Morgunblaðið - 24.01.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.01.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Árnamessa annað kvöld Málþing um þjóðhætti ÁRNAMESSA –Málþing verðurhaldið í Þjóðarbók- hlöðu á morgun, föstudag, klukkan 13.30 til 17.00. Málþingið tekur á stöðu og möguleika þjóðháttafræða á Íslandi. Málþingið er á vegum Félags þjóðfræð- inga í tilefni af sjötugsaf- mæli Árna Björnssonar þjóðháttafræðings og að því loknu verður slegið upp þorrablóti. Hallgerður Gísladóttir deildarstjóri hjá Þjóðminjasafni Íslands er skipuleggjandi mál- þingsins og svaraði hún nokkrum spurningum Morgunblaðsins. Hverjir iðka þjóðhátta- fræði á Íslandi? „Þjóðháttafræði er sá hluti þjóðfræðinnar sem fæst við verkhætti, siði og venjur. Á þjóð- háttadeild Þjóðminjasafns, þar sem Árni Björnsson stjórnaði lengst af, hefur frá 1960 verið safnað heimildum um þjóðhætti með því að senda eldra fólki spurningaskrár. Á þjóðháttadeild eru nú skráðar yfir 15.000 heim- ildir sem fræðimenn og stúdentar leita töluvert í. Á hverju ári eru sendar út 2-3 spurningaskrár en áherslur hafa breyst að því leyti að í stað þess að safna aðallega göml- um fróðleik, er nú allt eins verið að spyrja um nútímann. Í ár erum við til dæmis annars vegar að fást við að afla heimilda um reykingu mat- væla á heimilum, bæði verkunina núna og í gamla daga, og hins veg- ar að kenna nútímasiði tengda brúðkaupum og hvernig þeir siðir hafa breyst á seinni hluta tuttug- ustu aldar. Í þeirri könnun verða heimildamennirnir á aldrinum 20 til 50 ára. Í Háskóla Íslands er kennd þjóðfræði til 60 eininga og í Stofn- un Árna Magnússonar, sem einnig er háskólastofnun, er þjóðfræði- deild, en þar er áhersla fremur lögð á sögur, kvæði og tónlist. Heimilisiðnaðarskólinn hefur sinnt kennslu í þjóðlegu handverki um langt skeið og öll minjasöfn þurfa á þjóðháttafræði að halda til að vita hvernig gripirnir urðu til og voru notaðir.“ Hverjir eru möguleikar þjóð- háttafræða á Íslandi? „Saga vinnubragða og áhalda ætti raunar að vera hluti af allri verkmenntun. Möguleikar til kennslu og framboð á fyrirlestrum um þjóðlega siði og verkhætti, muni, minjar o.þ.h. ætti að stór- aukast á næstunni í tengslum við nýjar sýningar í Þjóðminjasafninu við Suðurgötu. Söfnum fjölgar ört núna og þar er mikilvægur starfs- vettvangur fyrir þjóðháttafræð- inga. Sú gróska er ekki síst í tengslum við tilhneigingu byggð- arlaga til að halda utan um menn- ingarsérkenni og draga þau fram, t.d. í samkomuhaldi á borð við Humarhátíð á Höfn, þar sem heimsmeistarakeppnin í Horna- fjarðarmanna fer fram, Álfaborgarsjens á Borgarfirði eystra, Orminn á Egilsstöðum o.s.frv. Þeir sem gera leikmyndir og búninga fyrir leikverk eða kvikmyndir um eldri tíð þurfa svo sannarlega á þjóðháttafræði að halda. Ferða- málafræði og þjóðfræði er góð menntunarblanda – menningar- ferðamennska verður sífellt út- breiddari og leiðsögumenn þurfa að kunna góð skil á lífsháttum, sið- um og andlegri mennt fyrri tíma. Túrisminn á vafalítið eftir að gera mikið meira út á ýmislegt þes- skonar, á svipaðan hátt og gert er í öðrum löndum. Í nágrannalöndun- um hafa þjóðháttafræðingar verið ráðnir til að vinna leiðbeiningar fyrir nýbúa um þjóðhætti, siði og venjur sem þeir geta þurft að bregðast við. Þetta eru nokkur dæmi um verkefni á þessu sviði.“ Er þjóðháttafræði í útrýming- arhættu? „Síður en svo, til allrar ham- ingju. Sú þjóð sem útrýmdi þekk- ingunni um daglegt líf, vinnu- brögð og siði væri illa stödd. Hún myndi t.d. ekki vita hvað væri frumlegt og hvað væri gamal- dags.“ Og hingað kemur erlendur gestur á málþingið? „Hingað hefur verið boðið góð- um gesti, færeyska þjóðhátta- fræðingnum dr. Jóan Pauli Joen- sen. Jóan Pauli hefur verið prófessor í þjóðháttafræði við Fróðskaparsetrið í Þórshöfn frá 1989 fyrir utan tvö ár sem hann var prófessor í sama fagi við há- skólann í Bergen. Hann var jafn- framt rektor Fróðskaparsetursins í sjö ár á síðasta tug 20. aldar. Hann hefur skrifað fjölda bóka og greina um þjóðháttafræði og menningarsögu. Jóan Pauli hefur verið formaður Rannsóknarráðs Færeyja og í stjórn Nordisk For- skningspolitisk Rad, Program- kommite for Nordatlantisk For- skning og Nordisk Forskningsakademi. Fyrirlestur Jóans á Árnamessu heitir Nor- disk Etnologi. Set fra Færøerne. Hann mun einnig halda fyrirlestur í Odda, stofu 101, 28. janúar klukkan 17.15 um brúðkaupssiði í Færeyjum í boði Minningarsjóðs Ásu Wright og Háskóla Íslands. Aðrir sem tala á málþinginu eru Þórður Tómasson safnstjóri, Árni Björnsson þjóðháttafræðingur og Terry Gunnel lektor í þjóðfræði við HÍ, auk mín. Málþingið er öll- um opið og aðgangur er ókeypis.“ Hallgerður Gísladóttir  Hallgerður Gísladóttir er fædd árið 1952. Cand.mag. í sagnfræði frá Háskóla Íslands 1991. Hefur unnið á Þjóðminja- safni Íslands síðastliðin 20 ár, síðustu árin sem deildarstjóri þjóðháttadeildar. Hefur skrifað fjölda greina og ritgerða um efni sem varða þjóðhætti og jafn- framt sjónvarps- og útvarps- þætti. Skrifaði „Íslensk mat- arhefð“ 1999, „Manngerðir hellar á Íslandi“ ásamt fleirum 1991 og „Lífið fyrr og nú – stutt Íslandssaga“, ásamt Helga S. Kjartanssyni 1998. Maki er Árni Hjartarson jarðfræðingur og eiga þau börnin Sigríði, Guðlaug Jón og Eldjárn. ...kunna góð skil á þjóð- háttum Eftir útspil Ingu Jónu er ekki annað eftir en að klippa á borðann og hefja leikinn. SKÁLAFELL á Hafursey á Mýr- dalssandi skartar hvítum hatti um þessar mundir. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Með hvítan hatt VEGNA fréttar í Morgunblaðinu í gær um hækkun á geymslugjöldum á bílnúmerum er rétt að taka fram að ákvörðun um hækkun er tekin af dómsmálaráðuneytinu. Samkvæmt auglýsingu frá ráðuneytinu hækkaði verðið úr 600 kr. í 1.500. Ein af þeim skoðunarstöðvum sem Skráningar- stofa hefur gert samning við hefur hins vegar lagt á sérstakt þjónustu- gjald og hefur því fram að þessu inn- heimt 900 kr. samtals fyrir geymslu númeranna. Samkvæmt auglýsingu ráðuneyt- isins hækkar verð á númeraplötum sem framleiddar eru á Litla-Hrauni í 2.815 kr. en verðið var um 1.800 krónur. Inni í verðinu er virðisauka- skattur. Verð á plötunum hækkaði síðast árið 1997. Þjónustu- gjald á númera- plötum ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.