Morgunblaðið - 23.02.2002, Síða 22

Morgunblaðið - 23.02.2002, Síða 22
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 22 LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ HUGMYND að virkjun lindár í Norður-Þingeyjarsýslu hlaut fyrstu verðlaun þegar hvatningar- verðlaun Búnaðarbanka Íslands í samvinnu við Hollvinafélag við- skipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands voru veitt í gær. Verðlaun- in voru veitt fyrir bestu viðskipta- hugmyndirnar er fram komu í námskeiðinu, Viðskiptahugmyndir, sem haldið var haustið 2001 í við- skipta- og hagfræðideild HÍ. Árni Tómasson, bankastjóri Búnaðarbankans, veitti þremur hugmyndum hvatningarverðlaunin við athöfn í Odda í gær. Hugmynd- in „Víðinesárvirkjun“ hlaut fyrstu verðlaun, 125 þúsund krónur. Hug- myndin gengur út á að virkja lindá í Norður-Þingeyjarsýslu og fram- leiða 1 MW af rafmagni og selja alla umframorku. „Hugmyndin er vel útfærð og hefur mikið gildi í þeirri umræðu sem nú er varðandi virkjanir á Austurlandi og vænt- anlega aukna eftirspurn eftir vist- vænni orku til stóriðju,“ segir í um- sögn. Vinningshafar eru Erla Kristín Bjarnadóttir, Hulda Stein- grímsdóttir, Nicholas O’Keffe, Starkaður Örn Arnarson og Svan- hildur Rósa Friðriksdóttir. Önnur verðlaun, 50 þúsund krón- ur, hlaut hugmyndin „Vatnagarð- urinn“. Hugmyndin gengur út á uppbyggingu á vatnsleikjagarði í tengslum við sundlaugina í Laug- ardalnum. Vinningshafar eru Arn- heiður Ingjaldsdóttir, Guðrún Ein- arsdóttir, Ingilín Kristmannsdóttir og Íris Ösp Björnsdóttir. Þriðju verðlaun, 25 þúsund krón- ur, hlaut hugmyndin „Video.is“. Hugmyndin gengur út á að setja upp vef þar sem hægt er að finna allar helstu myndbandaleigur landsins á einum stað og notandinn getur valið þá leigu sem honum hentar. Vinningshafar eru Sandra Fairbairn og Magnús Guðmann Jónsson. Morgunblaðið/Kristinn Árni Tómasson bankastjóri ásamt verðlaunahöfum þegar hvatningarverðlaun Búnaðarbankans voru veitt í gær. Virkjun, video.is og vatnagarð- ur hlutu hvatningarverðlaun AUGLÝSINGASTOFAN Hvíta hús- ið fékk flest verðlaun á Íslenska markaðsdeginum, sem Ímark hélt í gær, er veitt voru verðlaun fyrir athyglisverðustu auglýsingar síð- asta árs. Veitt voru verðlaun í 12 flokkum. Hvíta húsið fékk fern verðlaun og auglýsingastofurnar Fíton og Birtingur fengu tvenn verðlaun hvor. Auglýsing Blóðbankans og Dan- ól, „10 dropa?“ sem Hvíta húsið framleiddi, þótti athyglisverðasta auglýsingin í flokki tímaritaaug- lýsinga. „Fiðildi“, markpóstur sem Hvíta húsið vann fyrir Delta, fékk verðlaun í þeim flokki. Þá voru Hvíta húsið og Mjólkursamsalan verðlaunuð fyrir veggspjaldið „Laxness – Íslenska er okkar mál“. Fjórðu verðlaun Hvíta húss- ins voru fyrir athyglisverðustu kvikmynduðu auglýsinguna, „Göt- óttur“, sem unnin var í samvinnu við Hugsjón fyrir Osta- og smjör- söluna. Athyglisverðasta auglýsinga- herferðin þótti vera „TALfrelsi- Gúrú“ sem Fíton framleiddi fyrir Tal. Þá fékk Fíton verðlaun fyrir óvenjulegustu auglýsinguna, „Ungfrú Gateway,“ sem stofan vann í samstarfi við Inntak al- mannatengsl fyrir Aco. Auglýsingin „Þetta er ég ...“ sigraði í flokki útvarpsauglýsinga en það voru auglýsingastofan Birt- ingur og Útvarpssvið Norðurljósa sem framleiddu hana fyrir Barna- heill, save the children Íslandi. Birtingur fékk einnig verðlaun fyrir athyglisverðasta vef fyr- irtækis, sem var vefur auglýs- ingastofunnar sjálfrar. AUK auglýsingastofa og tóbaks- varnanefnd fengu verðlaun í flokki dagblaðaauglýsinga fyrir auglýs- inguna „All you need is love“. Athyglisverðasta kynning- arefnið, annað en markpóstur, þótti vera „Jólapappír“ sem Gott fólk McCann-Ericson framleiddi fyrir Smáralind. Auglýsingastofan Næst var verðlaunuð fyrir athyglisverðustu umhverfisgrafíkina, „gamalt-nýtt, súrt-sætt, þungt-létt, heitt-kalt“ sem stofan vann fyrir Leikfélag Reykjavíkur-Borgarleikhúsið. Athyglisverðasta vöru og firma- merkið var valið merki Linda- skóla, en það var auglýsingastofan Nonni og Manni sem framleiddi auglýsinguna fyrir skólann. Athyglisverðustu auglýsingarnar Ljósmynd/Geir Friðrik Erlingsson, hugmyndamaður hjá AUK, tók við verðlaunum í flokki dagblaðaauglýsinga úr hendi Margrétar Kr. Sigurðardóttur, markaðs- stjóra Morgunblaðsins, en auglýsingin var unnin fyrir Tóbaksvarnarnefnd. Hvíta húsið fékk flest verðlaun BYGGÐARÁÐ Skagafjarðar hefur samþykkt að óska eftir fundi með ráðandi hluthöfum í Steinullarverk- smiðjunni hf. í þeim tilgangi að ræða sölu á hlutabréfum í verk- smiðjunni. Þrír stærstu hluthafar verksmiðjunnar eru ríkið sem á 30,1% hlut, fyrirtækið Paroc, sem nú er í eigu sænskra fjárfesta en var áður finnskt,sem á 27,7% og sveitarfélagið Skagafjörður sem er með 24,0%. Allir þessir hluthafar hafa áhuga á að selja hlut sinn. GLD heildverslun, sem er í jafnri eigu Byko og Húsasmiðjunnar, á 12,4% í Steinullarverksmiðjunni og Kaupfélag Skagafjarðar á 4,9%. Samtals eiga þessir aðilar því rúm 99%, en afgangurinn skiptist á 291 hluthafa. Að sögn Boga Þórs Sigurodds- sonar forstjóra Húsasmiðjunnar hafa GLD og Kaupfélag Skagafjarð- ar lagt fram tilboð um að kaupa hluti þriggja stærstu eigendanna, hugsanlega í félagi við starfsmenn og aðra fjárfesta, og segir hann að nú sé beðið svars við því tilboði. Eignir Steinullarverksmiðjunnar um síðustu áramót voru 852 millj- ónir króna og eiginfjárhlutfallið var 72,4% en var 66,0% ári fyrr. Verk- smiðjan hefur verið rekin með hagnaði mörg undanfarin ár og arð- semi eigin fjár hefur verið á bilinu 15%–30%. Rætt um sölu á meirihluta í Steinullarverksmiðjunni HAGNAÐUR Sæplasts hf. á árinu 2001 nam 23 milljónum króna fyrir skatta en um 7 milljónum að teknu tilliti til tekju- og eignaskatta. Árið áður var hagnaðurinn eftir skatta 3 milljónir. Rekstarhagnaður fyrir af- skriftir og fjármunaliði (EBITDA) var 284 milljónir króna eða um 11,5% af tekjum. Í tilkynningu frá Sæplasti segir að helsta orsök þess að hagnaðurinn í fyrra hafi ekki verið meiri en raun ber vitni sé sú að tekjur félagsins urðu mun minni en búist var við, einkum í Ameríku þar sem sam- dráttur tekna milli ára varð um 10%. Síðustu mánuði ársins hafi sam- drátturinn þó verið mun meiri. Þá kemur fram í tilkynningunni að ráð- iðst hafi verið í umfangsmiklar skipulagsbreytingar á árinu 2001 og allur kostnaður við þær hafi verið gjaldfærður en hann nam um 40 milljónum króna. Eigið fé Sæplasts í árslok var 756 milljónir króna og hækkaði um 75 milljónir á árinu. Nettóskuldir, þ.e. heildarskuldir að frádregnum veltu- fjármunum, lækkuðu á árinu úr 609 milljónum í 576 milljónir. Veltufjár- hlutfall í árslok var 1,52. Betri afkoma í ár Í tilkynningu félagsins segir að ljóst sé að þær áætlanir sem gerðar voru í upphafi árs 2001 hafi verið of bjartsýnar. Salan hafi orðið um 10% minni en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir og stafi það einkum af mun verra efnahagsástandi í Ameríku en ráð var fyrir gert. Í ágúst 2001 voru áætlanir Sæ- plasts endurmetnar og var þá gert ráð fyrir að tekjur félagins yrðu 2.515 milljónir króna en þær urðu 2.467 milljónir og stafar munurinn einungis af lítilli sölu í Ameríku. Í áætlunum Sæplasts fyrir árið 2002 er gert ráð fyrir að afkoman verði töluvert betri en á síðasta ári. Segir í tilkynningunni að sala í Evr- ópu og víðar hafi farið vel af stað en enn sé ekki séð fyrir endann á sam- drætti vestanhafs. Hagræðing sem gripið hafi verið til í rekstrinum á síðasta ári eigi að skila sér á þessu ári. Aðalfundur Sæplasts hf. verður haldinn 11. mars næstkomandi. Hagnaður Sæplasts hf. 7 milljónir eftir skatta           !     !"#$%"#&'( %!%    "  !"#$%"              !  "     #  "    !         !      " "   #$ $%&'( (%)$& )*+ (*) ,- +( ) $ (  (%*)$ ,)(  $(& -&.(/ +,.+/ +,.,/ +-.+/ 0.)/ )+.*/ 1+.+/ +22.2/ +--.-/ 3.*/ 4.*/ ++.2/ 3.*/ 1*.)/      $%  %&5 %"5  %&5 %"5  %&5 %"5      $%        $%  FRAMKVÆMDANEFND um einkavæðingu átti í gær fund með TDC vegna einkavæðingar Lands- síma Íslands og lagði nefndin þar fram tölur um afkomu Símans á síð- astliðnu ári auk áætlana. Skarphéðinn Berg Steinarsson, starfsmaður einkavæðingarnefndar, sagði fundinn hafa verið afar gagn- legan og ákveðið hefði verið að að- ilarnir hefðu samband aftur í næstu viku. Einkavæðing Landssímans Gagnlegur fund- ur með TDC VERÐBRÉFAÞING Íslands (VÞÍ) hefur áminnt Hlutabréfamarkaðinn hf. fyrir brot gegn ákvæðum reglna þingsins í tengslum við hækkun hlutafjár í desember og sölu hluta- fjár án þess að útboðs- og skráning- arlýsing lægi fyrir. Yfirlýsing VÞÍ vegna þessa var birt opinberlega á þinginu í vikunni. Forsaga þessa máls er sú að á hluthafafundi Hlutabréfamarkaðar- ins 17. desember 2001 var samþykkt lækkun á hlutafé félagsins úr 144 milljónum króna í 86 milljónir. Á sama fundi fékk stjórn félagsins heimild til ársloka 2004 til að auka hlutafé félagsins um allt að 500 millj- ónir. VÞÍ var tilkynnt um framan- greinda lækkun á hlutafé. Í samræmi við umrædda heimild ákvað stjórn Hlutabréfamarkaðar- ins 21. desember 2001 að hækka hlutafé félagsins um 40 milljónir króna. Um þessa ákvörðun láðist að tilkynna VÞÍ. Jafnframt láðist að gera útboðs- og skráningarlýsingu vegna hækkunarinnar. Í yfirlýsingunni frá VÞÍ segir að samkvæmt upplýsingum frá Hluta- bréfamarkaðinum hafi ný hlutabréf félagsins verið seld á tímabilinu 27.- 31. desember 2001. Segir í yfirlýs- ingunni að með þessu hafi félagið brotið gegn ákvæðum 13. og 29. gr. reglna Verðbréfaþings nr. 2 um skráningu verðbréfa á VÞÍ og 17. gr. reglna nr. 3 um upplýsingaskyldu út- gefenda verðbréfa. Hjá VÞÍ fengust þær upplýsingar að það væri alvarlegt þegar reglur þingsins væru brotnar. Í þessu til- viki hafi þótt ástæða til að áminna fé- lagið og greina jafnframt frá því með opinberri yfirlýsingu. Af hálfu þings- ins sé þessu máli þar með lokið. VÞÍ áminnir Hluta- bréfamarkaðinn hf. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.