Morgunblaðið - 03.02.2002, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 03.02.2002, Blaðsíða 41
Vonandi líður afa vel á nýjum, fal- legum og fjörugum stað. Jóhanna, Dagbjört og Kristján. Með Valdimar Andréssyni er fall- inn frá öðlingur, einn af mörgum sem settu sterkan svip á Neskaup- stað á liðinni öld. Frá blautu barnsbeini ólst hann upp við sjómennsku og störf sem henni tengdust. Hann vann á skipum Norðfirðinga sem sjómaður, mótor- isti og formaður frá 14 ára aldri, 1923, til ársins 1973 eða í hálfa öld og öðlaðist reynslu og yfirsýn sem fæst við að lifa og hrærast í síbreyti- legri atvinnugrein. Fyrsta fleytan sem hann réð sig á var Gauti, elsti vélbátur Norðfirð- inga og nú safngripur, og þaðan lá leiðin um stækkandi flota upp í tog- ara, en sjósóknina endaði Valdimar á trillu. Vinna í landi við fiskverkun og viðhald báta og veiðarfæra var fast- ur liður lengst af og útgerð frá Hornafirði og víðar úr verstöðvum sjálfsagður þáttur í tilveru Valdi- mars eins og margra norðfirskra sjómanna fram undir miðja öldina. Valdimar fæddist í hjarta þorpsins á Nesi þar sem hét Nesstekkur og síðar reis stórhýsi kaupfélagsins Fram. Hann kom til utan hjóna- bands og var tekinn í fóstur mán- aðargamall af Vilborgu Þorkelsdótt- ur og Birni Eiríkssyni, sem drukknaði þegar Valdimar var að- eins 10 ára. Ekki að undra að hann á efri árum minntist oft fóstru sinnar Vilborgar með virðingu og hlýhug og helst að eiginkonan Pálína Ísaks- dóttir tæki henni fram. Með henni kom Valdimar sér upp fallegu heim- ili sem fylltist af fjórum tápmiklum piltum sem allir fetuðu í fótspor föð- ur síns og urðu landsfrægir skip- stjórar og aflaklær. Fereykið Sig- urjón, Ísak, Hjörvar og Helgi urðu eðlilega stolt foreldra sinna sem gáfu þeim ekki aðeins sjómennskuna í arf heldur líka menningarlegt uppeldi. Ég kynntist þessu heimili fljótlega eftir að við Kristín fluttum til Nes- kaupstaðar 1963, áttum heima við sömu götu og starfsstöð mín sem kennara nánast í næsta húsi. Fyrir landkrabba var gefandi að skynja andrúmsloftið innan veggja hjá Valdimar og Pálínu og hlýða á tal þeirra feðga og gestkomandi. Oft teygðist úr þessum húsvitjunum og þá voru ljóð og aðrar bókmenntir brátt orðin umræðuefnið og stutt í heimsmálin. Ég hafði ungur lesið bókmennta- sögu Kristins E. Andréssonar, hálf- bróður Valdimars, og þótti sjálfsagt að sjómaðurinn væri á svipaðri bylgjulengd. En landið þvert og ólík viðfangsefni skildu þá bræður að og meiri kynni munu hafa tekist með Valdimar og Kristjáni hálfbróður hans í Hafnarfirði. Eftir að ég varð Homo politicus að aðalstarfi átti ég færri stundir með Valdimar og hans fólki þótt alltaf hittumst við öðru hvoru á götu eða þá ég leit við á vinnustað hans í salt- fiskverkun SVN. Þar stóð þessi kempa yfir stömpum og körum fram yfir áttrætt eins og ekkert væri sjálfsagðara. Heilræði átti hann oft til að gefa, ekki síst tengd reynslu- heimi hans á sjónum. Friðun fiski- stofna á uppvaxtarstöðvum var hon- um hjartans mál og hann galt varhug við stórtækum veiðarfærum eins og snurvoð og botnvörpu og hvatti til varfærni við notkun þeirra. Valdimar var í senn heilsteyptur maður og margbrotinn, sjálfmennt- aður og bókelskur, lá ekki á skoð- unum sínum við kunnuga, glettinn og hlýr og afar raungóður. Þau Pálína fluttu sig um set við Mýrargötuna um 1990 og áttu þar saman að ég best veit góða daga síð- asta áratuginn. Hvers geta menn óskað sér frekar, með skýran huga og styrka hönd fram á tíræðisaldur og ævistarf að baki til að vera hreyk- inn af. Það er gott að hafa átt samleið með slíku fólki sem með elju sinni lyfti íslensku samfélagi frá fátækt til velmegunar. Pálínu, sonum, tengdafólki og vandamönnum öllum sendum við Kristín samúðarkveðjur. Hjörleifur Guttormsson. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2002 41 Reykjavíkurprófastsdæmi: Hádegis- fundur presta verður í Bústaðakirkju á morgun, mánudag 4. febr., kl. 12. Hallgrímskirkja. Æskulýðsfélagið Örk mánudagskvöld kl. 20. Háteigskirkja. Félagsvist fyrir eldri borgara í Setrinu á neðri hæð safn- aðarheimilis mánudag kl. 13. TTT- klúbburinn kl. 17. Lifandi og fjöbreytt starf fyrir börn úr 4.–6. bekk í umsjón Andra, Gunnfríðar, Guðrúnar Þóru og Jóhönnu. Öll börn velkomin og alltaf hægt að bætast í hópinn. Laugarneskirkja. 12 spora hópar koma saman mánudag kl. 20 í safn- aðarheimilinu. Margrét Scheving sál- gæsluþjónn er við stjórnvölinn. (Sjá síðu 650 í Textavarpi). Neskirkja. 6 ára starf mánudag kl. 14. Öll börn í 1. bekk velkomin. TTT-starf (10–12 ára) mánudag kl. 16.30. Öll börn í 4. og 5. bekk velkomin. Alfa námskeið mánudag kl. 19. Síðustu forvöð að skrá sig. Litli kórinn, kór eldri borgara, þriðjudag kl. 16.30. Stjórn- andi Inga J. Backman. Nýir félagar vel- komnir. Foreldramorgunn miðvikudaga kl. 10–12. Fræðsla frá Málbjörg, félagi um stam. Umsjón Elínborg Lárusdóttir. Seltjarnarneskirkja. Æskulýðsfélagið kl. 20. Árbæjarkirkja. Sunnudagur: Æsku- lýðsfundur kl. 20. Mánudagur: TTT- klúbburinn frá kl. 17–18. Fella- og Hólakirkja. Mánudagur: Fjöl- skyldumorgnar (mömmumorgnar) mánudag í safnaðarheimili kirkjunnar kl. 10–12. Heitt á könnunni og eitt- hvað hollt og gott fyrir börnin. Starf fyr- ir 11–12 ára stúlkur kl. 17–18. Starf fyrir 9–10 ára drengi kl. 17–18. Ung- lingastarf á mánudagskvöldum kl. 20.30. Grafarvogskirkja. Sunnudagur: Bæna- hópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum alla virka daga frá kl. 9–17 í síma 587- 9070. Mánudagur: KFUK fyrir stúlkur 9–12 ára kl. 17.30–18.30. KFUM yngri deild í Borgaskóla kl. 17–18. Kirkjukrakkar fyrir 7–9 ára kl. 17.30– 18.30. TTT (10–12 ára) kl. 18.30– 19.30 í Korpuskóla. Hjallakirkja. Mánudagur: Æskulýðs- félag fyrir unglinga 13–15 ára kl. 20. Þriðjudagur: Prédikunarklúbbur presta í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra er í Hjallakirkju kl. 9.15–10.30. Umsjón Sigurjón Árni Eyjólfsson. Seljakirkja. Mánudagur: KFUK fundur fyrir stelpur á aldrinum 9–12 ára kl. 17.15 í kirkjunni. Fjölbreytt fundarefni. Allar stelpur velkomnar. Vídalínskirkja. Fjölbreytt kristilegt starf fyrir 9–12 ára drengi í Kirkjuhvoli á mánudögum kl. 17.30 í umsjón KFUM. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Mánudags- kvöld kl. 20–22 eldri félagar. Lágafellskirkja. Mánudagur: Al-Anon fundur í kirkjunni kl. 21. Bænahópur á mánudagskvöldum í Lágafellskirkju kl. 20. Kirkjukrakkafundur í Varmárskóla kl. 13.15–14.30. TTT-fundir í safnað- arheimili kl. 16–17. Fundir í æskulýðs- félaginu Sánd kl. 17–18. Þorlákskirkja. TTT-starf í kvöld sunnu- dag kl. 19.30. Hvammstangakirkja. KFUM&K starf kirkjunnar í Hrakhólum mánudag kl. 17.30. Krossinn. Almenn samkoma í Hlíða- smára 5 kl. 16.30. Allir velkomnir. Landakirkja Vestmannaeyjum. Mánu- dagur: Kl. 16.45 æskulýðsstarf fatl- aðra, eldri deild. Fíladelfía. Brauðsbrotning kl. 11. Ræðumaður Erling Magnússon. Al- menn samkoma kl. 16.30. Lofgjörð- arhópur Fíladelfíu leiðir söng. Ræðu- maður Dave Smethuret. Allir hjartanlega velkomnir. KEFAS, Vatnsendavegi 601. Sunnu- dagur: Samkoma kl. 16.30. Bæna- stund fyrir samkomu kl. 16. Ræðu- maður Helga R. Ármannsdóttir. Lofgjörð og fyrirbænir. Tvískipt barna- starf fyrir börn frá eins árs aldri. Allir velkomnir. Þriðjudagur: Brauðsbrotning og bæna- stund kl. 20.30. Miðvikudagur: Sam- verustund unga fólksins kl. 20.30. Mikil lofgjörð og orð guðs rætt. Allt ungt fólk hjartanlega velkomið. Séra Jürgen Jamin býður einu sinni í mánuði upp á leiðsögn til skilnings á helgihaldi (litúrgíu) kirkjunnar og mik- ilvægi heilagrar messu í lífi okkar í safnaðarheimili Kristskirkju við Há- vallagötu 16. Næsti fundur verður mánudaginn 4. febrúar og hefst kl. 20. Þátttaka ókeypis og allir eru hjartan- lega velkomnir. Akureyrarkirkja. Fundur í Æskulýðs- félagi kirkjunnar kl. 17. Safnaðarstarf UM þessar mundir er að hefjast nýtt námskeið um kristna trú í Hafnarfjarðarkirkju undir heitinu „Hvað viltu mér, Kristur?“ Á nám- skeiðinu verður leitað svara við ýmsum brennandi spurningum um málefni samtímans og kristinnar trúar. Námskeiðinu er skipt í eftirfar- andi þemu: 1. Kynning. 2. Biblían. 3. Jesús. 4. Dauðinn og eilífðin sam- kvæmt Biblíunni. 5. Guð. Hver er Guð kristinnar trúar? 6. Hið illa í heiminum. 7. Kirkja. 8. Kristin sið- fræði. Leiðbeinandi á námskeiðinu er sr. Þórhallur Heimisson. Auk hans munu fjölmargir gestir koma í heimsókn og taka þátt í umræðum. Öllum sem hafa áhuga er bent á að skrá sig í síma Hafnarfjarð- arkirkju. Einnig er hægt að fá nán- ari upplýsingar hjá sr. Þórhalli með því að senda tölvupóst á theimis@- simnet.is. Námskeiðið hefst þriðju- daginn 12. febrúar. Þorragleði eldri borg- ara í Langholtskirkju EINS og undanfarin ár fagna eldri borgarar í Langholtssöfnuði þorra með gleðisamkomu í kirkjunni sinni miðvikudaginn 6. febrúar nk. kl. 13–16. Stundin hefst með kaffisopa í safnaðarheimilinu kl. 13. Síðan verður gengið til kirkju þar sem sóknarprestur, djákni og organisti ásamt góðum gestum flytja bæna- gjörð, hugvekju, stýra söng og gleðimálum. Eftir stundina verður gengið að borðum sem svigna undan gómsæt- um þorramat. (Verð veitinga er að- eins 1.200 krónur.) Að borðhaldi loknu gefst tími til spjalls eða spila- mennsku og gleðinni lýkur síðan kl. 16. Góðar leiðir eru að Langholts- kirkju með Strætó bs. Leið 2 stans- ar fyrir framan kirkjuna, einnig stoppar leið 5 á Langholtsveginum, göngubraut liggur upp að kirkj- unni. Eldri borgurum og hreyfi- hömluðum í hverfinu er boðið upp á akstur heiman og heim. Áhugasamir um þátttöku í þorra- gleðinni eru beðnir að hafa sam- band við Svölu í síma 520 1300 eða 862 9162 ekki síðar en fyrir hádegi 5. febrúar. Allir velkomnir. Starfsfólk Langholtssafnaðar. Aðalfundur Safn- aðarfélags Graf- arvogskirkju AÐALFUNDUR Safnaðarfélags Grafarvogskirkju verður nk. mánu- dag, 4. febrúar, kl. 20:00. Fundurinn hefst með venjulegum aðalfundarstörfum, síðan mun Sig- rún Aðalbjarnardóttir prófesor flytja erindi sem nefnist: Uppeldi til virðingar fyrir sjálfum sér og öðr- um. Allir velkomnir. Stjórnin. Hvað viltu mér, Kristur? Hafnarfjarðarkirkja. Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Þar sem húsnæði Bridssambands Íslands í Síðumúla 37 er að verða tilbúið hafa deildir okkar ákveðið að endurvekja bridskvöld okkar á mánudögum. Mánudaginn 4. febrúar nk. kl. 19.30 hefst tveggja kvölda tvímenn- ingur. Rauðvín í verðlaun fyrir bestu skor bæði í N/S og A/V. Sérstök verðlaun fyrir samanlagðan árangur bæði kvöldin. Spilagjald er 700 kr. en 600 kr. fyrir eldri borgara. Spilað í Síðumúla 37, 3. hæð (lyfta) mánu- dagskvöld kl. 19.30. Skráning á spila- stað ef mætt er stundvíslega. Spila- stjóri verður sem fyrr Ísak Örn Sigurðsson. Við förum aftur á stað í von um að okkar fjölmörgu félagar séu ekki búnir að gleyma hve gaman var að spila brids á mánudagskvöldum hjá Bridsdeild Barðstrendinga og Brids- félagi kvenna. Bridsmót nemenda í Háteigsskóla Sl. laugardag fór fram bridsmót í Háteigsskóla þar sem þátttakend- urnir voru á aldrinum 10–12 ára og var spilað á 13 borðum. Mótið var hluti af uppskeruhátíð því allir 10–12 ára nemendur skólans höfðu hlotið 20 kennslustunda námskeið í barna- brids í umsjón Ljósbrár Baldurs- dóttur. Mikil spilagleði ríkti meðal barnanna og foreldrar og systkini fylgdust með af áhuga. Í lok móts fengu allir þátttakendur vinninga sem gefnir voru af fjölmörgum fyr- irtækjum og þakka aðstendendur mótsins stuðninginn. Úrslit: 1 Atli Sigurðsson og Brynjar Kristjánsson 2. Hulda Þorsteinsd. og Áslaug Haraldsd. 3. Birkir B. Ingólfss. og Mímir Guðvarðss. Beðið eftir úrslitunum í bridsmótinu sem fram fór í Háteigsskóla sl. laugardag. Sigurvegararnir í bridsmótinu í Háteigsskóla. Talið frá vinstri: Hulda Þorsteinsdóttir, Áslaug Haraldsdóttir, Brynjar Kristjánsson, Birkir Blær Ingólfsson, Atli Sigurðsson og Mímir Guðvarðsson. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Vesturlandsmót í sveitakeppni Vesturlandsmót í sveitakeppni verður spilað á Hótel Borgarnesi föstudaginn 8. febrúar og laugardag- inn 9. febrúar. Skráningu skal lokið miðvikudag 6. febrúar fyrir kl. 23:00. Tekið er við skráningu hjá Dóru í síma 437-1241, Sveinbirni í síma 437- 0029 og hjá Bridssambandi Íslands. Spilagjald ákvarðast af þátttöku en líklegt er að það verði kr. 20.000 á sveit með hádegisverði á laugardag og standandi kaffi. Bridsfélag Borgarfjarðar Nú stendur yfir aðalsveitakeppni félagsins með þátttöku átta sveita. Eftir þrjár umferðir er staðan þessi: Sv. Sindra Sigurgeirssonar 60 Sv. Ingólfs Helgasonar 54 Sv. Sigurðardætra 50 Sv. Guðmundar Péturssonar 50 Sparisjóðurinn í forystu hjá Bridsfélagi Akureyrar Sex umferðum af níu er lokið í að- alsveitakeppni Bridsfélags Akureyr- ar og hafa tvær sveitir náð nokkru forskoti þótt allt geti gerst enn. Sveit Sparisjóðs Norðlendinga er komin í toppsætið eftir að hafa náð fullu húsi stiga sl. þriðjudagskvöld. Þar munar mest um góða frammistöðu Sveins Pálssonar og Jónasar Róbertssonar, en þeir eru efstir í fjölsveitaútreikn- ingi. Staða fimm efstu sveita: Sparisjóður Norðlendinga 128 Páll Pálsson 124 Ævar Ármannsson 110 Stefán Vilhjálmsson 96 Sveinn Stefánsson 96 Efstu pör í „Butler“: Sveinn – Jónas 1,95 Grettir Frímannss. – Hörður Blöndal 1,88 Gylfi Pálsson – Helgi Steinsson 0,88 Pétur Guðjónsson – Stefán Ragnarss. 0,85 Einnig er spilað á sunnudags- kvöldum og er spilaður eins kvölds tvímenningur. Spilað er kl. 19.30 í Hamri. KIRKJUSTARF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.