Morgunblaðið - 24.01.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.01.2002, Blaðsíða 36
LISTIR 36 FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Þ að er ekki laust við að ákveðinnar örvænt- ingar gæti í sam- félaginu um þessar mundir. Maður heyr- ir það á kaffistofunni, í stræt- isvagninum, á morgunfundunum og í heita pottinum, já, alls stað- ar má merkja að nú er mönnum nóg boðið. Og hvað veldur? Ekki er það efnahagsástandið sem oft hefur verið glæsilegra svo ekki sé meira sagt, ekki er það aukin fíkniefnaneysla, blóðug stríð í út- löndum eða botnlaus græðgi mannskepnunnar. Nei, ekkert af þessu kemst í hálfkvisti við þann harm sem nú hefur dunið á grandalausum íbú- um þessa lands og sannfært þá enn betur um hversu grimmileg þau örlög eru að hafa bú- setu á þessu volaða skeri sem hefur ekkert upp á að bjóða annað en myrkur og kulda. Meira að segja þetta þurfum við að láta yfir okkur ganga: Ríkisútvarpið ætl- ar ekki að vera með útsendingar í sumar frá því þegar þjóðir heims takast á um tuðru úr leðri. Reyndar eru ekki allir þegn- arnir jafnuggandi yfir þessari staðreynd og hefur mér virst sem angistin sé öllu meiri hjá þeim helmingi landsmanna sem sprettur grön og getur státað sig af því að vera kallað „sterkara kynið“. Nú ber hins vegar lítið á karlmannlegum styrk þessara einstaklinga heldur ganga þeir hnýpnir til vinnu sinnar, horfa nístandi sárum augum umhverfis sig og af þeim stafar tómleika þess manns sem hefur verið rændur tilgangi lífsins. „Hvers vegna?“ stendur skrifað í dap- urleg andlit þeirra – „Hvers eig- um við að gjalda?“ Mörgum finnst þeir reyndar gjalda meir en nóg fyrir skyldu- áskriftina að þessu apparati sem í óskammfeilni sinni telur aðra hluti mikilvægari en spark í bolta. Á sama tíma er aurunum ausið í hóp fólks sem með full- tingi priks og nokkurra strengja fremur hljóðgjörning sem aðeins örfáir hafa taugar í að leggja eyru sín eftir. Og guð má vita hvað allt þetta innlenda dag- skrárgerðardótarí, sem stöðugt er verið að troða upp á blásak- lausan almúgann, kostar áhorf- endur – áhorfendur sem þrá ekkert heitar en að fylgjast með því hvernig erlendar þjóðir fara að því að koma knettinum í mark. Það kviknaði ofurlítill von- arneisti meðal sumra hér um daginn þegar tók að kvisast að ekki væru öll sund lokuð þar sem nokkrar af þeim erlendu rásum sem Breiðbandið býður upp á myndu sýna frá keppninni í sumar. Maður getur rétt ímyndað sér eftirvæntingu þeirra sem geystust að símanum til að panta sér áskrift og að sama skapi áköf vonbrigðin þeg- ar þeir uppgötvuðu að ekki væri búið að leggja Breiðbandið í þeirra götu. Margur myndi láta bugast af minna. Þeir sem neita að gefast upp velta því fyrir sér að flytja og hafa útprentun á lagnakerfi ljós- leiðaranets Breiðbandsins sér til halds og trausts þegar þeir skoða fasteignaauglýsingarnar. Aðrir sem búa svo vel að hafa Breiðbandið innlagt í hýsi sín ganga meðfram veggjum og þora ekki fyrir sitt litla líf að láta uppi hvílíkan lúxus heimili þeirra hafa að geyma af ótta við að herskari ástríðufullra fótboltabullna ryðj- ist inn á heimili þeirra í býtið þá daga sem leikirnir verða. Mér var nefnilega sagt hér um daginn að keppnin sjálf muni fara fram á hinum enda hnattar- ins þar sem menn hafa öðruvísi líkamsklukku en við klakabú- arnir og munu því sýna leikina á afskaplega ókristilegum tímum. Ég er reyndar sannfærð um að það verði engum sönnum fót- boltaáhugamanni nokkur hindr- un og að jafnvel hinar morg- unsvæfustu svefnpurkur muni spretta upp galvaskar um miðjar nætur – svo fremi sem þær hafi eitthvað til að vakna til hér í líf- inu. Annars held ég að það sé mikil blessun að leikirnir séu ekki sýndir á hefðbundnum vinnutíma því slíkt getur verið stór- hættulegt fyrir þjóðfélagið allt. Ég man eftir því þegar vetraról- ympíuleikarnir voru haldnir í Lillehammer árið 1994. Á þess- um tíma bjó ég í Noregi og varð vitni að því hvernig allir, sem yf- irhöfuð höfðu sjón eða heyrn í lagi, urðu helteknir af sjónvarps- sendingum frá leikunum í stað þess að sinna skyldustörfum sín- um. Til dæmis fór ég í klippingu á þessum tíma og mér er það enn hulin ráðgáta hvernig ég komst lífs af úr þeirri ferð því að á sama tíma og hárbeitt skærin hlupu um hadd mér voru augu þess sem á þeim héldu stöðugt á sjónvarpsskjá sem suðaði inni á hárgreiðslustofunni. Þeir sem voguðu sér út að versla meðan á keppni stóð kipptu sér ekkert sérstaklega upp við það að fá kolvitlaust til baka heldur sýndu því fullan skilning ef af- greiðslufólkið var of upptekið við sjónvarpsgláp til að reikna rétt. Stúdentar gleymdu tímunum sín- um, biðin eftir svari í símkerfum opinberra aðila var helmingi lengri en venjulega og ég yrði ekkert hissa þótt fréttir færu að berast af norskum mannvirkjum sem hryndu í stríðum straumum vegna hönnunargalla sem læddu sér inn í verkin veturinn ’94. Nei, við þurfum víst ekki að hafa áhyggjur af slíku vegna heimsmeistarakeppninnar í sum- ar og hið sama gildir reyndar um vetrarólympíuleikana, sem fram fara í vetur, því ekkert verður af sýningum þaðan heldur. Í versta falli verða þeir örfáu, sem verða fluttir í Breiðbandshverfi eða búa þar fyrir, verulega syfjaðir í vinnunni. Sem eykur enn álagið á þá vesalinga sem fá engu ráðið um það að vera sviptir þeirri litlu gleði sem lífið veitir heldur stynja þungan yfir heimsins óréttlæti. Tuðrulaus tregi „Þeir sem neita að gefast upp velta því fyrir sér að flytja og hafa útprentun á lagnakerfi ljósleiðaranets Breiðbands- ins sér til halds og trausts þegar þeir skoða fasteignaauglýsingarnar.“ VIÐHORF Eftir Bergþóru Njálu Guð- mundsdóttur ben@mbl.is MENNINGARÁÆTLUN Evrópu- sambandsins, Cultur 2000, hefur ákveðið að styrkja tengslanet Leik- húss heyrnarlausra í Evrópu. Draumasmiðjan – leikhús er einn af stofnendum tengslanetsins en auk hennar eru leikhús frá Þýskalandi, Austurríki, Tékklandi og Póllandi. Tengslanetið er fyrir atvinnuleik- hús sem starfa að leikhúsi heyrn- arlausra en Draumasmiðjan hefur nú stofnað sérdeild innan leikhúss- ins sem sinnir eingöngu leikhúsi heyrnarlausra. Þetta brautryðj- endastarf byrjaði með sýningunni „Ég sé...“ sem var frumsýnd árið 2000 en þeirri sýningu hefur nú ver- ið boðið á leiklistarhátíð Leikhúss heyrnarlausra í Vín í mars nk. Stjórnendur Draumasmiðjunnar eru þau Gunnar Gunnsteinsson og Margrét Pétursdóttir. Þau segja að undanfarin tvö ár hafi verið unnið að uppbyggingu tengslanetsins í Evrópu og sóttu þau ráðstefnu í Vínarborg sl. haust þar sem tals- menn Evrópskra leikhópa heyrn- arlausra komu saman. Auk þeirra Gunnars og Margrétar er Elsa Guð- björg Björnsdóttir, ung heyrnarlaus leikkona sem stendur að Leikhúsi heyrnarlausra innan Draumasmiðj- unnar. Hún leikur annað hlutverk- anna í „Ég sé...“ og tjáir sig með táknmáli og líkamsbeitingu. „„Ég sé...“ er barnasýning sem bæði er ætluð heyrandi og heyrn- arlausum börnum. Sýningin fjallar um álfahjón sem uppgötva lítið álfa- barn í garðinum sínum einn daginn. Við fylgjumst svo með barninu vaxa í gegnum fjórar árstíðir. Þetta er litrík og falleg sýning sem höfðar sérstaklega til yngstu áhorfend- anna þar sem frekar er lagt upp úr hinu sjónræna en hinu talaða máli,“ segir Elsa Guðbjörg og segir mikla þörf fyrir leikhús fyrir heyrn- arlausa. „Hér er ekki stór markaður fyrir Leikhús heyrnarlausra en með tengslanetinu við leikhúsin í Evrópu stækkar sjóndeildarhringurinn og möguleikarnir aukast.“ Hún segir að heyrnarlausir eigi tiltölulega auðvelt með að skilja hver annan þó táknmál þeirra sé bundið tungumáli hvers og eins. „Táknmálið er að hluta til al- þjóðlegt og því er ekki erfitt að ná saman við aðra heyrnarlausa af öðru þjóðerni.“ Þau segja að í sumar verði stór hátíð í Washington DC í Bandaríkj- unum, Deafway 2002, sem haldin er reglulega. „Okkur langar óskap- lega mikið til að fara og vitum að þegar eru 2.500 manns búnir að skrá sig á hátíðina alls staðar að. Okkur stendur einnig til boða að halda leiklistarhátíð fyrir Leikhús heyrnarlausra í Evrópu árið 2003, en sú hátíð verður einmitt í Vín og Salzburg nú í mars,“ segir Gunnar. „Við erum einnig að undirbúa sýningu með styrk frá Menningar- og fræðslusambandi alþýðu; vinnu- staðasýningu sem fer á flakk með vorinu. Þá erum við með í undirbún- ingi heimasíðu Draumasmiðjunnar sem vonandi verður opnuð innan skamms. Það er því margt í und- irbúningi og heilmargt sem okkur langar til að gera,“ segir Margrét að lokum. Morgunblaðið/Þorkell Gunnar Gunnsteinsson, Margrét Pétursdóttir og Elsa Guðbjörg Björnsdóttir. Styrkja tengslanet Leikhúss heyrnarlausra SJÓNVARPLEIKRITIÐ Stóra stundin eftir Jónínu Leósdóttur, sem sýnt var í Sjónvarpinu sl. sunnudagskvöld, er annað í röð þriggja mynda sem Leikfélag Ís- lands hefur framleitt fyrir Sjón- varpið og eiga að vera nokkurs kon- ar smásögur úr daglegu lífi íslensku þjóðarinnar. Allar gerast myndirn- ar á ljósmyndastofu en eru sjálf- stæðar sögur að öðru leyti. Í fyrsta leikritinu, Framboðsmyndir eftir Ingólf Margeirsson, var sjónum beint að íslenskum stjórnmála- mönnum, en í Stóru stundinni eru fjölskyldumynstur krufin. Þar segir frá því er ung tilvonandi brúðhjón, Hildur (Kristjana Skúladóttir) og Anton (Friðrik Friðriksson) koma á ljósmyndastofu í bænum til að láta taka brúðarmyndina, áður en haldið er til sjálfrar athafnarinnar. Á staðnum hittast óvænt fráskildir foreldrar Hildar, þau Elísabet og Hannes, (Tinna Gunnlaugsdóttir og Egill Ólafsson) en þau hafa fram til þess ekki talast við í tíu ár og geta ekki látið það vera að rífast. Enda er aldrei að vita hvert tilfinning- arnar bera menn á svo stórum degi sem brúðkaupsdegi einkadótturinn- ar. Ljósmyndastofa er áhugavert sögusvið fyrir sögur af því tagi sem lagt er upp með í þessu verkefni. Sú manneskja sem sest fyrir framan ljós- myndavél verður sjaldan berskjaldaðri, því myndavélin fang- ar iðulega allt aðra ímynd en sá sem situr fyrir hefur mótað í sinni óskasjálfsmynd. Myndatökur á ljós- myndastofum eru sömuleiðis áhugaverð- ar í samfélagslegu ljósi, enda gegna þær að hluta til því hlutverki að staðfesta ákveðna áfanga í fjölskyldulífinu og ferli barnanna inn í samfélagið, s.s. skírnir, fermingar, útskriftir og brúðkaup. Stundir á borð við þessar eru því oft hlaðnar ákveðnum vænt- ingum og kröfum um hvernig hlut- irnir „eigi“ að vera. Með þessar hugmyndir er unnið að nokkru leyti í leikriti Jónínu Leósdóttur, en það hefði mátt ímynda sér að mun betra leikrit hefði verið unnið betur úr hug- myndunum sem lagt er upp með. Þessi möguleiki er nýttur skemmti- lega í atriði undir lok leikritsins, þegar hjónin fyrrverandi stilla sér upp til myndatöku með brúðhjón- unum og dótturinni. Þar kemur fram ákveðinn mismunur milli þeirra stöðluðu hamingjuríku „brúðkaupsmynda“ sem festar eru á filmu, og þeirra hugsana og að- stæðna sem í raun leggja mark á persónurnar. Megin- áhersla verksins liggur á því uppgjöri við fortíð sína og hjónaband sem foreldrar Hildar eiga, þessi þáttur rambar milli þess að bera fram mikilvægar spurningar um samfélagsleg hlut- verk kynjanna, og falla niður í stöku klisjur. Megináhersla verksins liggur á þessu upp- gjöri, en mér fannst vanta að tilvonandi hjónband næstu kyn- slóðarinnar á eftir væri að einhverju leyti látið speglast í sögu foreldranna, en per- sóna Antons var t.d. mjög óljós og sömuleiðis tilfinningar Hildar varð- andi eigið brúðkaup. Ef til vill má fyrst og fremst líta á leikritið sem spuna í kringum ákveðna óviðráð- anlega atburðarás, en sem slíkt hef- ur það ekki nægilegan kraft. Í uppfærsluna sem slíka, sem var að mörgu leyti haganlega unnin, fannst mér ekki nægilega mikið lagt til að framleiðslan fengi á sig þjált og vandað yfirbragð, og er lík- lega nokkur bið eftir því að hér á landi verði til samfelld framleiðsla vandaðs leikins efnis fyrir sjónvarp. Ekki get ég séð að þáttur Leik- félags Íslands í framleiðslunni hafi nokkur áhrif haft þar á, enda er einn vandinn sá að unnið er með verkið eins og leikhúsverk, fremur en af skilningi á sjónvarpinu sem miðli. Fjölskyldumynstur krufið Heiða Jóhannsdóttir SJÓNVARP Sjónvarpsleikrit Leikrit eftir Jónínu Leósdóttur. Leikstjóri: Hallur Helgason. Leikarar: Steinn Ár- mann Magnússon, Egill Ólafsson, Tinna Gunnlaugsdóttir, Friðrik Friðriksson, Kristjana Skúladóttir. Stjórn upptöku: Sigurður Snæberg Jónsson. Sýningartími um 30 mín. STÓRA STUNDIN Jónína Leósdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.