Morgunblaðið - 24.01.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Árnamessa annað kvöld
Málþing um
þjóðhætti
ÁRNAMESSA –Málþing verðurhaldið í Þjóðarbók-
hlöðu á morgun, föstudag,
klukkan 13.30 til 17.00.
Málþingið tekur á stöðu og
möguleika þjóðháttafræða
á Íslandi. Málþingið er á
vegum Félags þjóðfræð-
inga í tilefni af sjötugsaf-
mæli Árna Björnssonar
þjóðháttafræðings og að
því loknu verður slegið upp
þorrablóti. Hallgerður
Gísladóttir deildarstjóri
hjá Þjóðminjasafni Íslands
er skipuleggjandi mál-
þingsins og svaraði hún
nokkrum spurningum
Morgunblaðsins.
Hverjir iðka þjóðhátta-
fræði á Íslandi?
„Þjóðháttafræði er sá
hluti þjóðfræðinnar sem fæst við
verkhætti, siði og venjur. Á þjóð-
háttadeild Þjóðminjasafns, þar
sem Árni Björnsson stjórnaði
lengst af, hefur frá 1960 verið
safnað heimildum um þjóðhætti
með því að senda eldra fólki
spurningaskrár. Á þjóðháttadeild
eru nú skráðar yfir 15.000 heim-
ildir sem fræðimenn og stúdentar
leita töluvert í. Á hverju ári eru
sendar út 2-3 spurningaskrár en
áherslur hafa breyst að því leyti að
í stað þess að safna aðallega göml-
um fróðleik, er nú allt eins verið að
spyrja um nútímann. Í ár erum við
til dæmis annars vegar að fást við
að afla heimilda um reykingu mat-
væla á heimilum, bæði verkunina
núna og í gamla daga, og hins veg-
ar að kenna nútímasiði tengda
brúðkaupum og hvernig þeir siðir
hafa breyst á seinni hluta tuttug-
ustu aldar. Í þeirri könnun verða
heimildamennirnir á aldrinum 20
til 50 ára.
Í Háskóla Íslands er kennd
þjóðfræði til 60 eininga og í Stofn-
un Árna Magnússonar, sem einnig
er háskólastofnun, er þjóðfræði-
deild, en þar er áhersla fremur
lögð á sögur, kvæði og tónlist.
Heimilisiðnaðarskólinn hefur
sinnt kennslu í þjóðlegu handverki
um langt skeið og öll minjasöfn
þurfa á þjóðháttafræði að halda til
að vita hvernig gripirnir urðu til
og voru notaðir.“
Hverjir eru möguleikar þjóð-
háttafræða á Íslandi?
„Saga vinnubragða og áhalda
ætti raunar að vera hluti af allri
verkmenntun. Möguleikar til
kennslu og framboð á fyrirlestrum
um þjóðlega siði og verkhætti,
muni, minjar o.þ.h. ætti að stór-
aukast á næstunni í tengslum við
nýjar sýningar í Þjóðminjasafninu
við Suðurgötu. Söfnum fjölgar ört
núna og þar er mikilvægur starfs-
vettvangur fyrir þjóðháttafræð-
inga. Sú gróska er ekki síst í
tengslum við tilhneigingu byggð-
arlaga til að halda utan um menn-
ingarsérkenni og draga þau fram,
t.d. í samkomuhaldi á borð við
Humarhátíð á Höfn, þar sem
heimsmeistarakeppnin í Horna-
fjarðarmanna fer fram,
Álfaborgarsjens á
Borgarfirði eystra,
Orminn á Egilsstöðum
o.s.frv. Þeir sem gera
leikmyndir og búninga
fyrir leikverk eða kvikmyndir um
eldri tíð þurfa svo sannarlega á
þjóðháttafræði að halda. Ferða-
málafræði og þjóðfræði er góð
menntunarblanda – menningar-
ferðamennska verður sífellt út-
breiddari og leiðsögumenn þurfa
að kunna góð skil á lífsháttum, sið-
um og andlegri mennt fyrri tíma.
Túrisminn á vafalítið eftir að gera
mikið meira út á ýmislegt þes-
skonar, á svipaðan hátt og gert er í
öðrum löndum. Í nágrannalöndun-
um hafa þjóðháttafræðingar verið
ráðnir til að vinna leiðbeiningar
fyrir nýbúa um þjóðhætti, siði og
venjur sem þeir geta þurft að
bregðast við. Þetta eru nokkur
dæmi um verkefni á þessu sviði.“
Er þjóðháttafræði í útrýming-
arhættu?
„Síður en svo, til allrar ham-
ingju. Sú þjóð sem útrýmdi þekk-
ingunni um daglegt líf, vinnu-
brögð og siði væri illa stödd. Hún
myndi t.d. ekki vita hvað væri
frumlegt og hvað væri gamal-
dags.“
Og hingað kemur erlendur
gestur á málþingið?
„Hingað hefur verið boðið góð-
um gesti, færeyska þjóðhátta-
fræðingnum dr. Jóan Pauli Joen-
sen. Jóan Pauli hefur verið
prófessor í þjóðháttafræði við
Fróðskaparsetrið í Þórshöfn frá
1989 fyrir utan tvö ár sem hann
var prófessor í sama fagi við há-
skólann í Bergen. Hann var jafn-
framt rektor Fróðskaparsetursins
í sjö ár á síðasta tug 20. aldar.
Hann hefur skrifað fjölda bóka og
greina um þjóðháttafræði og
menningarsögu. Jóan Pauli hefur
verið formaður Rannsóknarráðs
Færeyja og í stjórn Nordisk For-
skningspolitisk Rad, Program-
kommite for Nordatlantisk For-
skning og Nordisk
Forskningsakademi.
Fyrirlestur Jóans á
Árnamessu heitir Nor-
disk Etnologi. Set fra
Færøerne. Hann mun
einnig halda fyrirlestur í Odda,
stofu 101, 28. janúar klukkan 17.15
um brúðkaupssiði í Færeyjum í
boði Minningarsjóðs Ásu Wright
og Háskóla Íslands.
Aðrir sem tala á málþinginu eru
Þórður Tómasson safnstjóri, Árni
Björnsson þjóðháttafræðingur og
Terry Gunnel lektor í þjóðfræði
við HÍ, auk mín. Málþingið er öll-
um opið og aðgangur er ókeypis.“
Hallgerður Gísladóttir
Hallgerður Gísladóttir er
fædd árið 1952. Cand.mag. í
sagnfræði frá Háskóla Íslands
1991. Hefur unnið á Þjóðminja-
safni Íslands síðastliðin 20 ár,
síðustu árin sem deildarstjóri
þjóðháttadeildar. Hefur skrifað
fjölda greina og ritgerða um efni
sem varða þjóðhætti og jafn-
framt sjónvarps- og útvarps-
þætti. Skrifaði „Íslensk mat-
arhefð“ 1999, „Manngerðir
hellar á Íslandi“ ásamt fleirum
1991 og „Lífið fyrr og nú – stutt
Íslandssaga“, ásamt Helga S.
Kjartanssyni 1998. Maki er Árni
Hjartarson jarðfræðingur og
eiga þau börnin Sigríði, Guðlaug
Jón og Eldjárn.
...kunna góð
skil á þjóð-
háttum
Eftir útspil Ingu Jónu er ekki annað eftir en að klippa á borðann og hefja leikinn.
SKÁLAFELL á Hafursey á Mýr-
dalssandi skartar hvítum hatti um
þessar mundir.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Með
hvítan
hatt
VEGNA fréttar í Morgunblaðinu í
gær um hækkun á geymslugjöldum
á bílnúmerum er rétt að taka fram að
ákvörðun um hækkun er tekin af
dómsmálaráðuneytinu. Samkvæmt
auglýsingu frá ráðuneytinu hækkaði
verðið úr 600 kr. í 1.500. Ein af þeim
skoðunarstöðvum sem Skráningar-
stofa hefur gert samning við hefur
hins vegar lagt á sérstakt þjónustu-
gjald og hefur því fram að þessu inn-
heimt 900 kr. samtals fyrir geymslu
númeranna.
Samkvæmt auglýsingu ráðuneyt-
isins hækkar verð á númeraplötum
sem framleiddar eru á Litla-Hrauni í
2.815 kr. en verðið var um 1.800
krónur. Inni í verðinu er virðisauka-
skattur. Verð á plötunum hækkaði
síðast árið 1997.
Þjónustu-
gjald á
númera-
plötum
♦ ♦ ♦