Morgunblaðið - 24.01.2002, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 24.01.2002, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. UM áttatíu einbreiðar brýr eru á hringveginum, en í ár hefst vinna við breikkun ellefu þeirra. Rögnvaldur Gunnarsson, forstöðumaður fram- kvæmdadeildar Vegagerðarinnar, segir að stærsta verkefnið sé bygg- ing nýrrar brúar á Þjórsá, en smíð- inni á að ljúka á næsta ári. Rögnvaldur segir að nú sé verið að vinna við breikkun þriggja brúa í Fljótshverfi í Skaftafellssýslu. Seint á þessu ári verði brúin yfir Skaftá hjá Kirkjubæjarklaustri breikkuð. Brú á Þverá, rétt austan við Hvols- völl, verður einnig breikkuð, en und- anfarin ár hafa verið blikkandi við- vörunarljós við brúarendana. „Stærsta verkefnið er ný brú á Þjórsá, sem verður væntanlega tveggja ára verkefni. Þar verður vegurinn færður 600 metra neðar eða sunnar en nú er, svo ekki verður lengur ekið upp á Þjórsárholtið. Brú- in verður 170 metra löng. Verkinu hefur seinkað nokkuð, því farið var rækilega yfir alla hönnun brúarinnar eftir jarðskjálftana á Suðurlandi sumarið 2000.“ Byggð verður tvíbreið brú yfir Norðurá við Holtavörðuheiði í ár, en þar varð banaslys fyrir skömmu. „Í Húnavatnssýslu verður byrjað á breikkun Vatnsdalsár við Hnausa- kvísl. Þá verður breikkuð lítil brú í Þingeyjarsýslu, yfir Reykjadalsá, og lítil brú í Berufirði sett í ræsi. Loks verður brúin yfir Hólmsá á Mýrum í Hornafjarðarsveit breikkuð.“ Rögnvaldur segir að utan hring- vegarins séu ýmis verkefni á þessu ári. „Stærsta verkefnið verður breyting á veginum fyrir Tjörnes, en hann verður færður út í Lónsós. Þar verður 100 metra löng brú, en engin brú var á gamla veginum. Annað stórt verkefni er þverun Kolgrafar- fjarðar, sem fer vonandi í útboð seint á þessu ári. Þar verður lögð rúmlega 200 metra tvíbreið brú, í stað tveggja einbreiðra smábrúa.“ Ellefu ein- breiðar brýr breikkaðar í ár LAUNAVÍSITALA Hagstofu Ís- lands hækkaði um 8,8% milli árs- meðaltala áranna 2000 og 2001. Á sama tíma hækkaði vísitala neyslu- verðs um 6,7% eða rúmum tveimur prósentustigum minna en launa- vísitalan. Laun opinberra starfsmanna og bankamanna hækkuðu ívið meira en á almennum vinnumarkaði á þessu tímabili. Hækkaði frá árslokum 2000 til ársloka 2001 um 9,3% Þannig hækkuðu laun opinberra starfsmanna og bankamanna um 9,6% á milli ársmeðaltala 2000 og 2001, en laun á almennum vinnu- markaði um 8,3%. Myndin er töluvert önnur þegar launa- og verðlagsþróun síðustu tólf mánaða er skoðuð. Þá kemur í ljós að laun opinberra starfsmanna og bankamanna hafa hækkað fimm prósentustigum meira en laun á al- mennum vinnumarkaði. 43% hækkun á síðustu fimm árum Þannig hefur launavísitalan á tímabilinu, þ.e. seinasta fjórðungi ársins 2000 til jafnlengdar 2001, hækkað um 9,3% að meðaltali. Laun á almennum vinnumarkaði hafa á tímabilinu hækkað um 7,3%, en á sama tíma hafa laun hjá op- inberum starfsmönnum og banka- mönnum hækkað um 12,3%. Síð- ustu tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 9,4%. Meiri munur á milli launaþróun- ar opinberra starfsmanna og einka- geirans kemur svo á daginn þegar litið er til síðustu ára. Ef mið er tekið af síðustu fimm árum hefur launavísitalan hækkað um 43% að meðaltali milli áranna 1996 og 2001. Á þeim tíma hafa laun á al- mennum vinnumarkaði samkvæmt launavísitölu Hagstofunnar hækk- að um 36,8%, en laun opinberra starfsmanna og bankamanna hafa á sama tímabili hækkað um 52,6% eða rúmum fimmtán prósentustig- um meira en laun á almenna mark- aðnum. Á sama tímabili hefur vísitala neysluverðs hækkað um 19,9%, það er frá ársmeðaltali ársins 1996 til ársmeðaltals 2001. Launavísitala Hagstofu Íslands síðastliðna tólf mánuði 5% meiri hækkun launa opinberra starfsmanna D  2788@,7"" 5     607  $ , 7 / $ 5   $  $ /  7@" 7:" 7#" 76" 7!" 77" 7"" E     < 788@,7""  A   (   (')(-.% (&() //01!""     F8@ F89 F8? F88 F"" F"7  „ÖÐRUM hvorum megin við páska,“ sagði Alfreð Alfreðsson, laugarvörður í sundlauginni í Grafarvogi, þegar hann var spurð- ur að því hvenær vatnsrennibraut- in við laugina yrði tilbúin. Ljúka þarf við svokallaða lend- ingarlaug og aðra stærri laug sem byggð er við hana áður en hægt verður að renna sér salíbunur nið- ur brautina. Alfreð segir tímabært að slíkt mannvirki sé reist í þessu barn- marga hverfi sem Grafarvogurinn er og ríkir talsverð eftirvænting meðal krakkanna í hverfinu. Ung- lingarnir eru víst sérstaklega ánægðir með að brautin er því sem næst svört að innan. Því kemst lítil birta inn sem hlýtur að gera ferðina enn meira spennandi. Stelpurnar í 8. T í Rimaskóla gáfu sér tíma til að stilla sér upp fyrir ljósmyndara Morgunblaðsins með góðfúslegu leyfi Valdimars Stef- ánssonar sundkennara með meiru. Morgunblaðið/Sverrir Tilbúin öðrum hvorum megin við páska SAMTÖK afurðastöðva í mjólkuriðnaði hafa mælst til þess við aðildarfélög sín að þau kaupi samanlagt a.m.k. þrjár milljónir lítra mjólkur umfram greiðslumark á yfir- standandi verðlagsári. Ástæðan fyrir þessu er mikil sala á mjólk á síðustu misserum, en sala á skyri jókst t.d. um meira en 30% á síðasta ári. Einungis verður greitt fyr- ir próteinhluta mjólkurinnar, þ.e. 75% af afurðastöðvaverði, enda verður fitan flutt úr landi þar sem ekki er mark- aður fyrir hana innanlands. Á síðasta ári voru fram- leiddar rúmlega 106 milljónir lítra af mjólk. Sala á mjólk- urvörum nam hins vegar tæp- lega 108 milljónum lítra mælt á próteingrunni. Vörubirgðir minnkuðu því á árinu. Mjólkur- framleiðsla aukin SALA á nýjum fólksbílum hér á landi stefnir í að verða um 30–40% minni í fyrsta mánuði þessa árs en var á sama tíma í fyrra. Á fyrstu þremur vikum ársins voru nýskráðir samtals 228 nýir fólksbílar en í janúar í fyrra var heildarfjöldinn 643 bílar. Ef gert er ráð fyrir að sala út janúar í ár verði svipuð og verið hefur í mánuðinum má ætla að heildarfjöldi seldra nýrra fólksbíla í fyrsta mánuði þessa árs verði í kringum 400 bílar. Bílasalan á síðasta ári var um helmingur af árs- sölu áranna 1998 til 2000. Á síðasta ári fækkaði fólksbílum, mælt á hverja 1.000 íbúa, frá fyrra ári og er það í fyrsta skipti sem það ger- ist síðan 1994. Á tímabilinu frá 1995 til og með 2000 varð hækkun á þess- um mælikvarða. Árið 1995 voru 445 fólksbílar í landinu á hverja 1.000 íbúa og þeir voru orðnir 562 á árinu 2000. Í fyrra lækkaði þessi tala hins vegar í 558. Þetta skýrist af snöggum samdrætti í innflutningi nýrra bíla í fyrra og því að fólksbílum fjölgaði ekki í takt við mannfjöldaþróun. Ís- lendingum fjölgaði um rúmlega 3.400 á síðasta ári en fólksbílum fjölgaði hins vegar einungis um rúmlega 900. Meðalaldur bílaflotans hér á landi er nú 8,8 ár, sem er talsvert hærri aldur en víðast hvar í Evrópulönd- unum. Bílasala dregst enn saman  Fólksbílaflotinn/B6 ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF- Sif, stóð skipið Bervík SH-143 að ólöglegum dragnótaveiðum án veiðileyfis í mynni Arnarfjarðar í gær. Skipstjóra var gert að sigla skipinu strax til hafnar á Þingeyri og kom skipið þangað um klukkan 22 í gærkvöld, samkvæmt upplýs- ingum lögreglunnar á Ísafirði. Fiskistofa svipti skipið veiðileyfi 21. janúar síðastliðinn vegna umfram- afla. Lögreglan á Ísafirði mun í sam- vinnu við Landhelgisgæsluna vinna að frekari rannsókn málsins og skýrslutökur hefjast í dag á Ísa- firði. Lögreglan tók á móti skipinu á Þingeyri í gær og lagði hald á skipsgögn og innsiglaði lestar og veiðarfæri. Að sögn lögreglunnar varða slík brot sektum á bilinu 600 þúsund krónum til sex milljóna króna auk upptöku á afla og veiðar- færum samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða. Staðinn að ólög- legum veiðum ♦ ♦ ♦ BORIÐ hefur á miklum fjölda dauðra fugla í fjörunni sunnan Hólmavíkur undanfarna tvo daga. Að sögn lögreglunnar á Hólmavík hefur svartsfuglshræ rekið á fjörur í töluverðum mæli. Unnið hefur verið að því að fjarlægja hræin og voru nokkur þeirra send til Náttúrufræðistofnunar til krufningar í gær. Samkvæmt heimildum lögreglunnar er ekki vitað til þess að svo mikinn fjölda dauðra svartfugla hafi rekið á land við Hólmavík áður. Í byrjun janúar rak mikið af dauðum svartfugli á land við Rauf- arhöfn og víðar á Melrakkasléttu. Dauðir svart- fuglar við Hólmavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.