Morgunblaðið - 07.03.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.03.2002, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 7. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. MARKMIÐ sjávarútvegs-stefnu Evrópusam-bandsins, sem tekin varí gagnið árið 1983, var að stjórna nýtingu á sameiginlegum auðlindum aðildarríkjanna. Stefnan var tekin til endurskoðunar árið 1992 og var umfang hennar þá aukið nokkuð. Nú er aftur komið að endur- skoðun stefnunnar og er markmið framkvæmdastjórnar ESB að gera afgerandi breytingar á henni. Öllum má ljóst vera að sjávarútvegsstefna ESB hefur ekki leitt til sjálfbærrar nýtingar fiskistofnanna á þeim nærri tveimur áratugum sem hún hefur verið við lýði. Í desember sl. var ákveðið að skera niður kvóta þessa árs um 55% enda lá þá fyrir að 12 fiskistofnar væru að hruni komn- ir vegna ofveiði. Margir telja að gera þurfi róttækar breytingar á stefn- unni til að koma í veg fyrir hrun fiskistofna, líkt og við Nýfundnaland fyrir rétt rúmum áratug. Meiri áherslu á fiskveiðistjórn Grundvöllur umræðnanna um breytingar á sjávarútvegsstefnunni er hin svokalla „Græna skýrsla“ frá síðasta ári sem er nokkurs konar yf- irlit yfir stöðu sjávarútvegsmála sambandsins og í henni er einnig gerð grein fyrir ýmsum tillögum um breytingar á stefnunni. Í „Grænu skýrslunni“ kemur m.a. fram að aukin sókn í ungfisk, brottkast og of- veiði margra fiskistofna hefur leitt til óviðunandi ástands og nauðsyn- legt þykir að snúa þessari þróun við. Til þess þurfi ekki aðeins að draga saman kvóta og afkastagetu, eins og sjávarútvegsstefnan gerir ráð fyrir, heldur þurfi einnig að leggja ríkari áherslu á m.a. fiskveiði- stjórnunina sjálfa. Þá eru einnig taldar veru- legar brotalamir í vís- indaráðgjöf og upplýs- ingaöflun. Ennfremur er lögð áhersla á að einstakir þættir sjávarútvegsstefnunnar verði hér eftir skoðaðir í meira samhengi en hingað til, s.s. fiskveiðar, fiskeldi, félagslegir þættir, umhverfis- og heilbrigðismál og alþjóðleg sam- vinna. Alltof oft hafi verið fengist við þessa einstöku þætti án tillits til hinna. Þannig hefur Fiskveiðinefnd Evrópuþingsins farið fram á það við framkvæmdastjórn ESB að fisk- vinnslufyrirtæki verði höfð með í ráðum við endurskoðun sjávarút- vegsstefnu ESB, enda starfi um 90.000 manns við fiskvinnslu í aðild- arríkjunum og árlegar tekjur grein- arinnar séu mjög miklar. Verulegur samdráttur framundan Evrópskur sjávarútvegur þykir ekki aðeins viðkvæmur vegna versn- andi stöðu fiskistofnanna. Afkoma í greininni hefur verið mjög léleg og stöðugildum innan hennar fækkað jafnt og þétt vegna offjárfestinga og hækkandi kostnaðar. Það er því ljóst að framundan er verulegur sam- dráttur í sjávarútvegi ESB í heild ef greinin á að lifa áfram. En vandinn á sér einnig pólitískar rætur. Þeir sem eiga hagsmuna að gæta í sjávarút- vegi hafa kvartað undan því að vera afskiptir þegar kemur að stefnumót- un greinarinnar, enda ráði pólítísk hrossakaup, bæði þvinganir og und- anlátssemi, þar ríkjum. Ytri aðstæður þykja líka kalla á róttækar breytingar sjávarútvegs- stefnunnar. Fyrirhuguð stækkun ESB, alþjóðavæðing efnahagskerf- isins, aukin áhersla á umhverfis- og þróunarmál við fiskveiðistjórnun og vaxandi vitund almennings um sjáv- arútvegsmál eru þættir sem hin nýja sjávarútvegsstefna á að taka tillit til. Eins þykir sýnt að sjávar- útvegur margra þróunarlanda muni á komandi árum vaxa og verða til ný sjónarmið í sjávarútvegi heimsins. Sjávarútvegsstefnan hefur komið á stöðugleika En þó útlitið sé vissulega dökkt í sjávarútvegsmálum ESB hefur sjávarútvegsstefnan án efa leitt ým- islegt jákvætt af sér á undanförnum 20 árum. Í „Grænu skýrslunni“ er því haldið fram að vegna stefnunnar hafi, þrátt fyrir allt, ekki komið til meiriháttar átaka á hafsvæðum sam- bandsins. Stefnan hafi auk þess komið á stöð- ugleika í sjávarútvegi álfunnar og komið í veg fyrir algert hrun fiski- stofna á sama tíma og stofnar ann- ars staðar í heiminum hafi nánast þurrkast út. Margir halda því fram að galla sjávarútvegsstefnunnar sé ekki að- eins að leita innan hafsvæða sam- bandsins. Stór hluti þeirra fjár- muna, sem ESB leggur á hverju ári til sjávarútvegsins í gegnum styrki til fiskimanna, sé nýttur til að kaupa veiðileyfi undan ströndum Afríku. Skaðsemi þessara veiða á viðkom- andi vistkerfi sé lítt þekkt og sjó- menn viðkomandi ríkja hafi litla burði til að keppa við hin fiskiskipaflota ESB. Sjáva ráðherrar ESB hefja viðræ breytingar á sjávarútvegss í apríl og er búist við a Fischler, yfirmaður sjáva mála hjá Evrópusambandi kynna nýjar bráðabirgðatil sjávarútvegsstefnuna hinn nk. Talið er að Fishcler h áhuga á að lappa upp á m núverandi sjávarútvegsste ákvæði sem heimilar hver arríki að ákveða kvóta í hv und á viðkomandi svæði kvæmdastjórnin vill að verði úthlutað til nokkur senn, í stað eins árs líkt o enda hafi slíkt ætíð haft í för þrætur og prútt sem oftar leiði til þess að ráðleggingar manna eru hunsaðar. Þá v stökum svæðum leyft að ha um það að segja hvernig v stjórnað, í stað þess að lá reglur yfir alla ganga. En hefur framkvæmdastjórnin nauðsyn þess að grípa til aðgerða til að draga úr afk fiskveiðiflotans, nýta þurfi í að borga fólk út úr gre ekki til að smíða ný skip kvæmdastjórnin telur að fi floti sambandsins sé enn a miðað við afrakstursgetu st fækka þurfi skipum um heil Sjávarútvegsráðherra S Margareta Winberg, hefu umhverfisráðherra landsin Larsson, lýst yfir stuðning endurskoðun sjávarrútve ESB verði gengið út frá nálgun og vistkerfisnálgun hægt verði að nýta fiskist sjálfbæran hátt verði að minnka veiðiálag, draga úr afkastagetu fiski- skipaflotans og tak- marka skaðlegar styrk- veitingar. Sjávarútvegs- ráðherra Austurríkis hefur einnig lýst yfir stuðningi við sjálfbæra fiskistofnanna og þannig hóp með Svíum, Bretum verjum sem áður hafa léð nauðsynlegum breytingum útvegsstefnunni. Meiri áhersla á hagfr og félagsleg sjónarm Ljóst er að töluverður á ur er um breytingar á sjáva stefnunni og að þar taka sjónarmið. Sex aðildarrík Spánn, Frakkland, G Tekist á um sj útvegsstefnu Veiðiheimildir Evrópusambandsins hafa verið skornar niður u komnir vegna ofveiði. Framkvæmdastjórn ESB vill skera niðu an stærstu sjávarútvegsþjóðir sambandsins telja endurnýju Sjávarútvegsstefna Evrópusambands- ins fellur úr gildi í lok ársins og munu viðræður um endur- skoðun stefnunnar hefjast í næsta mán- uði. Í samantekt Helga Marar Árna- sonar kemur fram að lítil samstaða er meðal sambands- þjóðanna um hvern- ig taka skuli á þeim vanda sem að evr- ópskum sjávar- útvegi steðjar. Lagst gegn hugmyndum um niðurskurð á flota ESB FÁTÆKT OG AUÐUR Eitt þúsund og þrjú hundruð millj-ónir manna í heiminum þurfa aðdraga fram lífið á sem samsvar- ar minna en eitt hundrað krónum á dag. Í þessum mikla fjölda er Rose Shanzi, sem sagði frá í grein í Morgunblaðinu á sunnudag. Shanzi býr í Maramba í Zambíu og lifir á því að selja tómata á markaðnum. Hún þarf að selja tómata fyrir 75 krónur á dag til að framfleyta fjölskyldunni. Á tólf tíma vinnudegi tekst henni sem betur fer yfirleitt að ná því markmiði. Kjör hennar eru hins veg- ar svo frábrugðin því, sem við þekkjum, að þar eru himinn og haf á milli. Það sem kallast myndi fátækt hér á landi teldist auðlegð á stöðum á borð við Maramba. Í greininni um Shanzi segir að í pró- sentum mælt hafi tala þeirra, sem lifa á innan við 100 krónum á dag, lækkað á undanförnum áratug, en hvað fjöldann varðar hefur hann staðið í stað í tvo ára- tugi og reyndar aukist lítillega frá 1990: „Það er sama hvort fátækt fólk dregur fram lífið í Afríku, Asíu, Suður-Ameríku eða í Sovétríkjunum sálugu; það að þurfa að lifa á hundrað krónum á dag er eins og að búa í tímaleysi, í veröld stöð- ugrar baráttu um brauðið, í veröld þar sem tækniframfarir, hrun Berlínar- múrsins og hið frjálsa flæði þjónustu og fjármagns hafa nákvæmlega engu breytt.“ Verst er ástandið sennilega í heims- hluta Shanzi, Afríku sunnan Sahara. Í greininni segir að þar hafi tíminn stöðv- ast. Sumir tala um að ákveðna heims- hluta megi líta á sem slík jaðarsvæði að þau sjáist vart á heimskortinu lengur. Þau er reyndar að finna í landakorta- bókum, en um þau gildir einu í refskák alþjóðastjórnmála. Þegar hin fátæku lönd heimsins leita ásjár hjá hinum auðugu hefur viðkvæðið verið að leið þeirra til ríkidæmis sé í því fólgin að leita á náðir hins frjálsa mark- aðar. Frederick Chiluba, sem tók við völdum í Zambíu af Kenneth Kaunda ár- ið 1991, lagði niður hið sósíalíska kerfi forvera síns og innleiddi hagkerfi hins frjálsa markaðar. Tollar voru felldir niður, niðurgreiðslur afnumdar og 300 ríkisfyrirtæki seld. Árangurinn hefur látið á sér standa. Í greininni kemur fram að 100 þúsund manns hafi misst vinnuna frá 1992 og aðeins tíu af hundr- aði íbúa landsins sinni formlegum störf- um. Níutíu af hundraði lifa eins og Rose Shanzi. Hin margumtalaða hnattvæðing hefur enga þýðingu í þeirra huga. Ef ráðamönnum á Vesturlöndum væri umhugað um örlög þriðja heimsins væri fátækt ekki það vandamál, sem hún er í dag. Ef aðeins hluti þeirrar orku og peninga, sem Vesturlandabúar eyða í að glíma við þann vanda að þeir borði of mikið, færi í að hjálpa þeim, sem hafa of lítið að borða, mætti leysa ýmis vandamál. Þriðji heimurinn hefur löngum séð okkur fyrir ódýru vinnuafli og ódýrum hráefnum. Oft og tíðum er eina ástæðan fyrir því að vara er ódýr sú að það fékkst ódýrt vinnuafl, sem iðu- lega nýtur engra réttinda, til að fram- leiða hana. Slíkt dugir þó skammt eigi að höfða til samvisku Vesturlandabúa. Ef til vill er besta vopnið til að hreyfa við fólki óttinn; óttinn við það að verði ekkert gert til að draga úr fátækt og hungri í heiminum komi þar að landa- mærin sem skilja „okkur“ að frá „þeim“ haldi ekki lengur, heldur bresti undan þunganum og þá muni hvorki Schengen né aðrar ráðstafanir duga til varnar eða verndar. Samfélag þjóðanna getur ekki horft framhjá vanda fimmtungs mannkyns lengur. Það eitt að vandinn er langt í burtu er engin afsökun og firrir okkur ekki ábyrgð. HEILBRIGT AÐHALD NEYTENDA Í Morgunblaðinu í gær birtist ein verð-könnunin til viðbótar sem sýnir hve stórfelldur munur er á verðlagi mat- vöruverslana hérlendis. Könnunin sýnir að allt að 136% verðmunur er á brauði og kökum í bakaríum og verslunum hér- lendis. Önnur nýleg könnun sýnir að svipaður verðmunur er á fiski, eða allt að 97%. Þetta þýðir að neytendur geta valið um að kaupa kíló af smálúðu á tæp- ar 1.300 krónur þar sem það er dýrast eða á 650 krónur þar sem það er ódýr- ast. Þegar tekið er mið af því hversu mikið fólk hefur á milli handanna er þessi munur töluverður og skiptir veru- legu máli þegar keypt er inn á hverju heimili. Fleiri nýlegar kannanir sýna að verð- lag er mjög mismunandi eftir verslun- um. Verðmunur á mjólkurafurðum er allt að 41% og á Norðurlandi er allt að 70% verðmunur á grænmeti og ávöxt- um. Það hefur löngum verið vitað að verð- lag á Íslandi er almennt hátt í saman- burði við nágrannalöndin. Nýleg könn- un sýndi til dæmis að 27 vörutegundir væru 100% dýrari hérlendis en í ná- grannalöndunum og má þar nefna að vínber voru þrisvar sinnum dýrari hér en í Danmörku. Miðað við þessar staðreyndir, al- mennt miklar hækkanir vöruverðs að undanförnu og lækkun kaupmáttar hlýtur að mega gera ráð fyrir því að sí- fellt fleiri hugsi sig tvisvar um áður en þeir velja við hvern þeir skipta. Neyt- endur hljóta að kjósa að versla við þá verslun sem selur kílóið af smálúðu á 650 krónur, fremur en þá verslun sem selur það á 1.300 krónur. Ýmislegt bendir til þess að neytendur hafi að undanförnu vaknað til vitundar um vöruverð almennt. Það sýnir meðal annars sú mikla aukning sem orðið hef- ur á hlutdeild verslana sem leggja upp úr lágu vöruverði, á kostnað þeirra sem selja vörurnar dýru verði. Hlutdeild Bónusverslana af heildarsölu Baugs- verslana hefur til að mynda aukist um 40% síðastliðin tvö ár. Þessi aukning hefur aðallega verið á kostnað Nýkaupa, sem bjóða mikla þjónustu, mikið vöru- úrval og hátt verð, og að einhverju leyti 10–11-verzlana. Baugur hefur gert breytingar í rekstri í takt við þessar breytingar á neyslumynstri með því að fjölga Bónusverslunum. Nú hyggst Kaupás gera svipaðar breytingar og ætlar félagið að breyta nokkrum versl- unum úr KÁ og 11–11 í Krónuna, sem leggur upp úr lágu vöruverði. Það aðhald sem verðkannanir veita kaupmönnum er verulegt og skiptir neytendur miklu máli. Landsmenn þurftu lengi vel að sætta sig við fast verð á ákveðnum vörum og lélegt vöru- úrval. Nú er hvort tveggja breytt og þau áhrif sem neytendur geta haft með vali sínu verða sífellt meiri. Það er því ástæða til að hvetja neytendur til að vera áfram vakandi og á verði fyrir hátt verðlagðri vöru. Íslenskir neytendur eru sífellt vaxandi hagsmunahópur sem á ekki að vanmeta möguleika sína á að hafa áhrif.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.