Morgunblaðið - 24.01.2002, Síða 27

Morgunblaðið - 24.01.2002, Síða 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2002 27 Síðustu dagar útsölunnar SUÐURLANDSBRAUT 54 (BLÁA HÚSIÐ Á MÓTI SUBWAY) SÍMI 533 3109 OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ KL. 12.00-18.00 LAUGARDAG FRÁ KL. 10.00-16.00 Nú er tækifæri til að gera góð kaup 60% afsláttur af öllum skóm SHIMON Peres, utanríkisráðherra Ísraels, svaraði í gær spurningum fulltrúa á þingi Evrópuráðsins í Strassborg. Viðstödd samkundu þessa var Lára Margrét Ragnars- dóttir, formaður íslensku sendi- nefndarinnar. Lára Margrét sagði í samtali við Morgunblaðið að þingfulltrúum hefði verið efst í huga sá vítahringur blóðhefnda og hryðjuverka sem nú einkenndi ástandið í Ísrael og á sjálf- stjórnarsvæðum Palestínumanna. „Mér þótti afstaða Peres ekki hafa tekið breytingum frá því sem áður var. Hann var sérstaklega spurður um aðgerðir Ísraelshers á undan- liðnum dögum. Sagði hann að þar væri um viðbrögð að ræða við hryðjuverkum og Ísraelar gætu ekki brugðist við með öðrum hætti því ekki væri um sýnilega eða einkenn- isklædda óvini að ræða,“ sagði hún. Að sögn Láru Margrétar var Per- es jafnframt spurður hvort ekki væri erfitt fyrir hann og flokk hans, Verkamannaflokkinn, að sitja í nú- verandi ríkisstjórn. Sagði Peres að kjósendur hefðu ekki veitt flokknum umboð til forustu í síðustu þingkosn- ingum og því hefðu menn þurft að meta stöðu sína. Niðurstaðan hefði orðið sú að flokknum bæri að leitast við að hafa jákvæð áhrif á þróun mála í Ísrael og því hefði verið afráð- ið að ganga til samstarfs við Ariel Sharon forsætisráðherra. Tilbúnir til friðarumleitana „Peres lýsti því yfir að Ísraelar væru tilbúnir til að freista þess að hefja á ný friðarumleitanir,“ sagði Lára Margrét. „Hann bætti því hins vegar við að til þess að það reyndist gerlegt þyrfti Yasser Arafat [forseti sjálfstjórnar Palestínumanna] að treysta stöðu sína sem leiðtogi. Ara- fat yrði að stöðva hryðjuverkin og öðlast trúverðugleika að nýju. Tím- inn væri naumur.“ Lára Margrét kvaðst aðspurð ekki skynja það svo að Ísraelar mættu vaxandi andúð á vettvangi Evrópu- ráðsins sökum framgöngu sinnar gagnvart Palestínumönnum. Peres hefði verið vel tekið. „Hér sem ann- ars staðar er fólk einfaldlega slegið sökum þeirra skelfilegu atburða sem nú ríða yfir nánast á degi hverjum í Ísrael og á sjálfstjórnarsvæðunum.“ Shimon Peres svarar spurningum þings Evrópuráðsins Yasser Arafat þarf að treysta tök sín Lýsti Ísraela tilbúna til friðarumleitana, að sögn formanns Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins AP Shimon Peres, utanríkisráð- herra Ísraels, á fundinum í gær. KÓLUMBÍSK nunna hefur verið dæmd í 14 ára fangelsi fyrir morðið á reglusystur sinni í klaustri í höf- uðborginni Bogota. Málið þykir af- ar óvenjulegt og hefur vakið mikla athygli í Kólumbíu, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Lík nunnunnar Luz Amparo Granada fannst í vegarkanti fyrir utan Bogota í nóvember 1999. Líkið var svo illa útleikið að það tók lög- regluna fimm mánuði að bera kennsl á það; skotsár voru á höfð- inu, fæturnir höfðu verið höggnir af og búkurinn var brunninn. Granada tilheyrði reglu sem rek- ur klaustur í Candelaria, gömlu hverfi í miðborg Bogota, þar sem glæpamenn, fíkniefnaneytendur og vændiskonur halda til. Granada sinnti hjálparstarfi meðal undir- málsfólks í hverfinu og varð þekkt fyrir það, en auk þess var hún áber- andi fyrir sitt rauða hár og bláu augu, sem eru sjaldgæf sjón í Kól- umbíu. Grunsemdir beindust því fljótt að því að undirheimalýður í Candelaria bæri ábyrgð á morðinu. En saksóknurunum í málinu fannst það ekki alveg koma heim og saman. Töldu þeir hugsanlegt að morðið hefði verið framið í klaustr- inu sjálfu og var systir Leticia Lop- ez, sem dvaldi í næsta herbergi við Granada, hneppt í gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að málinu. Lopez neitaði allri sök og var hún látin laus eftir að hafa setið í gæslu- varðhaldi í 17 mánuði, þar sem nægar vísbendingar fundust ekki fyrir sekt hennar. Saksóknararnir vildu þó ekki gefast upp og við nánari leit fund- ust örlitlir blóðblettir milli við- arborða á gólfi herbergis Granada, en það hafði verið hreinsað ræki- lega og málað upp á nýtt eftir morðið. Lögreglan í Bogota bjó ekki yfir nægilegri tækni til að rannsaka málið nánar og var þá leitað á náðir bandarísku alríkis- lögreglunnar, FBI. Tæknimenn frá stofnuninni beittu háþróuðum tæknibúnaði til að gegnumlýsa gólfborðin og málninguna á veggj- unum og komu þá stórar blóð- slettur í ljós. Jafnframt mátti greina slóð á gólfinu sem benti til þess að lík Granada hefði verið dregið úr herbergi hennar til bak- dyra klaustursins. Ekki er fyllilega ljóst hvaða ástæða lá að baki morðinu, en vitað er að spenna hafði ríkt milli nunn- anna tveggja. Mun Lopez hafa mis- líkað frjálslynt viðhorf Granada gagnvart vændiskonunum og götu- lýðnum sem hún umgekkst og veitti aðstoð. Nunna dæmd fyrir morð á reglusystur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.