Morgunblaðið - 24.01.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.01.2002, Blaðsíða 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2002 25 GK REYKJAVÍK menn laugavegi konur kringlunni enn meiri verðlækkun, nú 60% af öllum vörum á útsölunni FJÁRHAGSAÐSTOÐIN sem um 20 alþjóðlegar hjálparstofnanir og 60 er- lend ríki hétu bráðabirgðastjórninni í Afganistan á ráðstefnu sem haldin var um síðustu helgi í Japan er engan veginn jafn umfangsmikil og vonast hafði verið eftir. Nazir Shahida, vara- ráðherra uppbyggingarmála í bráða- birgðastjórninni, lýsir þó engu að síð- ur ánægju sinni með útkomuna. Fulltrúar Alþjóðabankans, Þróun- aráætlunar Sameinuðu þjóðanna og Þróunarbanka Asíu höfðu skotið á að þörf væri á fimm milljörðum banda- ríkjadala til uppbyggingarstarfs fyrstu tvö og hálfa árið, og samanlagt fimmtán milljörðum dollara á næstu tíu árum. Afraksturinn af ráðstefn- unni í Tókýó er hins vegar ekki nema 4,5 milljarðar dollara og þar af ekki nema um 1,8 milljarður á þessu ári. Virtist enginn ráðstefnugesta reiðu- búinn til að lofa fjárhagsaðstoð lengur en til næstu fimm ára. Byrjað að greiða opinberum starfsmönnum laun á ný Í kjölfar ráðstefnunnar í Tókýó tók bráðabirgðastjórnin þegar til við að greiða opinberum starfsmönnum laun sem þeir eiga inni en fjárhags- staða hefur ekki leyft að þeir fengju laun sín greidd síðustu sjö mánuðina. Mörg brýn mál bíða hins vegar taf- arlausrar úrlausnar í Afganistan. Byggja þarf upp borgaralegar stofn- anir til að tryggja stöðugleika í land- inu og undirbúa heimkomu þúsunda manna, sem hafst hafa við í nágranna- ríkjum Afganistans undanfarna mán- uði og ár. Sagði Shahida í gær að lögð yrði áhersla á að byggja skóla enda væri mikilvægt að „endurmóta“ hugarfar barna sem, eins og skólabyggingarn- ar sjálfar, hefði beðið skaða í stjórn- artíð talibanahreyfingarinnar. Enn- fremur yrði peningum veitt til uppbyggingar heilbrigðisþjónustu en þau mál standa afar illa í landinu. Karzai forsætisráðherra hefur sjálfur lýst ánægju sinni með niður- stöðu ráðstefnunnar í Tókýó en var- aði hins vegar við því að um styrkveit- endurnir yrðu að standa skjótt og vel í skilum ella væri hætta á því að stjórn- inni tækist ekki að koma skikkan á málin í tæka tíð. Átök í Norður-Afganistan? Berast nú af því fréttir að sundr- ung sé komin í samstarf hinna ólíku hópa, sem tóku höndum saman fyrir jól til að koma talibönum frá völdum. Héraðshöfðinginn Abdul Rashind Dostam, sem var einn af leiðtogum Norðurbandalagsins, gerði að vísu lít- ið úr fregnum þess efnis í gær að til átaka hefði komið í norðurhluta Afg- anistans en talsmenn SÞ fullyrða engu að síður að ástand sé ótryggt í hluta Kandahar-héraðs í Suður-Afg- anistans, spenna ríki í höfuðborginni Kabúl og að flokkadrættir eigi sér staði í Norður-Afganistan. Lét Francesc Vendrell, aðstoðar- maður Lakhdars Brahimis, sérlegs sendimanns SÞ í Afganistan, hafa eft- ir sér að e.t.v. þyrfti að senda allt að þrjátíu þúsund manna friðargæslu- sveitir til Afganistans en ekki aðeins 4.500 eins og að hefur verið stefnt. Afganistan fær fjárhagsaðstoð Ekki eins um- fangsmikil og að var stefnt Reuters Afganskur maður þvær fætur sína í sólarlaginu fyrir utan búðir afg- anskra flóttamanna í nágrenni borgarinnar Islamabad í Pakistan. Kabúl, Islamabad, Ankara. AFP. STJÓRNVÖLD í Rússlandi hafa í fyrsta skipti viðurkennt að kjarn- orkukafbáturinn Kúrsk hafi ekki sokkið eftir að hafa lent í árekstri við erlendan kafbát. Ilja Klebanov aðstoðarforsætisráð- herra lýsti yfir því á þriðjudagskvöld að rannsókn á flaki Kúrsk hefði leitt í ljós að óhætt væri að útiloka þessa til- gátu. Strax eftir að Kúrsk sökk í ágúst- mánuði 2000 tóku talsmenn rúss- neskra stjórnvalda að láta að því liggja að kafbáturinn hefði sokkið sökum þess að erlendur kafbátur, sem fylgt hefði honum eftir, hefði rekist á hann. Við áreksturinn hefði síðan orðið sprenging í rússneska kafbátnum. Vestrænir sérfræðingar höfnuðu nær undantekingarlaust þessari til- gátu m.a. með þeim rökum að óhugs- andi væri að lítill árásarkafbátur gæti siglt á brott óskaddaður eftir að hafa lent í árekstri við Kúrsk, stærsta kaf- bát í heimi. Líklegast væri að katbát- urinn hefði farist vegna mistaka eða skorts á viðhaldi en það vildu rúss- nesk stjórnvöld ekki viðurkenna. Ummæli Klebanovs þykja styðja þessa túlkun vestrænna sérfræðinga. Flaki Kúrsk var lyft af botni Bar- entshafs í október í fyrra og það flutt í land. Frá því hefur verið unnið að rannsókn málsins. Líklegast þykir að sprenging hafi orðið í tundurskeyta- rými bátsins. 118 skipverjar fórust með Kúrsk. Árekstur sökkti ekki Kúrsk Moskvu. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.