Morgunblaðið - 24.01.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
4 FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
www.bi.is
– Engar sveiflur milli mánaða
– Enginn gluggapóstur
– Engir dráttarvextir
– Engar biðraðir
– Engar áhyggjur
Kynntu þér útgjaldareikning HeimilislínuLáttu þér líða vel
ÞAÐ stirnir á Perluna í Öskjuhlíð í
vetrarsólinni þessa dagana sem
varpar einnig löngum skammdeg-
isskuggum mannanna á allt sem
fyrir verður. „Það er gæfa að
dreyma um gleði og yl, meðan gust-
ar um frostkalda jörð,“ segir í söng-
texta einum. Þó að frostið bíti í
kinnarnar og sumarið með hlýjum
vindum virðist langt í burtu er ekk-
ert því til fyrirstöðu að viðra sig og
láta sig jafnvel dreyma um betri tíð
með blóm í haga.
Morgunblaðið/Kristinn
Skugga-
myndir í
skammdegi
„ÉG TRÚI því að við búum í rétt-
arríki og að allar hugsanlegar að-
gerðir stjórnvalda verði þar af leið-
andi að lúta skilyrðum laga. Í því
felst að ekki sé gengið að Baugi og
fyrirtækið brotið upp aðeins á
grundvelli órökstuddra sögusagna
um misnotkun aðstöðu,“ segir
Hreinn Loftsson, stjórnarformaður
Baugs, um ummæli Davíðs Oddsson-
ar um að til greina komi að skipta
upp eignum stórra aðila í matvöru-
verslunum.
„Samkeppnisstofnun hefur skoðað
ýmsa þætti í starfsemi Baugs á und-
anförnum árum. Ekkert hefur þar
komið fram um ólögmæta viðskipta-
hætti fyrirtækisins. Sameiningar og
kaup í tengslum við uppbyggingu
fyrirtækisins hefðu hlotið viðeigandi
samþykki samkeppnisyfirvalda,“
sagði Hreinn.
Hreinn segist leyfa sér að efast
um að Baugur hafi yfir 60% mark-
aðshlutdeild á matvörumarkaði, „en
jafnvel þó að svo væri þá nægir það
eitt og sér ekki til þess að fyrirtækið
verði hlutað í sundur. Ef svo væri
yrði einnig að hluta í sundur önnur
markaðsráðandi fyrirtæki t.d. í sjó-
flutningum og flugi. Ég efast stór-
lega um að slíkt muni leiða til lægra
verðs á þeirri vöru eða þjónustu sem
þessi fyrirtæki bjóða neytendum“.
Hreinn segir að ef litið sé á við-
skiptaumhverfi Baugs þá blasi við sú
mynd að í mjólkurvörum og ostum er
einokun og að fákeppni sé í sölu og
dreifingu á íslensku grænmeti og að-
eins einn aðili sinni sveppafram-
leiðslu. Hann segir að einn gos-
drykkjaframleiðandi sé með yfir
60% markaðshlutdeild, það sama
gildi um pakkað brauð. Tveir eggja-
framleiðendur séu samanlagt með
yfir 90% markaðshlutdeild. Í kjöt-
framleiðslu sé fákeppni; tveir
kjúklingaframleiðendur hafi saman-
lagt yfir 80% markaðshlutdeild og í
svínakjötsframleiðslu sé fákeppni.
„Þessar staðreyndir takmarka
mjög möguleika Baugs til lækkunar
vöruverðs þar sem fyrirtækið hefur
ekki í nein önnur hús að venda varð-
andi innkaup á mikilvægustu liðum
matarkörfunnar.“
Hreinn telur að málefnaleg um-
ræða um hátt matvöruverð á Íslandi
sé óhugsandi ef menn eru ekki reiðu-
búnir til að horfast í augu við stað-
reyndir t.d. afleiðingar þess land-
búnaðarkerfis sem hér sé við lýði.
„Einnig verða stjórnmálamenn að
hugleiða ofurálögur af margvíslegu
tagi, sem sprengja matvöruverð upp
úr öllu valdi.“
Hreinn tekur sem dæmi að sykur
kostar 98 kr. kílóið í Bónus og vöru-
gjald á sykri sé 30 kr. á kg. Virð-
isaukaskattur af 98 kr. er rúmar 12
kr. Af þessum 98 kr. sem neytandinn
greiðir fyrir sykur í Bónus fær ríkið
því 42 kr., heildsalinn 52 kr. og Bón-
us 3,23 kr. „Ef menn neita að við-
urkenna slíkar staðreyndir komast
þeir aldrei til botns í orsökum hás
matvöruverðs í landinu hvað þá að
sjá raunhæfar leiðir til að lækka
verð.“
Þegar verið er að bera saman mat-
vöruverð milli landa er nauðsynlegt
að hafa hugfast að smásöluverslunin
býr við önnur skilyrði en verslanir í
samanburðarlöndunum, að mati
Hreins.
„Þar er yfirleitt heimilaður frjáls
innflutningur á matvöru, þar með
töldum landbúnaðarvörum, og þar
hafa smásöluverslanir einnig heimild
til að selja léttvín og bjór. Hvort
tveggja er til þess fallið að létta mjög
á rekstri og skapar þannig skilyrði
hagstæðara vöruverðs en hér er,“
segir Hreinn að lokum.
Getur varla beinst
að Kaupási
Ásmundur Stefánsson, stjórnar-
formaður Kaupáss, segir að ummæli
Davíðs Oddssonar geti varla beinst
að Kaupási. „Kaupás er ekki með þá
stærð á markaðinum að rökrétt væri
að ræða um að skipta fyrirtækinu
upp. Hlutdeild Kaupáss á matvöru-
markaðinum er vel innan við 30%.
Þannig að það segir sig nokkuð sjálft
að það er varla verið að vísa til okkar.
Mér dettur hins vegar ekki í hug að
fara að rökræða um stöðu Baugs. Við
mætum þeim á markaði en ekki með
því að munnhöggvast við þá.“ Að-
spurður segir Ásmundur að það sé
tvímælalaust nokkuð hörð sam-
keppni á matvörumarkaðinum. „Við
höfum m.a. verið að bregðast við
henni með því að gera breytingar á
rekstri Kaupáss, t.d. með endur-
skipulagningu Krónu-verslananna,
sem eru okkar lágvöruverðsverslan-
ir, og við höfum einnig tekið ákvörð-
un um að fjölga Krónu-verslununum
á næstunni þannig að við verðum
sterkari í lágvöruverðsendanum. Þá
stendur yfir endurnýjun á samning-
um við alla birgja félagsins þar sem
við viljum tryggja að okkur bjóðist
alltaf bestu verðin og að gengis-
breytingar skili sér strax í verðlækk-
unum.“
Stjórnarformenn Baugs og Kaupáss um ummæli forsætisráðherra um samþjöppun verslana
Efast um að skipting
eigna leiði til
lægra vöruverðs
– Ofurálögur af margvíslegu tagi sprengja matvöruverð
upp úr öllu valdi, segir stjórnarformaður Baugs
Í NÝJU skattmati ríkisskattstjóra vegna ársins
2002 er að finna breytingar á útreikningi hlunninda
vegna endurgjaldslausra afnota af íbúðarhúsnæði.
Áður voru hlunnindin sama hlutfall af fasteignamati
sama hvar á landinu húsnæðið var, en nú eru þau
mismunandi eftir staðsetningu húsnæðisins, mest á
höfuðborgarsvæðinu en minni út á landi.
Hlunnindi metin til verðs
Samkvæmt skattmati ríkisskattstjóra í ár skal
meta endurgjaldslaus afnot af íbúðarhúsnæði til
tekna sem jafngildi 4% af fasteignamati íbúðarhús-
næðisins að meðtöldum bílskúr og lóð margfaldað
með gildistölu þess svæðis þar sem húsnæðið er. Er
gildistalan einn fyrir Reykjavík, Seltjarnarnes,
Mosfellsbæ, Kópavog, Garðabæ, Bessastaðahrepp
og Hafnarfjörð. Gildistalan er 0,80 fyrir Grindavík,
Sandgerði, Gerðahrepp, Reykjanesbæ, Vatnsleysu-
strandarhrepp, Akranes, Akureyri, Árborg, Hvera-
gerði og Ölfus og 0,70 fyrir önnur sveitarfélög í
landinu. Áður gilti hins vegar að hlunnindin voru
metin til 2,7% af fasteignamati íbúðarhúsnæðis
sama hvar það var á landinu.
Indriði H. Þorláksson ríkisskattstjóri sagði í
samtali við Morgunblaðið, aðspurður um rökin fyrir
þessari breytingu, að embættinu bæri að meta þessi
hlunnindi til verðs miðað við það sem gilti á hverj-
um stað og tíma. Það sýndi sig og hefði komið fram í
athugun sem embættið hefði gert að leiguverð væri
mismunandi og væri munurinn meiri en næmi mis-
muninum á fasteignamatinu sjálfu. Þó hlunnindin
hefðu verið sama prósentutalan áður 2,7% þá hefði
fasteignamatið verið mjög mismunandi til dæmis
eftir því hvort um var að ræða eignir í Reykjavík
eða út í dreifbýlinu. Könnunin hefði hins vegar sýnt
fram á að munurinn á leiguverðinu væri meiri en
næmi muninum á fasteignamatinu og því hefðu
þessi hlunnindi verið endurmetin.
Indriði sagði að þetta væri hliðstætt kerfi og gilti
varðandi leigu á íbúðarhúsnæði í eigu ríkisins. Þar
væri leiguverð hlutfall af brunabótamati og þar
væri landinu einnig skipt upp í svæði, eins og hér,
þó svæðaskiptingin væri ekki alveg sú sama. Ólíkir
stuðlar fyrir mismunandi svæði landsins að við-
bættum mun á fasteignamatinu endurspeglaði
muninn á leiguverðinu og þar af leiðandi þau hlunn-
indi sem telja bæri fram vegna endurgjaldslausra
nota húsnæðisins.
Breytingar í nýju skattmati ríkisskattstjóra vegna ársins 2002
Húsnæðishlunnindi eru mis-
munandi eftir staðsetningu
HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær úr-
skurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar
sem því var hafnað að verjandi fyrr-
verandi flugrekstrarstjóra Leigu-
flugs Ísleifs Ottesens fengi að leggja
fram sálfræðiskýrslu þar sem lagt er
mat á trúverðugleika framburðar
vitna í málinu. Er þetta í annað skipti
sem Hæstiréttur fjallar um skýrsl-
una.
Lögreglustjórinn í Reykjavík hef-
ur ákært flugrekstrarstjórann fyrir
að fljúga með of marga farþega um
borð í TF-GTX frá Vestmannaeyjum
til Selfoss 7. ágúst 2000.
Hæstiréttur lítur svo á að verjand-
inn sé í reynd að leitast við að fá lagt
fram fyrir dómi sérfræðiálit um trú-
verðugleika vitnisburðar, sem enn
hafi ekki verið gefinn fyrir dómi og
sé því alls óséð hvers efnis verði. Að
öðru leyti tekur Hæstiréttur undir
sjónarmið héraðsdóms, en í úrskurði
hans kemur m.a. fram að þau atriði,
sem verjandinn óski að leggja í sál-
fræðimat séu öll almenn atriði sem
lúti að trúverðugleika vitna í málinu.
Fær ekki að
leggja fram
sálfræðiskýrslu