Morgunblaðið - 24.01.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.01.2002, Blaðsíða 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2002 23 Draumur kaffiunnenda! Veitum faglega ráðgjöf um val á kaffivélum. Fjölbreytt úrval í mörgum litum og gerðum. SAECO er stærsti framleiðandi expresso-kaffivéla á Ítalíu. Expresso- Cappuccino kaffivélar Verð frá kr. 14.915 stgr. ABDEL Basset Ali al-Megrahi kom ekki fyrir sprengju í breiðþotu Pan Am-flugfélagsins sem sprakk yfir skoska bænum Lockerbie árið 1988, að sögn verjenda al-Megrahis en hann kom fyrir áfrýjunarrétt í mál- inu í Hollandi í gær en réttarhöldin fara fram í búðum sem voru reistar vegna Lockerbie-málaferlanna. Verj- endurnir segjast hafa í fórum sínum ný gögn sem sanni sakleysi Líbýu- mannsins sem hlaut lífstíðarfangelsi í janúar 2001. Farþegaþotan var á leið frá London til New York; 270 manns fórust í tilræðinu, þar af nokkrir á jörðu niðri. Sjónvarpað verður beint frá réttarsalnum og mun það ekki hafa gerst fyrr í glæpamáli fyrir breskum rétti. Al-Megrahi var fundinn sekur um að hafa komið sprengjunni fyrir í ferðatösku sem hann hafi sent frá Möltu til Frankfurt í Þýskalandi en þar hafi hún verið látin í vélina sem sprengd var. Líbýustjórn neitaði ár- um saman að framselja sakborning- inn og félaga hans sem var reyndar sýknaður í réttarhöldunum. Mála- miðlun náðist loks og var þá ákveðið að réttað yrði fyrir skoskum dómstóli en jafnframt að hann myndi starfa í Hollandi. Áfrýjunarmálinu var frestað um einn dag í gær en það hefst aftur í dag. Framburður verslunareiganda á Möltu sem var ein mikilvægasta rök- semdin fyrir dóminum er að sögn BBC dregin í efa en hann segist hafa selt al-Megrahi fatnað sem sagt er að vafið hafi verið utan um sprengjuna í töskunni. Örlitlar leifar af fataefninu fundust í braki sem féll til jarðar í Lockerbie. Óljóst virðist vera hvort kaupmaðurinn, Tony Gauci, hafi með vissu borið kennsl á al-Megrahi við sakbendingu. Einnig er fullyrt að brotist hafi verið inn í farangursgeymslu Pan Am á Heathrow-flugvelli í Englandi 21. desember, sama dag og breiðþotan hélt frá Heathrow. Er gefið í skyn að sprengjunni hafi þá verið smyglað inn í geymsluna en ekki nokkru fyrr á Möltu. Búist er við að málið verði allt að sex vikur fyrir réttinum að þessu sinni enda jafnt fjölskylda al-Megr- ahis og aðstandendur þeirra sem fór- ust sammála um að enn sé margt á huldu um hvað gerðist. Bandaríkjamenn hafa krafist þess að Líbýustjórn taki á sig ábyrgðina og greiði skaðabætur en al-Megrahi var í leyniþjónustu Moammars Gadd- afis Líbýuleiðtoga. Telja margir að- standendur að Gaddafi hafi sjálfur gefið skipun um tilræðið. Líbýa er á lista stjórnvalda í Washington yfir ríki sem styðja hryðjuverk og sögðu talsmenn Bandaríkjastjórnar í gær að ekki yrði breyting þar á. Áfrýjun vegna Lock- erbie-tilræðisins Verjendur segj- ast hafa ný gögn sem sanni sak- leysi al-Megrahis Zeist-búðunum í Hollandi. AFP. Reuters Mohammed Magdami, bróðir al-Megrahis, og fleiri ættingjar mótmæla dóminum frá því í fyrra við húsakynni skoska réttarins í Hollandi í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.