Morgunblaðið - 24.01.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.01.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Lágfargjaldaflugfélagið Go mun ekki fljúga til Íslands næsta sumar, eins og það hefur gert undanfarin tvö ár. Meginástæða þess að félagið hættir áætlunarflugi milli London og Keflavíkur er sú að lendingar- gjöld og afgreiðslukostnaður á Keflavíkurflugvelli er allt of hár fyr- ir lágfargjaldaflugfélög. Go útilokar þó ekki að félagið muni endurskoða flug til Íslands á næsta ári ef forsendur breytast. Þetta kemur fram í fréttatilkynn- ingu sem flugfélagið sendi frá sér í gær. Flugfélagið Go flutti alls 61 þús- und manns til og frá Íslandi síðasta sumar og voru um tveir þriðju hlut- ar farþeganna erlendir ferðamenn. Kostnaður á Keflavíkurflug- velli hærri en annars staðar Í fréttatilkynningunni segir að kostnaðurinn á Keflavíkurflugvelli sé að jafnaði tvisvar sinnum hærri en á flestum öðrum flugvöllum sem Go flýgur til í Evrópu. „Lendingar- og afgreiðslukostnaður á Keflavík- urflugvelli er 24% hærri en næst- dýrasti flugvöllur sem félagið notar. Afgreiðslukostnaður Flugleiða, sem hefur annast Go, er sá dýrasti sem félagið greiðir í Evrópu eða fjórum sinnum hærri en í München og 2,5 sinnum hærri en í Kaupmanna- höfn.“ Í fréttatilkynningunni er haft eft- ir David Melivio, að eins og staðan sé nú, sé útilokað fyrir flugfélagið að hagnast á flugi til Íslands vegna hins mikla kostnaðar á Keflavíkur- flugvelli. Hann segir að flug til Ís- lands verði endurskoðað ef kostn- aðarforsendur breytast. „Okkur þykir mjög leitt að geta ekki hafið flug til Íslands í sumar, en við verðum að halda öllum kostnaði í algjöru lágmarki til að geta ávallt boðið lægstu mögulegu fargjöldin. Þess vegna höfum við ákveðið að einbeita okkur að þeim áfangastöð- um þar sem við getum haldið þess- um kostnaði í lágmarki. Það er krafa nútíma ferðamannsins,“ segir Mel- ivio. Lægstu farmiðarnir frá Íslandi til London með Go í fyrra kostuðu 15 þúsund krónur fram og til baka. Kemur á óvart „Fréttatilkynningin frá Go kemur mér mjög á óvart því ég veit ekki til þess að flugfélagið hafi leitað eftir viðræðum um þessi gjöld,“ segir Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra. „Það er mjög erfitt fyrir okk- ur að keppa við stóru flugvellina þar sem stærðarhagkvæmni hlýtur að koma fram. Ég hef óskað eftir því við ferðamálastjóra að hann kanni þessi mál og gefi mér skýrslu.“ Sturla segir það slæmt þegar dragi úr sætaframboði til og frá landinu. „Flugfélögin eru í erfiðri stöðu og eru að leita allra leiða til að draga úr kostnaði. Það hefur skipt heilmiklu máli fyrir okkur að fá þessa flutninga sem Go hefur staðið fyrir. Við verðum að sjá hvað setur og hvort að einhverjir aðrir bætist ekki þarna í hópinn.“ „Sérkennilegt að blanda Flugleiðum í ákvörðun Go“ Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri ASÍ, segir það veru- legt áhyggjuefni að Go muni ekki bjóða flugferðir til og frá Íslandi í sumar. „Samkeppni á þessum mark- aði hefur verið að þrengjast und- anfarið og með þessu er verið að skerða hana enn frekar. Go kom hér inn á markaðinn fyrir tveimur árum og hleypti lífi í þessa samkeppni, jók ferðamöguleika Íslendinga og var að bjóða mjög hagkvæm fargjöld. Það er mikilvægt að það séu slíkir valkostir í boði. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem erlendir aðilar hætta við að fljúga hingað af þessum ástæðum. Það verður fróðlegt að sjá hvernig Flugleiðir munu mæta þessu en þetta setur verulegan þrýsting á þá að bjóða ákveðna val- möguleika. Það hlýtur þó að læðast að manni sá ótti að þetta komi til með að hafa áhrif á verðlagninguna. Þetta hefur áhrif á markaðsaðstæð- ur sem stjórnvöld hljóta að íhuga.“ Guðjóni Arngrímssyni, upplýs- ingafulltrúa Flugleiða, finnst sér- kennilegt að Flugleiðum sé blandað inn í ákvörðun Go með því að taka fram í fréttatilkynningunni að af- greiðslukostnaður Flugleiða sé sá dýrasti sem Go greiði í Evrópu. „Dótturfyrirtæki Flugleiða, Flug- þjónustan Keflavíkurflugvelli, ann- ast flugafgreiðslu þar ásamt a.m.k. tveimur öðrum fyrirtækjum, en þetta er frjáls starfsemi. Go tók til- boði Flugleiða á sínum tíma og sá samningur hefur verið eins í grund- vallaratriðum frá upphafi og af- greiðslukostnaðurinn verið sá sami allan tímann. Ef þessi kostnaður er ástæðan fyrir ákvörðun Go finnst okkur sérkennilegt að þeir leiti ekki til annarra sem keppa á þessum sama markaði.“ Lágfargjaldaflugfélagið Go hefur ákveðið að fljúga ekki til Íslands í sumar Hár kostnaður á Keflavíkurflugvelli helsta ástæðan – Veit ekki til þess að flugfélagið hafi leitað eftir við- ræðum um þessi gjöld, segir samgönguráðherra VAFASÖM samskipti fullorðinna og barna og unglinga á spjall- rásum Netsins, hafa vakið við- brögð dómsmálaráðuneytisins og fleiri aðila með því að hafið er átaksverkefnið Öruggt spjall. Verkefnið, sem er að danskri fyrirmynd, felst í útgáfu vegg- spjalds og bæklings með myndum og varnaðarorðum í þeim tilgangi að vekja börn, ungmenni og for- eldra til umhugsunar vegna þeirr- ar áhættu sem felst í notkun spjall- rása. Bæklingnum verður dreift í 15 þúsund eintökum til allra grunnskólabarna í 7., 8., og 9. bekk á landinu. Veggspjaldinu verður jafnframt dreift til allra grunn- skóla og félagsmiðstöðva landsins. Það kemur ekki til af góðu að ráðist er í átaksverkefnið, enda hefur það komið fyrir á liðnum ár- um, að kynni ungmenna við ókunn- uga á spjallrásum, sem byrjar með rabbi, hafi farið úr böndunum svo úr verða kynferðisbrotamál sem koma til kasta lögreglu. „Til okkar hafa leitað aðilar og aðstandendur þeirra sem hafa lent í mjög alvarlegum málum vegna samskipta á spjallrásum. Við höf- um hrokkið við og vart trúað því að svona nokkuð væri að gerast,“ segir Geir Jón Þórisson, yfirlög- regluþjónn í Reykjavík. „Síðan hefur fólk ekki viljað fylgja málum eftir með kærum þannig að við höfum ekki kærumál í gangi í dag. Eitt mál varðaði ósjálfráða stúlku sem hafði komist í tengsl við mann og var leitað af lögreglu þar sem hún hafði ekki skilað sér á réttan stað í á annan sólarhring. Með dómsúrskurði og samvinnu við net- fyrirtæki gátum við fundið þann aðila sem stúlkan var í samskiptum við og fundum hana heima hjá við- komandi. Það reyndist þó ekki vera gegn hennar vilja. En við vit- um um mál af þessu tagi og sum eru alvarleg.“ Kvartanir ungmenna sem hafa byrjað að spjalla við ókunnuga á Netinu en síðan misst tökin á sam- skiptunum, hafa sumar skilað sér inn á borð umboðsmanns barna og þar af ein er alvarleg ábending. „Sá einstaklingur, sem var ungur að árum, hafði samband við mig því hann var orðinn hræddur og leitaði því ráða,“ segir Þórhildur Líndal, umboðsmaður barna. „Ég benti honum á að koma kæru á framfæri til lögreglunnar. Við- mælandi hans á Netinu þóttist vera annars kyns og talsvert yngri og hélt öðrum staðreyndum leynd- um.“ Sendi ekki nafn sitt eða heimilisfang til ókunnugra Í bæklingnum er brýnt fyrir börnum og unglingum að senda ekki nafn sitt, heimilisfang eða símanúmer til ókunnugra. Sömu- leiðis er þeim ráðlagt að segja ekki í hvaða skóla þau séu og senda ekki myndir af sér eða vinum sín- um. Þá er þeim ráðlagt að fallast alls ekki á að hitta ókunnuga, en ef þau vilja hitta tölvuvin sinn, skulu þau fá mömmu sína eða einhvern annan fullorðinn með sér. Ef þau hræðast tölvuvin eða eru haldin óvissu, skulu þau tala um það við einhvern fullorðinn. Sólveig Pétursdóttir dóms- málaráðherra segir að að það sé þekkt að barnaníðingar reyni að komast í samband við börn á spjall- rásunum, en með því að fylgja þeim varúðarreglum sem kynntar eru í Öruggu spjalli og beint er til foreldra og barna, geti börn sneitt hjá þeirri hættu og og átt öruggt spjall á Netinu. „Notkun Netsins á Íslandi er mjög almenn og það get- ur verið til gagns og gamans en það eru ákveðnar hættur sem ber að varast, segir Sólveig. „Þess vegna þarf að beina þessum at- hugasemdum til barna og ekki síst til foreldra svo þeir átti sig á því ef óheppilegt ástand sé að skapast.“ Hún vitnar til rannsóknar Sunday Times á netnotkun barna með aðstoð foreldra. Í ljós kom að 65% foreldra uppgötvuðu að börn sín áttu í samskiptum við ókunn- uga í gegnum spjallrásir. 10% barnanna höfðu þá áhuga á að hitta nýja netkunningjann augliti til auglits án þess þó að hafa hug- mynd um hver hann væri í raun og veru. „Það er alveg ljóst að þarna getur skapast ákveðið hættuástand og við höfum orðið vör við nokkur slík tilvik hér á landi þannig að við þurfum að vera á varðbergi. En þetta er þáttur í forvarnarstarfi sem lögreglan leggur áherslu á að efla í samstarfi við aðra sem vinna með börnum og ungmennum.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri hóf átakið formlega á vef Íslenska menntanetsins, en þar er að finna myndir af veggspjald- inu á slóðinni www.ismennt.is/ spjall. Ingibjörg Sólrún telur mik- ilvægt að vekja foreldra til vit- undar um að ýmsir geti villt á sér heimildir á spjallrásunum og náð sambandi við börn og unglinga. „Foreldrar þurfa að kenna börnum sínum að segja nei þegar verið er að reyna að nálgast þau með óeðli- legum hætti, alveg eins og við höf- um þurft að kenna börnunum okk- ar að neita því að fara upp í bíl til ókunnugra. Það þarf að vekja for- eldra til vitundar um þennan miðil þar sem er greiður aðgangur að börnunum þeirra. Börnin þarf þá að styðja í að setja ákveðin mörk og leita sér aðstoðar ef á þarf að halda.“ Til eru gróf dæmi um hvernig spjall við ókunnuga á Netinu geta endað með ósköpum. Þeir sem standa að átaksverkefninu taka dæmi af 13 ára bandarískri stúlku sem nýlega var í tölvusambandi við ókunnugan karlmann. Hún sam- þykkti að hitta hann og endaði það með því að hann fór með hana heim til sín og hlekkjaði hana við rúmið þar sem hún fannst viku síð- ar í slæmu ástandi eftir að Alrík- islögreglunni tókst að rekja tölvu- samskiptin. Að Öruggu spjalli standa rík- islögreglustjórinn, lögreglan í Reykjavík, Fræðslumiðstöð Reykjavíkur/Ísmennt, SKÝRR hf. og umboðsmaður barna. Átaksverkefnið Öruggt spjall í þágu öryggis barna á Netinu kynnt í gær Ákveðnar hættur sem þarf að var- ast á Netinu Unglingar í sjöunda til níunda bekkjar grunnskóla um land allt fá brátt heilræði varðandi spjall á Netinu. Morgunblaðið/Júlíus Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri, Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðaherra og Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri á blaðamannafundi í gær þar sem þau kynntu átaksverkefnið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.