Morgunblaðið - 24.01.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.01.2002, Blaðsíða 40
UMRÆÐAN 40 FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í DAG, 24. janúar, eru liðin 70 ár frá því að Blindravinafélag Íslands var stofnað en það varð á þessum degi árið 1932. Aðalhvatamaður að stofnun félagsins var Þórsteinn Bjarnason. Þórsteinn hélt til náms í körfugerð í Danmörku árið 1925 og eins og hann segir sjálfur frá: „kynntist þar blindum pilti, sem stundaði körfugerð“. Þórsteinn hug- leiddi hvað hægt væri að gera blindu fólki til aðstoðar hér á landi. Hann hugleiddi stofnun félags, en nokkur ár liðu áður en hann fékk hrundið þessari hugmynd í framkvæmd. Þór- steinn leitaði til ýmissa félagasam- taka og Blindravinafélag Íslands var svo stofnað 24. janúar 1932. Í fyrstu stjórn Blindravinafélags Íslands áttu sæti: Þórsteinn Bjarna- son tilnefndur af undirbúningsfundi, sem haldinn var um stofnun félags- ins, Sigurður P. Sívertsen háskóla- kennari tilnefndur af Prestafélagi Íslands var formaður félagsins fyrsta árið en þá tók Þórsteinn við og veitti félaginu forstöðu til dánardags 1986 eða í 53 ár alls. Aðrir í fyrstu stjórn voru: frú Margrét Rasmus, skólastjóri Mál- leysingjaskólans, frú Halldóra Bjarnadóttir frá Kvenfélagasam- bandi Íslands og Sigurður Thorla- cius, skólastjóri frá Samb. ísl. barna- kennara. Í framsöguræðum nefndarmanna kom fram, að þörfin fyrir stofnun slíks félags væri mjög brýn, þar sem í engu landi í Evrópu væru eins margir blindir og hér á landi, miðað við fólksfjölda. Starfið yrði að vera tvíþætt: 1. Hjálp til að fyrirbyggja blindu. 2. Hjálp til þeirra, sem orðnir væru blindir. Í fyrsta lagi þyrfti að koma á fót skóla fyrir blind börn, með verklegri og bóklegri kennslu. Í öðru lagi að starfrækja vinnu- stofu fyrir blinda menn, kenna þeim handiðn við þeirra hæfi, greiða fyrir sölu á framleiðslu þeirra, útvega þeim efni og áhöld til vinnu sinnar, ennfremur að útvega þeim bækur á blindraletri. Í þriðja lagi að hlúa að gömlu blindu fólki, útvega því ellistyrk, út- varp eða betri verustað. Þessi markmið voru svo orðuð í lögum Blindravinafélagsins. Það má fullyrða að mikið hugrekki hafi þurft til stofnunar fé- lags eins og Blindra- vinafélags Íslands árið 1932. Viðhorf til sjón- dapurs og blinds fólks voru allt önnur en nú. Þeir blindu voru nær eingöngu þiggjendur, en þessu viðhorfi vildu Þórsteinn og félagar hans breyta. Ekki skal nánar farið út í sögu Blindravina- félags Íslands. Þó skal þess getið að Blindra- vinafélagið stofnaði vinnustofuna Blindraiðn, en þar voru fyrst framleiddir burstar margs kon- ar gerðar. Þórsteinn hafði nokkru áður stofnað eigin körfugerð og kennt blindu fólki að flétta körfur. Hann fékkst einnig við kennslu, m.a. kenndi hann blindraletur, en hann sagðist sjálfur ekki hafa haft aðstöðu til þess að kynna sér nógu vel kennslu blinds fólks í Danmörku. Síðar átti Þórsteinn eftir að ferðast til Norðurlandanna og kynna sér málefni blindra og sjónskertra þar. Hann hafði sótt um styrk til alþingis, en styrkurinn var lítill og aldrei nýtt- ur. Seinna gaf Þórsteinn Blindra- vinafélaginu körfugerð sína með öll- um áhöldum. Blindravinafélagið stóð m.a. fyrir stofnun Blindraskólans og kostaði rekstur hans allt til ársins 1960, en þá tók hið opinbera þátt í rekstrinum með því að greiða laun kennarans. Það var ekki fyrr en í lok áttunda áratugar liðinnar aldar að hið opin- bera tók alfarið við skólanum, en Blindravinafélagið hafði þá séð skól- anum og nemendum hans fyrir húsnæði og kennslutækjum. Þá lásu sjálfboðalið- ar á vegum Blindra- vinafélagsins bækur inn á segulbönd og böndin voru svo lánuð blindu og sjónskertu fólki ásamt segul- bandstækjum. Blindrafélagið tók síð- ar upp sams konar starfsemi og nú sér Blindrabókasafn Ís- lands um útlán hljóð- bóka. Blindrafélagið var svo stofnað árið 1939. Það voru blindir og sjónskertir einstaklingar, sem stofnuðu það félag. Þeir höfðu vaknað til vitundar um að þeir gætu gert ýmsa hluti og þjóðfélagið var farið að vakna til vitundar um að blint fólk gæti miklu meira en því hafði verið treyst fyrir. Nú hafa viðhorfin breyst. Tæknin hefur m.a. gert blindu og sjónskertu fólki kleift að stunda ýmis störf og blindir menn hafa náð mjög langt á ýmsum sviðum. En nú í dag minn- umst við frumkvöðlanna, sem stofn- uðu Blindravinafélag Íslands. Sem barn kynntist ég Þórsteini Bjarna- syni mjög vel. Ég hef oft hugleitt það síðar að hann hafi ekki verið öfunds- verður af starfi sínu sem formaður Blindravinafélagsins. Eftir því sem árin hafa gengið hef ég lært að meta starf hans og þeirra, sem með honum unnu. Og starfið heldur áfram undir formennsku Helgu Eysteinsdóttur formanns Blindravinafélagsins, sem er bróðurdóttir Þórsteins. Með henni vinnur hópur fólks af hugsjón og drengskap. Blindrafélagið færir Blindravina- félagi Íslands árnaðaróskir á afmæl- isdeginum. Félagið metur mikils það góða starf, sem Blindravinafélagið hefur innt af hendi, en Blindravina- félagið hefur greitt fyrir fjölmörgum málum, sem ekki skulu talin upp hér. Megi samstarf Blindravinafélags Ís- lands og Blindrafélagsins eflast og dafna á ókomnum árum. Blindravinafélag Íslands 70 ára Gísli Helgason Blindravinafélagið Það má fullyrða að mik- ið hugrekki hafi þurft, segir Gísli Helgason, til stofnunar félags eins og Blindravinafélags Ís- lands árið 1932. Höfundur er formaður Blindra- félagsins, samtaka blindra og sjónskertra á Íslandi. 15. JAN. síðastliðinn birtist grein eftir Hörð Áskelsson undir yfir- skriftinni „Ríkisút- varpið – Hvar er þín forna frægð?“ Tilefni skrifanna var að tón- listardeild RÚV sá sér ekki fært að hljóðrita frumflutning á fyrstu íslensku jólaóratorí- unni. Þegar rætt er um Ríkisútvarpið er ann- ars vegar talað um heildarveltu fyrirtæk- isins og hins vegar um skyldur þess. Sjaldnast áttar fólk sig á skiptingu þess fjár- magns sem stofnunin ræður yfir og einblínir á heildarfjármagn stofnun- arinnar um leið og eitt atriði er dreg- ið út eins og kostnaður vegna heims- meistarakeppni í fótbolta eða hljóðritun tónverks. Til að hægt sé að átta sig á einstökum liðum er hinsvegar nauðsynlegt að skoða þann lið í samhengi við viðkomandi málaflokk. Þannig er nauðsynlegt að skoða heimsmeistarakeppnina í samhengi við annað íþróttaefni og hljóðritun tónverks með hliðsjón af því fé sem ætlað er til tónlistardag- skrár í útvarpi. Eftir að hafa áttað sig á þeim samanburði er það síðan í valdi framkvæmdastjórnar Ríkisút- varpsins að ákveða skiptingu fjár- muna milli deilda stofnunarinnar og menntamálaráðuneytis og Alþingis að skera úr um hver heildarfjárþörf stofnunarinnar er og tryggja henni nauðsynlegt rekstrarfé. Í grófum dráttum hefur Útvarpið árlega yfir að ráða 550 milljónum til dagskrárgerðar á tveimur útvarpsrásum og þremur svæðis- stöðvum. Heildar- rekstrarkostnaður tón- listardeildar árið 2001 var 82 milljónir. Til glöggvunar skal tekið fram að deildin sér um nærri 40% af dagskrá Rásar 1 og 55% af dag- skrá Rásar 2. Af þess- um 82 milljónum var þrem milljónum varið til hljóðritana á Rás 2 og rúmlega 8 milljón- um á Rás 1. Kostnaður vegna hljóðritunar á Passíu Hafliða Hallgrímssonar á síð- asta ári sem Hörður Áskelsson minnist á í grein sinni nam 10% af hljóðritunarpeningum á Rás 1. Í könnun Sigríðar Sveinsdóttur fyrir Tónlistarráð Íslands sem sjá má á slóðinni http://www.islandia.is/ tonlistarrad/1999.htm kemur fram að fjöldi opinberra tónleika á Íslandi árið 1999 var 1.541. Þessi tala lýsir í hnotskurn umfangi tónlistarlífs á Ís- landi um þessar mundir og um leið fullkomnum vanmætti tónlistar- deildar sökum fjárskorts til að end- urspegla þennan þátt í menningu þjóðarinnar í líkingu við það sem áð- ur var og H.Á. dreymir um í grein sinni. Ég fagna skrifum Harðar Áskels- sonar og er sammála honum í öllum meginatriðum. Vitneskja um frum- flutning á óratoríu John Speight (sem er ekki umfangsminna verk en Passía Hafliða Hallgrímssonar) fór hvorki framhjá mér né öðrum starfs- mönnum tónlistardeildar. Að af- þakka hljóðritun á verkinu var því miður sjálfgefið sökum fjárskorts, en samt ekki sársaukalaust eins og Hörður virðist telja. Miðað við þá samninga sem í gildi eru við tónlist- armenn og það fjármagn sem ætlað er til hljóðritana á vegum tónlistar- deildar er augljóst að tónlistardeild Ríkisútvarpsins er ókleift að standa undir væntingum um „varðveislu menningarverðmæta á borð við frumflutning á fyrstu íslensku jóla- óratoríunni“. Heildarvelta og skyldur Óskar Ingólfsson Ríkisútvarpið Til að hægt sé að átta sig á einstökum liðum er hins vegar nauð- synlegt, segir Óskar Ingólfsson, að skoða þann lið í samhengi við viðkomandi málaflokk. Höfundur er deildarstjóri tónlistardeildar RÚV. TILRAUNIR manna til lækninga með óhefð- bundnum aðferðum eru vafalaust eldri læknis- fræðinni, enda er lækn- isfræði reynsluvísindi, sem lærir af reynslu kynslóðanna. Óhefð- bundnar lækningar eru ráðandi meðal frum- stæðra þjóðflokka og voru það einnig á fyrri öldum meðal þeirra þjóða sem nú eru þróað- ar. Læknisfræði hefur sótt mikið í smiðju óhefðbundinna lækna og til dæmis eru mörg lyf sem enn eru í notkun komin frá grasalæknum, sem uppgötvuðu lækn- ingamátt tiltekinna jurta. En hver er munurinn á læknis- fræði og óhefðbundnum lækningum? Munurinn liggur alfarið í því hvort lyf og lækningaaðferðir hafi verið prófuð með aðferðum reynsluvísinda. Nú- tíma læknisfræði gerir þá kröfu að lækningaaðferð og lyf gangist undir formlega rannsókn þar sem gagn og ógagn, virkni og skaðsemi eru prófuð. Þau lyf og lækningaaðferðir sem standast slíkt próf verða þar með hluti af „hefðbundinni“ læknisfræði. Mörg dæmi eru um lyf sem hafa gengið þessa leið frá óhefð- bundnum grasalækn- ingum til nútíma lækn- isfræði. Algeng hjartalyf eiga uppruna sinn í blöðum digitalis- jurtarinnar og í upphafi voru laufblöðin notuð beint til lækninga, en seinna tókst að ein- angra hið virka efni í jurtinni og gefa það sem hreint efni með minni aukaverkunum og öruggari skömmtun. Aðalatriðið er að grasalyfið var prófað og reynd- ist gera hjartasjúklingum meira gagn en ógagn. Þannig komust digitalis-lyf frá óhefðbundnum lækningum yfir í læknisfræði. Prófið sem lyf og lækningaaðferðir þurfa að standast til að verða hluti af læknisfræði er einfalt í eðli sínu. Segj- um að við höfum í höndunum efni, sem við höldum að lækni tiltekinn sjúkdóm. Ferlið myndi byrja á því að kanna hugsanlega skaðsemi eða eit- urverkun efnisins í tilraunadýrum og síðan í sjálfboðaliðum. Standist efnið það próf er sett upp klínískt próf. Val- inn er hópur sjúklinga með sjúkdóm- inn sem um ræðir. Þeim er kynnt rannsóknin og beðnir um skriflegt leyfi. Sjúklingahópnum er skipt í tvennt og annar helmingurinn fær lyfið sem á að prófa, en hinn helming- urinn fær lyfleysu eða samanburðar- lyf. Eftir tiltekinn tíma er borið sam- an hvernig hópunum farnaðist, hversu margir urðu betri og hve margir versnuðu. Ef nýja lyfið gefur betri útkomu en lyfleysan eða sam- anburðarlyfið, þá er um að ræða gagnlegt lyf; annars fellur efnið á prófinu og kemst ekki í notkun í læknisfræði. Lækningum og lyfjum er ætíð ætl- að að lækna og líkna, en allar virkar lækningaaðferðir og lyf fela í sér ein- hverja áhættu á aukaverkunum sem geta verið skaðlegar. Meira að segja algeng vítamín, svo sem A- og D-vít- amín, geta verið skaðleg í of stórum skömmtum. Þegar fullyrt er að efni sem gefin eru í lækningaskyni hafi ekki aukaverkanir er líklega um það að ræða að efnin hafa ekki verið próf- uð skipulega á fólki eða tilraunadýr- um og aukaverkanirnar hafa einfald- lega ekki verið uppgötvaðar. Að minnsta kosti er hæpið að fara fram með slíkar fullyrðingar án þess að prófun hafi farið fram. Áhugamenn um óhefðbundnar lækningar kveinka sér undan þeim mikla kostnaði sem liggur í formlegri prófum á virkni og skaðsemi efna sem ætluð eru til lækninga. Þessi kostn- aður er vissulega mikill og vera má að kröfur eftirlitsstofnana séu orðnar óhóflegar og lyfjaprófanir því dýrar. Hins vegar er vart réttlætanlegt að bjóða almenningi til sölu efni í heilsu- bótarskyni eða til lækninga, ef virkni og skaðsemi efnanna er að verulegu leyti óþekkt. Óhefðbundnar lækningar eru víð- femt svið og erfitt að henda reiður á allt sem þar rúmast. Í umræðunni eru oft tekin með ýmis almenn ráð um heilsusamlegt líferni, gott mataræði, vítamín og hæfilega hreyfingu, sem hefur vissulega sannað gildi sitt í rannsóknum og er því um leið hluti af hefðbundinni læknisfræði. Hins veg- ar skilur á milli með ýmis efni sem seld eru í lækninga- eða heilsubótar- skyni án þess að fullnægjandi rann- sóknir hafi farið fram um gagn og skaðsemi þeirra. Stundum er byggt á einhverjum rannsóknagögnum en sjaldnast á formlegri klínískri rann- sókn. Það sem einkennir óhefðbundnar lækningar í samanburði við læknis- fræði er óvissan um gagnsemi og skaðsemi þess sem fram fer. Óhefð- bundnu lækningarnar grundvallast á trú manna á efnunum, grasalæknin- um eða æðri máttarvöldum, en ekki prófun reynsluvísinda. Því skal ekki neitað að trú getur gert menn heila og vafalaust hafa margir gagn af þeim stuðningi, alúð og fyrirbænum sem velviljað fólk veitir hvert öðru. Ýmis fæðubótarefni og efni sem seld eru í lækningaskyni lenda á gráu svæði þar sem einhver en ónóg rannsóknagögn eru til staðar. Óvissan er minnst í þeim tilvikum þar sem loddarar nýta sér örvæntingu sjúklinga til að hafa af þeim fé með gagnslausum töfralækn- ingum. Þegar okkur býðst lækning eða heilsubót ættum við að geta spurt lækninn eða kaupmanninn: „Hvernig veistu að þetta geri mér gagn?“ „Hvernig veistu að þetta er ekki skað- legt?“ Það er síðan hvers og eins að ákveða hvort hann sættir sig við svar sem ekki byggist á reynslu og form- legri prófun með klínískri rannsókn. Læknisfræði og óhefð- bundnar lækningar Einar Stefánsson Höfundur er prófessor í læknisfræði. Lækningar Munurinn á læknisfræði og óhefðbundnum lækn- ingum liggur alfarið í því, segir Einar Stef- ánsson, hvort lyf og lækningaaðferðir hafi verið prófuð með að- ferðum reynsluvísinda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.