Morgunblaðið - 24.01.2002, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 24.01.2002, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2002 55 DAGBÓK SVEIT Þriggja Frakka varð Reykjavíkurmeistari á þriðjudaginn, en þá voru spilaðar síðustu tvær um- ferðirnar af tuttugu. Sigur- vegararnir hlutu samtals 388 stig, eða 20,42 stig að meðaltali úr leik. Glæsilegt afrek hjá þeim Jónasi P. Er- lingssyni, Steinari Jónssyni, Stefáni Jóhannssyni, Krist- jáni Blöndal, Hrólfi Hjalta- syni og Oddi Hjaltasyni. Subaru-sveitin varð í öðru sæti með 374 stig (19,68 að meðaltali) og sveit SPRON í því þriðja með 363 (19,11 að meðaltali). Spilið að neðan kom upp í 17. umferð mótsins á sunnu- daginn: Norður ♠ ÁD102 ♥ D954 ♦ 73 ♣K52 Vestur Austur ♠ G43 ♠ K8765 ♥ Á1082 ♥ 3 ♦ K1054 ♦ 92 ♣G4 ♣D10976 Suður ♠ 9 ♥ KG76 ♦ ÁDG86 ♣Á83 Á flestum borðum varð suður sagnhafi í fjórum hjörtum. Sem er sterkur samningur, en margir sagn- hafar misstu þráðinn í úr- spilinu og fóru niður. Þetta er dálítið sérkennilegt spil að því leyti að besta spila- mennskan er alls ekki aug- ljós. Né heldur sú versta! Gylfi Baldursson segir að í sinni sveit byrji allar brids- þautir á spurningunni: „Hvernig er hægt að TAPA þessu spili?“ Við skulum gera eins Gylfi og félagar og spyrja fyrst – hvernig tapast fjögur hjörtu? Svo umsjónarmaður svari bara fyrir sjálfan sig, þá gekk spilið þannig fyrir sig þar sem hann var við stýrið: Út kom spaði, sem tekinn var með ás og tíguldrottn- ingu svínað. Vestur drap og skipti yfir í laufgosa. Kóng- urinn í blindum átti slaginn og næst var trompi spilað á kóng, sem vestur gaf. Nú kom trompgosi og vestur tók þann slag og trompaði aftur út. Nú er spilið hrein- lega tapað, því vörnin á laufslag og vestur fær alltaf annan slag á hjarta. Það er athyglisvert að samningurinn vinnst ef sagnhafi spilar ekki tromp- gosa, heldur litlu hjarta að drottningunni. Ef vestur rýkur upp með ásinn og trompar aftur út, verður hægt að fríspila tígulinn með trompun, fara heim á laufás til að taka síðasta hjarta vesturs og taka loks tíunda slaginn á frítígul. Og ef vestur dúkkar síðara hjartað (sem er líklegt), þá rúlla heim tíu slagir með víxltrompun. En er endilega rétt að spila trompinu tvisvar? Eða kemur til greina að svína spaða í byrjun – hleypa á níuna, til dæmis? Þetta er margslungið spil og pirr- andi. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake VATNSBERI Afmælisbörn dagsins: Þú ert kraftmikill og líflegur og hefur mikið aðdráttarafl. Þú nýtur virðingar annarra en gerir þér ekki endilega grein fyrir því. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú sérð hvað vinir þínir eru þér mikils virði. Þótt þú sért ólíkur þeim og búir við aðrar aðstæður breytir það engu. Naut (20. apríl - 20. maí)  Dagurinn hentar vel til að ræða við yfirmann þinn. Hon- um mun þykja mikið til at- hugasemda þinna koma enda seturðu mál þitt fram á skýr- an og hlutlausan hátt. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú vilt halda að þér höndum í fjármálum í dag. Þú vilt standa vörð um takmarkaða sjóði þína og forðast áhættu. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þér hefur alltaf þótt skyn- samlegt að leggja fyrir til mögru áranna. Aðrir ættu að fara að fordæmi þínu því þú ert bæði hagsýnn og útsjón- arsamur. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú kannt að meta áreiðanlegt fólk sem hægt er að treysta. Þú gerir þér grein fyrir því að það er óraunhæft að gera kröfur sem ekki er hægt að uppfylla. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Hikaðu ekki við að ræða vandamál í vinnunni við sam- starfsmenn þína. Þér til undr- unar muntu komast að því að þeir hafa lengi verið þér sam- mála. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Ný ást byggir á alvöru og trausti. Þótt hún sé látlaus mun hún veita þér stöðug- leika sem vermir hjarta þitt. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú átt kost á fjárhagslegri að- stoð til umbóta á heimili þínu í dag. Þessi aðstoð gæti falist í láni eða framlagi maka. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þolinmæði er stórlega van- metin dyggð. Í dag muntu sjá hvað það er mikils virði að kunna lagið á öðrum og hvernig þolinmæði getur komið í veg fyrir átök. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Leitaðu öruggra leiða til að auka tekjur þínar á næstu ár- um. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú ert minntur á það að ást- vinir þínir eru mannlegir. Það er ekki hægt að ætlast til ann- ars en að þeir standi við skuldbindingar sínar og að þú gerir slíkt hið sama. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú færð tækifæri til að leita ráða hjá einhverjum í dag. Einhver eldri og vitrari bíður þess að segja þér eitthvað mikilvægt. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT Í DÍSARHÖLL Bumba er knúð og bogi dreginn, blásinn er lúður og málgjöll slegin. Svo glatt er leikið af gripfimum drengjum sem gneistar kveikist af fiðlunnar þvengjum. og hljómgeislinn titrar, án ljóss og án litar, ljómar upp andann, sálina hitar og brotnar í brjóstsins strengjum. Allt hneigir og rís fyrir stjórnanda stafsins, sem straumunum vísar til samradda hafsins, sem hastar á unn þess, sem hljómrótið magnar, sem hrærir hvern brunn þess til róms eða þagnar. Hann vaggast í liðum með list og með sniði og leikur hvern atburð á tónanna sviði, svo augað með eyranu fagnar. – – – – Einar Benediktsson 1. c4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 c5 4. cxd5 exd5 5. Rf3 Rc6 6. g3 Rf6 7. Bg2 Be7 8. 0-0 0-0 9. dxc5 Bxc5 10. Bg5 d4 11. Bxf6 Dxf6 12. Rd5 Dd8 13. Rd2 He8 14. Hc1 Bf8 15. He1 Bg4 16. h3 Staðan kom upp í A-flokki Corus stór- meistaramótsins í Wijk aan Zee. Rúss- neska undrabarnið Alexander Grischuk (2.671) hafði svart gegn hinum heillum horfna Loek Van Wely (2.697). 16. ...Bxh3! 17. Bxh3 Dxd5 18. a3 Hab8 19. Bg2 Dh5 20. Rb3 Hbd8 21. Bf3 Db5 22. Dd3 Db6 23. Bxc6 bxc6 24. Hc2 c5 25. Rd2 Df6 26. Hc4 h5 27. Rf3 Hb8 28. b3 Hb6 29. Hec1 a5 30. Hxc5 Bxc5 31. Hxc5 h4 32. Rxh4 Hbe6 33. Hc2 Hc6 34. Db5 Hec8 35. Hxc6 Dxc6 36. Dxa5 De4 37. Rf3 d3 38. Dd2 Dxe2 39. Df4 Dd1+ 40. Kh2 Dxb3 41. Dd6 Dc2 42. Kg2 De2 43. a4 De4 44. a5 g5 og hvítur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Árnað heilla Ljósmyndastofa Bonni Brúðkaup. Gefin voru sam- an 25. ágúst sl. í Hafnar- fjarðarkirkju af sr. Einari Eyjólfssyni Bryndís Fanney Guðmundsdóttir og Helgi Hinriksson. 50 ÁRA afmæli. Nk.sunnudag, 27. jan- úar, er fimmtugur Guð- mundur B. Baldursson, Kirkjuferju, Ölfusi. Í tilefni afmælisins taka hann og kona hans, Jónína Valdi- marsdóttir, á móti ættingj- um og vinum í Þinghúscafé, Hveragerði, föstudaginn 25. janúar frá kl. 20. Boðið verð- ur upp á léttar veitingar. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynningum og/ eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík 40 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 24. janúar, er fertugur Pétur Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri bygginga- félagsins Eyktar, Brúna- stöðum 63, Reykjavík. Eiginkona hans er Hólm- fríður Lillý Ómarsdóttir. Þau taka á móti ættingjum og vinum á morgun, föstu- daginn 25. janúar, kl. 20.30 í Borgartúni 6 (Rúgbrauðs- gerðinni). 60 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 24. janúar, er sextugur Björn Árdal barnalæknir. Kol- brún Sæmundsdóttir, eigin- kona hans, verður sextug í apríl nk. Þau hjónin munu sameiginlega halda upp á þessi tímamót í vor. Þrír Frakkar Reykjavíkurmeistarar Sveit Þriggja Frakka sigraði nokkuð örugglega í Reykjavíkur- mótinu í sveitakeppni sem lauk sl. þriðjudagskvöld. Sveitin hlaut sam- tals 388 stig eða 20,42 stig að með- altali úr leik. Í sigursveitinni spiluðu Kristján Blöndal, Steinar Jónsson, Hrólfur Hjaltason, Oddur Hjalta- son, Stefán Jóhannsson og Jónas P. Erlingsson. Lokastaðan varð annars þessi: Þrír Frakkar 388 Subaru-sveitin 374 SPRON 363 Páll Valdimarsson 347 Símon Símonarson 342 Skeljungur 326 Ferðaskrifst. Vesturlands 322 Roche 313 Strengur 302 Íslenska auglýsingastofan 272 Ógæfumennirnir 264 Málning 264 Bergplast 251 Ofantaldar sveitir unnu sér rétt til þátttöku í undankeppni Íslands- mótsins sem fram fer í Borgarnesi. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Kópavogs Fimmtudaginn 17. janúar hófst tveggja kvölda tvímenningur og mættu tuttugu pör, meðalskor var 216, bestum árangri um kvöldið náðu: N/S Georg Sverrisson – Ragnar Jónsson 277 Þórður Björnss. – Birgir Ö. Steingrímss. 251 Hertha Þorsteind. – Elín Jóhannsdóttir 249 A/V Sverrir Þórisson – Aðalsteinn Sveinsson 249 Bernódus Kristinss. – Ingvaldur Gústafs. 238 Soffía Daníelsdóttir – Björn Friðriksson 219 Keppninni lýkur fimmtudaginn 24. janúar og síðan hefst aðalsveita- keppni félagsins. Spilað er í Þinghól í Hamraborginni og hefst spila- mennska kl.19.30. Sveit Páls á toppnum í aðalsveitakeppni BA Aðalsveitakeppni Bridsfélags Akureyrar er tæplega hálfnuð og er staðan jöfn og spennandi. Sveit Páls Pálssonar hefur sex stiga forystu en næstu sveitir eru í einum hnapp. All- ir spila við alla einfalda umferð og eru tveir 16-spila leikir á hverju kvöldi. Staða þeirra efstu: 1. Páll Pálsson 84 2. Sparisjóður Norðlendinga 78 3. Ævar Ármannsson 72 4. Stefán Vilhjálmsson 70 5. Reynir Helgason 63 Grettir Frímannssson hefur staðið sig best í bötlernum og vermir tvö efstu sætin ásamt makkerum sínum. Grettir og Hörður Blöndal eru með 2,47 að meðaltali eftir 32 spil en Páll Pálsson-Grettir Frímannsson eru með 1,91 eftir jafnmörg spil. Jónas Róbertsson-Sveinn Pálsson eru hins vegar efstir þeirra para sem hafa spilað allt mótið saman. Þeir eru með 1,61 úr 64 spilum. FRÉTTIR BÆJARFULLTRÚAR Samfylking- arinnar vilja benda á eftirfarandi vegna umræðu um bága fjárhagstöðu Hafnarfjarðarbæjar. „Í ljósi ummæla Magnúsar Gunn- arsson, oddvita Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóra, í fréttum á RÚV sl. helgi, um að fjárhagsvanda Hafnar- fjarðarbæjar mætti einkum rekja til einsetningar grunnskólans og mikilla fjárfestinga vegna leikskóla og vegna þess að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands ísl. sveitarf. og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, tók undir að nokkru leyti með Magn- úsi í frétt Morgunblaðsins 22. janúar og ver slæma fjárhagsstöðu Hafnar- fjarðarbæjar, er rétt að benda á eft- irfarandi. Nær allar framkvæmdir á þessu kjörtímabili á sviði grunn- og leik- skóla hafa átt sér stað í formi einka- framkvæmda. Kostnaður vegna þeirra framkvæmda hefur ekki verið færður inn í efnahagsreikning Hafn- arfjarðarbæjar og hefur hann því engin áhrif á mat á fjárhagsstöðu bæjarsjóðs Hafnarfjarðar í talna- grunni þeim sem er lagður til grund- vallar á mati eftirlitsnefndarinnar. Þar er um skuldbindingar upp á milljarða króna að ræða. Umræddar framkvæmdir eru eft- irtaldar: 1. Áslandsskóli 2. Leikskólinn Áslandi 3. Leikskólinn Háholti 4. Grunnskóli sem verið er að reisa á Hörðuvöllum 5. Leikskóli sem verið er að reisa á Hörðuvöllum 6. Fimleikahús sem byggt er við gamla Haukahúsið Áætlaður byggingarkostnaður um- ræddra skóla, leikskóla og íþrótta- mannvirkis er 3–4 milljarðar króna. Þeim skuldbindingum er með öllu haldið utan bæjarreikninga og aðeins minnst á þá í framhjáhlaupi í skýr- ingum. Þrátt fyrir það hafa skuldir Hafnarfjaðarbæjar um það bil tvö- faldast á þessu kjörtímabili úr um 4 milljörðum króna í um 8 milljarða króna. Ef framangreindur kostnaður yrði færður til bókar lætur nærri að heildarskuldir Hafnarfjarðarbæjar hafi þrefaldast á kjörtímabilinu. Þá er rétt að geta þess að þær fjár- hagsáætlanir sem meirihluti bæjar- stjórnar hefur samþykkt á kjörtíma- bilinu hafa ekki staðist og sama er að segja um langtímaáætlanir, þrátt fyr- ir að þær hafi í tvígang verði teknar til endurskoðunar á nýliðnu ári.“ Athugasemd frá Samfylkingunni RYDENS-KAFFI á Íslandi færði Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur ný- lega ávísun að upphæð kr. 1.020.000 í tilefni þess að Rydens- kaffi verður 75 ára á þessu ári. Fyrirtækið ákvað í byrjun desem- ber sl. að gefa nefndinni 15 kr. af hverjum seldum rauðum Gevalia kaffipakka. Á myndinni eru með- limir Mæðrastyrksnefndar, Kristín Gísladóttir, Guðrún Magnúsdóttir, Unnur Jónasdóttir, Ragna Rósants, Bryndís Guðmundsdóttir varafor- maður, Ásgerður Jóna Flosadóttir formaður og Gísli Vagn Jónsson sölustjóri Gevalia á Íslandi. Morgunblaðið/Golli Rydens-kaffi styrkir Mæðrastyrksnefnd
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.