Morgunblaðið - 05.03.2002, Blaðsíða 36
HESTAR
36 ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Reiðfatnaður
Náttúrulegur lífsstíll
FREMSTIR FYRIR GÆÐI
!
!
"
#$
!
%
$
& $
'
$
$
"
ÞÓTT landsmót í Reykjavík árið
2000 eigi eftir að skipan veglegan
sess í minningarsarpi hestamanna
fyrir góðan hestakost, spennandi
keppni og gott veður er ekki hægt að
horfa fram hjá því að æði margt í
framkvæmd mótsins fór úrskeiðis og
í sumu tókst hrapallega til. Þetta er
fyrsta mótið sem haldið er þegar að-
eins tvö ár eru liðin frá síðasta móti
og spurning hvort það sé að færa
mönnum einhverjar vísbendingar. Í
skýrslu framkvæmdastjórans Fann-
ars Jónassonar er imprað á þessum
þætti en ekki tekin nein afstaða til
þess. Eins og lengi hefur legið ljóst
fyrir er tap á landsmótinu og það eitt
út af fyrir sig mikið reiðarslag fyrir
íslenskan hestaheim að ekki skuli
hægt að reka landsmót réttum meg-
in hryggjar. Landsmótin hafa hingað
til þótt vera eftirsótt gullnáma og
baráttan um aðgang að þessari námu
verið hatrömm innan samtaka hesta-
manna og nánast klofið þau um tíma.
Þótt mótin hafi ekki verið að skila
verulegum hagnaði síðustu árin hafa
þau skilað mikilli uppbyggingu og
góðum mótssvæðum.
Að vísu fer tvennum sögum af-
komu landsmótsins 1998 á Melgerð-
ismelum þar sem mótshaldarar segja
mótið sjálft hafa skilað hagnaði ef
ekki er tekinn með kostnaður við
framkvæmdir og ýmiskonar upp-
byggingu á Melgerðismelum þar
sem mótið var haldið.
Þá vekur það vissulega upp spurn-
ingar um hvort það sé tilviljun að nú
þegar í annað skipti sé haldið glæsi-
legt stórmót í Reykjavík sé aftur um
verulegt tap á mótinu að ræða. Árið
1985 var haldið fjórðungsmót í
Reykjavík sem skilaði slæmum skelli
sem varð þungur baggi fyrir þau fé-
lög sem að mótinu stóðu. Í báðum til-
vikum virðist sem aðsókn að mótun-
um hafi brugðist og megi rekja
ástæður taps til þess. Í skýrslu
Fannars segir að tilraunir til að laða
að hinn almenna borgara höfuðborg-
arsvæðisins hafi misheppnast. Að-
eins hinn harði kjarni hestamanna
hafi mætt á svæðið og greitt að-
gangseyri. Þá nefnir hann einnig til
sögunnar fjölmarga viðburði á veg-
um Menningarborgar 2000 sem og
Kristnitökuhátíðina sem haldin var
helgina fyrir landsmótið.
Rafn Jónsson, hestamaður á höf-
uðborgarsvæðinu, hefur gagnrýnt
ýmislegt í framkvæmd landsmótsins
og þar á meðal formann stjórnar fé-
lagsins, Harald Haraldsson. Sagði
Rafn á aðalfundinum að það hefði
verið annað upplitið á stjórnarfor-
manninum þegar hann hefði kynnt
hugmyndirnar þegar unnið var að
stofnun félagsins um landsmótshald-
ið. Þá hefði Haraldur kynnt glað-
hlakkalega að tugir þúsunda myndu
streyma á landsmót í Reykjavík og
að velta mótsins yrði í kringum 80
milljónir króna. Staðreyndin virðist
sú að heildarfjöldi þeirra sem sóttu
mótið hefur verið vel innan við tíu
þúsund manns og veltan innan við
fjörutíu milljónir.
Mikið hefur verið gagnrýnt bæði
manna á milli og eins á sjálfum aðal-
fundinum að aðalfundurinn skuli
fyrst haldinn einu og hálfu ári eftir
að landsmótinu lauk. Benti Rafn
Jónsson á að bæði væru brotnar
samþykktir hlutafélagsins og sömu-
leiðis landslög um hlutafélög og boð-
un aðalfundar og stjórnarkjör. Baðst
Haraldur afsökunar á þessum töfum.
Fram kom á fundinum að aðalfundur
fyrir 2001 yrði haldinn í apríllok. Ef
það gengur eftir gæti svo farið að
Landsmót 2000 ehf. héldi þrjá aðal-
fundi á þessu ári.
Í skýrslu Fannars kemur fram að
ekki hafi verið staðið nægilega vel að
söfnun auglýsinga af þeim sökum
tapast verulegar tekjur.
Þá þóttu það miklir blóðpeningar
sem greiddir voru fyrir tölvukerfi
mótsins en það brást á margan hátt
og náði hámarki með röngum út-
reikningi í tveimur greinum sem
voru leiðréttar og má segja að þar
hafi verið bjargað því sem bjargað
varð.
Sömuleiðis þótti mörgum tæplega
fjögur hundruð þúsunda króna tap á
galakvöldi á Hótel Sögu að loknu
móti alger óþarfi og bjartsýni að ætla
að stemning væri hjá fólki fyrir slíkri
skemmtun eftir sex daga skemmtun.
Það verður fróðlegt að sjá hvernig
nýju hlutafélagi, Landsmóti ehf.,
sem standa mun að landsmótinu sem
haldið verður í sumar gangi að reka
það mót. Spurningin snýst mikið um
það hvort landsmótsnáman sé end-
anlega uppurin eða hvort nýjum að-
ilum tekst að finna nýjar æðar hlaðn-
ar góðmálmum og skila landsmóti
með góðum hagnaði.
Er lands-
mótsnáman
uppurin?
Morgunblaðið/Valdimar
Landsmótið í Reykjavík árið 2000 var að mörgu leyti glæsileg og vel heppnuð samkoma þótt ýmislegt hafi farið
úrskeiðis og verst þykir mönnum að það skuli ekki hafa skilað hagnaði.
Langþráður aðalfundur Landsmóts 2000 ehf.
fyrir árið 2000 var haldinn nýlega þar sem
lagðir voru fram reikningar félagsins sem er
fyrsta opinbera vísbendingin um afkomu lands-
mótsins sem haldið var í Reykjavík árið 2000.
Valdimar Kristinsson rýndi í bæði reikninga
félagsins sem og ársskýrslu.
ERFIÐLEGA hefur gengið að finna
dagsetningu fyrir Íslandsmót yngri
flokka sem upphaflega stóð til að
halda í byrjun júní. Er málið nú
komið til stjórnar Landssambands
hestamannafélaga og er mótið nú
sett á sömu dagsetningu og mót
fullorðinna 24. til 28. júlí. Sagði Jón
Albert Sigurbjörnsson, formaður
samtakanna, að líklega yrði það
þrautalendingin að halda bæði mót-
in sömu helgina eða þá að mót hinna
yngri yrði haldið helgina 20. til 21.
júlí. Þá helgi eru Sleipnir og Smári
með mót á Murneyri, Snæfellingur
með félagsmót á Kaldármelum og
Norðlendingar halda bikarmót fyr-
ir norðan.
Það vakna því spurningar um það
hvort þessi vandræði með dagsetn-
ingu yngri flokka mótsins verði til
þess að horfið verði frá að hafa Ís-
landsmótin tvískipt. Skiptingin í
fyrra þótti takast með miklum
ágætum og flestum þeim sem voru á
báðum mótunum þótti ekki spurn-
ing um að aðskilnaður væri mun
vænlegri kostur.
Af annarri uppfærslu á móta-
skránni má nefna að Léttir á Ak-
ureyri er nú kominn inn með sín
mót og þar á meðal Fákaflug sem
haldið verður á Melgerðismelum nú
þegar mótið er haldið í annað skipti.
Þá láta þeir Léttismenn það ekki
duga þann mánuðinn því í skrána er
einnig komið meistaramót í hesta-
íþróttum sem þeir kalla og halda á
einnig að Melgerðismelum. Ekki er
tekið fram hvort hér er um að ræða
lokað félagsmót þeirra Léttismanna
eða eitthvað annað og meira. Gæð-
ingakeppni sína verða þeir með 25.
til 26. maí en úrtöku fyrir landsmót
hinn 16. júní.
Íslandsmótin
líklega saman í
eina sæng? ÚTLIT fyrir starfsemi á Sæðing-
arstöðinni í Gunnarsholti er gott, að
sögn Páls Stefánssonar dýralæknis,
en hann og félagi hans Lars Hansen
brugðu sér fyrir skömmu til Þýska-
lands til að kynna sér frekar fryst-
ingu á sæði og meðferð þess.
Rekstur stöðvarinnar hefur verið
frekar erfiður undanfarin ár og
starfsemin staðið og fallið með stóð-
hestinum Orra frá Þúfu. Ekki hafa
enn náðst samningar milli Orra-
félagsins sem er eigandi hestsins og
Sæðingastöðvarinnar en aðalfundur
félagsins verður haldinn fljótlega og
sagði Páll að eftir þann fund yrði
væntanlega gengið til samninga um
sæðingar úr Orra. Kvaðst hann vera
vongóður um að samningar næðust.
En hvað sem samningum við Orra-
félaginu liði þá væri altént ljóst að
tekið yrði sæði úr einhverjum stóð-
hestum til frystingar en eins og
fram hefur komið hér á hestasíðunni
hlaut Sæðingarstöðin framlag úr
Stofnverndarsjóði vegna tilrauna
með frystingu á sæði.
Þá sagði Páll að ekkert væri farið
að þreifa fyrir sér um sæðistöku úr
öðrum hestum til fersksæðinga í
vor.
Hvað ferð þeirra félaga viðkæmi
sagði Páll hana hafa verið mjög
fróðlega. Þeir hefðu sannfærst um
að sú aðferð sem þeir hefðu beitt við
frystingu sæðis í Gunnarsholti væri
alveg í takt við það sem tíðkaðist er-
lendis og því ljóst að ekki væri
ástæðuna fyrir lélegum árangri við
frystingu þar að finna. Sagði hann
að árangurinn snerist fyrst og
fremst um sæðisgæði einstakra
hesta en erlendir dýralæknar full-
yrtu að aðeins 2⁄3 stóðhesta væru
með nógu gott sæði í frystingu. Þá
sagði Páll að mikið myrkur og
óstöðugt hitastig hefði neikvæð
áhrif á sæðisgæði og að þessum
þáttum yrði að huga að varðandi
sæðistökuna. Hafði hann í hyggju að
tryggja að sextán tíma lýsing yrði
hjá þeim stóðhestum sem notaðir
verða í tilraunina og jafnframt að
hitastig verði sem jafnast. Þá sagði
Páll að sæði væri hent fyrstu fjórar
til sex vikurnar eftir að byrjað væri
að taka úr hestum í Þýskalandi þeg-
ar um frystingu væri að ræða.
Þá kynntu þeir sér nýja aðferð við
sjálfa sæðinguna sem leyfði mun
meiri blöndun sæðisins sem þýddi
að hver skammtur úr hesti annaði
fleiri hryssum. Aðferðin felst í því
að notað er speglunartæki við sæð-
inguna sem gerir kleift að koma
sæðinu fyrir í opi sem liggur inn í
eggjaleiðara. Speglunartækið gerir
það kleift að setja sæðið á nákvæm-
lega réttan stað.
Starfsemi á Sæðingarstöðinni í Gunnarsholti hefst í vor
Birta og hitastig áhrifa-
valdar á sæðisgæði
FRAM hafa komið hugmyndir um
breytingar á skipan í fagráð í hrossa-
rækt. Félag tamningamanna hefur
óskað eftir því við stjórn Félags
hrossabænda að fá einn fulltrúa í
fagráðinu og hefur erindið fengið já-
kvæð viðbrögð í stjórn FH. Þá hafa
komið fram hugmyndir um að fagaðil-
ar sem hafa átt sæti í ráðinu víki en
verði þess í stað boðaðir á fundi eftir
því sem við á samkvæmt efni
fundanna. Er þá hugsað að þeir veiti
faglega ráðgjöf um sérfræðileg efni.
Þeir aðilar sem um ræðir eru skól-
arnir á Hvanneyri og Hólum, yfir-
dýralæknisembættið, Landgræðsla
ríkisins og Landssamband hesta-
mannafélaga.
Samkvæmt núgildandi fyrirkomu-
lagi sitja sjö fulltrúar í fagráði í
hrossarækt þar sem FH skipar fjóra
fulltrúa, Bændasamtökin tvo fulltrúa
og skólarnir einn fulltrúa. Ef FT fær
aðild að ráðinu yrði það í gegnum FH
en þá gerði fyrrnefnda félagið tillögu
um fulltrúa sem síðarnefnda félagið
skipaði í ráðið. Er það sami háttur og
hafður var á á sínum tíma þegar LH
hafði einn fulltrúa í ráðinu. Hug-
myndir þessar gera ráð fyrir að að-
eins verði fimm fulltrúar í ráðinu.
Bændasamtök Íslands myndu til-
nefna tvo fulltrúa og FH þrjá fulltrúa
og þar ef yrði einn þeirra frá FT.
Kristinn Guðnason, formaður FH
og fagráðs, sagði að hér væru á ferð-
inni hugmyndir sem hefðu verið til
umræðu og verða sjálfsagt eitthvað
áfram. Ef breytingarnar ná fram að
ganga verður skipað í nýtt ráð með
þessum hætti að loknum aðalfundi
FH sem verður væntanlega haldinn í
apríl. Hann upplýsti einnig að yfir-
dýralæknisembættið hefði sótt um
fulla aðild að ráðinu.
Breytingar á fagráði í
hrossarækt í vændum