Morgunblaðið - 24.01.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 24.01.2002, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ólafur GuðfinnurSigurður Karv- elsson fæddist í Hnífsdal 10. febrúar 1924. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 15. janúar síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Ólafía Guðfinna Sigurðar- dóttir, húsmóðir í Hnífsdal, f. 4. októ- ber 1886, d. 15. febr- úar 1924, og Karvel Halldór Jónsson skipstjóri, f. 13. nóv- ember 1884, d. 26. mars 1943. Móðursystir Ólafs, Helga Sigurðardóttir og eigin- maður hennar, Alfons Gíslason, tóku Ólaf og systur hans tvær í fóstur eftir lát móður þeirra. Systur Ólafs eru Ólöf, f. 1916, og Sigríður Viktoría, f. 1920. Fóst- ursystkini eru Ólafía Guðfinna, f. 1924, Helga, f. 1927, Þorvarður, f. 1931, og Grétar Gísli, f. 1939, d. 1946. Ólafur kvæntist 25. júlí 1954 eftirlifandi eiginkonu sinni Sig- ríði Sigurðardóttur. Hún er dóttir hjónanna Halldóru Jónsdóttur og Sigurðar Ólafssonar rakarameist- ara. Barn Ólafs og Sigríðar er Halldóra, starfsmaður hjá Skelj- ungi hf. Hennar son- ur er Ólafur Sig- urðsson. Fósturbarn Ólafs og Sigríðar var Arnbjörn Gísli Hjaltason, f. 1956, d. 1998. Börn hans eru Esra og Erla. Ólafur hóf sjó- mennsku á togurum 17 ára gamall. Hann lauk prófi frá Sam- vinnuskólanum 1943 og frá Stýrimanna- skóla Íslands árið 1945. Ólafur stund- aði sjómennsku næstum óslitið í 25 ár, lengst af á togurum útgerðar Tryggva Ófeigssonar; Júpiter og Neptún- usi, sem háseti og stýrimaður og skipstjóri á togaranum Úranusi 1952–1954. Þá var hann skipstjóri á togaranum Ísborgu frá Ísafirði árin 1955 og 1956. Eftir það fer hann í land, er af og til á sjó næstu árin en gegnir síðar ýmsum versl- unar- og skrifstofustörfum, er m.a. sölustjóri hjá Reykjafelli hf. Hann er fulltrúi hjá Innkaupa- stofnun ríkisins frá árinu 1977 þar til hann lætur af störfum fyrir aldurs sakir árið 1994. Útför Ólafs fór fram í kyrrþey frá Áskirkju 23. janúar. Það kom ekki á óvart að Ólafur skyldi heyja langvinna baráttu við „manninn með ljáinn“. Ólafur var staðfastur og fylginn sér ef hann vildi það við hafa og ekki fyrir að gefast upp fyrr en í fulla hnefana. En það fór eins og alltaf, dauðinn verður ekki umflúinn. Móðir Ólafs lést fimm dög- um eftir fæðingu hans. Á þeim árum var algengt að stórfjölskyldan byggi undir einu þaki. Þannig hagaði þá til í Stekkjarhúsinu í Hnífsdal. Þar bjuggu þrjár fjölskyldur, foreldrar hans, nýgift móðursystir, móðurafi og -amma. Faðir Ólafs var löngum fjarri heimilinu vegna atvinnu sinnar. Hann var lengi skipstjóri á ýmsum bátum tengdaföður síns og meðeigandi. Því fór svo að Ólafur og systur hans voru tekin í fóstur af móðursystur þeirra, Helgu og eiginmanni hennar Alfons, sem sjálf eignuðust sitt fyrsta barn rúmlega þremur mánuðum eftir fæð- ingu Ólafs. Síðar bættust þrjú börn þeirra í hópinn. Ólafur minntist þessa ávallt með þakklæti og lét svo um- mælt á 100 ára afmælisdegi fóstur- föður síns. Fósturforeldrarnir voru: „vandanum vaxin og reyndust þau okkur fósturbörnunum hinir bestu foreldrar og gerðu aldrei upp á milli okkar og sinna eigin barna, nema síð- ur væri. Það var okkur fósturbörn- unum mikil gæfa að fá að alast upp á þessu ágæta heimili, þar sem fjöl- skyldan var sameinuð en ekki sundr- uð, eins og oft þurfti að gera í þá daga við svipaðar aðstæður.“ Aldursmunur var nokkur á milli Óla og þess, er línur þessar ritar. Því varð ekki af því að við værum leik- félagar á barns- og unglingsárum. Það breyttist hins vegar er við full- orðnuðumst, þótt hann væri lengi til sjós. Minnisstætt er mér, þegar Óli fer ungur að heiman fyrir tilstilli föð- ur síns til að hefja sjómennsku fyrir alvöru. Við það hækkar gengi mitt. Ég flyt í herbergi afa okkar og fæ að taka við sem hjálparmaður við neta- veiðar, aðallega kola og grásleppu, næstu sumur. Afi okkar, Sigurður Þorvarðarson, hafði lengi stundað umsvifamikinn atvinnurekstur ásamt syni sínum Þorvarði, bæði í Hnífsdal og á Langeyri við Álftafjörð. Þegar hér var komið sögu var hann sestur í helgan stein enda kominn yfir átt- rætt. Skiprúmi hjá afa fylgdu ýmis forréttindi eins og að fara inn á Ísa- fjörð á vörubílspalli ásamt öðrum jafnöldrum, selja þar aflann í skip sem fluttu fisk til Bretlands á stríðs- árunum. Áður en haldið var til baka var vinsælt að koma við í Norska bak- aríinu, Gamla bakaríinu eða Fé- lagsbakaríinu, kaupa smjörköku og gæða sér á henni á leiðinni til baka fótgangandi til Hnífsdals. Við ólumst upp í flestu við svipaðar aðstæður, þótt aldursmunur væri. Leiðir skilja síðan árið 1941, þegar hann fer sem háseti á togarann Óla Garðar. Hlé er gert á sjómennskunni til þess að stunda nám í Samvinnu- skólanum, en frá honum tekur hann próf árið 1943. Eignaðist hann þar góða kunningja og vini, sem hann hélt ávallt sambandi við. En aftur liggur leiðin á sjóinn á togara. Síðan í Stýri- mannaskóla Íslands, þar sem hann lýkur brottfararprófi eftir eins vetrar nám með einum besta vitnisburði þess árgangs. Eftir það liggur leiðin upp á við í stýrimann, annan, fyrsta og síðan til skipstjóra á Úranusi 1952. Fyrir greiðasemi fékk undirritaður að vera háseti á Úranusi sumarið 1952 í skólafríi. Upphaf fyrstu veiði- ferðarinnar er minnisstætt. Land- festar eru leystar frá Ægisgarði og vaktin er hafin. Landkrabbinn kunni lítt til verka á dekki og því best að setja hann í að gera hreint í íbúð skip- stjórans í upphafi veiðiferðar. Veður var lygnt en þegar komið er út úr höfninni gerir vestan undiralda vart við sig og þyngist stöðugt eftir því sem utar dregur í Faxaflóann. Velgju sótti að hreingerningarmanninum, sviti og vanlíðan. Verkið sóttist seint því nauðsynlegt var að stelast upp í brúarvæng af og til að viðra sig. Skip- stjórinn sagði fátt, en hafði lúmskt gaman af. Svo orðfár og yfirvegaður sem hann var, gat hann þó verið harð- ur í horn að taka, ef honum líkuðu ekki vinnubrögðin og látið mannskap- inn á dekkinu fá það óþvegið. Þannig kynntist ég honum einnig. Ekki vílaði hann fyrir sér að fara á dekkið, ef trollið var rifið og bætingin gekk ekki nógu fljótt fyrir sig. Eftirminnilegast fyrir hann sem skipstjóra á Úranusi hygg ég vera fund gjöfulla karfamiða út af Julianehåb á Grænlandi, en þangað áttu margir eftir að sækja góðan afla. Að sögn Tryggva Ófeigs- sonar, auðugustu karfamið við Græn- land. Árið 1954 ganga Ólafur og eftirlif- andi eiginkona hans Sigríður í hjóna- band. Fyrstu tvö árin er heimili þeirra á Ísafirði, þegar Ólafur er skip- stjóri á togaranum Ísborgu. Þau flytja síðan til Reykjavíkur, þar sem þau hafa átt falleg og smekkleg heim- ili síðan. Ólafur unni konu sinni mikið og með þeim ríkti sönn vinátta. Þannig hagaði til að þegar undirrit- aður kom heim frá námi erlendis, tóku Óli og Sigga fjölskyldu mína, konu og litla dóttur, upp á arma sína meðan við vorum húsnæðislaus í nokkra mánuði. Með þeim var gott að búa og Almut er þakklát fyrir allar leiðbeiningar og hjálp frá þeim meðan hún var að ná áttum í framandi landi. Eftir að hafa stundað sjóinn, með nokkrum hléum seinni árin, í um 25 ár, fer Ólafur alfarið í land. Hann fæst við verslunarstörf í fyrstu, lengst af sem sölustjóri hjá Reykjafelli hf., en ræðst sem fulltrúi til Innkaupastofn- unar ríkisins árið 1977 og starfar þar óslitið þar til hann lætur af störfum árið 1994 fyrir aldurs sakir. Ólafur og Sigríður höfðu nokkru fyrir andlát hans flutt í íbúð í Árskóg- um 6, þar sem þau hugðust njóta elli- áranna. Örlögin höguðu því þannig, að hann náði einungis að búa þar í nokkra daga, en þá ágerðust erfið veikindi og ströng sjúkdómslega á spítölum tók við uns yfir lauk 15. jan- úar. Góður drengur, fósturbróðir og frændi er farinn yfir móðuna miklu. Eftir lifa ljúfar minningar. Fjölskyldan vottar Sigríði mág- konu, dóttur þeirra og dóttursyni hjartanlega samúð og biður þeim blessunar Guðs. Þorvarður. Frændi minn Ólafur Karvelsson frá Hnífsdal við Ísafjarðardjúp lést í síðustu viku eftir erfið veikindi. Ólaf- ur ólst upp í Hnífsdal á fjölmennu heimili í Stekkjarhúsinu og hóf starfs- feril sinn við vinnu hjá fjölskyldunni. Faðir hans Karvel Jónsson frá Kirkjubóli í Skutulsfirði var farsæll skipstjóri um margra ára skeið. Ólafi kippti í kynið og fór ungur um borð í togara eins og margir Hnífsdælingar gerðu á þeim árum. Ekki var í þá daga spurt um álag þegar togarajaxl- ar fengu unga menn til uppeldis held- ur ættir og ákafa til vinnu. Hann stundaði sjóinn á togurum sem háseti, stýrimaður og síðast sem skipstjóri. Margar sögur eru til um þann ákafa sem einkenndi sjósókn togaraskip- stjóranna á þeim árum en þeir voru margir í því starfi frá Hnífsdal. Móðir Ólafs, Ólafía Guðfinna, lést við fæðingu hans. Þau systkinin Ólöf, Sigríður og Ólafur nutu þess þá að eiga góða að en þau bjuggu þá á heim- ili móðurforeldra sinna Halldóru Sveinsdóttur og Sigurðar Þorvarðar- sonar. Á heimilinu bjó einnig móður- systir þeirra Helga Sigurðardóttir og eiginmaður hennar Alfons Gíslason og gengu þau Ólafi í foreldra stað. Móðir mín Ólöf hefur oft haft orð á því hve mikið þau ættu afa sínum og ömmu og Helgu og Alfonsi að þakka. Ólafur var ekki margmáll maður en traustur og trúr sínum, prúðmenni og góður drengur. Þannig kynntist ég honum á heimili foreldra minna og síðar á lífsleiðinni. Ólafur þótti góður námsmaður og lauk prófi frá Sam- vinnuskólanum og Stýrimannaskól- anum. Hann var mikill áhugamaður um bridge og spilaði mikið. Hann hef- ur eflaust fengið spilabakteríuna frá Alfonsi en hann og aðrir Hnífsdæl- ingar voru miklir spilamenn og marg- ar sögur til af „stólpagröndum“ af þeim bæ. Ólafur vildi öllum hjálpa og reyndist vinum sínum vel. Vísa Guð- mundar Friðjónssonar frá Sandi í Að- aldal á vel við um frænda minn: Þegar ég heyri góðs manns getið glaðnar yfir mér um sinn. Þá er eins og dögun dafni, drýgi bjarma um himininn, vonum fjölgi, veður batni, vökni af döggum jarðarkinn. Lífsförunautur Ólafs var Sigríður Sigurðardóttir, mæt kona og góð sem hefur ávallt sýnt fjölskyldu hans mikla tryggð og vináttu. Fyrir hönd fjölskyldu minnar færi ég Sigríði, Dórýju og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Kristján Pálsson. Að morgni 15. þessa mánaðar lést á Háskólasjúkrahúsinu í Fossvogi góð- ur vinur minn Ólafur Karvelsson eftir erfið veikindi. Þó daginn sé tekið að lengja, brá fyrir dökkri hulu á sjónum þeirra sem þarna voru að missa náinn ástvin og félaga. Ólafur tók veikind- um sínum sem sönn hetja enda ekki þeirrar gerðarinnar að kvarta þótt eitthvað bjátaði á. Það er svo ótrúlegt að hugsa til þess að hann sé allur. Fyrir nokkrum mánuðum lék hann á als oddi, fór í sund, keyrði sinn bíl og hljóp um sem ungur maður. En við vitum aldrei hvað næsti dagur ber í skauti sér og þetta minnir okkur óþyrmilega á að það sem við getum gert í dag skulum við ekki draga til morguns, t.d. að rækta sambandið við vini og kunningja og láta okkur varða líðan hver annars. Ólafur var fjarska rólegur maður skarpgreindur, sagði fátt en hugsaði þeim mun meira. Átti hann til mikla kímni og hló af hjartans lyst ef svo bar undir, traustur mjög og heill til orðs og æðis. Ég kynntist Ólafi og konu hans Sigríði Sigurðar- dóttur árið 1965. Við Sigga höfðum ákveðið að fara í síldarsöltun á Rauf- arhöfn en hvorug vissi af hinni. En það bregðast krosstré sem önnur, því engin kom síldin. Var því ákveðið að njóta góða veðursins fyrir norðan og lá leiðin í Ásbyrgi. Þessi vika var okk- ur öllum ógleymanleg. Þá kom í ljós hvað Óli hafði gaman af söng og gít- arspili og naut slíkra stunda til hins ýtrasta. Ólafur átti því láni að fagna að eignast ómetanlega konu, bæði glæsilega og myndarlega til munns og handa, og sem vildi gera allt það besta fyrir mann sinn. Eignuðust þau hjón stórglæsilegt heimili, fyrst í Rauðagerði og síðar á Kleppsvegi, var alveg sama hvenær borið var að garði, alltaf var heimili þeirra opið öll- um með tilheyrandi veitingum, allt svo fágað og snyrtilegt enda bæði smekkleg með afbrigðum. Ég man hvað ég dáðist að samheldni þeirra hjóna, ástúð, vináttu og virðingu hvort fyrir öðru. Ég held að þau hafi ekki fundið tilgang með lífinu nema í fylgd hvort annars. Börnun sínum, þeim Dórý og Bjössa, og barnabörn- unum, Óla og Erlu, reyndist hann hinn besti faðir og afi. Hann studdi þau í einu og öllu sem þau tóku sér fyrir hendur, enda elskuðu þau hann og litu á allt sem hann sagði sem lög. Það er tími til að kveðja, kveðja og þakka margra ára góðan kunnings- skap alla hjálpsemina og stuðninginn í einu og öllu. Óli minn, Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Elsku Sigga mín, Dórý, Óli, Erla og aðrir aðstandendur. Megi góður guð styrkja ykkur og styðja í sorg- inni. Ásrún Zóphóníasdóttir (Áa). Ég kynntist Ólafi Karvelssyni um miðbik nýliðinnar aldar þegar hann kvæntist Siggu, vinkonu Ellu, systur minnar. Vinskapur hafði lengi verið með fjölskyldu minni og fjölskyldu Siggu, er þær bjuggu í nábýli á Vatns- stíg og Lindargötu. Tengslin styrkt- ust þó enn frekar þegar Ella féll frá í blóma lífsins og Sigga og Óli gengu Bjössa, syni Ellu og Hjalta, í foreldra- stað, en hann var þá aðeins tveggja ára. Ólst hann upp á heimili þeirra ásamt dóttur þeirra, Halldóru. Seint verður þessum góðu vinum mínum fullþökkuð sú fórnfýsi og það góða at- læti sem þau veittu Bjössa, systursyni mínum upp frá því. Sama ástúð og umhyggja náði einnig til Erlu, dóttur Bjössa, sem átti ávallt öruggt skjól hjá þeim og var þeim mikill gleðigjafi. Óli fór ekki í gegnum lífið með fyr- irgangi heldur einkenndist fram- ganga hans af prúðmennsku og góð- vild eins og allir sem hann þekktu geta vitnað um. Á sinn hljóðláta hátt gekk hann að viðfangsefnum sínum og leysti úr þeim af trúmennsku og samviskusemi. Þegar gaf á bátinn í lífi fjölskyldunnar var Óli alltaf sá klettur sem hinir gátu reitt sig á. Hann var fastur fyrir og ekki allra, en þeim mun tryggari þeim sem hann tók. Mér er ljúft að minnast samvistanna við Siggu og Óla á liðnum árum, en tengslin við þau voru meira í ætt við fjölskyldusamband og samgangurinn var mikill. Ég óska Óla blessunar á eilífðar- brautinni og þakka honum samfylgd- ina. Siggu og öðrum aðstandendum sendi ég samúðarkveðjur mínar og barna minna. Guðrún Claessen. Með þessum fáu línum langar mig að minnast góðs vinar míns, Ólafs Karvelssonar. Honum kynntist ég þegar hann kvæntist Sigríði Sigurð- ardóttur, sem var vinkona mín og ná- granni til fjölda ára. Eins og við var að búast gat liðið alllangur tími þar til við hittumst vegna aðstæðna, en við vissum alltaf hvert af öðru. Fyrir 25 árum fluttu þau í næsta nágrenni við mig og voru ekki fá skiptin sem ég kom þar á heimilið og mætti alltaf góðri hlýju. Ólafur var hlédrægur maður og snyrtimenni fram í fingurgóma. Við eigum mörg eftir að sakna hans, en sárastur er söknuðurinn hjá nánustu ástvinum hans, hjá þeim er hugur minn og bið ég að góður Guð gefi að fjársjóður minninganna, sem Ólafur lætur eftir, verði þeim huggun og styrkur í sorginni. Guð blessi minningu Ólafs Karvels- sonar. Sigrún Þórarinsdóttir. ÓLAFUR G. S. KARVELSSON Sími 562 0200 Erfisdrykkjur                 !                    "!  # $ ! $%!  !  $%! ! &'()'* ++  , -" .   "#$  % &   '   /%!0!!  1!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.