Morgunblaðið - 24.01.2002, Page 18

Morgunblaðið - 24.01.2002, Page 18
SUÐURNES 18 FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sturtuklefar heilir með 4 hliðum, sturtubotni og sturtusetti. Stærðir 70x70, 80x80, 90x90 og 72x92 Bæði ferkantaðir og bogadregnir. Heilir sturtuklefar Ármúla 21, sími 533 2020 VÍKURFRÉTTAVERÐLAUNIN 2001 voru afhent í vikunni. Þetta var í annað sinn sem blaðið stendur að útnefningu sem þessari en í tíu ár þar á undan hafði það valið menn ársins á Suðurnesjum. Páll Ketils- son, ritstjóri Víkurfrétta, afhenti verðlaunin en þau voru veitt í þrem- ur flokkum; íþróttum, menningu og listum og loks atvinnulífi. Freyja Sigurðardóttir, Íslands- og bikarmeistari í hreysti og áður fimleikakona, hlaut íþróttaverð- laun Víkurfrétta. Hún náði frábær- um árangri í íþrótt sinni hér á landi á síðasta ári og varð einnig ofarlega á heimsmeistaramótinu í hreysti. Norðuróp, félag áhugafólks um óperuflutning, fékk menningar- og listaverðlaunin en það stóð fyrir eftirminnilegum óperuuppfærslum í Reykjanesbæ. Bræðurnir Sig- urður og Jóhann Smári Sævarsson og kona þess síðarnefnda, Elín Hall- dórsdóttir, tóku við verðlaununum en þau stofnuðu Norðuróp á sínum tíma. Fræðasetrið í Sandgerði hlaut at- vinnu- og mannlífsverðlaun Víkur- frétta fyrir frumkvöðlastarf sitt á sviði ferðaþjónustu og rannsókna. Forstöðumaður setursins, Reynir Sveinsson, tók við verðlaununum fyrir þess hönd. Ljósmynd/Víkurfréttir Frá afhendingu Víkurfréttaverðlaunanna í fyrrakvöld. Frá vinstri eru Freyja Sigurðardóttir íþróttakona, Jóhann Smári Sævarsson, Elín Hall- dórsdóttir og Sigurður Sævarsson frá Norðurópi, Reynir Sveinsson frá Fræðasetri Sandgerðis og Páll Ketilsson ritstjóri. Þrír fengu verðlaun Víkurfrétta 2001 Suðurnes HITAVEITA Suðurnesja er þessa dagana að láta nýja gufuholu við Litla-Vatnsfell á Reykjanesi blása, sem staðið hefur ótengd í rösk tvö ár. Að sögn Alberts Albertssonar, aðstoðarforstjóra hitaveitunn- ar, er ætlunin að auka blást- urinn smátt og smátt þar sem hitamælir komst ekki alla leið niður í holuna, sem er meira en 2.000 metra djúp. Eftir tæpar tvær vikur er ætlunin að holan verði látin blása af fullum krafti og er þá vonast til að öll fyrirstaða í henni hverfi. „Að lokinni þessari forpróf- un verður búnaði komið fyrir við holuna í sumar og hún endanlega prófuð. Eftir mán- uð eða svo ætti að liggja fyrir gróft mat á því hvað holan gefur mikla orku af sér. Það er óvanalegt að láta holu standa svona lengi ótengda en við vildum að hún næði full- komnu jafnvægi við bergið þannig að við gætum mælt svokallaðan berghita, sem bú- ið er að gera,“ segir Albert. Ný gufu- hola byrjuð að blása Suðurnes SÝNING á 20 olíumálverkum Þor- bjargar Óskarsdóttur, Tobbu, verð- ur opnuð í Hafnargötu 15 í Keflavík í dag, gamla húsnæði Úrvals- Útsýnar. Þetta er sjöunda einkasýn- ing Tobbu en hún er fædd og uppal- in í Keflavík, 27 ára að aldri. „Þetta eru í rauninni bara fant- asíur hjá mér, ég fer ekki eftir neinu fyrirfram ákveðnu formi eða fyrirmynd,“ sagði Tobba þegar hún var beðin um að lýsa verkum sínum sem nú eru til sýnis. Myndlistin hefur til margra ára verið hennar áhugamál en að- alstarfið um þessar mundir er út- keyrsla og flutningur á vörum frá Vellinum þar sem hún ekur vörubíl- um og lyfturum jöfnum höndum yf- ir daginn. Á kvöldin stendur hún við trönurnar og málar oft fram á nótt. Sjálfmenntuð í myndlist Tobba er sjálfmenntuð í mynd- listinni, utan þess að hafa farið á eitt námskeið í sinni heimabyggð fyrir fáum árum. Hún málaði sína fyrstu olíumynd 16 ára gömul en hélt fyrstu sýninguna árið 1997, eða sex árum síðar. Auk sýninga í Reykjanesbæ hefur hún sýnt í gall- eríi í Reykjavík. Sýningin verður opnuð kl. 18 í dag en hún stendur yfir til 3. febr- úar nk. Opið verður virka daga frá kl. 18–22 og um helgar frá kl. 14– 22. Um sölusýningu er að ræða. Opnar sýningu á 20 olíumálverkum í Keflavík í dag Fantasíur Tobbu Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Þorbjörg Óskarsdóttir, Tobba, við eitt verka sinna, Sólarupprás. Keflavík HLUTHAFAFUNDUR hjá Hita- veitu Suðurnesja verður haldinn í Grindavík í dag þar sem ræða á fyrirhugaða sameiningu við Bæj- arveitur Vestmannaeyja. Meiri- hlutinn í bæjarstjórn Vestmanna- eyja hefur samþykkt að selja veiturnar upp á land gegn því að bærinn fái 7% hlut í Hitaveitu Suð- urnesja. Talsmenn Vestmanna- eyjalistans í minnihluta bókuðu mótmæli á bæjarstjórnarfundi í síðustu viku og lögðust gegn sam- einingunni. Viðræðunefndir beggja aðila komust að samkomulagi um sam- eininguna um nýliðin áramót og stjórnir fyrirtækjanna hafa einnig lagt blessun sína yfir málið. Sam- þykkt stjórnar Hitaveitu Suður- nesja frá því í byrjun ársins var þó háð samþykki hluthafafundarins. Hluthafar í Hitaveitu Suðurnesja Ræða sameiningu við Bæjarveitur Vestmannaeyja Suðurnes RANNSÓKN lögreglunnar í Keflavík hefur leitt í ljós að upp- tök eldsins í einbýlishúsi við Norð- urtún í Sandgerði aðfaranótt þriðjudags megi rekja til ruslafötu í eldhúsinnréttingu hússins. Í fyrstu var talið að kviknað hefði í útfrá uppþvottavél en rannsókn- arlögreglumenn sem könnuðu vegsummerki útilokuðu fljótt þann möguleika. Fatan var hins vegar við hlið vélarinnar, undir eldhús- vasknum, og brann bókstaflega til agna. Eldsupptök í ruslafötu Sandgerði ÁKVEÐIÐ hefur verið að viðbygg- ing leikskólans Sólborgar í Sandgerði verði afhent 2. mars nk. og hún vígð og tekin í notkun 15. mars. Frá þessu er greint á vefsíðu Sandgerðisbæjar. Með stækkun leikskólans munu breytingar verða á rekstri. Boðið verður upp á heilsdagsvistun og stefnt er að því að geta tekið inn börn frá 18 mánaða aldri. Börnin munu fá allan mat gegn fæðisgjaldi. Í við- byggingunni er ný deild, salur, fata- klefar, eldhús og starfsmannaað- staða. Leikskólinn vígður hinn 15. mars SandgerðiLÍFSSTÍLL, líkamsræktarstöðin í Keflavík, stefnir að því að efna til keppni framhaldsskóla í hreysti. Ekki er öruggt að það takist að hrinda hugmyndinni í framkvæmd á þessari önn. Pálmi Þór Erlingsson hjá Lífsstíl segir að aldrei hafi verið haldin keppni fyrir framhaldsskólanem- endur og ekki síst þess vegna sé verkefnið áhugavert. Hugmyndin kom upp eftir hreystimót sem hald- ið var í Keflavík í vetur og Lífsstíll kom að. Ekki hefur þó verið ákveð- ið hvenær fyrsta mótið verður hald- ið eða hvar. Laugardalshöllin kem- ur helst til greina, að mati Pálma Þórs. Hann segir að halda þurfi for- keppni í öllum menntaskólum landsins til að velja þátttakendur, einn strák og eina stelpu frá hverj- um skóla. Þurfi að gera þetta í sam- ráði við íþróttaráð hvers bæjar. Stefna að móti fram- haldsskóla í hreysti Keflavík FRAMKVÆMDIR standa nú yfir á neðra Nikkelsvæðinu svonefnda fyr- ir ofan íbúðarbyggð Njarðvíkur í Reykjanesbæ, sem hefur til þessa verið í eigu varnarliðsins á Keflavík- urflugvelli og einnig verið notað af Olíufélaginu á sínum tíma. Verið er að rífa niður mannvirki eins og tanka, hús, vatnsleiðslur, raf- magnslínur og staura og fjarlægja mengaðan jarðveg. Reykjanesbær hefur lýst yfir áhuga á að fá að nýta svæðið sem byggingarland, a.m.k. hluta þess, og hafa viðræður átt sér stað við varnarmálaskrifstofu utan- ríkisráðuneytisins. Hreinsunin er forsenda þess að varnarliðið skili svæðinu af sér til stjórnvalda. Yfir- gefin mannvirkin hafa þótt mikið umhverfislýti enda standa þau mjög nálægt byggðinni í Njarðvík. Í ágúst á þessu ári verða sex ár lið- in síðan varnarliðið samdi við íslensk stjórnvöld um að þau myndu hreinsa Nikkelsvæðið. Varnarliðið tók svæð- ið eignarnámi á stríðsárunum, með þeim fyrirvara að fyrrverandi land- eigendur ættu forkaupsrétt. Áður- nefndar viðræður nú ganga m.a. út á það hver muni eiga svæðið að hreins- un lokinni, þ.e. íslenska ríkið, Reykjanesbær eða varnarliðið. Verktakafyrirtækið Spöng ehf. sér um hreinsunina á neðra svæðinu og að sögn Sigurbjörns K. Haralds- sonar framkvæmdastjóra eru verk- lok áætluð um miðjan mars nk. Sig- urbjörn bauð lægst í niðurrifið sl. haust, eða fyrir tæpar 15 milljónir króna. Verkáætlun Framkvæmda- sýslu ríkisins hljóðaði upp á tæpar 32 milljónir króna og komu tilboð frá tólf verktökum. Íslenskir aðalverk- takar voru með næstlægsta boð, upp á tæpar 20 milljónir. „Ég kynnti mér bara verkið mjög vel og aðstæður á svæðinu,“ sagði Sigurbjörn þegar hann var spurður út í tilboðið og sýndist honum áætlun sín ætla að standast. Á efra Nikkelsvæðinu eru enn neðanjarðartankar sem verið er að tæma en áform eru uppi um hreins- un á því svæði á vormánuðum líkt og því neðra. Niðurrif á Nikkel- svæðinu gengur vel Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Mannvirkin á neðra Nikkelsvæðinu í Reykjanesbæ eru óðum að hverfa þessa dagana en í bakgrunni sést yfir íbúðarbyggðina í Njarðvík. Reykjanesbær

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.