Morgunblaðið - 03.02.2002, Síða 64

Morgunblaðið - 03.02.2002, Síða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. AFTAKAVEÐUR var um vestan- og norðanvert landið í gærdag og höfðu björgunarsveitarmenn í nógu að snúast við að aðstoða fólk og bjarga verð- mætum. Veðurstofan lýsti yfir viðbúnaðarstigi vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vest- fjörðum og norðanverðum Tröllaskaga. Einna verst var veðrið á vestur- og norðanverðu landinu þar sem vindhraði fór upp í 50 til 60 metra á sekúndu í mestu hviðunum. Víða var rafmagns- laust og þegar Morgunblaðið fór í prentun var óvíst hvenær rafmagn kæmist á alls staðar. Á höfuðborgarsvæðinu var veður slæmt og um 50 björgunarsveitarmenn að störfum þegar mest var. Sinntu þeir aðallega beiðnum vegna foks en mikið var um að þakplötur og lausamunir fykju. Vörubifreið fauk út af vegi í Kollafirði og maður slasaðist og var fluttur til Reykjavíkur eftir að bif- reið hans fauk út af veginum undir Ingólfsfjalli. Á Ísafirði var hvasst og snjóþungt eins og sést á meðfylgjandi mynd og átti fólk í erfiðleikum með að komast leiðar sinnar. Sömu sögu er að segja af færð víðar af landinu. Morgunblaðið/Sigurjón Sigurðsson Víða erfiðleikar í aftakaveðri  Rafmagnstruflanir/2 HIÐ nýja og glæsilega hafrannsókna- skip, Árni Friðriksson RE, verður að öllum líkindum bundið við bryggju í hálfan annan mánuð þar sem ekki er til nægilegt fé til að halda skipinu úti. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Haf- rannsóknastofnunarinnar, segist von- góður um að hægt verði að auka út- hald skipsins á næstu árum. Árni Friðriksson RE var smíðaður fyrir Hafrannsóknastofnunina í Chile og kom til landsins í maí árið 2000. Það er eitt best búna skip sinnar teg- undar í heiminum og hefur gerbylt aðstöðu til mælinga og rannsókna í hafinu umhverfis Ísland. Skipinu hef- ur ekki verið haldið til sjós frá því að loðnurannsóknaleiðangri Hafrann- sóknastofnunarinnar lauk hinn 16. janúar sl. sem reyndar tókst að ljúka verulega á undan áætlun, en útlit er fyrir að það muni liggja óhreyft við bryggju fram í marsmánuð. Jóhann segir oftast lægð í starfsemi skipanna í desember og janúar, enda veður óhagstæð. Hugsanlegt sé að skipið taki þátt í tilraunum með neðansjáv- armerkingarbúnað síðar í þessum mánuði en þær gætu þó dregist fram í aprílmánuð, þar sem samstarfsaðilar í verkefninu hafi óskað þess. Jóhann segir að gert sé ráð fyrir nokkrum samdrætti á starfsemi stofnunarinnar á þessu ári, líkt og al- mennt í ríkisbúskapnum. Þar að auki hafi stuðningi við ýmis verkefni stofn- unarinnar lokið á síðasta fjárlagaári. „Við getum því ekki sinnt eins mörg- um verkefnum og við gjarnan vildum. Auðvitað myndum við vilja sjá betri nýtingu á skipinu og verkefnin eru óþrjótandi. Það kostar hins vegar mikið fé að halda úti skipinu og það er einfaldlega ekki til ráðstöfunar.“ Jóhann segir að þótt rekstrarfé stofnunarinnar hafi aukist nokkuð með tilkomu nýja skipsins vegi það ekki upp gríðarlega kostnaðarsamt út- hald hins stóra skips. „Þegar tekin var ákvörðun um smíði skipsins var ekki gert ráð fyrir miklu meira úthaldi haf- rannsóknaskipanna en þá var. Þrátt fyrir að rekstur Árna Friðrikssonar sé dýrari en rekstur eldri skipanna var það talið geta sinnt okkar verkefnum á skemmri tíma með skilvirkari mæling- um. Það sannaðist til dæmis í loðnu- rannsóknaleiðangrinum.“ Óhreyft við bryggju í hálfan annan mánuð Fjárskortur hamlar starfsemi nýja hafrannsóknaskipsins BJÖRN Bjarnason, oddviti Sjálf- stæðisflokksins í komandi borgar- stjórnarkosningum, segist tilbúinn til að skoða til hlítar hvort skil- greina eigi rétt allra barna frá t.d. 1½ árs eða 2 ára aldri til leikskóla- vistar. Samkvæmt grunnskólalögum er sveitarfélögum nú skylt að halda skóla fyrir öll börn og unglinga á aldrinum 6-16 ára. „Ég tel, að þetta eigi að skoða af alvöru og til hlítar,“ segir Björn. „Álitamálin eru spennandi og snerta að sjálfsögðu fleiri þætti en lúta beint að sveitarstjórnarmálum, en nauðsynlegt er að frumkvæði komi frá þeim, sem reka leikskólana, sveitarstjórnunum.“ Leikskólamálin kosningamál Björn segist hafa beitt sér fyrir margvíslegum breytingum í skóla- málum á grundvelli víðtæks sam- ráðs við alla, sem hlut eigi að máli, og honum þyki verðugt viðfangsefni að nálgast málefni leikskólans út frá þeim forsendum að réttur barna til leikskólavistar verði skilgreindur á þennan hátt. Björn segir að leikskólamálin verði kosningamál. „Já, þau verða það. Ástæðulaust er að þrátta um tilvist biðlistanna, þeir blasa við öll- um, og eins hitt, að R-listinn hefur svikið kosningaloforð sín vegna leik- skólanna. Ég vil, að í kosningabar- áttunni ræði menn meginsjónarmið um gildi og markmið leikskóla- starfsins og aukna þjónustu á þessu skólastigi. Reykvíkingar geta mikið lært af öðrum í þessu efni og í borg- inni hafa menn verið ótrúlega seinir að nýta sér þau tækifæri, sem gef- ast, eins og til dæmis sést af því, hve Leikskólar Reykjavíkur hafa verið seinir að laga starfsemi sína að breytingum á reglugerð, sem ég gerði 9. maí á síðasta ári og heim- ilar, að fleiri börn nýti rými í leik- skólum en áður. Breytingin auðveldaði til dæmis bæjaryfirvöldum á Akureyri að bjóða öllum tveggja til sex ára börn- um leikskólarými síðasta haust, en þar hafa sjálfstæðismenn haft for- ystu um að eyða biðlistum leikskóla- barna á þremur árum, en á átta ár- um R-listans í Reykjavík hafa biðlistarnir lengst.“ Borgarstjóraefni sjálfstæðismanna Athugandi hvort skilgreina á rétt barna til leikskóla  Stöðnun í Reykjavík/10 MARKAÐS- og sölustarf hjá Flug- leiðahótelum hf. vegna endurnýjaðs og stærra Hótels Esju í Reykjavík, sem tekið verður í notkun vorið 2003, hófst fyrir nokkru. Hafa þegar verið bókaðar 10 til 15 alþjóðlegar ráð- stefnur, en alls er stækkunin fjár- festing uppá yfir 1.800 milljónir króna. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, tjáði Morgunblaðinu að þrátt fyrir nokkra erfiðleika í rekstri félagsins á síðasta ári hefði verið ákveðið að slaka í engu á markaðs- og sölustarfsemi fyrirtækisins og að halda hótelbyggingunni áfram af fullum krafti en að henni stendur Þyrping ásamt Flugleiðum. „Við höfum fulla trú á því að hægt sé að laða hingað fleiri ferðamenn að vetri til enda hefur þeim fjölgað mjög á síðustu árum sem koma hing- að utan háannatímans. Það er ekki síst í þágu annarrar ferðaþjónustu í landinu en flugsins og það hefur sýnt sig að í Reykjavík er skortur á hót- elherbergjum og aðstöðu fyrir stórar ráðstefnur. Þess vegna höldum við óhikað áfram með Hótel Esju.“ Sigurður segir einnig að útlitið sé gott með bókanir til Íslands á næsta sumri. Þær séu um 10% meiri en á sama tíma í fyrra frá Danmörku, Noregi og Svíþjóð, en einnig sé nokkur aukning frá Bretlandi og meginlandinu. „Það er ekki síst að þakka miklu markaðsstarfi okkar og við auglýstum til dæmis núna í fyrsta sinn í sjónvarpi á Norðurlöndum,“ segir forstjórinn. Þegar bók- aðar 10–15 stórar ráð- stefnur  Auknar bókanir/6 Ný Hótel Esja 2003

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.