlaus uppi á 3. hæð með brattan stiga sem var honum í reynd ofviða og hlaut þar marga byltuna sem ekki bætti ástandið. Bjarni hafði reynst mörg- um vel um dagana og reynt var að koma honum í betra húsnæði, en án árangurs. Við lifum í þjóðfélagi sem ekki tekur mið af þörfum fólks. Þess varð hann áþreifanlega var undir ævilokin og kunni sínum gamla flokki litlar þakkir og enn síður R-listafólki hér í borginni, en það framboð kaus hann 1994. Vissulega fannst honum ómaklegt að hann sem komið hafði mörgum í öruggt húsnæði á fyrri árum, skyldi sjálfur verða að þola það gamall og sjúkur að ekki væri til fullnægjandi íbúð handa honum. Ekki svo að skilja að hann bæri kvartanir á torg, Bjarni var harður af sér og sagði fátt um sig sjálfan. Áhyggjur hans beindust ekki síður að öðrum. Hvar endar þetta, sagði hann gjarnan. Fólk getur ekki búið við þessi ósköp. Fyrir nokkrum árum gaf Bjarni kost á sér í stjórn Leigjendasam- takanna og hefur starfað í stjórn- inni síðan. Þar sem annars staðar reyndist hann traustur félagi, mannlegur og hlýr og tillögugóður. Reynsla hans af félagsstörfum og margháttuðum samskiptum við fólk kom sér vel og skulu honum færðar þakkir við leiðarlok fyrir óeigin- gjörn störf og heiðarleg samskipti. Bjarna Jakobssonar er saknað í okkar hópi og hans verður lengi minnst fyrir ánægjulegt samstarf. Ég sendi afkomendum hans og öðrum ættingjum samúðarkveðjur, sérstaklega Jakobi syni hans og fjölskyldu í Stokkhólmi en hjá þeim gisti ég ásamt Bjarna á ferðalagi fyrir tveimur árum. Mætur maður hefur kvatt þennan heim og við stöndum fátækari eftir. Jón Kjartansson frá Pálmholti, form. Leigjendasamtakanna. BJARNI JAKOBSSON Ó hljóðláti þegn, það voru svo fáir sem fundu, hvar fábrotið líf þitt sem ilmandi dropi hneig, hann hvarf og blandaðist mannkynsins miklu veig. hin mikla veig, hún var önnur frá þeirri stundu. (Helgi Sveinsson.) María Kristín Hreinsdóttir var hljóðlátur þegn í „mannkynsins miklu veig“. Henni var e.t.v. fengið það sér- staka hlutverk að vera okkur sam- ferðamönnum sínum fyrirmynd og MARÍA KRISTÍN HREINSDÓTTIR ✝ María KristínHreinsdóttir fæddist hinn 1. febr- úar 1962. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudag- inn 11. janúar síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Lágafellskirkju 18. janúar. áminning um að gleyma ekki að gleðjast yfir því einfalda og smáa sem lífið færir hverju sinni. Þrátt fyrir sérstæð og um margt erfið lífskjör varðveitti María ein- læga lífsgleði sína, hrekkleysi og hlýtt við- mót. Þessir eiginleikar gerðu hana að sönnum ljósbera. Minningar um samskipti mín við Mar- íu, bæði á Skálatúns- heimilinu og við Lága- fellskirkju, ásamt heimsóknum hennar gegnum árin, hafa birt mér skýrari mynd af því lífi og þeim gæðum sem vert er að keppa eftir, lífi í einlægu trúartrausti og lít- illæti. Þannig var dagfar hennar. Ég kveð Maríu Kristínu Hreinsdótt- ur með þakklæti. Lífshlaup hennar er hverjum þeim sem þekktu hana hvatning til góðra verka. Kristín Lilliendahl. Ásmundur Friðrik Daníelsson flugvirki lést á hjartadeild Landspítalans 19. desember sl. Við félagar hans og samstarfsmenn í Flugvirkjafélaginu þökkum honum fyrir langt og óeigingjarnt starf fyrir stéttarfélag okkar og ekki síð- ur ánægjulegt samstarf á löngum ferli. Eftir gagnfræðaskólapróf vorið 1937 starfaði Ásmundur við al- menna vinnu til sjós og lands en í ágúst 1944 hélt hann ásamt fimm öðrum ungum mönnum til Banda- ríkjanna til flugvirkjanáms og inn- ritaðist í Curtis-Wright Institute í Californíu. Þaðan útskrifuðust þeir í desember 1945. Þeir sem voru í skólanum með Ásmundi voru Gunn- ar Héðinn Valdimarsson, Halldór Guðmundsson, Sveinbjörn Þórhalls- son, Dagur Óskarsson og Jón Sveinsson. Þar sem þá var ekki vöntun á flugvirkjum hjá íslensku ÁSMUNDUR FRIÐRIK DANÍELSSON ✝ Ásmundur Frið-rik Daníelsson fæddist að Dalsá í Gönguskörðum í Skagafirði 4. sept- ember 1919. Hann lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut 19. des- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogs- kirkju 28. desember. flugfélögunum fengu þeir Ásmundur, Gunn- ar og Halldór vinnu hjá bandaríska flug- félaginu Trans World Airlines með aðstoð Agnars Kofoed-Han- sen flugmálastjóra, sem aðstoðaði marga flugvirkjanema um þetta leyti og síðar með útvegun skólavist- ar og námsstyrkja. Hjá TWA í Wilm- ington, Delavare og Newark, New Jersey störfuðu Ásmundur og Halldór í eitt ár en Gunnar í hálft ár og hlutu þeir þar ómetanlega reynslu við viðhald og viðgerðir á Skymaster- og Constellation flug- vélum sem nýttust íslensku flug- félögunum vel þegar þeir hófu þar vinnu, Ásmundur og Gunnar hjá Flugfélagi Íslands og Halldór hjá Loftleiðum. Þessir þremenningar eru nú allir látnir, Gunnar í nóv- ember 1996 og Halldór 26. desem- ber sl. Í júní 1952 var flugvirkjun stað- fest sem iðngrein á Íslandi og upp úr því fengu þeir flugvirkjar sem nægilega lengi höfðu starfað í greininni meistarabréf. Ásmundur fékk sitt meistarabréf í flugvirkjun 6. janúar 1953. Ásmundur hóf störf hjá Flug- félagi Íslands 1. maí 1947, en þá var verið að ljúka stórviðgerð á Catal- ína-flugvélinni TF-ISJ eftir að hún skemmdist í nauðlendingu á Kleppsvíkinni í ágúst 1946. Fyrst í stað vann Ásmundur jöfnum hönd- um á verkstæði Flugfélagsins og sem flugvélstjóri á Catalína-flugvél- unum en eftir að Skymaster-flug- vélin Gullfaxi kom í júlí 1948, hlaut hann flugvélstjóraþjálfun ásamt Ás- geiri Magnússyni og Ingólfi Guð- mundssyni á þá vél. Í janúar 1947 var kominn tals- verður hópur flugvirkja til starfa hjá íslensku flugfélögunum og fannst þeim kominn tími til að stofna félag til að gæta hagsmuna sinna. Í febrúar 1949 var Ásmundur fyrst kosinn í stjórn Flugvirkja- félagsins og var hann mjög virkur í félagsstörfum allt til 1982. Hann var gjaldkeri félagsins í 24 ár og formaður í 2 ár auk margra ann- arra starfa í stjórn og nefndum fé- lagsins. Árið 1960 söðlaði Ásmund- ur um og hóf flugvélstjórastörf, m.a. á DC-6B og Rolls Royce flug- vélum hjá Loftleiðum, síðar Flug- leiðum og gegndi um leið bóklegri og verklegri kennslu í sínu fagi. Hann starfaði síðan sem flugvél- stjóri á DC-8 þotum allt til þess að hann varð að láta af þeim störfum vegna 67 ára aldurstakmarkana. Eftir það gegndi Ásmundur störf- um á Tæknibókasafni Flugleiða til 30. júní 1994. Í öllum störfum sínum var Ás- mundur hið mesta snyrtimenni, prúður og þægilegur í framkomu og þess má geta að það kom sér vel í áratuga bókhalds- og reikninga- færslu fyrir stéttarfélagið, að hann hafði afburða fagra og agaða rit- hönd. Flugvirkjafélagið sendir eftirlif- andi eiginkonu hans og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur. Oddur Ármann Pálsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.