Morgunblaðið - 24.01.2002, Blaðsíða 42
UMRÆÐAN
42 FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
LÍFSGÆÐUM
manna og dýra má
spilla með óvarlegri
landnotkun. Við leiðum
sjaldan hugann að slík-
um vandamálum á Ís-
landi enda er landrými
talsvert. Nauðsynlegt
er þó að stilla land-
notkun í hóf ef varð-
veita á þau lífsgæði
sem óbyggt land felur í
sér. Landrými á Ís-
landi er takmörkuð
auðlind en flatarmál
láglendis sem almennt
er talið byggilegt er
aðeins um 40 þús km².
En hvernig má
spara Ísland? Líklega þarf hver og
einn að spyrja sjálfan sig hvað hann
geti lagt af mörkum ef málstaðurinn
þykir góður. Hér verða nefnd tvö at-
riði er varða þetta málefni. Fyrst
verður kynnt hugtakið „landbútun“
(á ensku habitat fragmentation).
Hugtakið lýsir ferlinu þegar sam-
fellt land er brytjað niður í smærri
búta, yfirleitt af manna völdum. Af-
leiðingar þessa á lífríkið eru marg-
víslegar. Helstar eru þær að kjör-
svæði lífvera, sem áður mynduðu
samfellu, eru aðeins til sem eyjar í
niðurbrytjuðu landslagi. Til að sinna
nauðsynlegum athöfnum eins og að
finna fæðu, skjól og maka þurfa líf-
verur að komast milli eyjanna yfir
landið sem búið er að breyta. Eins
og gefur að skilja eru lífverur misvel
útbúnar til að takast á við þessi
ferðalög og einnig er landbútunin
mismunandi að eðli og umfangi. Al-
geng áhrif landbútunar eru þau að
stofnar lífvera sem áður mynduðu
heild skiptast niður í undirstofna
sem hver um sig er viðkvæmari fyrir
ýmiskonar áföllum en heildarstofn-
inn var áður. Ef undirstofnar eiga að
dafna verða þeir að vera nægilega
stórir og tryggja verður samgang
milli þeirra. Náttúruvernd nútímans
snýst um að vernda búsvæði. Áður
einbeittu menn sér frekar að ein-
stökum tegundum en sjá nú að það
er of dýrt, of tímafrekt og árang-
urinn er lélegur. Með því að vernda
búsvæði verndum við
einnig lífverur svæð-
anna sem verið er að
hlífa. Áhrif landbútun-
ar eru minni og árang-
ur náttúruverndar
betri ef tekst að varð-
veita stór og samfelld
svæði. Frá sjónarhóli
mannsins eru það einn-
ig stór lítt skert svæði
sem hafa mest aðdrátt-
arafl og menn finna
þar hvíld frá amstri
hversdagsins. Með því
að vernda óbyggð
svæði ástundum við því
bæði mannvernd og
náttúruvernd. Í þessu
samhengi verða nefnd tvö dæmi um
óforsjála ráðstöfun lands á Íslandi.
Allir vilja eignast afdrep í sveit og
landeigendur búta land sitt niður
undir sumarbústaði með fulltingi
sveitastjórna sem sjá gróðavon í
auknum umsvifum. Í sveitum ná-
lægt höfuðborgarsvæðinu eru
komnir sumarbústaðir niður á hvern
vatnsbakka, upp á hvert holt og út
um mýrar. Þessu fylgir tilheyrandi
rask með vegagerð, framræslu,
lagningu rafmagns, síma og vatns.
Landinu er svo breytt enn frekar
með plöntun trjáa og girðingum en
þær eru oft sérlega rammgerðar
umhverfis sumarbústaði. Heilu
sveitirnar á Suður- og Vesturlandi
hafa verið brytjaðar niður og hvergi
sér fyrir endann á þessari fram-
vindu. Ástæða fyrir því hve fólk er
ákaft í að eignast sumarhús er lík-
lega sú að það er gott að flýja skark-
ala þéttbýlis og bregða sér út í sveit.
Um það efast enginn. Með þessu er
þó gengið á sveitirnar, rými manna
og þeirra lífvera sem við deilum
landinu með. Landslaginu er fórnað.
Ef velferð náttúrunnar á að ráða
ætti að byggja bæði sumarhús og
önnur híbýli eins þétt og hægt er og
halda stærri svæðum óskertum þar
sem njóta mætti kyrrðar og útivist-
ar. Að varðveita samfelld svæði og
að byggja dreift fer einfaldlega ekki
saman.
Stórtæk áform um skógrækt eru
nú uppi í öllum landshlutum og er
skipulögð skógrækt hafin víða.
Áformin minna nokkuð á það þegar
yfir 90% af öllu votlendi láglendis
voru ræst fram, með ríkisstyrk, á
nokkrum áratugum milli 1940 og
1980. Ríkissjóður styrkir einnig
framkvæmdir nú og ekki hefur verið
gerð nein tilraun til að meta fórn-
arkostnað og ávinning heildarfram-
kvæmdanna. Menn virðast halda að
skógrækt sé undanþegin umhverf-
ismati, kannski vegna þess að hún er
talin landbætur án þess að fyrir því
séu færð rök. Svo vill til að flestir
nýlegir skógræktarblettir eru, hver
um sig, minni en 200 ha. En skóg-
rækt er, einhverra hluta vegna, ekki
umhverfismatsskyld fyrr en hún fer
yfir þetta mark (lög nr. 106/2000).
Hér skal ekki felldur dómur um al-
mennt ágæti skógræktar og víst er
að hún á sums staðar rétt á sér.
Vinnubrögðin eru þó óviðunandi.
Fólk á rétt á að vita hverju verið er
að fórna þegar setja á meira en 5%
alls láglendis á Íslandi undir skóg.
Sem dæmi má nefna að við fórnum
nokkrum hluta af stofnum lóu og
spóa með þessu tiltæki (líklega
a.m.k. 1-5%). Ekki hefur verið sýnt
fram á arðsemi skógræktar einnar
sér eða gagnvart öðrum kostum.
Kolefnisbinding skóga hefur verið
nefnd en einnig er hægt að binda
kolefni með endurheimt votlenda því
þau safna í sig kolefni. Rétt væri að
bera þessa kosti saman. Skógrækt
hefur verið hampað sem leið til land-
græðslu en hingað til hefur trjám
oftast verið plantað í gróið land sem
þarf að ræsa og plægja fyrst. Skóg-
ur virðist því hafa takmarkað land-
græðslugildi nema í undantekninga-
tilfellum.
Meðan gróðavon og illa rökstudd-
ar hugmyndir ráða ríkjum gengur
hratt á opin svæði. Gera þarf lang-
tímaáætlanir sem ná til alls landsins.
Þær áætlanir verða að byggjast á
rannsóknum, rökum og almennum
vilja Íslendinga en ekki þeim duttl-
ungum sem hafa lengi ráðið land-
notkun á Íslandi. Ef við berum gæfu
til að spara landið með skynsamlegri
landnotkun getum við viðhaldið og
aukið á sérstöðu Íslands í framtíð-
inni.
Spörum Ísland
Tómas Grétar
Guðmundsson
Náttúran
Meðan gróðavon og
illa rökstuddar hug-
myndir ráða ríkjum,
segir Tómas Grétar
Gunnarsson, gengur
hratt á opin svæði.
Höfundur er líffræðingur.
Í Morgunblaðið rit-
aði einhver Hólmgeir
Baldursson grein nú
fyrir skemmstu, og
væri það nú vart í frá-
sögur færandi nema
fyrir þá sök að verri
ritháttur hefur vart
sést á prenti á Ís-
landi, þrátt fyrir
langa sögu ritlistar.
Hólmgeir skundar á
geirþing og byrjar
grein sína á því að
segja STEF vera
samtök tónskálda og
textahöfunda. Þessi
fullyrðing er ekki alls-
kostar rétt, því ef
drengurinn sá hefði við skrif sín
sýnt snefil af skynsemi, hefði hann
mátt komast að því að eigendur
flutningsréttar bera hita og þunga
í þeim ágætu samtökum.
Greinarhöfundur heldur hólm-
göngu áfram, þegar hann heldur
dauðahaldi í það að kalla STEF ill-
um nöfnum og reynir með skreytni
að koma samsæriskenningum af
stað. Og þegar hann heldur því
fram að STEF fari í manngrein-
arálit þegar innheimtur samtak-
anna eru annars vegar þá fer hann
með lygi. Enda bendir hann á það í
grein sinni að þar á bæ verði
mönnum ekki haggað þegar rætt
eru um greiðslu gjalda – þar er
engum hlíft.
Það sem ergir hnokkann er að
hann á ekki pening til að taka þátt
í leik stóru strákanna. Hann segir
það sjálfur, þegar hann lætur
gremju sína í ljós og segist ekki
sætta sig við gjaldskrá samtak-
anna. En í stað þess að gera eins-
og við hin, þ.e.a.s. færa rök fyrir
máli sínu og sýna fram á að betri
leið sé fær, kýs Hólmgeir lygi og
skítkast.
Ef samtök á borð við STEF inn-
heimta ekki gjöld fyrir flutning
tónlistar þá fá þeir sem tónlistina
semja ekki greitt fyrir verk sín. Og
þegar menn einsog Hólmgeir koma
fram og segja að eigendur flutn-
ingsréttar arðræni þá
sem vilja heyra tón-
list, þá áttar hann sig
ekki á því, að hér er
um viðskipti að ræða.
Tónlist er markaðs-
vara, fyrir opinberan
flutning tónlistar ber
að greiða.
Í grein sinni harm-
ar Hólmgeir að marg-
ur frjálshyggjumaður-
inn hafi endað fyrir
dómstólum. Ekki ætla
ég að samhryggjast
Hólmgeiri að svo
stöddu, en bendi hon-
um á, að ekki finnst sá
flokkur á Íslandi sem
neitar að standa vörð um frelsi ein-
staklingsins. Hitt er svo annað
mál, að flokkum verður aldrei um
kennt þótt innan vébanda þeirra
finnist menn sem fara frjálslega
með eigur annarra. Ef menn geta
ekki greitt fyrir það sem þeim ber
að greiða fyrir, þá skal þeim refs-
að. Og ef STEF lætur kné fylgja
kviði í innheimtuaðgerðum þegar
menn sýna undanbrögð, þá get ég,
sem einn af fjölmörgum eigendum
flutningsréttar, ekki verið annað
en afskaplega stoltur.
Ég vil benda Hólmgeiri á að
frjálshyggjumenn verða allir sem
einn að sætta sig við það hvernig
STEF sinnir þeim skyldum sínum
að innheimta fyrir opinberan flutn-
ing tónlistar. Og ef það skyldi nú
hafa farið framhjá honum, get ég
svosem upplýst, að þegar STEF
innheimtir, þá skiptir máli hvort sá
sem stjórnar flutningi rekur við-
gerðaverkstæði, rakarastofu eða
útvarpsrás.
Í lok greinar sinnar lofar Hólm-
geir því að sýna einhverja ónafn-
greinda heimildarmynd um STEF,
eitthvað sem hann segir að muni
verða sýnt á einhverju sem á að
kallast Stöð 1.
Hólmgeiri til glöggvunar, vil ég
benda á að nú þegar er búið að
gera stórgóða heimildarmynd um
STEF, en þá ágætu ræmu gerðu
þeir Valgeir Guðjónsson og Sveinn
M. Sveinsson á sínum tíma og
nefnist hún Stef um STEF.
Ef Hólmgeir nær að öngla fyrir
gjöldum og koma Stöð 1 á kopp, þá
er aldrei að vita nema hann geti
samið við eigendur flutningsréttar
um sýningu myndar Sveins og Val-
geirs. Og þá er aldrei að vita nema
hann fái þetta allt á afar hag-
stæðum kjörum.
STEF fyrir
STEF
Kristján
Hreinsson
Höfundur er skáld.
Höfundarréttur
Án STEF, segir
Kristján Hreinsson,
fá þeir sem tónlistina
semja ekki greitt
fyrir verk sín.
byggðar og atvinnu í
landinu. Áætlanirnar
eru sjálfstæðar hver á
sínu sviði, vegáætlun,
hafnaáætlun og flug-
málaáætlun, auk þess
hefur verið gerð sér-
stök jarðgangaáætlun.
Við gerð hverrar fyrir
sig hefur lítið mið ver-
ið tekið af hinum.
Þetta gerir það að
verkum að ekki er
sett upp heildstæð
mynd af þörfum og
ástandi þessara mála í
landinu í heild eða á
einstökum landsvæð-
um. Einnig taka þess-
ar áætlanir ekki nægilega vel tillit
til heildstæðra breytinga á sam-
göngum í landinu, til dæmis þess
hve þungaflutningar hafa í miklum
mæli færst frá sjóflutningum á
þjóðvegi landsins, sem í mörgum
tilfellum eru ekki undir það byggð-
ir að bera þá miklu þungaumferð
sem um þá fer. Með samræmingu
FYRRI hluta árs
1998 samþykkti Al-
þingi þingsályktunar-
tillögu um samræmda
samgönguáætlun. Í
ályktuninni fólst að
samgönguráðherra
var falið að láta kanna
hvort samræma mætti
gerð áætlana um upp-
byggingu samgöngu-
mannvirkja í eina
samræmda samgön-
guáætlun og gera í
framhaldi af því tillög-
ur um nauðsynlegar
breytingar á lögum og
reglum. Greinarhöf-
undur var fyrsti flutn-
ingsmaður tillögunnar, meðflutn-
ingsmenn voru fimm aðrir
þingmenn úr öllum þáverandi
þingflokkum á Alþingi.
Í greinargerð með þingsályktun-
artillögunni kom m.a. fram að gerð
áætlana um uppbyggingu sam-
göngumannvirkja felur í sér mik-
ilvæga stefnumótun um þróun
samgönguáætlana má með mark-
vissum hætti bregðast við breyt-
ingum og þróun samgangna og
taka tillit til þróunar í byggð og
búsetu í landinu.
Þær aðferðir sem notaðar hafa
verið við gerð mismunandi
samgönguáætlana fela í sér að
fjárframlögum er misskipt eftir
landsvæðum, óháð þeirri þörf sem
fyrir er ef litið er til einstakra
þátta samgöngukerfisins í heild.
Með samræmdri samgönguáætlun
má á markvissari hátt taka tillit til
þessa, auk þess sem færa má rök
fyrir því að fjármagn sem ráðstaf-
að er til samgöngumála nýtist bet-
ur og með markvissari hætti en
mögulegt er með núverandi fyr-
irkomulagi.
Í greinargerð tillögunnar var
einnig bent á að taka þyrfti meira
tillit til umhverfisþátta, t.d. er
varðar eldsneytisnotkun og losun
mengandi lofttegunda. Með sam-
ræmdri samgönguáætlun mætti á
markvissari hátt byggja upp þjóð-
hagslega hagkvæmar samgöngu-
leiðir sem hafa í för með sér elds-
neytissparnað og minni mengun.
Allt slíkt er til hagsbóta til lengri
tíma litið, hvort sem er af efna-
hagslegum forsendum eða út frá
hagsmunum umhverfisins og nátt-
úrunnar.
Í samræmi við ályktun Alþingis
setti samgönguráðherra af stað
vinnu við gerð samræmdrar sam-
gönguáætlunar haustið 1999 og nú
liggur fyrir skýrsla og tillögur um
samgönguáætlun sem ná til allra
þátta samgöngumála. Skýrslan er
mjög viðamikil og fjallar á ítarleg-
an hátt um nánast alla þætti sam-
göngumála. Framundan er umfjöll-
un um þær tillögur sem fyrir liggja
og vinna að gerð samræmdrar
samgönguáætlunar á grundvelli
þeirra.
Það er ánægjulegt og jafnframt
mikið framtíðarmál að nú verði
ráðist í gerð samgönguáætlunar
sem tekur á markvissan hátt til
uppbyggingar samgangna á öllum
sviðum. Öll rök hníga að því að hér
sé um mikið framfaraspor að ræða.
Góðar og greiðar samgöngur eru
mjög mikilvægar í okkar landi og
er þar í reynd um að ræða eina af
forsendum byggðar í landinu. Með
þingsályktunartillögu um þetta
efni hefur undirritaður velt af stað
bolta sem mun halda áfram að
rúlla um ókomin ár og er von til
þess að sú vegferð verði þjóðinni
til heilla í framtíðinni.
Magnús
Stefánsson
Höfundur er alþingismaður
Framsóknarflokks á Vesturlandi.
Samgöngur
Með samræmingu sam-
gönguáætlana má með
markvissum hætti
bregðast við breyt-
ingum og þróun sam-
gangna, segir Magnús
Stefánsson, og taka tillit
til þróunar í byggð og
búsetu í landinu.
Samræmd samgönguáætlun
flísar
Stórhöfða 21, við Gullinbrú,
sími 545 5500.
www.flis.is netfang: flis@flis.is
Stretchbuxur kr. 2.900
Konubuxur frá kr. 1.690
Dragtir, kjólar,
blússur og pils.
Ódýr náttfatnaður.
Brandtex fatnaður
Nýbýlavegi 12, sími 5544433