Morgunblaðið - 24.01.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.01.2002, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞRJÁTÍU og þrír hluthafar í eign- arhaldsfélagi Dagblaðsins, sem eiga samtals 20% eignarhlut í fé- laginu, hafa kært Svein R. Eyjólfs- son stjórnarformann og aðaleig- anda félagsins, til ríkislögreglu- stjóra fyrir meint umboðssvik og fjárdrátt og brot á lögum um einkahlutafélög og bókhald. Eign- arhaldsfélag DB á tæp 50% af hlutafé í Frjálsri fjölmiðlun sem á dögunum seldi hlut sinn í dag- blaðinu DV. Kæran tengist dómsmáli sem 17 hluthafar í DB höfðuðu á hendur Sveini vegna deilna um forkaups- rétt á hlutabréfum í félaginu. Hér- aðsdómur hafnaði meginkröfum kærenda, en ógilti jafnframt ákvarðanir fundarstjóra sem tekn- ar voru á aðalfundi félagsins 1999. Kærendur telja að Sveinn hafi staðið fyrir málamyndagerningi fyrir aðalfund félagsins árið 2000 til að koma í veg fyrir að tillaga um rannsókn á félaginu næði fram að ganga. Komið hafi verið í veg fyrir að nokkrir hluthafar hafi get- að greitt atkvæði á fundinum. Í kærunni saka hluthafarnir Svein um undanskot þegar fast- eignir DB voru í desember 1998 seldar til Eigna – rekstrar og ráð- gjafar ehf. sem var í eigu Sveins. Um er að ræða Tryggvagötuhúsið, 34% fasteignarinnar Vesturgötu 2, og DV-húsið í Þverholti 11–13 auk 18% nýbyggingar. Þá kæra hlut- hafarnir kaup Sveins R. Eyjólfs- sonar á hlutabréfum sem þeir segja að hafi verið greidd með skuldabréfi útgefnu af DB en ekki verði séð að DB hafi haft neinn hag af viðskiptunum heldur hafi Sveinn hyglað sjálfum sér á kostn- að annarra hluthafa. Þá kæra hlut- hafarnir Svein fyrir að hafa mis- notað fjármuni DB í eigin þágu með því að nota fé félagsins til að fjármagna starfsemi Hilmis ehf., félags á vegum Sveins um Leiru- bakka í Landsveit. Í lok kærunnar segir að þessi brot séu til þess fallin að valda þessum hluthöfum miklu tjóni og hafi augljóslega gert það í sumum tilvikum. Mælst er til þess að rík- islögreglustjóri rannsaki sérstak- lega hvort aðrar eignir DB séu enn til staðar og óveðsettar. Kæra á hend- ur stjórnarfor- manni DB MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Sveini R. Eyjólfssyni: „Hinn 26. júní 2000 var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Reykjavík- ur í máli, sem nokkrir hluthafar í Eignarhaldsfélaginu DB ehf. höfð- uðu gegn mér undirrituðum og eign- arhaldsfélaginu. Málatilbúnaður þessara manna byggðist á því, að ég hefði brotið á þeim rétt við kaup á hlutabréfum í félaginu og við með- ferð á fjármálum þess. Skemmst er frá því að segja, að fjölskipaður hér- aðsdómurinn sýknaði mig af þessum kröfum að því er alla efnislega þætti snerti, þó að fallist hafi verið á, að ekki hafi að öllu leyti verið gætt réttra fundarskapa á fundi í félaginu 8. júní 1999. Það hafði þó enga þýð- ingu fyrir efnisleg skipti aðilanna. Stefnendur áfrýjuðu ekki þessum dómi. Nú, nærfellt 19 mánuðum síðar, hafa þessir sömu aðilar, eða lögmað- ur þeirra Gunnar Sturluson hrl., sent fréttatilkynningu til fjölmiðla, þar sem þeir segjast hafa sent til Rík- islögreglustjóra kæru á hendur mér af sama tilefni og réð málsókninni forðum. Í fréttatilkynningunni, eins og hún hefur verið birt í fjölmiðlum, er sagt frá sakargiftum sem varða brot á ákvæðum almennra hegning- arlaga um fjárdrátt og umboðssvik, auk þess sem fleiri lögbrot eru nefnd til sögunnar. Þetta er ótrúlegt fram- ferði manna, sem virðast enn vera í sárum vegna niðurstöðu dómsmáls- ins 1999. Þó að meira en eitt og hálft ár sé nú liðið frá því dómurinn var upp kveðinn, og ekki hafi heyrst frá þeim þann tíma, reiða þeir nú hátt til höggs. Er svo að sjá sem fréttatil- kynningin sé þeim þýðingarmeiri en lögreglukæran, að minnsta kosti hafði ég ekkert af henni heyrt, þegar fréttirnar voru fluttar. Sýnist til- gangurinn vera sá að koma höggi á mig persónulega. Að minnsta kosti treysta þeir sér ekki til að bíða með tilkynningar til fjölmiðla, þar til séð verður um örlög kæru þeirra. Sakargiftir þessara manna á mínar hendur eru tilhæfulausar með öllu. Mun ég freista þess að draga þá til ábyrgðar fyrir þetta framferði. Þeir hafa brotið gegn 148. gr. almennra hegningarlaga, þar sem það er mælt refsivert að bera fram rangar kærur, auk þess sem háttsemi þeirra felur í sér augljósar ærumeiðingar.“ Reykjavík 23. janúar 2002, Sveinn R. Eyjólfsson. Yfirlýsing frá Sveini R. Eyjólfssyni Tilhæfulausar sakargiftir  GUNNAR Guðnason varði dokt- orsritgerð sína við Tækniskóla Dan- merkur, Danmarks Tekniske Uni- versitet (DTU), 7. nóvember sl. Doktorsnám sitt stundaði Gunnar við upplýsingatæknideild háskólans, sem nú kallast Örsted DTU. Ritgerðin ber heitið CMOS Circuit Design for Biomedical Telemetry og fjallar hún um hönnun og prófanir stafrænna og hliðrænna rafrása, sem að hluta til eru ætlaðar til ígræðslu í líkama sjúklinga sem af einhverjum ástæðum hafa skerta líkams- starfsemi vegna slysa, lömunar eða annarra áfalla. Aðalleiðbein- andi Gunnars var Erik Bruun, pró- fessor við DTU. Andmælendur voru Tor Sverre Lande prófessor við Ósló- arháskóla, Ivan Jörgensen Ph.D. frá Oticon A/S og Ole Hansen prófessor MIC, DTU. Ritgerðin greinir frá niðurstöðum rannsókna, sem gerðar hafa verið varðandi hönnun hliðrænna samrása fyrir læknisfræðileg fjarkönn- unartæki, nánar tiltekið fyrir það sem á ensku nefnist Functional Electrical Stimulation og fyrir fjar- skynjun taugamerkja. Þessi ígræddu tæki fá alla raforku sína og stýri- merki með rafsegulbylgjum frá sendi sem liggur utan líkamans. Með þess- ari gerð sambands við ytri stjórnstöð er ekki þörf fyrir leiðslur í gegnum húðina, en kröfur til orkusparnaðar aukast jafnframt vegna lélegrar nýtni. Í ritgerðinni er greint frá lausnum sem fundist hafa á mörgum þeim vandamálum sem setja ígræddum raftækjum skorður. Sagt er frá rás- um sem eru að mörgu leyti betri en þær sem áður hafa þekkst, meðal annars með tilliti til fjölhæfni og orkusparnaðar. Þar að auki hefur verið notuð einföld CMOS fram- leiðslutækni, andstætt fyrr birtum lausnum sen nota flóknari fram- leiðslutækni. Tekist hefur að hanna rásarhluta sem hægt er að setja sam- an í fullkomið ígræðanlegt viðtæki, en jafnframt notar lágmarksfjölda íhluta utan kísilflögunnar. Ennfremur er sagt frá hönnun við- tækja sem eru sérstaklega aðlöguð kröfum sem stafa af því hvernig burðarbylgjan er notuð til að flytja bæði afl og upplýsingar. Að lokum eru teknar fyrir tvær kerfislausnir, sem leggja áherslu á það hvernig há- marka megi afköst ígræddra kerf- isrása innan þeirra takmarkana sem þær eru háðar. Í niðurstöðum dómnefndar var lögð áhersla á vísindalegt mikilvægi verkefnisins. Öll framsetning hafi verið með ágætum og beri vott um hæfni höfundar og gott vald á þeim vísindalegu og tæknilegu vanda- málum, sem við er að etja í sambandi við ígræddar samrásir. Varnarræðan hafi verið greinargóð framsetning á öllum helstu vandamálum sem snerta verkefnið, og standi allar líkur til að það verði viðmiðunarverk á sínu sviði. Gunnar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1987. Hann lauk BS námi í eðlisfræði við Háskóla Íslands 1991 og var síðan eitt ár við framhaldsnám í eðlisfræði við Kaliforníuháskóla í San Diego. Hann lauk námi í rafmagnsverkfræði við DTU í Kaupmannahöfn 1997 en hóf þá að vinna að doktorsverkefni sínu við Örsted DTU. Niðurstöður sínar hefur hann kynnt á nokkrum fjölþjóðlegum ráðstefnum. Gunnar hóf störf hjá Nokia Mobile Phones í Kaupmannahöfn í mars á síðasta ári. Sambýliskona Gunnars er Sigríð- ur Hilda Radomirsdóttir rafmagns- verkfræðingur hjá LM Ericsson í Kaupmannahöfn. Sonur þeirra er Egill Milan. Foreldrar Gunnars eru Guðni G. Sigurðsson Dr.rer. nat., eðlisfræðingur og Þóra Th. Hall- grímsdóttir, leiðsögumaður. Doktor í rafmagns- verkfræði KALDIR norðaustanvindar hrekja nú flesta íbúa höfuðborgarsvæð- isins inn í ylinn innandyra. Iðn- aðarmönnum sem vinna verk sín ut- andyra yrði þó lítið úr verki ef þeir létu smávegis kuldakast á sig fá og því ekki annað að gera en að búa sig vel. Það gerði þessi maður sem var við vinnu í Salahverfi í Kópavogi þar sem háhýsin rísa nú hvert af öðru. Morgunblaðið/Kristinn Klæðir af sér kuldakastið FIMMTÁN framboð bárust vegna prófkjörs sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði, en framboðsfrestur rann út á mánudagskvöld. Kjörnefnd félaganna fór yfir framboðin að lokn- um framboðsfresti. Í fréttatilkynningu segir að sam- kvæmt prófkjörsreglum hafi kjör- nefndin enn heimild til að leita eftir fleiri frambjóðendum, „en með hlið- sjón af þeim framboðum sem liggja fyrir var nefndin sammála um að ekki væri ástæða til að nýta þessa heimild nema sérstakt tilefni verði til.“ Kjörnefnd mun leggja lista próf- kjörsframbjóðenda fram til sam- þykktar á fulltrúaráðsfundi nk. mánudag og þar verða nöfn fram- bjóðenda í prófkjörinu kynnt. Próf- kjörið í Hafnarfirði fer fram laug- ardaginn 16. febrúar. Fimmtán framboð bárust HAFSTEINN Hafsteinsson, for- stjóri Landhelgisgæslunnar, segir í Gæslutíðindum, fréttabréfi Land- helgisgæslunnar, að ljóst sé að ekki sé hægt að taka alvarlega tillögu dómsmálaráðuneytisins um auknar fjárveitingar til Gæslunnar á síðasta ári. Fjárframlag til Landhelgisgæsl- unnar var hækkað um 8 milljónir við afgreiðslu fjárlaga, en að mati Rík- isendurskoðunar þarf að hækka framlagið um 46-80 milljónir. Hafsteinn vitnar í Gæslutíðindum í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því í febrúar 2001, en þar segir að athug- un á rekstri Landhelgisgæslunnar hafi leitt í ljós að núverandi fyrir- komulag rekstrar veiti lítið svigrúm til sparnaðar. Dregið hafi verið svo úr umfangi rekstrar í viðleitni til að halda kostnaði innan fjárheimilda, að ekki verði komið við frekari sparnaði án samdráttar í þjónustu eða ein- hvers konar uppstokkun og breyt- ingum á rekstrarfyrirkomulagi. Nið- urstaða Ríkisendurskoðunar er að 48 milljónir vanti að meðaltali á ári upp á að reglubundnar fjárheimildir nægi fyrir rekstri stofnunarinnar miðað við gjöld og tekjur undanfar- inna ára. Vöntunin er hins vegar 80 milljónir ef aðeins er miðað við reglubundnar tekjur stofnunarinn- ar. Við afgreiðslu fjárlagafrumvarps- ins gerði dómsmálaráðuneytið til- lögu um að fjárveitingar til Land- helgisgæslunnar hækkuðu um 8 milljónir milli ára. „Það er ljóst að tillaga um 8 millj- ónir króna er fjarri því að mæta fjár- þörf Landhelgisgæslunnar. Slíka til- lögu er engan veginn unnt að taka alvarlega,“ segir Hafsteinn í Gæslu- tíðindum. Ekki sanngjörn gagnrýni Ingvi Hrafn Óskarsson, aðstoðar- maður dómsmálaráðherra, sagði að tillögur Ríkisendurskoðunar hefðu verið skoðaðar gaumgæfilega í dómsmálaráðuneytinu. „Dómsmála- ráðherra hefur fullan hug á því að vinna að þessu máli á grundvelli skýrslu Ríkisendurskoðunar. Það er hins vegar ekki að öllu leyti sann- gjarnt að gagnrýna ráðuneytið fyrir fjárveitingar í fjárlögum fyrir yfir- standandi ár. Eins og menn vita var mikils aðhalds gætt í fjárlagagerð- inni á síðasta ári.“ Í fyrirspurnatíma á Alþingi í gær kom fram í máli Sólveigar Péturs- dóttur dómsmálaráðherra að hún áformar að stofna starfshóp til að fjalla frekar um tillögur Ríkisendur- skoðunar um fjármál Landhelgis- gæslunnar. Forstjóri Landhelgisgæslunnar Gagnrýnir fjár- veitingar til Land- helgisgæslunnar ♦ ♦ ♦ Prófkjör sjálf- stæðisfélaganna í Hafnarfirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.