Morgunblaðið - 24.01.2002, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 24.01.2002, Qupperneq 37
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2002 37 ÞEGAR ég var að alast upp á Akranesi var þar starfandi uppfinn- ingamaður. Við strákarnir gengum gjarnan framhjá húsinu hans á leið í og úr skóla og í hvert skipti sem mað- ur sá hann að bjástra við eitthvað úti á plani fékk maður fiðring í magann og vonaðist til þess að sjá þarna einn daginn fullbúna geimskutlu, tímavél eða eitthvað enn stórkostlegra. Þessi minning kom upp í hugann þegar ég gekk inn á sýningu mynd- listartvíeykisins Helga Hjaltalíns og Péturs Arnar sem vinna sínar sýn- ingar undir yfirskriftinni Markmið, en þetta er sjötta Markmiðssýningin þeirra á aðeins 11⁄2 ári. Á sýningunni er ýmislegt sem get- ur flokkast sem uppfinningalist, t.d. fenjadreki í fullri stæð og sérsmíðað geymslubox til að setja á toppgrind á bíl. List þeirra hefur reyndar verið kölluð strákalist sem kemur ekki á óvart. Verkin eru þess eðlis, eins og allt mögulegt og ómögulegt dót verði þeim að efniviði í vélar eða aðrar uppfinningar sem þeir síðan gera til- raunir með úti á víðavangi. Þetta sést vel á myndbandi sem gengur á sýningunni en þar sjáum við listamennina við tilraunir sínar og ekki gengur þar alltaf allt að ósk- um. Einhverjir gætu kannski túlkað sýninguna sem tilraun listamann- anna til að færa leikaraskap og strákalist upp á æðra plan undir merkjum nútímamyndlistar en því fer fjarri að verkin séu upphafin, það er frekar látleysi sem einkennir upp- stillinguna. Öll verkin hafa tilvísun í hreyfan- leika og ferðalög. Manni dettur helst í hug að þeir Pétur og Helgi hafi sett sér það „markmið“ að fara eitthvað langt í burtu og koma kannski aldrei aftur til baka og að þessar sýningar og tilraunamennska séu aðeins und- irbúningur undir það. Þannig má skoða sýninguna sem myndlíkingu fyrir leit manna að tilgangi lífsins og verður tilefni vangaveltna um stefnu fólks í lífinu, hvert sé „markmiðið“. Það er jafnframt alþekkt hugmynda- fræði í ýmsum trúarbrögðum að lífið hér sé aðeins undirbúningur undir ferðalag í annan heim og kannski er það það sem listamennirnir ýja hér að. Það að sjá eina markmiðssýningu hefur kannski ekki svo mikið að segja en þegar sýningarnar eru orðnar sex og þær skoðaðar í sam- hengi vex gildi „Markmiða“ og mað- ur kemst ekki hjá að spyrja sig hvort eitthvað stórmerkilegt sé að gerast eða hvort þeir séu bara að leika sér, strákarnir! Uppfinningalist Fenjadreki þeirra Helga og Pét- urs er óvenjulegt farartæki. MYNDLIST Galleri@hlemmur.is Opið fimmtudaga-sunnudaga frá kl. 14- 18. Til 3. febrúar. BLÖNDUÐ TÆKNI HELGI HJALTALÍN EYJÓLFSSON OG PÉTUR ÖRN FRIÐRIKSSON Þóroddur Bjarnason LYGILEGT en satt, Shallow Hal, nýjasta mynd Farrelly bræðra, fellur nánast undir skil- greininguna rómantísk gaman- mynd. Vissulega leika bræðurnir sér á köflum að því hvað er boðlegt og óboðlegt almennum siðalögmál- um, jafnframt leggja þeir óvenju mikla áherslu á manneskjulegar tilfinningar og hlýju og gera góð- látlegt grín að endalausri sókn manna eftir hégóma og ekki síður hræðslu við að horfast í augu við staðreyndirnar. Vinirnir Hal (Jack Black) og Mauricio (Jason Alexander), lifa í endalausri blekkingu. Hvorugur mikill fyrir mann að sjá, þó enda- laust að eltast við stærri fiska en þeir ráða við á veiðislóðum skemmtistaðanna. Væru þar sjálf- sagt enn, borubrattir á yfiirborð- inu, en vansælir og kvenmanns- lausir, ef örlögin hefðu ekki fært Hal á fund Tonys nokkurs Robb- ins, landfrægs ráðgjafa í sáluhjálp. Tony bendir Hal, sem í raun er vænsti drengur, á að hann verði á endalausu, hamingjusnauðu hring- sóli eftir innihaldslausum umbúð- um, ef hann kúvendi ekki og hefji leit að kynnum við konur sem hafa uppá innri fegurð að bjóða. Dáleið- ir Hal til að orð hans hrífi hinn villuráfandi manninum og veiti honum sálarró. Sem færir Hal á fund hinnar góðhjörtuðu Rosemary (Gwyneth Paltrow), sem í augum allra annarra er þrjúhundruð punda boldúngskvenmaður, en af- leiðingar af fundum þeirra Robb- ins, gera það að verkum að Hal sér fegurðardís. Verður yfir sig ást- fanginn og alsæll með sitt gjör- breytta gildismat. Rosemary vinn- ur að góðgerðar- og mannúðarmálum, en er jafnframt dóttir auðkýfingsins, eiganda risa- vaxinnar peningamaskínu þar sem Hal er pínulítið og auvirðilegt tannhjól. Bræðurnir halda vel á efni sem byggist að langmestu leyti á skopi að grunnhyggjunni, kalla til nokkr- ar skemmtilegar aukapersónur líkt og milljarðamæringinn, faðir Rose- mary (Joe Viterelli, sem að þessu sinni er írskur en ekki ítalskur mafioso). Mægðirnar skapa ófáar, meinfyndnar uppákomur. Þá kem- ur að venju við sögu óvenjulegt fólk, einsog Walt (Rene Kirby), fjölfatlaður maður, sem bræðurnir gera einfaldlega að sannkallaðri hversdagshetju sem lætur bækl- unina ekkert standa í vegi fyrir sér og er gott dæmi um þá væntum- þykju sem Farrellybræður sýna þeim sem minna mega sín í þessari og reyndar fleiri myndun sínum. Þrátt fyrir meiri mýkt eru ósvik- in, gamalkunn Farrelly-gullkorn inná milli, líkt og óborganlegt at- riði er Hal, fyrir misskilning, kjamsar á miðaldra húshjálp í stað sinnar heittelskuðu, en rómantíkin er yfirsterkari. Ekki síst vegna þess að Gwyneth Paltrow er dýrð- leg sem Rosemary, og ennfrekar sem hún sjálf, gullfalleg, jafnt að utan sem innan, og sýnir smitandi gamanleikhæfileika. Black, sem er einkar minnisstæður úr High Fide- lity, sýnir að hann er ekki aðeins fær um að túlka einhliða furðu- persónur heldur hinn frambærileg- asti, alhliða gamanleikari. Þau tvö sýna einkar trúverðuglega að fleira býr að baki en augað greinir og myndin þörf lexía þeim stóra hóp okkar sem lifir í oftrú eða blekk- ingum á eigin ágæti og eftirsókn eftir vindi. Maður, líttu þér nær! KVIKMYNDIR Smárabíó, Laugarásbíó, Regn- boginn, Borgarbíó Akureyri Leikstjórn og handritshöfundar: Bobby og Peter Farrelly. Kvikmyndatökustjóri: Russell Carpenter. Tónlist: Sheryl Crow. Aðalleikendur: Gwyneth Paltrow, Jack Black, Jason Alexander, Joe Viterelli, Rene Kirby, Bruce McGill. Sýningartími 113 mín. 20th Century Fox. Bandaríkin 2001. SHALLOW HAL (GRUNNHYGGNI HALLUR)  Sæbjörn Valdimarsson LJÓSMYNDARINN Inger Hel- ene Bóasson lítur um öxl á sýningu með samnefndu nafni í Gallerí Fold við Rauðarárstíg. Á sýningunni eru verk frá 1972–1975 þegar Inger, sem er norsk en á ættir að rekja til Ís- lands, dvaldi á Íslandi og starfaði fyr- ir ljósmyndarann Mats Wibe Lund. Inger hefur síðan þá lært auglýs- ingaljósmyndun og starfað við fagið sl. 2–3 áratugi. Þetta er þriðja einka- sýning Inger og ef sýningarnar eru allar skoðaðar í samhengi sést lítið samhengi í þeim, enginn sterkur þráður sem tengir eina við þá næstu. Fyrsta einkasýning Inger innihélt svarthvítar myndir af hljóðfæraleik- urum Drammens Byorkester og í fyrra hélt hún gjörólíka sýningu sem hét Digital Natur, eða Stafræn nátt- úra, en þar sleppir hún fram af sér beislinu í Photoshop-myndvinnslu- forritinu með misjöfnum árangri. Í þessari þriðju einkasýningu, í gallerí Fold, er kominn þriðji stíllinn í jafn- mörgum sýningum. Tækifærismynd- ir teknar á ferðalagi um Ísland og í Reykjavík. Myndir Inger í Fold eru nokkuð misjafnar að gæðum. Í nokkrum þeirra tekst henni reglulega vel upp á meðan þær lakari eru vart betri en myndir úr fjölskyldualbúmi meðal- jónsins. Inger tekst best upp þegar hún myndar fólk og tekst þá oft að fanga skemmtileg andartök á filmu. Þetta kemur vel í ljós í myndum eins og „Hannamamma og Anna“, „Fyrir malbik“, þar sem við sjáum tvær manneskjur við Volkswagen-bjöllu í ansi döpru ásigkomulagi, fórnarlamb holóttra vega fyrri tíma, og í „Fjör í Vesturbæjarlauginni“ en þar nær Inger mjög góðu sambandi við hóp af börnum í heitum potti. Inger kann að gefa myndum sínum nafn og húmorinn er aldrei langt und- an. Mynd númer 20 af brúði að gægj- ast út úr Árbæjarkirkju heitir t.d. „Hvenær kemur hann?“ Á þessari sýningu eru nokkrir góð- ir sprettir en til bóta hefði verið að fækka myndunum aðeins eða flokka þær eftir efnisatriðum eða tímabilum. Litið um öxl MYNDLIST Gallerí Fold Opið daglega frá kl. 10 til 18, laugardaga frá 10 til 17 og sunnudaga frá kl. 14 til 17. Til 3. febrúar. LJÓSMYNDIR INGER HELENE BÓASSON „Hvenær kemur hann?“ eftir Inger Helene Bóasson. Þóroddur Bjarnason Hallgríms- kirkja Nem- endatónleikar á vegum Tón- skóla Þjóð- kirkjunnar verða kl. 18. Þar leika org- elnemendur Tónskólans á orgel Hall- grímskirkju. Mörg verk- anna á efnis- skránni voru til umfjöllunar á námskeiði sænska orgelprófessorsins Hans-Ola Er- icsson fyrr í mánuðinum, en meg- intema þess var frönsk orgeltónlist. Í DAG Hallgrímskirkja í Reykjavík.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.