Morgunblaðið - 24.01.2002, Page 26

Morgunblaðið - 24.01.2002, Page 26
ERLENT 26 FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Nú er rétti tíminn til að læra að fljúga!!! Innritun er hafin: Bóklegt JAA einkaflugmannsnámskeið* Skólasetning 22. janúar 2002 Kennt verður á kvöldin á virkum dögum Bóklegt JAA atvinnuflugmannsnám* Umsóknarfrestur er til 25. janúar 2002 Skólasetning 4. febrúar 2002 Kennt verður alla virka daga vikunnar frá 8:10 til 14:40 Flugkennaranámskeið FI(A)0201 Námskeið hefst um leið og lágmarksfjöldi umsókna hefur borist Kennt verður á kvöldin á virkum dögum frá 19:00 til 22:00 Flugumsjónarnámskeið* Umsóknarfrestur er til 20. febrúar 2002 Skólasetning 1. mars 2002 Kennt verður á kvöldin í 11-12 vikur *Allar nánari upplýsingar um inntökukröfur, verð o.fl. er að finna á flugskoli.is og/eða í síma 530 5100 E f t i r t a l d i r s t a n d a a ð F l u g s k ó l a Í s l a n d s w w w .d es ig n. is © 20 02 STEFNURÆÐA, sem Pervez Musharraf, forseti Pakistans, flutti fyrr í mánuðinum, hefur ekki aðeins dregið úr spennu milli Indverja og Pakistana vegna deilunnar um Kasmír heldur kann hún að hafa enn meiri þýðingu til lengri tíma litið fyr- ir pólitísku og trúarlegu þróunina í Pakistan. Musharraf lofaði að hand- taka íslamska öfgamenn, sem framið hafa hryðjuverk, en lét ekki þar við sitja og kvaðst ætla að skera upp herör gegn róttækum klerkum, skól- um og stofnunum sem kyntu undir trúarofstæki, hatri og ofbeldi. Að sögn Musharrafs hefur al- menningur í Pakistan fengið sig full- saddan á ofstækisöflunum, sem hafi valdið blóðsúthellingum og hindrað framfarir í landinu. „Komið er að skuldadögunum,“ sagði Musharraf í ávarpi sínu til þjóðarinnar 12. þessa mánaðar. „Viljum við að Pakistan verði að klerkaveldi? Teljum við að trúarlega menntunin ein dugi, eða viljum við að Pakistan verði að kraftmiklu ísl- ömsku ríki? Niðurstaða fjöldans er að hann aðhyllist framsækið ísl- amskt ríki.“ Musharraf bannaði tvær hreyfing- ar, sem hafa barist gegn indverskum yfirráðum í Kasmír, og þrenn ísl- ömsk samtök, sem stjórnin segir að hafi kynt undir átökum milli trúar- hópa í Pakistan. Þessi átök kostuðu meira en 400 manns lífið í fyrra og þurft hefur vopnaða verði við mosk- urnar til að vernda þá sem sækja þær. Aðgerðir gegn gróðrarstíum trúarofstækis Forsetinn sagði að Pakistanar hefðu fengið sig fullsadda á „Kal- ishníkov-menningunni“ og að þeim stafaði meiri hætta af ofstækisöflun- um í landinu en Indverjum. Hann hefur látið handtaka hundruð rót- tækra klerka, sem eru sakaðir um að hafa kynt undir hatri og ofbeldi. Hann hefur einnig lofað að herða reglur um starfsemi svokallaðra madrassas, íslamskra trúarskóla sem lýst hefur verið sem gróðrarstí- um trúarofstækis. Musharraf sagði að öllum erlend- um nemendum trúarskólanna yrði vísað úr landi nema þeir skrái sig hjá yfirvöldum fyrir 23. mars og sanni að þeir hafi fengið dvalarleyfi í landinu og heimild yfirvalda í heimalandinu til að stunda trúarnám í Pakistan. Forsetinn sagði að bannað yrði að opna nýja trúarskóla nema þeir væru fyrst skráðir hjá yfirvöldunum. Hið sama gildir um moskur og bann- að verður að nota hátalara í moskum í pólitísku skyni eða til að hvetja til mótmæla. Um 7.000 trúarskólar eru nú starf- ræktir í Pakistan og nemendurnir eru meira en 650.000. Nemendurnir fá þar enga kennslu í stærðfræði eða öðrum greinum því skólarnir kenna aðeins Kóraninn. Musharraf snýr við blaðinu Musharraf sagði að mikil áhrif öfgamannanna hindruðu framfarir í landinu og Pakistanar þyrftu að „heyja heilagt stríð gegn ólæsi, fá- tækt, vanþróun og hungri“ fremur en gegn Ísrael eða Vesturlöndum. Áhrif róttækra íslamskra hreyf- inga hafa aukist jafnt og þétt á síð- ustu tveimur áratugum, eða frá því að Zia ul-Haq einræðisherra mynd- aði bandalag með klerkunum snemma á níunda áratugnum til að geta haldið völdunum. Musharraf, sem hefur stjórnað landinu frá valdaráni hersins 1999, ætlar nú að snúa þessari þróun við. Þetta er stefnubreyting af hálfu Musharrafs því stjórn hans hefur hingað til leyft herskáu hreyfingun- um að starfa fyrir opnum tjöldum og jafnvel hvatt þær til þess. Starfsemi þeirra hefur verið mjög áberandi, þær hafa auglýst í dagblöðunum og safnað peningum í moskum og á göt- unum. Lögreglumenn segja að emb- ættismenn stjórnarinnar hafi skipað þeim að leyfa herskáum hreyfingum í borginni Karachi að fá til liðs við sig unga menn, þjálfa þá í skæruhernaði og senda þá til Kasmír og Afganist- ans. Straumhvörf í arabaheiminum? Thomas L. Friedman, dálkahöf- undur The New York Times, segir að ræða Musharrafs geti leitt til mestu straumhvarfa í múslímaheim- inum frá árinu 1977 þegar Anwar Sadat, þáverandi forseti Egypta- lands, fór í sögulega heimsókn til Ísraels. Musharraf sé fyrsti þjóðar- leiðtoginn í múslímaheiminum sem viðurkenni að íslamskt trúarofstæki hafi fest rætur í menntakerfi og stjórnskipulagi margra múslíma- ríkja og stuðlað að vanþróun þeirra. Hann hyggist ekki láta nægja að fangelsa öfgamenn, heldur berjast gegn hugmyndum þeirra með nú- tímalegum skólum og framsækinni íslamskri stefnu. „Allt frá 11. september hefur verið augljóst að við þurfum stríð innan íslams, ekki gegn íslam, og nú hefur að minnsta kosti einn leiðtoganna loksins lýst yfir slíku stríði. Það væri gott ef einhverjir aðrir múslímaleið- togar færu nú að dæmi hans,“ skrif- ar Friedman. The Washington Post tók í sama streng í forystugrein á dögunum og sagði að stjórnvöld í araba- ríkjum, sem hand- taka öfgamenn en hunsa eða styðja jafnvel kenningar þeirra, gætu lært af Musharraf. „Ríkis- stjórnir arabaríkja, sem segjast styðja stríð Bandaríkjanna gegn hryðjuverka- starfsemi og hafa sjálf orðið fyrir barðinu á hreyfing- um á borð við al- Qaeda Osama bin Ladens, hafa lítið gert til að berjast gegn íslömskum öfgakenningum – hvað þá boðið upp á aðra sýn til mótvæg- is, stefnu sem bygg- ist á umburðarlyndi og nútímaviðhorf- um.“ Friedman segir að Musharraf hafi áttað sig á því að reiði hann sig á stuðning róttækra klerka og öfgamanna leiði hann hörmungar yf- ir þjóð sína. Hann hafi því ákveðið að vinna almenning á sitt band en til þess þurfi hann að fela þeim vald, það er að koma smám saman á lýð- ræði í landinu. „Þegar menn reiða sig á herinn og herskáar hreyfingar til að halda völdunum þurfa þeir aðeins að gefa skipanir,“ skrifar Friedman. „En þegar menn vilja reiða sig á hófsam- an almenning þurfa þeir að vera í fararbroddi, sannfæra fólk og veita því frelsi til að hugsa og segja hug sinn.“ Friedman segir að Musharraf verði að deila völdunum með öðrum og efna til kosninga, sem muni sýna hversu lítinn stuðning róttæku hreyfingarnar hafi í raun. „Þegar þær hafa ekki notið stuðnings hers- ins hafa þær aldrei fengið meira en 5% fylgi.“ Tók nokkra áhættu Almenningur í Pakistan virðist styðja aðgerðir Musharrafs og lítið hefur verið um mótmæli gegn hand- töku klerkanna sem hann sakar um að hafa rangtúlkað og misnotað ísl- am. Meiri óvissa er hins vegar um viðbrögð hersins því margir herfor- ingjar hafa stutt róttæku hreyfing- arnar. Hugsanlegt er að almenningur snúist gegn Musharraf síðar ef til- slakanir hans í deilunni við Indverja duga ekki til að greiða fyrir einhvers konar málamiðlunarsamkomulagi í deilunni um Kasmír. Musharraf tók því nokkra áhættu en treystir á að róttæk þjóðernishyggja og trúar- stefna skipti Pakistana minna máli en friður og hagsæld. Reuters Aldraður múslími fylgist með nemendum lesa Kóraninn í trúarskóla í Íslamabad. Sker upp herör gegn íslömsku trúarofstæki Nýleg stefnuræða forseta Pakistans er talin geta markað tímamót í sögu landsins og jafnvel leitt til straumhvarfa í múslíma- heiminum fari leiðtogar annarra múslíma- ríkja að dæmi hans og skeri upp herör gegn íslömsku trúarofstæki. Pervez Musharraf, forseti Pakistans (fyrir miðju), ræðir við pakistanska hermenn nálægt landamærunum að Indlandi. ’ Pakistanar heyiheilagt stríð gegn ólæsi, fátækt og vanþróun ‘ AP

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.