Morgunblaðið - 23.02.2002, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 23.02.2002, Qupperneq 22
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 22 LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ HUGMYND að virkjun lindár í Norður-Þingeyjarsýslu hlaut fyrstu verðlaun þegar hvatningar- verðlaun Búnaðarbanka Íslands í samvinnu við Hollvinafélag við- skipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands voru veitt í gær. Verðlaun- in voru veitt fyrir bestu viðskipta- hugmyndirnar er fram komu í námskeiðinu, Viðskiptahugmyndir, sem haldið var haustið 2001 í við- skipta- og hagfræðideild HÍ. Árni Tómasson, bankastjóri Búnaðarbankans, veitti þremur hugmyndum hvatningarverðlaunin við athöfn í Odda í gær. Hugmynd- in „Víðinesárvirkjun“ hlaut fyrstu verðlaun, 125 þúsund krónur. Hug- myndin gengur út á að virkja lindá í Norður-Þingeyjarsýslu og fram- leiða 1 MW af rafmagni og selja alla umframorku. „Hugmyndin er vel útfærð og hefur mikið gildi í þeirri umræðu sem nú er varðandi virkjanir á Austurlandi og vænt- anlega aukna eftirspurn eftir vist- vænni orku til stóriðju,“ segir í um- sögn. Vinningshafar eru Erla Kristín Bjarnadóttir, Hulda Stein- grímsdóttir, Nicholas O’Keffe, Starkaður Örn Arnarson og Svan- hildur Rósa Friðriksdóttir. Önnur verðlaun, 50 þúsund krón- ur, hlaut hugmyndin „Vatnagarð- urinn“. Hugmyndin gengur út á uppbyggingu á vatnsleikjagarði í tengslum við sundlaugina í Laug- ardalnum. Vinningshafar eru Arn- heiður Ingjaldsdóttir, Guðrún Ein- arsdóttir, Ingilín Kristmannsdóttir og Íris Ösp Björnsdóttir. Þriðju verðlaun, 25 þúsund krón- ur, hlaut hugmyndin „Video.is“. Hugmyndin gengur út á að setja upp vef þar sem hægt er að finna allar helstu myndbandaleigur landsins á einum stað og notandinn getur valið þá leigu sem honum hentar. Vinningshafar eru Sandra Fairbairn og Magnús Guðmann Jónsson. Morgunblaðið/Kristinn Árni Tómasson bankastjóri ásamt verðlaunahöfum þegar hvatningarverðlaun Búnaðarbankans voru veitt í gær. Virkjun, video.is og vatnagarð- ur hlutu hvatningarverðlaun AUGLÝSINGASTOFAN Hvíta hús- ið fékk flest verðlaun á Íslenska markaðsdeginum, sem Ímark hélt í gær, er veitt voru verðlaun fyrir athyglisverðustu auglýsingar síð- asta árs. Veitt voru verðlaun í 12 flokkum. Hvíta húsið fékk fern verðlaun og auglýsingastofurnar Fíton og Birtingur fengu tvenn verðlaun hvor. Auglýsing Blóðbankans og Dan- ól, „10 dropa?“ sem Hvíta húsið framleiddi, þótti athyglisverðasta auglýsingin í flokki tímaritaaug- lýsinga. „Fiðildi“, markpóstur sem Hvíta húsið vann fyrir Delta, fékk verðlaun í þeim flokki. Þá voru Hvíta húsið og Mjólkursamsalan verðlaunuð fyrir veggspjaldið „Laxness – Íslenska er okkar mál“. Fjórðu verðlaun Hvíta húss- ins voru fyrir athyglisverðustu kvikmynduðu auglýsinguna, „Göt- óttur“, sem unnin var í samvinnu við Hugsjón fyrir Osta- og smjör- söluna. Athyglisverðasta auglýsinga- herferðin þótti vera „TALfrelsi- Gúrú“ sem Fíton framleiddi fyrir Tal. Þá fékk Fíton verðlaun fyrir óvenjulegustu auglýsinguna, „Ungfrú Gateway,“ sem stofan vann í samstarfi við Inntak al- mannatengsl fyrir Aco. Auglýsingin „Þetta er ég ...“ sigraði í flokki útvarpsauglýsinga en það voru auglýsingastofan Birt- ingur og Útvarpssvið Norðurljósa sem framleiddu hana fyrir Barna- heill, save the children Íslandi. Birtingur fékk einnig verðlaun fyrir athyglisverðasta vef fyr- irtækis, sem var vefur auglýs- ingastofunnar sjálfrar. AUK auglýsingastofa og tóbaks- varnanefnd fengu verðlaun í flokki dagblaðaauglýsinga fyrir auglýs- inguna „All you need is love“. Athyglisverðasta kynning- arefnið, annað en markpóstur, þótti vera „Jólapappír“ sem Gott fólk McCann-Ericson framleiddi fyrir Smáralind. Auglýsingastofan Næst var verðlaunuð fyrir athyglisverðustu umhverfisgrafíkina, „gamalt-nýtt, súrt-sætt, þungt-létt, heitt-kalt“ sem stofan vann fyrir Leikfélag Reykjavíkur-Borgarleikhúsið. Athyglisverðasta vöru og firma- merkið var valið merki Linda- skóla, en það var auglýsingastofan Nonni og Manni sem framleiddi auglýsinguna fyrir skólann. Athyglisverðustu auglýsingarnar Ljósmynd/Geir Friðrik Erlingsson, hugmyndamaður hjá AUK, tók við verðlaunum í flokki dagblaðaauglýsinga úr hendi Margrétar Kr. Sigurðardóttur, markaðs- stjóra Morgunblaðsins, en auglýsingin var unnin fyrir Tóbaksvarnarnefnd. Hvíta húsið fékk flest verðlaun BYGGÐARÁÐ Skagafjarðar hefur samþykkt að óska eftir fundi með ráðandi hluthöfum í Steinullarverk- smiðjunni hf. í þeim tilgangi að ræða sölu á hlutabréfum í verk- smiðjunni. Þrír stærstu hluthafar verksmiðjunnar eru ríkið sem á 30,1% hlut, fyrirtækið Paroc, sem nú er í eigu sænskra fjárfesta en var áður finnskt,sem á 27,7% og sveitarfélagið Skagafjörður sem er með 24,0%. Allir þessir hluthafar hafa áhuga á að selja hlut sinn. GLD heildverslun, sem er í jafnri eigu Byko og Húsasmiðjunnar, á 12,4% í Steinullarverksmiðjunni og Kaupfélag Skagafjarðar á 4,9%. Samtals eiga þessir aðilar því rúm 99%, en afgangurinn skiptist á 291 hluthafa. Að sögn Boga Þórs Sigurodds- sonar forstjóra Húsasmiðjunnar hafa GLD og Kaupfélag Skagafjarð- ar lagt fram tilboð um að kaupa hluti þriggja stærstu eigendanna, hugsanlega í félagi við starfsmenn og aðra fjárfesta, og segir hann að nú sé beðið svars við því tilboði. Eignir Steinullarverksmiðjunnar um síðustu áramót voru 852 millj- ónir króna og eiginfjárhlutfallið var 72,4% en var 66,0% ári fyrr. Verk- smiðjan hefur verið rekin með hagnaði mörg undanfarin ár og arð- semi eigin fjár hefur verið á bilinu 15%–30%. Rætt um sölu á meirihluta í Steinullarverksmiðjunni HAGNAÐUR Sæplasts hf. á árinu 2001 nam 23 milljónum króna fyrir skatta en um 7 milljónum að teknu tilliti til tekju- og eignaskatta. Árið áður var hagnaðurinn eftir skatta 3 milljónir. Rekstarhagnaður fyrir af- skriftir og fjármunaliði (EBITDA) var 284 milljónir króna eða um 11,5% af tekjum. Í tilkynningu frá Sæplasti segir að helsta orsök þess að hagnaðurinn í fyrra hafi ekki verið meiri en raun ber vitni sé sú að tekjur félagsins urðu mun minni en búist var við, einkum í Ameríku þar sem sam- dráttur tekna milli ára varð um 10%. Síðustu mánuði ársins hafi sam- drátturinn þó verið mun meiri. Þá kemur fram í tilkynningunni að ráð- iðst hafi verið í umfangsmiklar skipulagsbreytingar á árinu 2001 og allur kostnaður við þær hafi verið gjaldfærður en hann nam um 40 milljónum króna. Eigið fé Sæplasts í árslok var 756 milljónir króna og hækkaði um 75 milljónir á árinu. Nettóskuldir, þ.e. heildarskuldir að frádregnum veltu- fjármunum, lækkuðu á árinu úr 609 milljónum í 576 milljónir. Veltufjár- hlutfall í árslok var 1,52. Betri afkoma í ár Í tilkynningu félagsins segir að ljóst sé að þær áætlanir sem gerðar voru í upphafi árs 2001 hafi verið of bjartsýnar. Salan hafi orðið um 10% minni en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir og stafi það einkum af mun verra efnahagsástandi í Ameríku en ráð var fyrir gert. Í ágúst 2001 voru áætlanir Sæ- plasts endurmetnar og var þá gert ráð fyrir að tekjur félagins yrðu 2.515 milljónir króna en þær urðu 2.467 milljónir og stafar munurinn einungis af lítilli sölu í Ameríku. Í áætlunum Sæplasts fyrir árið 2002 er gert ráð fyrir að afkoman verði töluvert betri en á síðasta ári. Segir í tilkynningunni að sala í Evr- ópu og víðar hafi farið vel af stað en enn sé ekki séð fyrir endann á sam- drætti vestanhafs. Hagræðing sem gripið hafi verið til í rekstrinum á síðasta ári eigi að skila sér á þessu ári. Aðalfundur Sæplasts hf. verður haldinn 11. mars næstkomandi. Hagnaður Sæplasts hf. 7 milljónir eftir skatta           !     !"#$%"#&'( %!%    "  !"#$%"              !  "     #  "    !         !      " "   #$ $%&'( (%)$& )*+ (*) ,- +( ) $ (  (%*)$ ,)(  $(& -&.(/ +,.+/ +,.,/ +-.+/ 0.)/ )+.*/ 1+.+/ +22.2/ +--.-/ 3.*/ 4.*/ ++.2/ 3.*/ 1*.)/      $%  %&5 %"5  %&5 %"5  %&5 %"5      $%        $%  FRAMKVÆMDANEFND um einkavæðingu átti í gær fund með TDC vegna einkavæðingar Lands- síma Íslands og lagði nefndin þar fram tölur um afkomu Símans á síð- astliðnu ári auk áætlana. Skarphéðinn Berg Steinarsson, starfsmaður einkavæðingarnefndar, sagði fundinn hafa verið afar gagn- legan og ákveðið hefði verið að að- ilarnir hefðu samband aftur í næstu viku. Einkavæðing Landssímans Gagnlegur fund- ur með TDC VERÐBRÉFAÞING Íslands (VÞÍ) hefur áminnt Hlutabréfamarkaðinn hf. fyrir brot gegn ákvæðum reglna þingsins í tengslum við hækkun hlutafjár í desember og sölu hluta- fjár án þess að útboðs- og skráning- arlýsing lægi fyrir. Yfirlýsing VÞÍ vegna þessa var birt opinberlega á þinginu í vikunni. Forsaga þessa máls er sú að á hluthafafundi Hlutabréfamarkaðar- ins 17. desember 2001 var samþykkt lækkun á hlutafé félagsins úr 144 milljónum króna í 86 milljónir. Á sama fundi fékk stjórn félagsins heimild til ársloka 2004 til að auka hlutafé félagsins um allt að 500 millj- ónir. VÞÍ var tilkynnt um framan- greinda lækkun á hlutafé. Í samræmi við umrædda heimild ákvað stjórn Hlutabréfamarkaðar- ins 21. desember 2001 að hækka hlutafé félagsins um 40 milljónir króna. Um þessa ákvörðun láðist að tilkynna VÞÍ. Jafnframt láðist að gera útboðs- og skráningarlýsingu vegna hækkunarinnar. Í yfirlýsingunni frá VÞÍ segir að samkvæmt upplýsingum frá Hluta- bréfamarkaðinum hafi ný hlutabréf félagsins verið seld á tímabilinu 27.- 31. desember 2001. Segir í yfirlýs- ingunni að með þessu hafi félagið brotið gegn ákvæðum 13. og 29. gr. reglna Verðbréfaþings nr. 2 um skráningu verðbréfa á VÞÍ og 17. gr. reglna nr. 3 um upplýsingaskyldu út- gefenda verðbréfa. Hjá VÞÍ fengust þær upplýsingar að það væri alvarlegt þegar reglur þingsins væru brotnar. Í þessu til- viki hafi þótt ástæða til að áminna fé- lagið og greina jafnframt frá því með opinberri yfirlýsingu. Af hálfu þings- ins sé þessu máli þar með lokið. VÞÍ áminnir Hluta- bréfamarkaðinn hf. ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.