Morgunblaðið - 24.01.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.01.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ JÓN Kristjánsson (B) heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra lýsti því yfir á Alþingi í gær að hann vildi að ríkið eignaðist að fullu húsnæði Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur við Barónsstíg. Ásta Möller (D) sem spurði ráðherrann um fyrirætlanir hins opinbera vegna húsnæðisins, segir mikilvægast að áfram fari fram í því starfsemi á sviði heilbrigðis- þjónustunnar. Ásta Möller sagði að hús Heilsu- verndarstöðvarinnar ætti sér langa sögu og væri eitt af fallegustu húsum borgarinnar, teiknað af Einari Sveinssyni arkitekt. Rakti hún sögu hússins og benti á að með lögum um heilbrigðisþjónustu frá 1974 var gert ráð fyrir að starfsemi heilsuvernd- arstöðvarinnar færðist að mestu yfir til heilsugæslustöðva og hefði stöðin upp frá því starfað með stoð í bráða- birgðalögum sem framlengd voru, fyrst nokkur ár í senn og síðar ár- lega. Ákvæði um Heilsuverndarstöð- ina hefðu svo fallið úr gildi árið 1997 og því hefði hún ekki verið til sam- kvæmt lögum sl. fimm ár. „Samt sem áður fer þar fram blómleg starfsemi,“ sagði Ásta og nefndi að þar væri til húsa t.d. mið- stöð mæðraverndar og heilsuvernd- ar barna fyrir allt landið auk ýmissa verkefna á sviði lýðheilsu, annarra átaksverkefna og skrifstofa á heil- brigðissviði, auk þess sem fjórða hæðin væri leigð út sem lestrarað- staða læknanema. Þá hefði öll yfir- stjórn heilsugæslunnar í borginni þar aðsetur. Húsnæðið hálfmunaðarlaust á undanförum árum Ásta sagði mikla óvissu um fram- tíðarhlutverk hússins og því renndu margir til þess hýru auga, þ.m.t. Landspítalinn fyrir öldrunardeild og ríkissjóður fyrir heilbrigðisráðu- neytið eða skrifstofur Landlæknis. Jafnvel hefðu einkaaðilar lýst yfir vilja til þess að byggja þar upp ólíka starfsemi. „Húsnæðið hefur verið hálfmun- aðarlaus á undanförnum árum, það er í eigu borgarinnar og ríkisins og virðist eignaraðildin óútkljáð, sem staðið hefur í vegi fyrir framtíðar- nýtingu þess,“ sagði Ásta og sagði brýnt að leysa málið sem fyrst; mörgum væri umhugað um að húsið yrði áfram notað undir heilsuvernd- arstarfsemi. Ríkið á 40% á móti hlut borgarinnar Heilbrigðisráðherra sagði að í huga Reykvíkinga og margra ann- arra hér á landi væri bygging Heilsuverndarstöðvarinnar tákn fyr- ir heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Reykjavíkurborg ætti 60% hússins en ríkið 40%. Það leiddi því af sjálfu sér að ríkið gæti ekki einhliða ráð- stafað þessari eign, en þó hefðu stað- ið yfir viðræður um nýtingu hússins við borgaryfirvöld, sem ítrekað hefði lýst yfir vilja sínum til þess að selja sinn hlut. Ekki stæði hins vegar vilji til þess af hálfu ríkisins, enda sögu- legt gildi hússins mikið. Upplýsti ráðherrann að til skoð- unar væri m.a. að nýta húsið undir forvarnarmiðstöð og þær hugmyndir yrðu skoðaðar frekar. „Ég teldi æskilegast að ríkið eign- aðist hlut borgarinnar í húsi Heilsu- verndarstöðvarinnar og þannig yrði tryggt að húsið nýttist áfram í þágu heilbrigðisþjónustu. Ég tel nauðsyn- legt að ná sem fyrst samkomulagi við borgina um slíka ráðstöfun og taka síðan ákvarðanir í framhaldi af því,“ sagði Jón. Katrín Fjeldsted (D) sagði um- ræðu um framtíð hússins skipta máli og sagðist hún telja að heilsugæslan í Reykjavík þyrfti á húsnæðinu að halda. Velti hún því aukinheldur upp hvort ekki væri skynsamlegt að heilsugæslan færi í heild aftur til sveitarfélaganna og beðið yrði því enn um sinn með breytingar á eign- arhaldi hússins. Heilsuverndarstöðin við Barónsstíg í Reykjavík Heilbrigðisráðherra vill að ríkið eignist húsið SÚ REGLA hefur verið tekin upp í sjóbjörgunarstöð Landhelgisgæsl- unnar að kalla einnig á þyrlur Varn- arliðsins við svipaðar aðstæður og voru á strandstað við Svörtuloft á Snæfellsnesi í byrjun desember sl. Þetta kom fram í svari Sólveigar Pétursdóttur (D) dómsmálaráðherra við fyrirspurn Guðjóns A. Kristjáns- sonar, formanns þingflokks Frjáls- lynda flokksins, á Alþingi í gær um útkallstíma björgunarþyrlu og stjórn björgunaraðgerða á slysstað vegna strands Svanborgar SH und- an Svörtuloftum 7. desember sl. en þar drukknuðu þrír skipverjar og einn komst lífs af. Guðjón Arnar spurði hver væri skýringin á því að viðbragðstími við útkalli á TF-LÍF vegna sjóslyssins við Svörtuloft var svo langur sem raun bar vitni. Hvers vegna Varn- arliðsþyrla hafi ekki verið kölluð út samtímis þar sem erfiðar aðstæður til björgunar við þessa strönd væru þekktar, m.a. úr sjóslysum þar sem aðeins var unnt að bjarga mönnum með þyrlu. Og loks hverjum í stjórn- kerfi slysavarna bæri að kalla eftir aðstoð Varnarliðsins og hvers vegna það hafi dregist í þessu tilviki. Dómsmálaráðherra sagði að Landhelgisgæslan hefði ekki farið þess formlega á leit að bifreiðir sem aka áhöfn björgunarþyrlna á flugvöll fái heimild til neyðaraksturs. Málið hefði verið rætt fyrir nokkrum árum og mönnum þá þótt verulegir ann- markar á því að veita slíka heimild. Vildi hún ekki útiloka að slíkt yrði skoðað frekar, en mikilvægt væri að slíkar heimildir væru takmarkaðar. Ráðherra sagði að meðal útkalls- tími þyrlu Landhelgisgæslunnar væri 30 mínútur í svonefndu alfa- útkalli, en tíminn gæti þó verið mis- jafn eftir eðli útkalls og veðri. Upp- gefinn viðbragðstími TF-LÍF væri hins vegar ein klukkustund. Hefði veðurhæð á Reykjavíkurflugvelli verið þannig umrætt kvöld, að á mörkum hefði verið að hægt væri að opna skýlishurðir og gangsetja hreyfla. Hefði þurft að beita sér- stakri aðferð til þess. Hefði TF-LÍF hafið sig á loft 38 mínútum eftir að útkall barst. Ráðherra sagði að við björgunar- aðgerðir við suðurströndina, í mars 1997, þegar áhöfnum á Dísarfelli, Víkartindi og Þorsteini var bjargað hefði verið talið að tæki Landhelg- isgæslunnar nægðu og sú hefði orðið raunin. Við Svörtuloft hefði í fyrstu þótt nægjanlegt að TF-LÍF færi ein til björgunar, en hálfri klukkustund síðar hefði til öryggis verið ákveðið að kalla þyrlur Varnarliðsins til að- stoðar. „Það hafði þá aldrei komið fyrir að þyrlur Landhelgisgæslunnar hefðu þurft að snúa til baka frá björgunar- aðgerðum vegna bilana, eins og síðar varð raunin í þessari björgunarað- gerð. Það að kalla á þyrlur Varnar- liðsins, áður en nokkuð benti til þess að TF-LÍF gæti ekki lokið verkefn- inu, var í raun frábrugðið venju. Eft- ir þennan atburð hefur sú regla ver- ið tekin upp í sjóbjörgunarstöð Landhelgisgæslunnar að kalla einn- ig á þyrlur Varnarliðsins við svip- aðar aðstæður,“ sagði Sólveig Pét- ursdóttir ennfremur sem gat þess jafnframt að einnig hefði verið á mörkum að Varnarliðið hefði getað orðið við beiðni um aðstoð vegna veðurs, en þyrlusveit þess hefði þarna unnið einstakt björgunaraf- rek, en bæði Landhelgisgæslan og björgunaraðilar í landi hefðu lagt sitt af mörkum og ekki mætti van- meta það. Dómsmálaráðherra svarar fyrirspurn um útkallstíma björgunarþyrlu Þyrlur Varnarliðsins verða einnig kallaðar út SAMÞYKKT var á Alþingi í gær, með 35 samhljóða atkvæð- um, að heilbrigðisráðherra flytji Alþingi skýrslu um ófrjósemis- aðgerðir sem gerðar voru skv. lögum nr. 16/1938 á gildistíma þeirra frá 1938–1975. Í skýrsl- unni verði leitast við að svara margvíslegum spurningum, svo komast megi til botns í því hvort mannréttindi hafi verið brotin á fleiri Íslendingum en þeim sem vann dómsmál gegn íslenska ríkinu í janúar 1996. Í því dóms- máli, sem ekki var áfrýjað, var ríkið dæmt til þess að greiða manni 4 milljónir kr. í bætur fyr- ir ólögmæta ófrjósemisaðgerð sem gerð var á honum 18 ára gömlum árið 1973. Tilgangur laganna að koma í veg fyrir úrkynjun Þingflokkur Samfylkingar- innar í heild óskaði eftir skýrsl- unni, en Þórunn Sveinbjarnar- dóttir er fyrsti flutningsmaður. Í greinargerð með skýrslubeiðn- inni kemur fram að áhrif mann- kynbótastefnunnar séu auðsæ í lögunum frá 1938. „Tilgangur laganna var að koma í veg fyrir úrkynjun í sam- félaginu en fyrirmyndin var sótt til bandarískra og skandinav- ískra laga. Lögin voru einkum sett til höfuðs úrkynjunarvand- anum sem talinn var stafa af treggáfuðum, fávitum og geð- veikum. Svo virðist sem lögin hafi endurspeglað tíðarandann vel því að þau voru samþykkt einróma á Alþingi. Rannsóknir hafa leitt í ljós að víða erlendis voru gerðar fjölmargar ófrjó- semisaðgerðir án vitundar og samþykkis þeirra sem í hlut áttu, t.d. í Svíþjóð á árunum 1934–76,“ segir í greinargerð- inni og ennfremur að í ljósi dómsins frá árinu 1996 vakni spurningar um hvort fleiri dæmi séu þess að fólk hér á landi hafi verið gert ófrjótt án vitundar þess. Ófrjósemisað- gerðir hér á landi 1938–1975 Alþingi samþykkir að biðja um skýrslu SVERRIR Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir að eng- inn fái að vera stikkfrí í verðþenslu- málunum nema ríkisstjórnin. Á tveimur mánuðum eða svo hafi fulltrúar atvinnulífsins og alþýðu- stéttanna dregið ríkisstjórnina að fundarborði til þess að gera henni grein fyrir því sem hún virtist ekki hafa vitað, hvert stefndi í fjármálum okkar og verðþenslumálum. Þó beri ríkisstjórnin fullkomna ábyrgð á því. Þetta kom fram í umræðum utan dagskrár um horfur í efnahags- málum á Alþingi á þriðjudag. Sverrir sagði auðvitað þakkarvert að verslun í landinu virðist ætla að taka við sér með þeim hætti að lækka verð á vöru sinni. Þó standi þar margt út af og stóru keðjurnar virðist ekki ætla að taka þátt í leiknum. Forsætisráðherra hefði til- kynnt í viðtali við Morgunblaðið að mjög yrði þrýst á um þetta. „Hvað er undirstaða þess að draga úr verðþenslu? Hvaða ráðum beita menn? Það er auðvitað stjórn ríkisfjármálanna sem hefur úr- slitaþýðingu í því efni. Sverrir tók dæmi um hækkun útgjaldaliða fjár- laga frá árinu 2000 til 2001 þar sem menn hefðu eytt „eins og óðir væru heimildalaust“ 14,9 milljörðum þannig að hækkunin á milli ára hafi numið nærri 20%. „Þetta er auðvitað gjörsamleg vit- firring en það er ekki von að ríkis- stjórnin uggi að sér þar sem formað- ur hennar málar stöðugt góðæris- myndir á vegginn,“ sagði formaður Frjálslynda flokksins. Stjórn ríkisfjár- mála hef- ur úrslita- þýðingu Morgunblaðið/Árni Sæberg Að mörgu er að hyggja á Alþingi. Hér eru þeir Gunnar Birgisson og Sverrir Hermannsson í þungum þönkum. FUNDUR hefst á Alþingi í dag, fimmtudag, kl. 10.30. Á dagskránni eru ýmis mál, t.d. hvort fela eigi dómsmálaráðherra að flytja Alþingi skýrslu um stöðu og þróun löggæslu, frumvörp um loftgerðir, skráningu skipa, samgönguáætlun og ýmis skattaleg álitaefni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.