Morgunblaðið - 24.01.2002, Síða 53

Morgunblaðið - 24.01.2002, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2002 53 Dúndur útsala 25-70% afsláttur Yfirhafnir í úrvali Allt á að seljast Mörkinni 6, sími 588 5518 Opið laugardag frá kl. 10-15 Upplýsingar og innritun í símum 544 4500 og 555 4980 og á www.ntv.is Hólshrauni 2 - 220 Hafnarfirði - Sími: 555 4980 Hlíðasmára 9 - 201 Kópavogi - Sími: 544 4500 Eyravegi 37 - 800 Selfossi - Sími: 482 3937 Póstfang: skoli@ntv.is - Veffang: www.ntv.is Helstu námsgreinar n t v . is nt v. is n tv .i s K la p p a ð & k lá rt / ij AutoCad & 3D Studio Max Kennd er teiknun með AutoCad og hönnun í þrívídd með 3D Studio Max. Eftir námskeiðið sem er 180 stundir eiga nemendur að þekkja flesta hluta kerfanna og geta leyst krefjandi verkefni á eigin spýtur. Næsta kvöldnámskeið hefst 29. janúar. Þeir sem hyggja á þetta nám þurfa að hafa sæmilega góða tölvu- og enskukunnáttu. AutoCad teikningar (54) Viðmót í AutoCad (6) Viðmót í 3D Studio Max (6) Tvívíð og þrívíð líkanagerð (36) Flutningur á milli forrita (6) Lýsing og efnisáferð (30) Hreyfimyndagerð og myndsetning (12) Lokaverkefni og próf (30) RUSLAN Ponomariov (2.727) er heimsmeistari FIDE í skák eftir að hafa sigrað landa sinn, Vassily Iv- anchuk (2.717), með 4½ vinningi gegn 2½ í einvígi um heimsmeistaratitilinn. Ponomariov er langyngsti heims- meistari skáksögunnar, er einungis 18 ára gamall. Til samanburðar má hafa að fyrra aldursmet átti sjálfur Garry Kasparov, en það vakti mikla athygli þegar hann varð heimsmeistari 22 ára að aldri. Þótt ýmsum þyki kominn helst til mikill heppnisbragur á heimsmeist- arakeppnina með styttri tímamörk- um, færri einvígisskákum o.s.frv. þá er ekki hægt að líta á Ponomariov sem óboðinn gest meðal sterkustu skák- manna heims. Skákferill hans hefur verið einstaklega glæsilegur og lík- lega eru það einungis Kasparov og Kramnik sem hafa verið sterkari skákmenn á þessum aldri. Í meðfylgj- andi töflu eru tilgreindir ýmsir merkir áfangar á skákferli hans, en fjölmörg fleiri afrek mætti nefna. Hann tefldi t.d. átta skáka einvígi við harðjaxlinn Viktor Korchnoi í fyrra og skildu þeir jafnir, 4-4. Hann hefur einnig staðið sig vel í liðakeppnum. Á Ólympíu- mótinu í Istanbul árið 2000 fékk hann verðlaun fyrir bestan árangur á öðru borði og þá varð lið hans, Úkraína, heimsmeistari landsliða í skák í fyrra. Ponomariov átti drjúgan þátt í þeim sigri með góðri frammistöðu sinni, en hann fékk 5½ vinning af 7 á öðru borði. Ponomariov hefur verið líkt við Anatoly Karpov, fyrrum heimsmeist- ara, hvað varðar skákstíl, framkomu og jafnvel útlit. Ponomariov lítur á þá samlíkingu sem hrós, en þeir Karpov hafa reyndar æft saman. Hann er hæglátur og greinilega mjög tauga- sterkur eins og sést á viðureign hans við Ivanchuk. Hann býr yfir miklum sigurvilja og hefur margoft tekist að bjarga sér út úr gjörtöpuðum stöðum gegn sterkum skákmönnum. Sigur hans gegn Ivanchuk í fimmtu skák- inni er ekki eina dæmið um það. Metn- aðurinn er mikill eins og sést á því að þegar hann var spurður 16 ára gamall hvort hann stefndi á heimsmeistara- titil unglinga þá sagðist hann hafa miklu meiri áhuga á að verða heims- meistari fullorðinna. Nú er því marki náð og pilturinn enn á táningsaldri. Eins og gefur að skilja skipar skák- in stóran sess í lífi Ponomariov. Faðir hans kenndi honum að tefla þegar hann var sjö ára. Hann segist æfa skák í um 6 klukkustundir á dag, nema um helgar þegar hann kýs fremur að nota tímann í annað, hitta kunningjana o.s.frv. Hann hefur gam- an af lestri bóka og klassískri tónlist og segist heldur ekkert hafa á móti því að taka til hendinni í garðinum. Hann stundar lögfræðinám og segir að lög- fræðin sé ein virtasta starfsgreinin í Úkraínu. Hann telur að háskólanámið þurfi ekki að hafa slæm áhrif á skák- ferilinn og nefnir því til stuðnings að bæði Kasparov og Karpov hafi há- skólapróf. Varðandi stöðu skákarinnar al- mennt segir Ponomariov að hann vilji gjarnan sjá ein sterk samtök sem allir bestu skákmennirnir eigi góða sam- vinnu við. Með því móti sé auðveldara að fá stuðningsaðila og stuðla að auk- inni atvinnumennsku. Ponomariov segist hlynntur styttri tímamörkum í skák og hefur meiri áhuga á keppn- isþætti skákarinnar heldur en að finna „hinn eina rétta leik“ í hverri stöðu. Hann vill einnig nýta Netið til hins ýtrasta við kynningu á skákinni og eins og margir aðrir telur hann meiri umfjöllun í sjónvarpi vera lyk- ilatriði. Það hlaut að koma að því að tán- ingur yrði heimsmeistari í skák. Þeg- ar aldursþróun tíu stigahæstu skák- manna heims er skoðuð sést mikil breyting frá því á fyrstu áratugum síðustu aldar. Þá var allt að helmingur af 10 stigahæstu mönnum heims yfir fertugu og hluti þeirra yfir fimmtugs- aldrinum. Nú er Kasparov aldursfor- setinn á topp-tíu listanum og er enn ekki orðinn fertugur. Það eru því sí- fellt yngri skákmenn sem berjast um æðstu metorð í skákheiminum. Í lokaskák einvígis þeirra Ponom- ariov og Ivanchuk hafði sá síðarnefndi svart og kaus að verjast með Aljékíns- vörn. Þetta kom mörgum á óvart, ekki síst með tilliti til stöðunnar í einvíg- inu. Hvítt: Ponomariov Svart: Ivanchuk Aljékínsvörn 1. e4 Rf6 (Þessi byrjun hefur ekki verið tefld í heimsmeistaraeinvígi, síðan Bobby Fischer beitti henni í tvígang, í 13. og 19. skákinni, gegn Spassky í Reykja- vík 1972.) 2. e5 Rd5 3. d4 d6 4. Rf3 Rc6 (Algengara er 4. ...Bg4 5. Be2 e6 o.s.frv.) 5. c4 Rb6 6. e6! – (Afbrigðið, sem Ivanchuk er kom- inn út í, leiðir til mjög erfiðrar stöðu fyrir svart, eins og framhaldið í skák- inni sýnir vel.) 6. – fxe6 7. Rc3 g6 8. Be3 – (Önnur leið fyrir hvít er 8. h4 Bg7 9. h5 e5 10. d5 Rd4 11. hxg6 Bg4 12. gxh7 Dd7 13. Bd3 0–0–0 14. Be3 Hdf8 15. Bxd4 exd4 16. Re4 Bxf3 17. gxf3 e6 18. dxe6 Dxe6 19. De2 d5 20. c5 dxe4 21. cxb6 Dxb6 22. Bxe4 d3 23. Dxd3 Hd8 24. Dc4 Dxb2 25. 0–0 Df6 26. Hfc1 c6 og skákinni, Kindermann-Fleck, Þýskalandi 1983, lauk með jafntefli.) 8. ...Bg7 9. h4 – 9. ...0–0 (Kóngsstaða svarts er mjög veik, eftir þennan leik. Önnur leið er 9. ...e5, t.d. 10. d5 Rb4 11. a3 Ra6 12. Rg5 e6 13. dxe6 0–0 14. Rd5 Rxd5 15. cxd5 c6 16. Bc4 b5 17. Ba2 c5 18. h5 Hf5 19. Dg4 Rc7 20. hxg6 hxg6 21. Re4 og hvítur vann (Coenen-Rodriguez, San Sebastian 1995). Eða 9. ...d5 10. c5 Rc4 11. Bxc4 dxc4 12. Da4 Dd7 13. 0-0-0 b5 14. Dxb5 Hb8 15. Dxc4 Rb4 16. Re5 Bxe5 17. dxe5 Ba6 18. Hxd7 Bxc4 19. Hhd1 Hc8 20. Bg5 og hvítur vann (Nunn-Vaganian, London 1986).) 10. h5 e5 11. d5 Rd4 (Svartur fær lítið mótvægi, eftir 11. ...Hxf3 12. Dxf3 Rd4 13. Dd1 Df8 14. Bd3 Df7 15. hxg6 hxg6 16. Re4 e6 17. Rg5 og hvítur á yfirburðatafl.) 12. Rxd4 exd4 13. Bxd4 g5?! (Nýr leikur, sem virðist lakari en 13. ...Bxd4, sem kom upp í skákinni, Lau-Fleck, Þýskalandi 1984: 14. Dxd4 e5 15. dxe6 Df6 16. Dxf6 Hxf6 17. hxg6 hxg6 18. Re4 Hf4, jafntefli.) 14. Bxg7 Kxg7 15. h6+ Kg8 16. Dd2 e5 (Eða 16. ...Hf5 17. Hh5 He5+ 18. Be2 e6 19. f4 gxf4 20. Dxf4 Hxh5 21. Bxh5 De7 22. 0–0–0 e5 23. Dg3+ Kh8 24. Hf1 og hvítur hefur yfirburðastöðu.) 17. Hh5 g4 18. Dg5+ Dxg5 19. Hxg5+ Kh8 20. Hg7 Hf6 (Svartur á ekki betri leik, t.d. 20. ...Rd7 (20. – Bd7 21. c5) 21. Bd3 Hf6 (21. – Rf6 22. Hxc7 b6 23. Rb5 e4 24. Bc2) 22. Hxh7+ Kg8 23. Ke2 Rf8 24. Hg7+ Kh8 25. Hxc7 Hxh6 og hvítur á yfirburðastöðu.) 21. Hxc7 Hxh6 22. b4 – (Keppendur sömdu um jafntefli, en það dugir Ponomariov til sigurs í ein- víginu. Hann hefði vafalaust teflt skákina áfram við aðrar aðstæður, því að hann á unnið tafl. Til dæmis 22. ...a5 (22. ...Hg6 23. c5 Rd7 24. Bd3 Hg7 25. cxd6 Rf6 26. He7 g3 27. f3 Kg8 28. Hc1 Kf8 29. Hxe5) 23. bxa5 Hxa5 24. Hb1 Hc5 25. He7 Rxc4 26. Re4 Ra3 27. Hb3 Hc1+ 28. Kd2 Hxf1 29. Hxa3, ásamt Ha3-a8 o.s.frv.) Sjö stórmeistarar á Íslandsmótinu í atskák Íslandsmótið í atskák fer fram um helgina og verður eitt sterkasta at- skákmót hér á landi í langan tíma, en meðal keppenda verða sjö íslenskir stórmeistarar. Mótið, sem er útslátt- arkeppni, verður haldið 25.–27. janúar og úrslitaviðureignin verður tefld í beinni útsendingu í sjónvarpssal. Hin- ar viðureignirnar eru tefldar í félags- heimili TR. Þátttökulisti: 1. Jóhann Hjartarson 2.625 2. Helgi Ólafsson 2.600 3. Hannes H. Stefánsson 2.595 4. Þröstur Þórhallsson 2.530 5. Helgi Áss Grétarsson 2.505 6. Friðrik Ólafsson 2.485 7. Jón L. Árnason 2.465 8. Arnar Gunnarsson 2.425 9. Jón G. Viðarsson 2.410 10. Jón Viktor Gunnarsson 2.395 11. Guðmundur Gíslason 2.380 12. Stefán Kristjánsson 2.375 13. Davíð Ólafsson 2.330 14. Bragi Þorfinnsson 2.255 15. Magnús Örn Úlfarsson 2.235 16. Ingvar Þór Jóhannesson 2.070 Varamaður úr undanúrslitum er Björn Þorfinnsson og varamaður af stigalista er Ágúst Sindri Karlsson. Í fyrstu umferð mætast: 1-16, 2-15 o.s.frv. en hafa ber í huga, að enn geta orðið breytingar á keppendalistanum. Ponomariov lang- yngsti heimsmeistari skáksögunnar SKÁK Moskva HEIMSMEISTARAEINVÍGIÐ Í SKÁK 16.1.–24.1. 2002 !""! !""! !""7 !""" 788? 7889 788@ 788: ##$%&&'&()*+)+,(%+- $$  %&'( )"* +   ,  %&'( -$ .  /00 1 ), 2    , 3, 4, #$  2$ $$    , 3, (#0 $    , 3, $$    , 3, 7?0 7?0 7?0 7@0 7#0 760 7!0 770 > >  % Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson Ruslan Ponomariov

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.