Morgunblaðið - 24.01.2002, Síða 23

Morgunblaðið - 24.01.2002, Síða 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2002 23 Draumur kaffiunnenda! Veitum faglega ráðgjöf um val á kaffivélum. Fjölbreytt úrval í mörgum litum og gerðum. SAECO er stærsti framleiðandi expresso-kaffivéla á Ítalíu. Expresso- Cappuccino kaffivélar Verð frá kr. 14.915 stgr. ABDEL Basset Ali al-Megrahi kom ekki fyrir sprengju í breiðþotu Pan Am-flugfélagsins sem sprakk yfir skoska bænum Lockerbie árið 1988, að sögn verjenda al-Megrahis en hann kom fyrir áfrýjunarrétt í mál- inu í Hollandi í gær en réttarhöldin fara fram í búðum sem voru reistar vegna Lockerbie-málaferlanna. Verj- endurnir segjast hafa í fórum sínum ný gögn sem sanni sakleysi Líbýu- mannsins sem hlaut lífstíðarfangelsi í janúar 2001. Farþegaþotan var á leið frá London til New York; 270 manns fórust í tilræðinu, þar af nokkrir á jörðu niðri. Sjónvarpað verður beint frá réttarsalnum og mun það ekki hafa gerst fyrr í glæpamáli fyrir breskum rétti. Al-Megrahi var fundinn sekur um að hafa komið sprengjunni fyrir í ferðatösku sem hann hafi sent frá Möltu til Frankfurt í Þýskalandi en þar hafi hún verið látin í vélina sem sprengd var. Líbýustjórn neitaði ár- um saman að framselja sakborning- inn og félaga hans sem var reyndar sýknaður í réttarhöldunum. Mála- miðlun náðist loks og var þá ákveðið að réttað yrði fyrir skoskum dómstóli en jafnframt að hann myndi starfa í Hollandi. Áfrýjunarmálinu var frestað um einn dag í gær en það hefst aftur í dag. Framburður verslunareiganda á Möltu sem var ein mikilvægasta rök- semdin fyrir dóminum er að sögn BBC dregin í efa en hann segist hafa selt al-Megrahi fatnað sem sagt er að vafið hafi verið utan um sprengjuna í töskunni. Örlitlar leifar af fataefninu fundust í braki sem féll til jarðar í Lockerbie. Óljóst virðist vera hvort kaupmaðurinn, Tony Gauci, hafi með vissu borið kennsl á al-Megrahi við sakbendingu. Einnig er fullyrt að brotist hafi verið inn í farangursgeymslu Pan Am á Heathrow-flugvelli í Englandi 21. desember, sama dag og breiðþotan hélt frá Heathrow. Er gefið í skyn að sprengjunni hafi þá verið smyglað inn í geymsluna en ekki nokkru fyrr á Möltu. Búist er við að málið verði allt að sex vikur fyrir réttinum að þessu sinni enda jafnt fjölskylda al-Megr- ahis og aðstandendur þeirra sem fór- ust sammála um að enn sé margt á huldu um hvað gerðist. Bandaríkjamenn hafa krafist þess að Líbýustjórn taki á sig ábyrgðina og greiði skaðabætur en al-Megrahi var í leyniþjónustu Moammars Gadd- afis Líbýuleiðtoga. Telja margir að- standendur að Gaddafi hafi sjálfur gefið skipun um tilræðið. Líbýa er á lista stjórnvalda í Washington yfir ríki sem styðja hryðjuverk og sögðu talsmenn Bandaríkjastjórnar í gær að ekki yrði breyting þar á. Áfrýjun vegna Lock- erbie-tilræðisins Verjendur segj- ast hafa ný gögn sem sanni sak- leysi al-Megrahis Zeist-búðunum í Hollandi. AFP. Reuters Mohammed Magdami, bróðir al-Megrahis, og fleiri ættingjar mótmæla dóminum frá því í fyrra við húsakynni skoska réttarins í Hollandi í gær.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.