Morgunblaðið - 24.01.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.01.2002, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. F RUMVARP til laga um samgönguáætlun var kynnt samgöngunefnd Alþingis í gær. Er áætl- að að mæla fyrir því á Alþingi í dag. Samgönguáætlun tek- ur til allra þriggja þátta í samgöngu- málum landsins, þ.e. samgangna á landi, í lofti og á sjó. Er þetta í fyrsta sinn sem slík samræmd áætlun er sett fram. Nær hún til 12 ára, 2003 til 2014, og er henni skipt í þrjú fjög- urra ára tímabil. Skýrsla stýrihóps um samgönguáætlun sem kynnt var á blaðamannafundi í gær, verður lögð til grundvallar við gerð þings- ályktunartillagna um samgöngu- áætlun næstu ára. Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra sagði að það hefði nokkuð ver- ið rætt undanfarin ár að nauðsynlegt væri að samræma sem mest fram- kvæmdir í samgöngukerfinu og öll- um rekstri þess. Það hafi verið með- al markmiða ríkisstjórnarinnar að vinna að samræmdri samgöngu- áætlun sem tæki til allra þátta sam- gangna. Í samræmi við þetta hafi hann skipað stýrihóp í maí 2000 til að hefjast handa og væri hann nú að skila verki sínu. Formaður hópsins var Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi en aðrir í hópnum voru Helgi Hallgrímsson vegamála- stjóri, Hermann Guðjónsson, for- stjóri Siglingamálastofnunar Ís- lands, Magnús Oddsson ferða- málastjóri og Þorgeir Pálsson flugmálastjóri. Með hópnum störf- uðu Jóhann Guðmundsson skrif- stofustjóri og Sigurbergur Björns- son verkefnisstjóri. Ráðherra sagði hópinn hafa unnið gott verk en skýrslan var kynnt samgöngunefnd Alþingis í gær. Kvað ráðherra henni hafa verið vel tekið. Hagkvæmni og aukið öryggi meðal markmiða Meginmarkmið í samgönguþjón- ustu eru þau að stuðla að bættum hreyfanleika í samgöngukerfinu, hagkvæmni í rekstri og uppbygg- ingu samgangna, umhverfislega sjálfbærum samgöngum og öryggi. Með hreyfanleika er átt við ferðir einstaklinga í km á dag að meðaltali. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sagði að fyrir 100 árum hefði þessi hreyfan- leiki verið hálfur km á dag en í dag væri hann um 40 km á dag. Meginmarkmið í öryggi er að það verði eins og best gerist með öðrum þjóðum og eru í samgönguáætlun- inni settar fram hugmyndir um leið- ir að þessum markmiðum. Með samgönguáætlun til 12 ára er ætlunin að líta á samgöngur landsins í heild sinni en samræming ein- stakra þátta samgangna, þ.e. flug- áætlunar, hafnaáætlunar og veg- áætlunar hefur ekki verið með formlegum hætti til þessa. Í lagafrumvarpinu er gert ráð fyr- ir að samgönguráðherra leggi á fjög- urra ára fresti fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um samgöngu- áætlun sem taki til fjáröflunar og út- gjalda til flugmála, vegamála og sigl- ingamála. Skal skilgreina þar það grunnkerfi sem ætlað er að bera stofnkostnaður. Til flugm verja um 11,8 milljörðum hverju tímabili og eru reks þar yfirgnæfandi eða um arðar á hverju tímabili. Þessum hlutföllum er öfu vegamálum en þar fara milljarðar til rekstrar og þ hverju tímabili. Til viðhalds 11 milljarðar á hverju tímab lega helmingur framlaga mála fer til stofnkostnaðar 30 milljarðar á hverju tíma fara 55 til 56 milljarðar vegamála á hverju tímab Helgi Hallgrímsson vegam þetta sýna að vegakerfið sé frumstigi og enn sé langt í að ljúka verkefnum þar í við kröfur sem sífellt fari um afköst og aðbúnað. Meðal stórra liða í vegam nefna framlög til jarðga áætluð eru 5,8 milljarða tímabilið, 4,2 milljarðar þ og 2 milljarðar á síðasta fjö tímabilinu. Til framkvæmd uðborgarsvæðinu fara 6, milljarður króna eða alls 2 meginþunga samgangna og gera grein fyrir ástandi og horfum í sam- göngum í landinu. Jafnframt skal marka stefnu fyrir allar greinar samgangna næstu tólf ár og skal í áætluninni meta og taka tillit til þarfa ferðaþjónustunnar fyrir bætt- ar samgöngur. Frumvarp ráðherra gerir ráð fyrir að hann skipi sam- gönguráð sem hafi yfirumsjón með gerð samgönguáætlunar. Yfir 70 milljarðar til sam- göngumála á hverju tímabili Samkvæmt hugmyndum í skýrslu stýrihópsins á að verja milli 72 og 74 milljörðum króna til samgöngumála á hverju fjögurra ára tímabili áætl- unarinnar. Samgönguráðherra segir þessa upphæð svipaða því sem fyrri hugmyndir um áætlun á hverju sviði samgangna fyrir sig gerðu ráð fyrir. Til siglingamála er áætlað að verja tæplega 6,9 milljörðum á fyrsta fjögurra ára tímabilinu, 4,7 milljörðum á því næsta og sömu upphæð á síðasta tímabilinu. Til rekstrar er varið 3,3 milljörðum á hverju tímabili en afgangurinn er Flugmál, vegamál og siglingar í eina sæng með samgö Ætlunin að sam samgönguframkv Samgönguáætlun kynnt. Frá vinstri: Jóhann Guðmundsson, M Þ. Vilhjálmsson, Sturla Böðvarsson, Helgi Hallgrí Ráðgert er að verja rúmum 70 milljörðum til samgöngumála á hverju fjögurra ára tímabili 12 ára sam- gönguáætlunar. Jóhannes Tómasson kynnti sér skýrslu stýrihóps um sam- gönguáætlun. STÝRIHÓPUR um samgöngu- áætlun til tólf ára hefur skil- greint tillögu að grunnneti sam- göngukerfis landsins. Er þar tiltekið hvaða þættir leggja grunn að samgöngum lands- manna. Segir í skýrslu stýrihóps- ins að grunnnetið gagnist öllum landsmönnum og sé uppbygging þess í þágu landsins alls fremur en einstakra byggðarlaga. Í grunnnetinu eru 10 áætl- unarflugvellir, þ.e. við Reykjavík, Keflavík Bíldudal, Ísafjörð, Sauð- árkrók, Akureyri, Þórshöfn, Eg- ilsstaði, Höfn og Vestmannaeyjar. Hafnir eru 33 og er þar miðað við hafnir með meira en 10 þús- und tonna vöruflutning árlega eða þar sem landað er me þúsund tonnum af sjávarf Þá teljast til grunnnets 5.200 km af 13 þúsund km þjóðvegakerfi landsins eð Eru þar teknir inn allir st ir og tengivegir við bygg kjarna með um það bil 10 eða fleiri. Þá tilheyra því fjölförnustu tengivegirni fjórir hálendisvegir sem b upp. Eru það Sprengisan Kjalvegur, Kaldidalur og baksleið nyrðri. Með upp ingu hálendisvega er átt legu þeirra og gott yfirbo lengdur verði nýtingartím þeirra. Nánari skilgreinin ur þó ekki fyrir. Grunnnet samgangna fyrir alla landsmenn LYFTISTÖNG FYRIR MIÐBORG OG MENNINGU Tillögur þeirra sem hlutu verð-laun í samkeppni um skipulagvið tónlistar- og ráðstefnuhús og hótel við höfnina í Reykjavík voru kynntar hér í blaðinu á þriðjudag, en mál þetta hefur verið til umræðu með nokkrum hléum í langan tíma. Vegna þess hve þörfin fyrir tónlistarhús er nú orðin brýn er sérstaklega ánægjulegt að sjá hversu vel útfærð sú tillaga er, sem dómnefnd taldi besta. Ef hún verður útfærð nánar hefur hún alla burði til að verða mikilvæg lyftistöng fyrir miðborg Reykjavíkur, ferðaþjón- ustuna og síðast en ekki síst tónlistar- lífið í landinu, eins og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri benti á í ávarpi sínu við afhendingu verðlaunanna. Svæðið sem skipulag tillögunnar nær yfir er stórt og nær allt frá Norð- urstíg í vestri, að Klapparstíg og Ing- ólfsstræti í austri, Sæbraut, Tryggva- götu og Hafnarstræti í suðri og loks höfninni í norðri. Á þessu tiltekna svæði hefur lengi verið þörf fyrir upp- byggingu í takti við breyttar áherslur í þróun borgarinnar og því mikilvægt að vel takist til við að tengja þessi nýju mannvirki því atvinnulífi sem er þar fyrir, auk þess sem á ríður að hægt verði að nýta þau auknu umsvif sem þeim fylgja miðborginni allri til frekari framdráttar. Það voru íslenski arkitektinn Guðni Tyrfingsson og danskir samstarfs- menn hans, þau Lotte Elkjær, Mikel Fischer-Rassmussen og Lasse Grosb- øl, sem hlutu fyrstu verðlaun í sam- keppninni. Guðni telur tónlistar- og ráðstefnuhús ásamt hóteli við höfnina hamla gegn neikvæðri þróun í mið- borginni og m.a. geta komið í veg fyrir að verslun og þjónusta færist í síaukn- um mæli í úthverfin. „Með öflugu menningarlífi og bættri þjónustu má snúa þessari þróun við og tónlistar- og ráðstefnuhús ásamt hóteli, kaffihúsum og margs konar annarri þjónustu verð- ur aðdráttarafl. Höfn, atvinnustarf- semi og þjónusta eiga að geta búið saman,“ sagði hann í viðtali við Morg- unblaðið. Ekki þarf að orðlengja hversu mikilvægt það er að í miðborg Reykjavíkur þrífist virkt mannlíf að degi til, sem eðlilegt mótvægi við það blómlega næturlíf sem nú er drjúgur þáttur í miðborgarbragnum. Í verðlaunatillögunni er gert ráð fyr- ir að Listaháskólinn verði í Tryggva- götunni og tengist menningarstarf- semi í Miðbakka með göngubrú. Tæpast er hægt að finna honum ákjós- anlegri stað í Reykjavík en þar, í næsta nágrenni við Borgarbókasafn, Lista- safn Reykjavíkur í Hafnarhúsi, nýtt tónlistarhús og jafnvel háskólasvæðið – þótt ekki sé nema vegna samnýtingar og samstarfs sem slík nánd býður upp á. Að auki yrði Listaháskólinn þarna í beinum tengslum við atvinnulífið við höfnina, það opna haf er mótar bæði menningu okkar og lífsafkomu, og mannlífið í miðborginni. Að sögn Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra er næsta skref þessa ferlis það að borg og ríki nái saman um kostnaðarskiptingu verks- ins. Vonandi verður það innan skamms svo borgarbúar og raunar landsmenn allir geti reitt sig á að draumurinn um tónlistarhús og öflugri miðborgar- kjarna rætist sem fyrst. AÐ MÓTA SITT UMHVERFI Þorvaldur S. Þorvaldsson, nýráðinnborgararkitekt, ræðir málefni Reykjavíkurborgar á mjög opinn og óvenju jákvæðan hátt miðað við al- menna umræðu í viðtali, sem birtist við hann í Morgunblaðinu á þriðjudag, og fylgir mörgum skoðunum hans ferskur andblær. Þorvaldur segir í viðtalinu að Reykjavík hafi mikla sérstöðu miðað við stærri borgir í nágrannalöndunum og bætir við: „Þetta eru borgir sem hafa verið að byggjast upp á mörg hundruð árum og þær eiga miðkjarna sem er ævagamall. Við búum hins veg- ar í borg sem hefur að mestu leyti byggst á síðustu öld og þess vegna er ekki nema eðlilegt að hún sé öðruvísi. Ég lít svo á að það sé þýðingarmikil spurning hvort Reykjavík eigi ekki að fá að halda sérkennum sínum og vera öðruvísi borg en aðrar borgir.“ Þorvaldur segir að vissulega eigi menn að venjast gríðarlega þéttri byggð með háum byggingum í erlend- um borgum, en spyr hversu æskilegt sé að sama þróun verði hér: „Bæði okk- ar sjálfra vegna og vegna ferðamanna held ég að við eigum að líta mjög til sérkenna og einkenna Reykjavíkur.“ Hann tínir einnig til önnur rök fyrir því að við eigum að hugsa okkur um tvisvar áður en farið verði að byggja upp í loftið og bendir á að við búum svo norðarlega á hnettinum að yrði farið að reisa sex til sjö hæða hús í Vatnsmýr- inni værum við „hreinlega að búa til borg þar sem 60% íbúa sjá næstum aldrei til sólar. Með slíkum byggingum og inngörðum milli þeirra eru menn hreinlega að búa til myrkvun stóran hluta ársins. Þetta er ein af ástæðun- um fyrir því að við getum ekki byggt eins og aðrar þjóðir og við eigum held- ur ekki að gera það“. Það er ekki skoðun Þorvaldar að Reykjavík einkennist af óreiðu og ósamræmi þótt borgin hafi löngu sprengt utan af sér það skipulag, sem hugsað var á fyrri hluta síðustu aldar. Það skipulag hafi reyndar borið vitni um framsýni og verið hugsað út öldina, en niðurstaðan sanni og sýni hvað erf- itt sé að hugsa mjög langt fram í tím- ann: „Menn eiga auðvitað að eiga sér framtíðarsýn en ég held að menn eigi ekki að skipuleggja mjög langt inn í framtíðina, hver kynslóð verður nokk- uð að fá að móta sitt umhverfi.“ Embætti borgararkitekts er ný staða hjá borginni. Þorvaldur lýsir starfinu svo að það snúist einkum um að setja fram sýn eða heildstæða stefnu um hvernig borgin eigi að þróast. Í borginni skap- ar maðurinn sjálfur umhverfi sitt og þar getur verið stutt á milli hins vel heppnaða og umhverfisslyssins og því er nauðsynlegt að við skipulag hins einstaka sé hugsað fyrir heildinni. En í þeirri vinnu er rétt að hafa hugföst orð Þorvaldar um að hver kynslóð verði að fá að hafa áhrif á umhverfi sitt vegna þess að reynslan hefur sýnt að fram- tíðin virðist eiga mjög erfitt með að fara eftir skipulagi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.