Morgunblaðið - 24.01.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.01.2002, Blaðsíða 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2002 27 Síðustu dagar útsölunnar SUÐURLANDSBRAUT 54 (BLÁA HÚSIÐ Á MÓTI SUBWAY) SÍMI 533 3109 OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ KL. 12.00-18.00 LAUGARDAG FRÁ KL. 10.00-16.00 Nú er tækifæri til að gera góð kaup 60% afsláttur af öllum skóm SHIMON Peres, utanríkisráðherra Ísraels, svaraði í gær spurningum fulltrúa á þingi Evrópuráðsins í Strassborg. Viðstödd samkundu þessa var Lára Margrét Ragnars- dóttir, formaður íslensku sendi- nefndarinnar. Lára Margrét sagði í samtali við Morgunblaðið að þingfulltrúum hefði verið efst í huga sá vítahringur blóðhefnda og hryðjuverka sem nú einkenndi ástandið í Ísrael og á sjálf- stjórnarsvæðum Palestínumanna. „Mér þótti afstaða Peres ekki hafa tekið breytingum frá því sem áður var. Hann var sérstaklega spurður um aðgerðir Ísraelshers á undan- liðnum dögum. Sagði hann að þar væri um viðbrögð að ræða við hryðjuverkum og Ísraelar gætu ekki brugðist við með öðrum hætti því ekki væri um sýnilega eða einkenn- isklædda óvini að ræða,“ sagði hún. Að sögn Láru Margrétar var Per- es jafnframt spurður hvort ekki væri erfitt fyrir hann og flokk hans, Verkamannaflokkinn, að sitja í nú- verandi ríkisstjórn. Sagði Peres að kjósendur hefðu ekki veitt flokknum umboð til forustu í síðustu þingkosn- ingum og því hefðu menn þurft að meta stöðu sína. Niðurstaðan hefði orðið sú að flokknum bæri að leitast við að hafa jákvæð áhrif á þróun mála í Ísrael og því hefði verið afráð- ið að ganga til samstarfs við Ariel Sharon forsætisráðherra. Tilbúnir til friðarumleitana „Peres lýsti því yfir að Ísraelar væru tilbúnir til að freista þess að hefja á ný friðarumleitanir,“ sagði Lára Margrét. „Hann bætti því hins vegar við að til þess að það reyndist gerlegt þyrfti Yasser Arafat [forseti sjálfstjórnar Palestínumanna] að treysta stöðu sína sem leiðtogi. Ara- fat yrði að stöðva hryðjuverkin og öðlast trúverðugleika að nýju. Tím- inn væri naumur.“ Lára Margrét kvaðst aðspurð ekki skynja það svo að Ísraelar mættu vaxandi andúð á vettvangi Evrópu- ráðsins sökum framgöngu sinnar gagnvart Palestínumönnum. Peres hefði verið vel tekið. „Hér sem ann- ars staðar er fólk einfaldlega slegið sökum þeirra skelfilegu atburða sem nú ríða yfir nánast á degi hverjum í Ísrael og á sjálfstjórnarsvæðunum.“ Shimon Peres svarar spurningum þings Evrópuráðsins Yasser Arafat þarf að treysta tök sín Lýsti Ísraela tilbúna til friðarumleitana, að sögn formanns Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins AP Shimon Peres, utanríkisráð- herra Ísraels, á fundinum í gær. KÓLUMBÍSK nunna hefur verið dæmd í 14 ára fangelsi fyrir morðið á reglusystur sinni í klaustri í höf- uðborginni Bogota. Málið þykir af- ar óvenjulegt og hefur vakið mikla athygli í Kólumbíu, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Lík nunnunnar Luz Amparo Granada fannst í vegarkanti fyrir utan Bogota í nóvember 1999. Líkið var svo illa útleikið að það tók lög- regluna fimm mánuði að bera kennsl á það; skotsár voru á höfð- inu, fæturnir höfðu verið höggnir af og búkurinn var brunninn. Granada tilheyrði reglu sem rek- ur klaustur í Candelaria, gömlu hverfi í miðborg Bogota, þar sem glæpamenn, fíkniefnaneytendur og vændiskonur halda til. Granada sinnti hjálparstarfi meðal undir- málsfólks í hverfinu og varð þekkt fyrir það, en auk þess var hún áber- andi fyrir sitt rauða hár og bláu augu, sem eru sjaldgæf sjón í Kól- umbíu. Grunsemdir beindust því fljótt að því að undirheimalýður í Candelaria bæri ábyrgð á morðinu. En saksóknurunum í málinu fannst það ekki alveg koma heim og saman. Töldu þeir hugsanlegt að morðið hefði verið framið í klaustr- inu sjálfu og var systir Leticia Lop- ez, sem dvaldi í næsta herbergi við Granada, hneppt í gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að málinu. Lopez neitaði allri sök og var hún látin laus eftir að hafa setið í gæslu- varðhaldi í 17 mánuði, þar sem nægar vísbendingar fundust ekki fyrir sekt hennar. Saksóknararnir vildu þó ekki gefast upp og við nánari leit fund- ust örlitlir blóðblettir milli við- arborða á gólfi herbergis Granada, en það hafði verið hreinsað ræki- lega og málað upp á nýtt eftir morðið. Lögreglan í Bogota bjó ekki yfir nægilegri tækni til að rannsaka málið nánar og var þá leitað á náðir bandarísku alríkis- lögreglunnar, FBI. Tæknimenn frá stofnuninni beittu háþróuðum tæknibúnaði til að gegnumlýsa gólfborðin og málninguna á veggj- unum og komu þá stórar blóð- slettur í ljós. Jafnframt mátti greina slóð á gólfinu sem benti til þess að lík Granada hefði verið dregið úr herbergi hennar til bak- dyra klaustursins. Ekki er fyllilega ljóst hvaða ástæða lá að baki morðinu, en vitað er að spenna hafði ríkt milli nunn- anna tveggja. Mun Lopez hafa mis- líkað frjálslynt viðhorf Granada gagnvart vændiskonunum og götu- lýðnum sem hún umgekkst og veitti aðstoð. Nunna dæmd fyrir morð á reglusystur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.