Morgunblaðið - 24.01.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.01.2002, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ HAFNARFJARÐARBÆR hef- ur á undanförnum mánuðum og ár- um tekið í gagnið nýjungar á ýms- um sviðum rafrænnar þjónustu sveitarfé- lagsins. Með þessum nýjungum er mark- visst stefnt að því að færa sem mest af starfseminni í þann búning að viðskipta- vinir okkar, bæjarbú- ar og aðrir, geti rekið sem mest af erindum sínum í tölvunni heima eða í vinnunni. Þetta er stór hluti þess sem kallað hefur verið rafræn stjórn- sýsla. Í framtíðinni má gera ráð fyrir auk- inni svokallaðri sam- þættingu, þ.e. að með samtengingu margra mismunandi kerfa og gagnagrunna opinberra fyrirtækja og stofnana skapist möguleikar á sjálfkrafa gagnasöfn- un, innskráningu, meðferð og af- greiðslu í fjölmörgum málum. Til þess að hnykkja á stefnumót- un í rafrænni stjórnsýslu sam- þykkti bæjarstjórn Hafnarfjarðar nýverið nýtt ákvæði í upplýsinga- stefnu Hafnarfjarðarbæjar. Ákvæðið, sem tók gildi 1. janúar sl., hljóðar svo: Á öllum sviðum starfseminnar skal veita rafrænt þá þjónustu sem til þess er fallin, s.s. við móttöku og afgreiðslu umsókna og erinda, miðlun reikninga og annarra gagna. Settar skulu almennar starfsreglur sem miða að því að upplýsingatækni verði nýtt til þess að auka skilvirkni og gagnsæi í stjórnsýslunni, bæta þjónustu og haga starfsemi þannig að viðskiptavinir Hafnar- fjarðarbæjar geti óháð stund og stað rekið erindi sín raf- rænt gegnum heima- síðu sveitarfélagsins að svo miklu leyti sem það er tæknilega unnt. Meðal þess sem gert hefur verið hjá Hafnarfjarðarbæ er þróun samstarfs við Form.is varðandi raf- rænar umsóknir og fleiri erindi, samstarf við Netskil um rafræna miðlun reikninga gegnum heima- og netbanka og nú nýverið var tek- ið í gagnið einstakt þjónustukort. Þessir þættir og fjölmargt fleira er aðgengilegt á heimasíðu bæjarins, www.hafnarfjordur.is. Og nú er verið að taka í gagnið nýtt innrit- unarkerfi fyrir leikskólana þar sem bæjarbúar geta skráð börn sín með rafrænum hætti beint í leik- skólakerfi bæjarins og fylgst síðan með þróun mála á Netinu. Þannig geta forráðamenn séð milliliðalaust hvenær má vænta þess að barn þeirra fái leikskólapláss. Það er sérstök ástæða til þess að hvetja Hafnfirðinga og aðra við- skiptamenn bæjarsjóðs Hafnar- fjarðar til þess að kanna hvaða möguleikar eru fyrir hendi varð- andi rafræna þjónustu gegnum heimasíðu bæjarins. Með aukinni notkun heimasíðunnar má síðan örva tæknilega framþróun og fjölga þeim möguleikum varðandi sjálfsafgreiðslu sem möguleg er með tölvu- og upplýsingatækni. Rafræn stjórnsýsla í Hafnarfirði Jóhann Guðni Reynisson Höfundur er upplýsingastjóri hjá Hafnarfjarðarbæ. Tölvur Það er sérstök ástæða, segir Jóhann Guðni Reynisson, til að kanna möguleika rafrænnar þjónustu á heimasíðu bæjarins. - er þekkt fyrir rannsóknir á snyrtivörum og rannsóknirnar halda áfram með frábærum árangri. PROFUTURA 2000 byltingarkennda kremið kemur núna léttara í gel form PROFUTURA 2000 Gel með bylting- arkenndum eiginleikum. NANOPART 2000 flytur ceramidið dýpra í epiderm- is lög húðarinnar, það er fullt af A og E vítamínum og áhrifarik virknin dregur úr hrukkum og fínum línum. Á sama tíma kemur hið áhrifaríka Anti A.G.E Comp- le og hægir á öldrun húðarinnar. Ár- angurinn verður einstakur með notkun PROFUTURA 2000 krem eða gel, húðin verður yngri, mýkri, teygjanlegri og stinnari. - Og fyrir nóttina PROFUTURA 2000 Late Performance næturkrem. Yfir daginn verður húðin fyrir gífurlegu áreiti, stress, níkótin og önnur utanað- komandi efni sitja á húðinni og ganga inn í hana. Afleiðingin er sú að húðin verður föl og þreytuleg. Að auki verður húðin þrútin vegna þess að hún nær ekki að endur- nýja sig og losa sig við úrgangsefnin. Þegar þetta heldur áfram verður húðin slöpp og hrukkótt. Þennan úrgang verðum við ákveðið að losa okkur við, þannig að húðin endur- nýist og ljómi aftur þegar að við vökn- um. GLÆSILEG TASKA AÐ GJÖF ÞEGAR KEYPT ERU TVÖ KREM FRÁ MARBERT Aðrir útsölustaðir Libia Mjódd, Nana, Hólagarði, Laugarnes Apótek, Snyrtivörudeild Hagkaups Kringlunni, Skeifunni, Smáratorgi, Spönginni, Snyrtistofa Hönnu Kristínar, Zitas Hafnafirði, Árnes Apótek, Selfossi, Apótek Vestmannaeyja, Gallery Förðun, Keflavík, Húsavíkurapótek. Snyrtivörudeild Hagkaups, Akureyri, Silfurtorg, Ísafirði. www.forval.is MARBERT Næstu kynningar verða: 24. jan Snyrtivörud. Hagkaups Skeifunni 25. jan Gallerý Förðun, Keflavík 31. jan og 1. feb Zitas, Firði Hafnarfirði 7. feb Laugarnes Apótek 8. feb Nana, Hólagarði 24. 25. og 26. jan. Snyrtivörud. Hagkaups Smáralind FLJÓTLEGA munu liggja fyrir til- lögur samgönguráð- herra um skiptingu fjármuna í nýfram- kvæmdir í vegagerð fyrir árið 2002. Fjárfestingar í vega- gerð hafa í för með sér bættar samgöngur, sem er undirstaða at- vinnulífs, ferðaþjón- ustu og afnáms ein- angrunar einstaka byggðarlaga, þ.e.a.s. lykilatriði til að byggð þrífist í landinu. Fjármuna til vega- gerðar er aflað með þungaskatti annars vegar og sér- stöku gjaldi á bensín hins vegar, þannig að þeir sem nota vegina greiði uppbyggingu og viðhald þeirra. Áætlaðir fjármunir til nýfram- kvæmda í vegagerð samkvæmt fjár- lögum ársins 2002 eru 5,2 milljarðar króna. Það mætti því álykta sem svo að mest af nýframkvæmdum og viðhaldi færi til þess svæðis, þar sem bílarnir eru flestir. Ef litið er á íbúafjölda þá sést að um 175 þúsund manns búa í höfuðborginni og ná- grannasveitafélögunum eða ríflega 60% lands- manna og ef suðvestur- hornið sunnan Hval- fjarðar er tekið með þá er þessi tala 70%. Hvernig hefur skipt- ing vegafjár verið? Ef litið er á skiptingu fjármuna til nýlagningar vega á höf- uðborgarsvæðinu frá árinu 1991 til ársins 2001 miðað við aðra hluta landsins sést að hlutur höfuðborgar- svæðsins hefur verið að aukast smám saman eftir að ríkisstjórnir, sem Davíð Oddsson hefur stýrt, hafa set- ið við völd. En yfirleitt hefur hlutur höfuðborgarsvæðisins verið heldur rýr ef miðað er við íbúafjölda á svæð- inu. (sjá töflu). Helstu verkefni Mörg mjög brýn verkefni í vega- gerð bíða úrlausnar og verða nokkur nefnd hér. a) Tvöföldun Reykjanesbrautar frá Fífuhvammsvegi og í gegnum Hafnarfjörð. b) Mislæg gatnamót, Reykjanes- braut/Lækjargata, Hafnarfirði. c) Mislæg gatnamót Stekkjar- bakki/Reykjanesbraut. d) Mislæg gatnamót Arn- arnesvegur/Reykjanesbraut. e) Mislæg gatnamót Vífilstaða- vegur/Reykjanesbraut. f) Álftanesvegur. g) Tvöföldun Vesturlandsvegar frá Víkurvegi gegnum Mos- fellsbæ. h) Mislæg gatnamót í Mosfellsbæ. i) Arnarnesvegur. j) Breikkun Miklubrautar. k) Breikkun Hringbrautar. l) Sundabraut. m) Breikkun Reykjanesbrautar frá Hafnarfirði til Reykjanes- bæjar. Það er ljóst að verkefnin eru fyrir hendi, það skortir einungis nægjan- legt fjármagn. Gunnar I. Birgisson Réttlát skipt- ing fjármuna ’91 ’92 ’93 ’94 ’95 ’96 ’97 ’98 ’99 ’00 ’01 Vegafé höfuðb.svæðis í millj. kr. 478 564 973 698 1.323 948 948 895 947 1.1261.147 Vegafé utan höfuðborgarsvæðis 3.161 3.357 4.250 3.962 3.218 2.682 2.743 3.097 3.638 3.9554.014 Höfuðborgarsvæði hlutfall 13% 14% 19% 15% 29% 26% 26% 22% 21% 28% 22% (Verðlag ársins 2000, heimild Vegagerðin.) UPPHAFIÐ að því að ég fór að velta þess- um málum fyrir mér, var viðtal við gamlan mann í Grímsey er svo var komið hjá þeim að þeir máttu ekki fara á sjó á trilluhornunum sínum. Þá sagði hann að sér þætti einkennilegt að hugsa til þess að ÚA og Grandi ættu orðið fiskinn er synti í kring- um eyna þeirra sem þeir væru búnir að lifa á í gegnum aldirnar. Réttindi sjávarjarða til sjávarins eru nánast eins og réttindi þeirra til landsins þ.e. fyrst eru netlög sem ná 115 m út frá stórstraums fjöru- borði, innan þeirra á jarðeigandi eða ábúandi allan rétt, líka veiðirétt. Þar fyrir utan tekur við rekamark eða fiskhelgi sem nær 300–600 m frá stór- straums fjöruborði. Innan þeirra marka á landeigandi allt dautt er flýt- ur (er á reki). Þar fyrir utan tekur við almenningur. Fyrirkomulagið á eignarrétti jarða höfum við varðveitt, en það er hið sama og gilti í Noregi fyrir árið 900, eða þar til Haraldur hárfagri setti sín þjóðlendu og kvótalög. Þá gátum við flúið til Íslands, (sjá 4. kafla Egils- sögu Skalla-Grímssonar). Með lögum um stjórn fiskveiða var menning okk- ar við sjávarsíðuna sett í mikla hættu og verður sennilega út- rýmt ef fram heldur sem horfir. Hverri þjóð ber að varðveita menn- ingu sína. Þetta er sú menning sem mundi henta hvað best, til menningar- tengdrar ferðaþjón- ustu. Áður en lögin voru sett áttu og eiga enn sjávarjarðirnar og þétt- býlisstaðir sem byggst hafa á sjávarjörðum auðlindina, og eru búin að nýta hana og lifa á henni í 1.100 ár. Ég álít að stjórnvöld hafi fyrir löngu verið búin að viður- kenna eignarrétt jarða á auðlindinni sem kölluð er, fyrst var útræði skráð inn í jarðabækur, síðar í jarðamöt og þá um leið sem fasteignatengd verð- mæti. Það að taka veiðiréttinn af jörðum og færa hann á báta má líkja við að ef settur væri kvóti á rjúpur, veiðirétturinn væri síðan tekinn af jörðunum og settur á byssur. Bátar eru ekkert annað en veiðitæki. Óheimilt er að aðskilja hlunnindi frá jörðum. Með lögum um stjórn fiskveiða var framinn stærsti þjófnaður, sem fram- inn hefur verið á norðuhveli jarðar. (En að mati sumra löglegur eins og frændur mínir á Núpsstað sögðu í DV 8. september 2001 um þjóðlendu- málið). Ég vil minna á að öll sjávar- þorp og kaupstaðir við sjávarsíðuna sem flest eða öll standa á gömlum sjávarjörðum hafa byggt afkomu sína á þessum gömlu réttindum. Menn einfaldlega fluttu á þá jörð er hafði bestu aðstöðuna frá náttúrunnar hendi, leigðu sér aðstöðu við sjóinn þar sem útræði var gott. Þá fór fyrst að verða veruleg verkaskipting þegar myndast hafði sjávarþorp. Menn áttu báta og sóttu fisk í sjóinn, aðrir smíð- uðu báta og gerðu við, enn aðrir verk- uðu aflann, og enn þá aðrir sáu um verslun og svo má lengi telja. Þegar veiðirétturinn var settur á bátana og gerður framseljanlegur fengu eig- endur þeirra rétt til að selja lífsbjörg- ina frá heilu sjávarplássunum sem eru í dag mörg hver á niðurleið, og húseignir manna lítils virði og óselj- anlegar sem í mörgum tilfellum er aleiga fólks. Þetta er sambærilegt við það að þegar búið er að selja kvótann af bújörðunum, þá eru þær einskis virði í flestum tilfellum. Eignarréttindi fyrnast ekki þótt sett séu lög um stjórn fiskveiða. Eignarréttindi fyrnast ekki. Ef hið forna fyrirkomulag um veiðiréttinn fengi að gilda áfram, álít ég að eignarréttur okkar væri mun betur tryggður til frambúðar gagn- vart öðrum þjóðum en með núver- andi fyrirkomulagi. Ekki má gleyma loforðum núver- andi stjórnmálaflokka fyrir síðustu kosningar um þjóðarsátt um auð- lindina, hún getur aðeins orðið að veruleika, að henni sé skilað aftur til réttra og löglegra eiganda, og það án allra undanbragða því hér var um þjófnað að ræða. Þar sem við erum sjálfstæð þjóð ber þingmönnum lýðveldisins skylda til að leysa þetta mál innan veggja Al- þingis. Sigurður Filippusson Réttindi Stjórnvöld virða hvorki, segir Sigurður Filippusson, réttindi sjávarjarða til sjávar né til landsins. Höfundur er bóndi á Dvergasteini, Seyðisfirði. Réttindi sjávarjarða MENNTAMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.