Morgunblaðið - 24.01.2002, Side 64

Morgunblaðið - 24.01.2002, Side 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. UM áttatíu einbreiðar brýr eru á hringveginum, en í ár hefst vinna við breikkun ellefu þeirra. Rögnvaldur Gunnarsson, forstöðumaður fram- kvæmdadeildar Vegagerðarinnar, segir að stærsta verkefnið sé bygg- ing nýrrar brúar á Þjórsá, en smíð- inni á að ljúka á næsta ári. Rögnvaldur segir að nú sé verið að vinna við breikkun þriggja brúa í Fljótshverfi í Skaftafellssýslu. Seint á þessu ári verði brúin yfir Skaftá hjá Kirkjubæjarklaustri breikkuð. Brú á Þverá, rétt austan við Hvols- völl, verður einnig breikkuð, en und- anfarin ár hafa verið blikkandi við- vörunarljós við brúarendana. „Stærsta verkefnið er ný brú á Þjórsá, sem verður væntanlega tveggja ára verkefni. Þar verður vegurinn færður 600 metra neðar eða sunnar en nú er, svo ekki verður lengur ekið upp á Þjórsárholtið. Brú- in verður 170 metra löng. Verkinu hefur seinkað nokkuð, því farið var rækilega yfir alla hönnun brúarinnar eftir jarðskjálftana á Suðurlandi sumarið 2000.“ Byggð verður tvíbreið brú yfir Norðurá við Holtavörðuheiði í ár, en þar varð banaslys fyrir skömmu. „Í Húnavatnssýslu verður byrjað á breikkun Vatnsdalsár við Hnausa- kvísl. Þá verður breikkuð lítil brú í Þingeyjarsýslu, yfir Reykjadalsá, og lítil brú í Berufirði sett í ræsi. Loks verður brúin yfir Hólmsá á Mýrum í Hornafjarðarsveit breikkuð.“ Rögnvaldur segir að utan hring- vegarins séu ýmis verkefni á þessu ári. „Stærsta verkefnið verður breyting á veginum fyrir Tjörnes, en hann verður færður út í Lónsós. Þar verður 100 metra löng brú, en engin brú var á gamla veginum. Annað stórt verkefni er þverun Kolgrafar- fjarðar, sem fer vonandi í útboð seint á þessu ári. Þar verður lögð rúmlega 200 metra tvíbreið brú, í stað tveggja einbreiðra smábrúa.“ Ellefu ein- breiðar brýr breikkaðar í ár LAUNAVÍSITALA Hagstofu Ís- lands hækkaði um 8,8% milli árs- meðaltala áranna 2000 og 2001. Á sama tíma hækkaði vísitala neyslu- verðs um 6,7% eða rúmum tveimur prósentustigum minna en launa- vísitalan. Laun opinberra starfsmanna og bankamanna hækkuðu ívið meira en á almennum vinnumarkaði á þessu tímabili. Hækkaði frá árslokum 2000 til ársloka 2001 um 9,3% Þannig hækkuðu laun opinberra starfsmanna og bankamanna um 9,6% á milli ársmeðaltala 2000 og 2001, en laun á almennum vinnu- markaði um 8,3%. Myndin er töluvert önnur þegar launa- og verðlagsþróun síðustu tólf mánaða er skoðuð. Þá kemur í ljós að laun opinberra starfsmanna og bankamanna hafa hækkað fimm prósentustigum meira en laun á al- mennum vinnumarkaði. 43% hækkun á síðustu fimm árum Þannig hefur launavísitalan á tímabilinu, þ.e. seinasta fjórðungi ársins 2000 til jafnlengdar 2001, hækkað um 9,3% að meðaltali. Laun á almennum vinnumarkaði hafa á tímabilinu hækkað um 7,3%, en á sama tíma hafa laun hjá op- inberum starfsmönnum og banka- mönnum hækkað um 12,3%. Síð- ustu tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 9,4%. Meiri munur á milli launaþróun- ar opinberra starfsmanna og einka- geirans kemur svo á daginn þegar litið er til síðustu ára. Ef mið er tekið af síðustu fimm árum hefur launavísitalan hækkað um 43% að meðaltali milli áranna 1996 og 2001. Á þeim tíma hafa laun á al- mennum vinnumarkaði samkvæmt launavísitölu Hagstofunnar hækk- að um 36,8%, en laun opinberra starfsmanna og bankamanna hafa á sama tímabili hækkað um 52,6% eða rúmum fimmtán prósentustig- um meira en laun á almenna mark- aðnum. Á sama tímabili hefur vísitala neysluverðs hækkað um 19,9%, það er frá ársmeðaltali ársins 1996 til ársmeðaltals 2001. Launavísitala Hagstofu Íslands síðastliðna tólf mánuði 5% meiri hækkun launa opinberra starfsmanna D  2788@,7"" 5     607  $ , 7 / $ 5   $  $ /  7@" 7:" 7#" 76" 7!" 77" 7"" E     < 788@,7""  A   (   (')(-.% (&() //01!""     F8@ F89 F8? F88 F"" F"7  „ÖÐRUM hvorum megin við páska,“ sagði Alfreð Alfreðsson, laugarvörður í sundlauginni í Grafarvogi, þegar hann var spurð- ur að því hvenær vatnsrennibraut- in við laugina yrði tilbúin. Ljúka þarf við svokallaða lend- ingarlaug og aðra stærri laug sem byggð er við hana áður en hægt verður að renna sér salíbunur nið- ur brautina. Alfreð segir tímabært að slíkt mannvirki sé reist í þessu barn- marga hverfi sem Grafarvogurinn er og ríkir talsverð eftirvænting meðal krakkanna í hverfinu. Ung- lingarnir eru víst sérstaklega ánægðir með að brautin er því sem næst svört að innan. Því kemst lítil birta inn sem hlýtur að gera ferðina enn meira spennandi. Stelpurnar í 8. T í Rimaskóla gáfu sér tíma til að stilla sér upp fyrir ljósmyndara Morgunblaðsins með góðfúslegu leyfi Valdimars Stef- ánssonar sundkennara með meiru. Morgunblaðið/Sverrir Tilbúin öðrum hvorum megin við páska SAMTÖK afurðastöðva í mjólkuriðnaði hafa mælst til þess við aðildarfélög sín að þau kaupi samanlagt a.m.k. þrjár milljónir lítra mjólkur umfram greiðslumark á yfir- standandi verðlagsári. Ástæðan fyrir þessu er mikil sala á mjólk á síðustu misserum, en sala á skyri jókst t.d. um meira en 30% á síðasta ári. Einungis verður greitt fyr- ir próteinhluta mjólkurinnar, þ.e. 75% af afurðastöðvaverði, enda verður fitan flutt úr landi þar sem ekki er mark- aður fyrir hana innanlands. Á síðasta ári voru fram- leiddar rúmlega 106 milljónir lítra af mjólk. Sala á mjólk- urvörum nam hins vegar tæp- lega 108 milljónum lítra mælt á próteingrunni. Vörubirgðir minnkuðu því á árinu. Mjólkur- framleiðsla aukin SALA á nýjum fólksbílum hér á landi stefnir í að verða um 30–40% minni í fyrsta mánuði þessa árs en var á sama tíma í fyrra. Á fyrstu þremur vikum ársins voru nýskráðir samtals 228 nýir fólksbílar en í janúar í fyrra var heildarfjöldinn 643 bílar. Ef gert er ráð fyrir að sala út janúar í ár verði svipuð og verið hefur í mánuðinum má ætla að heildarfjöldi seldra nýrra fólksbíla í fyrsta mánuði þessa árs verði í kringum 400 bílar. Bílasalan á síðasta ári var um helmingur af árs- sölu áranna 1998 til 2000. Á síðasta ári fækkaði fólksbílum, mælt á hverja 1.000 íbúa, frá fyrra ári og er það í fyrsta skipti sem það ger- ist síðan 1994. Á tímabilinu frá 1995 til og með 2000 varð hækkun á þess- um mælikvarða. Árið 1995 voru 445 fólksbílar í landinu á hverja 1.000 íbúa og þeir voru orðnir 562 á árinu 2000. Í fyrra lækkaði þessi tala hins vegar í 558. Þetta skýrist af snöggum samdrætti í innflutningi nýrra bíla í fyrra og því að fólksbílum fjölgaði ekki í takt við mannfjöldaþróun. Ís- lendingum fjölgaði um rúmlega 3.400 á síðasta ári en fólksbílum fjölgaði hins vegar einungis um rúmlega 900. Meðalaldur bílaflotans hér á landi er nú 8,8 ár, sem er talsvert hærri aldur en víðast hvar í Evrópulönd- unum. Bílasala dregst enn saman  Fólksbílaflotinn/B6 ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF- Sif, stóð skipið Bervík SH-143 að ólöglegum dragnótaveiðum án veiðileyfis í mynni Arnarfjarðar í gær. Skipstjóra var gert að sigla skipinu strax til hafnar á Þingeyri og kom skipið þangað um klukkan 22 í gærkvöld, samkvæmt upplýs- ingum lögreglunnar á Ísafirði. Fiskistofa svipti skipið veiðileyfi 21. janúar síðastliðinn vegna umfram- afla. Lögreglan á Ísafirði mun í sam- vinnu við Landhelgisgæsluna vinna að frekari rannsókn málsins og skýrslutökur hefjast í dag á Ísa- firði. Lögreglan tók á móti skipinu á Þingeyri í gær og lagði hald á skipsgögn og innsiglaði lestar og veiðarfæri. Að sögn lögreglunnar varða slík brot sektum á bilinu 600 þúsund krónum til sex milljóna króna auk upptöku á afla og veiðar- færum samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða. Staðinn að ólög- legum veiðum ♦ ♦ ♦ BORIÐ hefur á miklum fjölda dauðra fugla í fjörunni sunnan Hólmavíkur undanfarna tvo daga. Að sögn lögreglunnar á Hólmavík hefur svartsfuglshræ rekið á fjörur í töluverðum mæli. Unnið hefur verið að því að fjarlægja hræin og voru nokkur þeirra send til Náttúrufræðistofnunar til krufningar í gær. Samkvæmt heimildum lögreglunnar er ekki vitað til þess að svo mikinn fjölda dauðra svartfugla hafi rekið á land við Hólmavík áður. Í byrjun janúar rak mikið af dauðum svartfugli á land við Rauf- arhöfn og víðar á Melrakkasléttu. Dauðir svart- fuglar við Hólmavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.