Morgunblaðið - 24.01.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.01.2002, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2002 11 Þorrablót Hátíðarfatnaður íslenskra karlmanna Hátíðarfatnaður íslenskra karlmanna hefur notið mikilla vinsælda frá því farið var að framleiða hann. Færst hefur í vöxt að íslenskir karlmenn óski að klæðast búningnum á tyllidögum, svo sem við útskriftir, giftingar, á 17. júní, þorrablót, við opinberar athafnir hérlendis og erlendis og við öll önnur hátíðleg tækifæri. Hátíðarföt með vesti úr 100% ull kr. 22.900 Stærðir 46— 64 98—110 25— 28 Herradeild Laugavegi, sími 511 1718. Herradeild Kringlunni, sími 568 9017. P ó st se n d u m Munið Visa tilboð 5.000 kr. afsláttur sé greitt með Visa kreditkorti. Gildir til 1. febrúar. FRIGG hefur lækkað verð á öllum framleiðsluvörum neyt- endasviðs um 3%. Lúther Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Friggjar, segir að þarna sé um að ræða allar vörur fyrirtæk- isins sem fást í verslunum, s.s. þvottaduft og þvottalög og önn- ur hreingerningarefni. „Við ætlum að leggja okkar á vog- arskálarnar til þess að hjálpa til því það er engum til góðs, hvorki framleiðendum né neyt- endum, ef rauða strikið heldur ekki. Við ætlum ekki að binda þessa lækkun við 1. maí. Við göngum út frá því að það komi dagur eftir 1. maí og okkur finnst dálítið hættulegt að búa til einhverja blöðru sem svo springur eftir 1. maí.“ Lúther segir að gengislækk- unin sem varð fyrir áramót hreyfi verðið hjá Frigg ekki mikið þar sem hráefni sé keypt inn nokkra mánuði fram í tím- ann. „Við erum því með þessu að taka dálitla áhættu en ef krónan styrkist enn frekar þá höldum við bara áfram og reyn- um að lækka verðið enn frekar eða lækka verð á fleiri vörum því við flytjum einnig inn tölu- vert af vörum og þar erum við algerlega háðir genginu.“ Verð- lækkun hjá Frigg FORRÁÐAMENN nokkurra veit- ingastaða sem Morgunblaðið ræddi við í gær telja sig vart geta lækkað verð nema til komu lækkun á hrá- efnisverði. Þeir benda líka á að verð hafi ekki hækkað lengi þrátt fyrir hækkun á ýmsum tilkostnaði. Guðvarður Gíslason, fram- kvæmdastjóri veitingastaðarins Apóteks, segir að þar á bæ hafi menn ekki hækkað verð undanfarið ár þrátt fyrir verðbólgu og launa- skrið. „Ég held til dæmis að við séum að selja bjór á sama verði og fyrir tveimur árum þegar við hófum starfsemina og matarverðið hefur staðið í stað hjá okkur í langan tíma. Það er markaðurinn sem ræður og þess vegna höfum við ekki treyst okkur til þess að hækka verðið, markaðurinn hefur hreinlega ekki leyft það enda samkeppnin mikil.“ Guðmundur Hansson, fram- kvæmdastjóri veitingahússins Lækjarbrekku, segir að þar sé boðið upp á mjög góð tilboð og verð hafi ekki verið hækkað í langan tíma, lík- lega hafi það verið óbreytt í um ár. „Markaðurinn stjórnar þessu og ef menn hækka verð mikið kemur það strax niður á viðskiptunum. Auðvit- að eru allir til í að taka þátt í þjóðar- átaki þannig að við munum fylgjast með hvernig þetta þróast og skoðum málin ef til vill síðar.“ „Ég veit ekki til þess að neinn hafi lækkað verð á grænmeti eða fiski til mín,“ segir Rúnar Marvinsson, veit- ingamaður Við Tjörnina, „en ef ég verð var við að verðið lækki til mín mun ég verða manna fyrstur til þess að lækka verðið hjá mér. Ég hef ekki áhuga á að selja matinn dýrara en ég þarf“. Erfiðara að reka fiskveitingahús Rúnar segir að það sé auk þess mun erfiðara að reka fiskveitinga- hús núna en fyrir fimmtán árum þegar hann byrjaði: „Þá var fiskur- inn ódýrt hráefni. Nú get ég keypt lambahrygg á 600 krónur á meðan ýsan er kannski á 800 krónur, svo ég tali ekki um kola eða smálúðu. Það er kannski auðveldara fyrir veitinga- hús sem eru með mikið af kjötrétt- um að lækka verðið.“ Þórarinn H. Ævarsson, fram- kvæmdastjóri Domino’s Pizza, segir að vissulega hafi hvarflað að sér að lækka verð en forsendur fyrir því væru hins vegar vart fyrir hendi. Aðföng og launakostnaður hafi hækkað en ef breyting yrði á hráefn- isverði muni hann strax lækka verð- ið. Hann bendir og á að verð á mjólk- urvörum, þ.m.t. osti, hafi hækkað um 6,6% um áramótin en ostur vegi mjög þungt í aðfangakostnaði Dom- ino’s. Bílaumboð hafa ýmist tilkynnt um lækkun eða hyggjast sjá til hver verður frekari þróun í gengismálum. Bogi Pálsson, forstjóri P. Sam- úelssonar, segir umboðið hafa lækk- að verð nýlega um rúmlega 2%. Hann segir þá hafa verið seina til að hækka verð þrátt fyrir óhagstæða gengisþróun. Hann segir umboðið leggja aðaláherslu á að veita við- skiptavinum sínum vandaða þjón- ustu en stundum þurfi óneitanlega að hækka verð og stundum sé mögu- legt að lækka það eins og nú hafi orðið raunin. Egill Jóhannsson, framkvæmda- stjóri Brimborgar, segir forráða- menn fyrirtækisins hafa velt því fyr- ir sér hvort lækka ætti verð bíla strax en ákveðið hefði verið að doka við. Vakti hann athygli á því að um- boðið hefði ekki hækkað verð frá 1. nóvember þrátt fyrir gengislækkun. Hefðu þeir tekið þá stefnu að bíða með hækkanir og á sama hátt nú að doka við með lækkun. Kvað hann málið verða endurskoðað um næstu mánaðamót og verð hugsanlega lækkað þá hafi krónan styrkst áfram. Veitingamenn segja verð hjá sér lítið hafa hækkað Telja vart forsendur fyrir verðlækkun Fleiri bílaumboð hafa lækkað verð JÓHANNES Gunnarsson, formað- ur Neytendasamtakanna, segir það vera mjög gott að smásöluverslunin hafi skyndilega fundið svigrúm til verðlækkana eftir allar þær hækk- anir sem gengið hafi yfir neytendur. Hann segist fagna frumkvæði Fjarðarkaupa en jafnframt hljóti hann að hvetja aðra til þess að fara að þessu fordæmi. „ En það er að mínu mati engan veginn nægjanlegt að lækka verð núna til þess eins að hækka það aftur eftir 1. maí.“ „Fyrir rétt tæpum tveimur árum skrifuðum við viðskiptaráðherra bréf þar sem við óskuðum eftir því að það yrði kannað hvers vegna verðlag á matvöru hefði þá hækkað miklu meira en í öllum öðrum lönd- um á evrópska efnahagssvæðinu. Síðan héldu hlutir áfram að fara á verri veg fyrir neytendur þannig að hækkun á matvöru hefur komið verulega mikið við pyngju þeirra.“ Jóhannes telur mjög mikilvægt að koma á stöðugleika núna. „Og stjórnvöld verða líka að taka fullan þátt í því. Það þurfa að mínu mati ýmsir að skoða betur í sínum ranni, ekki bara matvörukaupmenn, held- ur einnig þjónustuaðilar, hið opin- bera og fleiri tegundir verslana. Ef allir gera það og leggjast á eitt og halda þessu þá tel ég að hlutirnir geti verið í betra lagi, vonandi næstu misserin.“ Jóhannes segir að það sé orðið erfitt fyrir fólk að gera sér grein fyrir hvað séu sanngjarnar hækk- anir og hvað ekki. Því miður séu ýmsir aðilar sem ekki séu til þess fallnir að bæta þar úr skák. Í ein- hverjum tilvikum séu fyrirtæki að afsaka álagningarhækkun hjá sér vegna lækkunar krónunnar. Það er mikið hringt til okkar og okkur bent á verðbreytingar. Í sumum tilvikum er um eðlilegar breytingar að ræða en í öðrum tilvikum er alveg klárt að hækkanirnar eru óeðlilega miklar. Og þeim málum verði fylgt eftir. Og ég hvet fólk til þess að vera vel á verði.“ Vilja samstöðu um verðlækkanir Stjórn Verkalýðsfélagsins Hlífar hefur ályktað þess efnis að frum- kvæði BYKO, Húsasmiðjunnar og Fjarðarkaupa að lækka hjá sér vöruverð geti skipt sköpum í bar- áttu verkalýðsfélaganna gegn verð- bólgunni, en bendir jafnframt á að eigi árangur að nást sé ekki nóg að „nokkrir aðilar berjist við verð- bólgudrauginn, það verður öll þjóðin að gera.“ Skorar Hlíf á á kaupmenn, heild- sala, ríki og sveitarfélög að taka þátt í þessari aðgerð; verðbólgan sé þeg- ar búin að valda verulegum búsifj- um hjá láglaunafólki og verði hún ekki kveðin niður fyrir vorið sé mjög líklegt að verkalýðsfélögin segi launaliðum almennra kjarasamn- inga lausum. Formaður Neytendasamtakanna Allir verða að leggjast á eitt mest á reynir. En þegar mönnum verður á, styrka hönd þeir þurfa þá og vinir og samstarfsmenn eru margir fúsir til að hlaupa undir bagga og gefa „start“. ÞAÐ er um að gera að muna ávallt að slökkva á bílljósunum og útvarp- inu áður en stigið er út úr þarfasta þjóni nútímamannsins svo að hann verði ekki rafmagnslaus þegar Morgunblaðið/Sverrir „Er þetta að koma?“ SAMTÖK verslunar og þjónustu hafa skrifað fjármálaráðherra bréf og óskað eftir því að felldur verði niður 30% tollur af innfluttu frystu grænmeti. Samtökin fagna jafn- framt þeirri ákvörðun að lækka og afnema tolla af fersku grænmeti. Í fréttatilkynningu frá samtökunum segir að það stingi í augun að lagður skuli tollur á grænmetið ef það er fryst, en ekki ef það er niðursoðið. Í bréfinu til fjármálaráðherra kemur fram að eftir því sem næst verði komist sé fryst grænmeti og frystar franskar kartöflur ekki fram- leitt hér á landi og því sé ekki verið að beita tollunum til að vernda ís- lenska framleiðslu. Samtökin benda einnig á að ef um sé að ræða nið- ursoðið grænmeti í dósum þá séu engir tollar lagðir á slíka vöru við tollafgreiðslu. „Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni voru flutt inn 1.250 tonn af frystu grænmeti árið 2000. Stjórnendur matvöruverslana innan vébanda SVÞ telja þessar vörur njóta sífellt meiri vinsælda meðal neytenda. Við teljum að grænmeti og franskar kartöflur sem hafa verið frystar ættu því að njóta sömu tolla- meðferðar og niðursoðið grænmeti og óskum eftir að þér veitið heimild til þess. Þetta mun með öðru stuðla að lægra matvöruverði,“ segir í bréfi Samtaka verslunar og þjónustu. Samtök verslunar og þjónustu senda fjármálaráðherra bréf Vilja að tollar á fryst grænmeti verði afnumdir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.