Morgunblaðið - 03.02.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 03.02.2002, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                !  "   #$! % !         BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. BERGUR Felixson, framkvæmda- stjóri Leikskóla Reykjavíkur, og Kristín Blöndal, formaður Leikskóla- ráðs Reykjavíkur, voru gestir í Kast- ljósi Sjónvarpsins sl. miðvikudags- kvöld, enda hafa sjónir fólks beinst nokkuð að daggæslu í heimahúsum upp á síðkastið vegna harmleiks sem ekki verður farið nánar út í hér. Spurt var um eftirlit með daggæslu í heimahúsum og því haldið fram í svari að farið væri í heimsóknir til dagmæðra, án fyrirvara, ef ábending- ar bærust um að ekki væri allt með felldu. Jafnframt var ýtt undir það sjónarmið að foreldrar væru sjálfir best til þess fallnir að fylgjast með starfsemi dagmæðra. Af því tilefni skal tekið fram að undirrituð hefur persónulega reynslu af þjónustu Leikskóla Reykjavíkur sem er í engu samræmi við þessar fullyrðingar Bergs Felixsonar og Kristínar Blön- dal. Dóttir mín var í daggæslu í heimahúsi í þrjá mánuði haustið 2000 (frá 10–13 mánaða), hjá dagmóður með tilskilin leyfi frá Leikskólum Reykjavíkur. Plássinu var sagt upp þar sem umönnun var hvorki í sam- ræmi við starfsreglur þær sem Leik- skólar Reykjavíkur miða við (tíund- aðar í bæklingi sem dagmæður afhenda foreldrum og liggja frammi hjá stofnuninni), né skilgreiningu sæmilega meðvitaðra foreldra á boð- legri eða öruggri gæslu fyrir börn. Undirrituð kvartaði tvisvar símleiðis við daggæsluráðgjafa vegna þátta sem ekki voru í lagi hjá dagmóður- inni. (Dæmi um vanrækslu: barnið var látið sofa í vagni á úti svölum án þess að vera fest í beisli þrátt fyrir ítrekuð mótmæli.) Er öryggi kannski spurning um „sérvisku“ eða „smekk“? Eftir að vistun lauk sendi undirrit- uð vélritaðar athugasemdir á nokkr- um A4 blöðum um fleiri óviðunandi þætti starfseminnar, sem bæði voru rökstuddar með vísunum í fyrr- greindar reglur stofnunarinnar um framkvæmd daggæslu í heimahús- um, sem og fjölmörgum dæmum um það sem miður fór við aðbúnað og umönnun barnsins (og annarra). Í fyrsta lagi lét daggæsluráðgjafi sem umsjón hefur með starfsemi um- ræddrar dagmóður hana sjálfa vita að von væri á kvörtunum áður en at- hugasemdirnar voru sendar til stofn- unarinnar. Í öðru lagi var dagmóðirin ekki heimsótt án fyrirvara til þess að kanna hvort allt væri með felldu, líkt og lýst var yfir í sjónvarpinu í gær. Auk þess sem fullyrðingum um að viðkomandi hefði fleiri börn í gæslu í einu en leyfilegt er var vísað á bug, meðal annars á þeirri forsendu að daggæsluráðgjafinn hefði ekki orðið þess var í reglubundnum heimsókn- um til dagmóðurinnar! Kunna for- eldrar kannski ekki að telja? Reynsla mín af eftirliti Leikskóla Reykjavíkur með dagmæðrum á þeirra vegum er því í algeru ósam- ræmi við fullyrðingar framkvæmda- stjóra Leikskóla Reykjavíkur og for- manns Leikskólaráðs Reykjavíkur í Kastljósinu í gær. Þess má einnig geta að undirrituð heimsótti skrif- stofur Leikskóla Reykjavíkur nokkr- um sinnum á meðan á þessu stóð og ræddi við fleiri daggæsluráðgjafa. Var sú skoðun látin í ljósi að minnsta kosti einu sinni að daggæsluráðgjafar stæðu nánast vanmáttugir frammi fyrir dagmæðrum sem ekki sinna starfi sínu sem skyldi þar sem „vinnuréttur þeirra væri svo sterkur“ (eins og tekið var til orða), auk þess sem haft var á orði að til væru staðir sem þess væri óskandi að hægt væri að loka „með slagbrandi fyrir dyrum“ (önnur bein tilvitnun). Að framansögðu má því vera ljóst að eftirlit með daggæslu í heimahús- um er ekki með þeim hætti sem fyrr- greindir fulltrúar lýstu í Sjónvarpinu í gær. Það verður bara að segjast eins og er að nefnd móðir prísar sig sæla yfir því að hafa ekki þurft að reiða sig á eftirlitsþátt þjónustu stofnunarinn- ar aftur, enda var eina úrræðið að segja plássinu fyrirvaralaust upp. Þar að auki var viðmótið þannig hjá starfsfólki Leikskóla Reykjavíkur að svo virðist sem meiri áhersla sé lögð á að tryggja hagsmuni dagmæðra en skjólstæðinga þeirra hjá stofnuninni, með vísan í fyrrgreind ummæli um „vinnurétt dagmæðra“ sem viðhöfð voru oftar en einu sinni. Þess skal getið að síðustu að barnið fékk pláss hjá annarri dagmóður á vegum Leikskóla Reykjavíkur skömmu síðar, mikilli sómakonu, sem rækir starf sitt bæði af alúð og um- hyggju. Á viðunandi umönnun ein- vörðungu að vera spurning um heppni? HELGA KRISTÍN EINARSDÓTTIR, blaðamaður. Misbrestur á eftir- liti með dagmóður Frá Helgu Kristínu Einarsdóttur: C vítamín 500 mg Eflir varnir. Allt vítamínið í töflunni nýtist þér. C vítamín forði í 12 klst. Nýtt frá Biomega Fæst í apótekum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.