Morgunblaðið - 05.03.2002, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 05.03.2002, Qupperneq 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2002 27 A L D A R A 00 2 Aldarafmælis Halldórs Laxness minnst í Norræna húsinu í dag kl. 17:15: Um hvað er maðurinn að tala? – Einar Kárason rithöfundur ræðir um Brekkukotsannál Einar Kárason heldur í dag kl. 17:15 erindi í Norræna húsinu á vegum Vöku- Helgafells sem hann nefnir „Um hvað er maðurinn að tala?“ Í erindinu mun Einar ræða um Brekkukotsannál sem út kom árið 1957. Erindið er öllum opið og er aðgangur ókeypis. Þetta er annar fyrirlesturinn sem Vaka-Helgafell efnir til í ár í tilefni af aldarafmæli Halldórs en hann hefði orðið hundrað ára þann 23. apríl næstkomandi. Fyrstur talaði Matthías Johannessen. Einar hefur um árabil verið í fremstu röð íslenskra rithöfunda og hafa verk hans komið út víða um lönd. Með Eyjabókunum, sem út komu á níunda áratugnum, átti hann þátt í að hefja á ný til vegs þá frásagnarlist sem Halldór Laxness endurnýjaði svo kröftuglega á sínum tíma og fékk m.a. Nóbelsverðlaunin fyrir. FYRIRLESTUR Í NORRÆNA HÚSINU Í DAG KL. 17.15 A L D ARAFMÆLI 20 0 2 Í ÞJÓÐFÉLAGI okkar má marka þá þróun að kröfur um menntun eru sífellt að aukast. Að flestu leyti er þetta til bóta, fólk er almennt betur að sér um það sem það fæst við og sér betur meðvitandi. Þetta á auðvitað líka við um listir. En einn er galli á gjöf Njarðar. Óumflýjanlega síðbúin sérhæfing veldur því að ákveðinn ferskleiki glatast. Það er orðið sjald- gæft að ungir og reiðir listamenn stökkvi fram á sjónarsviðið – í aðra röndina fullir af þeim hroka æskunn- ar sem getur verið svo hressandi en líka búnir djörfung og dug til að ryðja burt stöðnuðum viðhorfum. Kynslóðin sem kennd er við stúd- entaóeirðirnar 1968 veitti á sínum tíma byltingarkenndum hugsjónum brautargengi. Í upphafi skapaði hún sér sjálf vettvang fyrir list sína en komst fljótlega að grautarpottum þjóðfélagsins. Síðan klifu ýmsir fulltrúar hennar upp í hásæti þjóðlífs- ins, jafnt í menningu og listum sem pólitík. Og sitja þar enn. Það má ekki misskilja ofangreint þannig að þetta sé í sjálfu sér slæmur kostur. Þessi kynslóð hefur þrifið kóngulóarvefi úr ýmsum skúmaskot- um þjóðfélags okkar, breytt mörgu – annað stendur að sögn allt til bóta. Vandinn felst í því að þrátt fyrir að þessi hópur hafi haldið vel á spöðun- um þykir ungu fólki í dag hann orðinn nokkuð þaulsætinn í valdastólunum. Þær breytingar á stöðu ungs fólks sem þessi kynslóð stóð í fararbroddi fyrir eru enn í fullum gangi. Eins og fyrirmyndin forðum verður unga kynslóðin sjálf að skapa sér aðstöðu til eigin listiðkunar. Stofnun Vestur- ports er til merkis um að ný kynslóð er að ryðja sér til rúms í leiklist. Leikrit sem fjalla um unga Reyk- víkinga nútímans, þeirra veruleika og væntingar, eru í raun sárasjaldgæf. Það er eins og hversdagsleiki borg- arlífsins sé ekki nógu spennandi við- fangsefni. Ætla mætti að í Lykli um hálsinn væri brugðið upp mjög ýktri mynd af daglegu lífi og skemmtana- menningu ungu kynslóðarinnar. En í raun hefur ungt fólk vilja, fjárráð og aðstæður til að lifa eins og það lystir, spreyta sig upp á eigin spýtur og læra af eigin mistökum. Það erfitt að afla þess fjár sem þarf til að setja upp sýningu; það er djarft að skrifa ungur og óreyndur eigin leikrit og að ætla mætti óðs manns æði að leikstýra því sjálfur. En það er undir hælinn lagt að það sem ungum höfundi liggur á hjarta komist til skila í meðförum eldri leikstjóra sem sér lífið og tilveruna öðrum augum. Auð- vitað hefur leikstjóri sem býr að reynslu mikið til síns máls, hann get- ur komið að verkinu frá nýrri hlið og barið í brestina. En það er mun meira spennandi fyrir ungan höfund að leik- stýra verkinu sjálfur, endurskoða skrifin meðan á æfingum stendur og taka sér þann tíma sem þarf til að full- vinna sýninguna gersamlega á eigin forsendum. Þetta er langt í frá fullkomið leikrit, byggingu þess er á margan hátt ábótavant, en það hefur eitthvað fram að færa sem hittir fólk beint í hjarta- stað. Það er eflaust margt hér sem kemur eldra fólki á óvart, bæði lífs- stíllinn og orðbragðið. En sýningin, sem er þaulunnin, er beinskeytt og áhrifamikil, sérstaklega fyrir þá sem kannast hér við persónur og atburði. Þungamiðjan í verkinu er sam- skipti systkinanna Ara (Brósa) og Systu. Þau eru mörkuð af uppeldi sínu, en á gjörólíkan hátt. Dóra, vin- kona þeirra, er svo þriðja hjólið undir vagninum. Halli, vinur Ara, kemur í óþökk kvennanna inn í þennan heim og verður ásamt Dóru örlagavaldur í lífi Ara. Inn í sýninguna er skotið myndbandsbrotum sem virðast tákna afturlit Ara úr framtíðinni. Þau eru hæg og ljóðræn og brjóta, ásamt fjör- legum tónlistaratriðum, upp sýn- inguna og gefa henni aukna vídd. Persónurnar eru mjög eftirminni- legar, dregnar skýrum og ákveðnum dráttum. Ari er gersamlega sjálf- hverfur. Það kemst ekkert annað að en hans eigin þjáning og hvaða not honum tekst að hafa af öðrum. Björn Hlynur vakti athygli fyrir góðan leik sinn í Englabörnum. Hér gerir hann enn betur. Ari verður í meðförum hans gersamlega óþolandi en samt á hann samúð áhorfenda. Lára Sveins- dóttir er einbeitt, hörð og brothætt sem systir hans. Lára fær hér sitt fyrsta bitastæða hlutverk til að glíma við og stendur fullkomlega undir væntingum. Þórunn Erna Clausen leikur Dóru, persónu sem er eins og fiskur á þurru landi í samskiptum við annað fólk. Hún misskilur allt og kemur sér þess vegna sífellt í vand- ræði. Þórunn leikur af krafti og innsæi og kemur vel til skila hve ráð- villt Dóra er. Erlendur Eiríksson leik- ur Halla, sem er í einu og öllu and- stæða þessarar þrenningar, enda eldri en þau og hefur haft ráðrúm til að finna sjálfan sig. Leikur Erlends er allur á lágu nótunum og hann kemur mjög vel til skila hve rólegur og yf- irvegaður Halli er, sem um leið undir- strikar öfgar hinna þriggja. Sverrir Árnason leikur skemmtilega lítið hlutverk og Önnu Erlu Guðbrands- dóttur bregður fyrir í myndskeiði. Sigurður Kaiser sér um fjölbreytta leikmynd og ljós og reynist útsjónar- samur við að leysa ýms vandamál sem skapast af þröngu rými. Kosturinn er sá að áhorfendur eru inni á gafli hjá þessu unga fólki og fá fágætt tækifæri til að skyggnast inn í líf þess. Á eigin forsendum LEIKLIST Vesturport Höfundur og leikstjóri: Agnar Jón Eg- ilsson. Leikmynd og lýsing: Sigurður Kaiser. Kvikmynd: Björn Helgason. Upp- taka tónlistar: Jón Ólafsson. Hljóð: Úlfar Jacobsen. Hreyfingar: Hrefna Hallgríms- dóttir. Leikarar: Anna Erla Guðbrands- dóttir, Björn Hlynur Haraldsson, Erlendur Eiríksson, Lára Sveinsdóttir, Sverrir Árna- son og Þórunn Erna Clausen. Laug- ardagur 2. mars. LYKILL UM HÁLSINN Morgunblaðið/Árni Sæberg Algjörar andstæður takast á: Þórunn Erna Clausen og Erlendur Eiríksson í hlutverkum sínum. Sveinn Haraldsson AUÐUR Hafsteinsdóttir og Nína Margrét Grímsdóttir leika saman á fiðlu og píanó verk eftir Schumann og Brahms á Háskólatónleikunum í Norræna húsinu í hádeginu á morg- un, kl. 12.30. Tónleikarnir taka um hálfa klst. Aðgangseyrir er 500 kr., ókeypis er fyrir handhafa stúdentaskírteina. Auður Hafsteinsdóttir Nína Margrét Grímsdóttir Schumann og Brahms í hádeginu BREIÐHOLTIÐ hefur mörg and- lit, einsog önnur hverfi. Sum snotur, hlýleg, jafnvel glæsileg. Önnur, og þau sem eru mest áberandi og koma manni fyrst í hug, því miður, eru austantjaldslegri. Minna á alkunn, sovésk skipulagsslys, steindauðir steinsteypukassar sem fáir dásama aðrir en þeir sem hönnuðu þá. Enda kemur fram að útlitið markaðist að einhverju leyti af staðsetningu bygg- ingarkrananna (!) Það kann varla góðri lukku að stýra. Breiðholtið ber þess víða merki að hagkvæmni stjórnaði ferðinni frekar en flest annað. Þarna voru unnin ým- is söguleg, skipulagsleg stórslys, nýrri hverfi virðast hafa hagnast á mistökunum, svo ekki var allt unnið fyrir gýg. Í Breiðholtinu er að finna væna hlutdeild af ljótasta arkitektúr landsins. Svo sem blokkir kenndar við lönguvitleysu og Kínamúrinn, annars staðar malbikaðan berangur. Upphaflega stóð hin brottgengna framkvæmdanefnd byggingaráætl- unnar fyrir stórum hluta blokkar- bygginganna, allt var gert sem ódýr- ast, enda sinnti hún fyrst og fremst þörfum hinna efnaminni á ofanverðri 20. öld. Hér urðu því mönnum einnig á slæm, félagsleg mistök, þurfaling- um smalað saman í kumbalda, út af fyrir sig. Slíkt hlýtur að hafa færri kosti en ókosti. Það er tæpast hægt að reikna með að hálftímalöng mynd geti á nokkurn hátt verið yfirgripsmikil eða tæm- andi. Engu að síður finnst mér að hinum yfirleitt ágætu heimildar- myndargerðarmönnum Sjónvarps- ins hafi legið fullmikið á að þessu sinni. Hringsólað um hverfið eftir götum samtímans, skotið inn á milli stubbum úr gömlum sjónvarpsfrétt- um. Hvorrtveggja góðar og gildar aðferðir, en að þessu sinni rista þær ekki djúpt. Einkum rætt við kok- hrausta hönnuðina en hvað segja þeir sem öllu máli skipta, íbúar hverfisins? Hvernig tókst til t.d. við að byggja yfir hugsjónirnar? Á því er engin úttekt gerð. Brunað um Breið- holtið SJÓNVARP Sjónvarpsmynd Dagskrárgerð og þulur: Bjarni Benedikt Björnsson. Kvikmyndataka: Jón Viðar Hauksson. Klipping: Jóhann S. Hauks- son. Samsetning: Eiríkur Ingi Böðv- arsson. Grafík: Ólafur Jóhann Engilberts- son. 31 mín. Íslensk heimildarmynd. Sjónvarpið í feb. 2002. BYGGT YFIR HUGSJÓNIR: BREIÐHOLTIÐ – FRÁ HUGMYND AÐ VERULEIKA Sæbjörn Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.