Morgunblaðið - 24.01.2002, Blaðsíða 60
60 FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Sýnd kl. 4. Vit 328
1/2
Kvikmyndir.is
Tvöfaldur Óskars-
verðlaunahafi í
magnaðri mynd
sem þú verður að
sjá og munt tala
um.
KEVIN SPACEY JEFF BRIDGES
HJ MBL
ÓHT Rás 2DV
„Leikararnir standa sig einstaklega vel, ekki
aðeins stórleikararnir Spacey og hinn
óviðjafnanlegi Bridges, heldur er valið af
slíkri kostgæfni í hvert og einasta
aukahlutverk, að minnir á Gaushreiðrið.“
SV MBL
Sýnd kl. 8 og 10.30. Vit 327
Sýnd kl. 6, 8 og 10.10.
Vit 333. B.i. 14 ára
Hann mun gera
allt til að verja
fjölskylduna.
Frá leikstjóra Sea of Love kemur fyrsta
spennumynd ársins. Með töffaranum,
John Travolta (Swordfish, Face/Off), Teri
Polo (Meet the Parents), Vince Vaughn
(The Cell, Swingers) og Steve Buscemi
(Armageddon, The Big Lebowski).
FRUMSÝNING
1/2
Kvikmyndir.com
Sýnd kl. 8 og 10.30. Vit 319
Sýnd í Lúxus VIP kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16.
Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.20. B. i. 16. Vit 329
1/2
Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 4 og 6.
Ísl. tal. Vit 320
1/2
Kvikmyndir.com
strik.is
Sýnd kl. 4.
Ísl tal. Vit 325
Sýnd kl. 4 og 8.
Enskt. tal. Vit 307
1/2
RadíóX
1/2
Kvikmyndir.is
Ó.H.T Rás2
Strik.is
4 evrópsk
kvikmyndaverðlaun. M.a.
Besta mynd Evrópu, Besta
leikstjórn og Besta
kvikmyndataka.
Kvikmyndir.com
Ein persóna getur
breytt lífi þínu
að eilífu.
Frá leikstjóra
Delicatessen SG. DV ½
HL:. MBL
1/2
Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 10.
SV MBL
KEVIN SPACEY JEFF BRIDGES
HJ MBLÓHT Rás 2
DV
Frá leikstjóra Sea of Love kemur
fyrsta spennumynd ársins. Með
töffaranum, John Travolta
(Swordfish, Face/Off), Teri Polo (Meet
the Parents), Vince Vaughn (The Cell,
Swingers) og Steve Buscemi
(Armageddon, The Big Lebowski).
Sýnd kl. 8.
Edduverðlaun6
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 10.30.
Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i 14 ára
ÞÞ Strik.is
ÓHT Rás 2
HL Mbl
SG DV
Sýnd kl. 8.
1/2
Kvikmyndir.com
1/2
Kvikmyndir.is
strik.is
ÓHT Rás 2
MBL
1/2
RadíóX
Sýnd kl. 5.
Hornið/Djúpið
Hafnarstræti 15 - Sími 551 3340
DJÚPIÐ
Notalegur veislusalur
fyrir 10-35 manna hópa
ÞAÐ er ekki ónýtt afrek hjá Exosi
að koma út tveimur breiðskífum á
sama árinu. Ekki er það heldur ónýtt
að um er að ræða tvær frábærar plöt-
ur. Og síst er það handónýtt að síðari
platan, sú sem hér um ræðir, tekur
þeirri fyrri, Strength, fram að gæð-
um. Og þar var ekk-
ert slor á ferðinni,
hágæða naum-
hyggjutæknó sem
stóð öllu öðru í þeim
geiranum á heims-
vísu fyllilega á
sporði. Og gott betur ef eitthvað er.
My Home is Sonic skreið í íslensk-
ar plötubúðir rétt fyrir síðustu jól, og
því myndaðist lítið umtal í kringum
gripinn. Ekki að það skipti máli; ís-
lensk raftónlistariðja fer síst fram á
torgum hérlendis og mönnum sem
hana stunda auk þess nokk sama um
sviðsljósið, að því er virðist.
Helstu frammámenn á því sviðinu
hafa enda komið tölvum sínum upp á
borð erlendis, helst þá í Þýskalandi en
íslenska útgáfan Thule hefur verið
dugleg við að flytja út tónlist þangað.
Það er nokkuð auðheyranlegur
munur á Strength og My Home is
Sonic. Á meðan Strength var plata
með þrettán, aðskildum lögum er eins
og hér sér sé reynt að smíða grip sem
rennur fölskvalaust í gegn sem eitt,
sérstakt verk. Einstök lög skipta
minna máli en hin áþreifanlega heild.
Þessi umleitan Exosar tekst. Heldur
betur. Frá fyrsta tón til hins síðasta
er um að ræða magnað ferðalag í
gegnum allt það besta sem nútíma-
tæknósköpun býr yfir – um leið og
persónulegur stíll Exosar liggur þétt
yfir allri framvindu. Platan er einkar
ómþýð; einkar melódísk, einkar takt-
föst, einkar dansvæn, einkar hlustun-
arvæn. Einkar allt. Það er hreint
ótrúlegt hvernig Exosi tekst að stefna
saman svo ólíkum hlutum á þennan
líka farsæla hátt. Fallegar melódíur;
stálkaldir, pumpandi taktar og til-
raunakennd áhrifshljóð mynda yfir-
máta sterka plötu sem hrein unun er
að hlýða á. Hér er einfaldlega ekki
snöggan blett að finna.
Þessi heildarhyggja lýsir sér m.a. í
ónefndum, stuttum stefjum sem
tengja mismunandi lög saman, þann-
ig að úr verður óslitið ferli. Platan
byrjar reyndar á slíku stefi; einkar
snotru, hér í lengri kantinum. „Snert
hörpu mína“ er skemmtilegt nikk til
hins ylhýra um leið og það virkar eins
og einlæg yfirlýsing frá hendi Exosar
um hver hann er og hvaðan. Þetta
leiðir svo út í „Grow Bigger“, hlýtt,
sveimskotið naumhyggjutæknó, sem
er aðal Exosar, og einkennisstefna
plötunnar allrar.
Hér er nánast ómögulegt, og alger
óþarfi, að taka út einstök lög, slíkt er
eðli plötunnar. Ég má þó til með að
nefna „stoppið“ í enda „Manymeters
Work“ á 3:59 og 4:06. Algjör snilld!
Þeir áhugamenn um tónlist – hvaða
stefnu sem þeim svo sem lyndir best
við – sem hafa einhvern snefil af
áhuga í garð tæknós, einhvers tækn-
ós, gætu gert margt vitlausara en að
kynna sér tónsmíðar Arnviðar
Snorrasonar. Það gerist nefnilega
sjaldan betra en á þessari nýjustu, og
bestu, plötu hans.
Tónlist
Besta ís-
lenska plata
síðasta árs
Exos
My Home is Sonic
Æ/Thule
My Home is Sonic er þriðja breiðskífa Ex-
osar sem er listamannsnafn Arnviðar
Snorrasonar. 75,22 mínútur.
Arnar Eggert Thoroddsen
Exos tekur af allan vafa um hver
sé fremsti raftónlistarmaður Ís-
lands í dag með snilldarverkinu
My Home is Sonic.
My Ears are Bent eftir Joseph Mitchell.
Bókin kom fyrst út 1938 en var endur-
útgefin fyrir skemmstu. 299 síður innb. í
litlu broti. Kostaði 3.495 í Máli og menn-
ingu.
EINN fremsti blaðamaður síð-
ustu aldar vestur í Bandaríkjunum
var Joseph Mitchell sem lést fyrir
fimm árum. Hann hóf störf 1929 er
hann kom til New York að freista
gæfunnar og var að fram undir það
síðasta, í nærfellt sjötíu ár.
Það er góð leið til að verða sígildur
að halda lengur áfram en aðrir en
Mitchell hafði það
líka sér til ágætis
að hann hafði sér-
staklega næmt
auga fyrir því sem
öðrum yfirsást eða
þeir nenntu ekki að
sinna. Þannig var
hann naskur á þá
sem voru öðruvísi,
hvort sem það voru flakkarar, bófar,
misheppnaðir listamenn, þriðja
flokks skemmtikraftar eða bara
venjulegt fólk enda eru víst fæstir
eins og fólk er flest. Obbann af sinni
starfsævi skrifaði Mitchell einmitt
um það fólk sem aðrir ekki skrifuðu
um og meðal annars fyrir það eru
blaðagreinar hans ómetanlegar
heimildir um horfinn heim.
Greinar Mitchells eru til í nokkr-
um útgáfum og er skemmst að minn-
ast greinanna tveggja um „prófessor
máv“, furðufuglinn Joe Gould og
mannkynssögu hans, sem áður hefur
verið getið á þessum stað. Eitt af
greinasöfnum Mitchells, My Ears
are Bent, hefur aftur á móti verið
ófáanlegt síðan það kom út 1938 og
meðal annars vildi Mitchell ekki taka
það upp í yfirlitsútgáfu verka sinna
sem kom út 1992; honum þótti stíll-
inn á því svo frábrugðinn því sem síð-
ar varð. Hvað sem því líður kom
safnið loks út á prenti fyrir
skemmstu og er með skemmtileg-
ustu verkum hans.
Í My Ears are Bent segir frá bís-
um og bófum, nektardansmeyjum
(þegar blævængsdansæðið gekk yfir
vestan hafs), fyllibyttum, geðsjúk-
lingum, kuklurum, uppgjafa her-
mönnum og uppgjafa fólki yfirleitt.
Aðal Mitchell er að hann lætur fólkið
tala sjálft, en er nó nálægur; hann er
ekki myndavél að taka myndir af til-
finningalausri yfirvegun, heldur
dregur hann fram í dagsljósið þann
snefil af virðingu sem fólk á þó eftir
þar sem það svamlar í ræsinu og lífs-
viljann sem einkennir velflesta. Ekki
er minnst um vert að í bókinn dregur
Mitchell upp mynd af New York sem
var, af lífi almennings í þessari miklu
borg, þeirri iðandi menningardeiglu
sem var að mótast á kreppuárunum.
Árni Matthíasson
Forvitnilegar
bækur
Heimild
um horfinn
heim
Leikurinn Spyhunter kom nýlega út fyrir
PlayStation 2. Leikurinn er hannaður af
Paradigm Entertainment og er bílaleikur
í þriðju og fyrstu persónu. Hann er end-
urgerð spilakassaleiksins Spyhunter
sem var gífurlega vinsæll um miðjan átt-
unda áratuginn.
Í SPYHUNTER stjórna spilend-
ur bíl en þó er Spyhunter ekki eins
og flestir bílaleikir; verkefni spiland-
ans er að bjarga heiminum frá hópi
glæpamanna sem
kalla sig Nostra, en
Nostra ætlar að
slökkva á allri raf-
orku heimsins og
ná yfirráðum í
ringulreiðinni sem
fylgir. Sem betur
fer er annar hópur
manna sem veit af áætlunum Nostra
og hefur ráðið leikandann til að
stöðva þá. Tólið sem spilendur fá til
verksins er nýr tilraunabíll af gerð-
inni G-6155 Interceptor sem er útbú-
inn með öllu því sem þarf til að
bjarga heiminum.
Í byrjun leiksins fá spilendur
kennslu í notkun bílsins, hvernig á að
skjóta af vélbyssum, skjóta eldflaug-
um og senda radarmerki og svo er
grunnkennsla í akstri kringum keil-
ur auðvitað. Keyri spilendur út í vatn
breytist bíllinn í öflugan bát og svo
aftur í bíl þegar keyrt er á malbiki.
Verði spilendur fyrir miklum
skemmdum breytist bíllinn svo í
mótorhjól eða vatnskött.
Borð leiksins eru fjölmörg og flest
afar stór. Til þess að komast í næsta
borð þarf yfirleitt að klára nokkur
aðalverkefni en aukaverkefni gefa
stig til að uppfæra bílinn. Verkefnin
eru af ýmsum toga og miserfið en
þau geta verið allt frá því að festa
radarsenda við bát til þess að ná aft-
ur Interceptor-bílnum eftir að hon-
um hefur verið stolið.
Paradigm og Midway hefur tekist
einstaklega vel upp að endurgera
Spyhunter, það er alltaf gaman að
spila leiki þar sem vel hefur tekist að
blanda saman tveim gerðum leikja, í
þessu tilfelli skotleikjum og bílaleikj-
um. Stór og mikill leikur sem flestum
leikjaunnendum ætti að líka.
Grafík: Það sem vakti sérstaka at-
hygli greinarhöfundar við spilun
leiksins var hversu vel breytingar
bílsins voru gerðar. Í fyrsta skipti
sem bíllinn breytist í bát er hægt á
leiknum niður í nokkra ramma á
sekúndu svo spilendur sjái hvað
gerist en eftir það gerist það á venju-
legum tíma, einstaklega flott.
Hljóð: Tónlist leiksins saman-
stendur aðallega af upprunalega
Spyhunter-laginu, „rímixuðu“ til hel-
vítis. Öll hljóð leiksins eru mjög
raunveruleg þótt maður viti auðvitað
ekki hvernig bíll hljómar þegar hann
breytist í bát, kannski er það allt
öðruvísi.
Stjórn: Eins og áður sagði fer
fyrsta borð leiksins í að kenna spil-
endum á bílinn. Best er að nota
Analog-púða Dual Shock-fjarstýr-
ingarnar en greinarhöfundur gat
ekki séð að þrýstingsnemarnir í nýju
fjarstýringunum kæmu að nokkrum
notum. Mjög gott er að stýra bæði
bílnum og bátnum.
Ending: Þar sem hvert borð getur
verið töluvert lengur en klukkutíma í
spilun er hætt við því að þessi leikur
verði ekki kláraður nema á löngum
tíma. Sum borð eru líka það vel gerð
að hægt er að spila þau aftur þrátt
fyrir að búið sé að klára þau fyrir
löngu.
Ingvi Matthías Árnason
Leikir
Spyhunter
snýr aftur