Morgunblaðið - 09.03.2002, Page 6
FRÉTTIR
6 LAUGARDAGUR 9. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
SELLÓLEIKUR hefur átt hug og
hjarta Sæunnar Þorsteinsdóttur
allar götur síðan hún var fimm ára
gömul og stundaði nám í Suzuki-
skólanum í Reykjavík. Undanfarin
tíu ár hefur hún búið í bænum Bet-
tendorf í Iowa-fylki í Bandaríkj-
unum og í dag, 17 ára að aldri, hef-
ur hún náð þeim árangri að fá að
spila sem einleikari með virtri sin-
fóníuhljómsveit. En til þess vann
hún með því að sigra í tónlist-
arkeppninni Des Moines Young
Artist Competition á dögunum.
Þá mun hún einnig í dag koma
fram í útvarpsþættinum From the
Top á útvarpsstöðinni National
Public Radio. Þar ætlar hún að
flytja eitt af eftirlætis verkum sín-
um, Álfadans eða Dance of the Elv-
es, eftir David Popper, auk þess
sem tekið verður viðtal við hana í
þættinum.
Fyrsta sinn sem nemandi úr
yngri deild fær að spila með
Keppnin fór fram í Des Moines í
Iowa og þar keppti Sæunn á móti
öðrum strengjaleikurum. Sigur Sæ-
unnar og tilboð um einleik með sin-
fóníunni í kjölfarið hefur vakið at-
hygli fjölmiðla og hafa á
undanförnum dögum birst blaða-
greinar vestra þar sem fjallað er
m.a. um þann heiður sem þessi ungi
sellóleikari hefur orðið aðnjótandi.
Í keppninni eru tvær deildir,
yngri og eldri deild og keppti Sæ-
unn í yngri deildinni. „Svo vann ég
líka þetta einstaka tækifæri að spila
með Des Moines-sinfóníunni,“ segir
Sæunn og tilhlökkunin er greinileg
í röddinni. „Þetta er víst í fyrsta
sinn sem þátttakandi í yngri deild
keppninnar fær þetta tækifæri,
þannig að þetta er mjög skemmti-
legt,“ útskýrir Sæunn hlæjandi.
Hún segir ekki mikið fara fyrir
taugatitringi, tilhlökkunin sé öðr-
um tilfinningum yfirsterkari. Sæ-
unn ætlar að spila Shostakovich,
sellókonsert nr. 1 með sinfón-
íuhljómsveitinni. „Þetta er auðvitað
í fyrsta skipti sem ég spila einleik
með „alvöru“ sinfóníuhljómsveit,“
segir Sæunn en áður hafði hún spil-
að með sinfóníu sem skipuð var
unglingum. Sæunn játar því að það
sé draumur hennar að spila með
svona stórri sinfóníuhljómsveit.
„Já, ef ég kæmist inn í hljómsveit
væri það fínt og ef ég kæmist í
kvartett eða eitthvað slíkt væri það
líka æðislegt.“
En hvernig er hægt að keppa í
tónlist?
Sæunn hlær og líkir keppninni
við inntökupróf í tónlistarskóla.
„Það er metið hversu góður maður
er á sellóið, hversu hreint og skýrt
maður spilar og svo líka sú tilfinn-
ing fyrir tónlistinni sem maður hef-
ur.“
Mestu máli skiptir að
fá tækifæri til að spila
Sæunn segir umfjöllun um sig-
urinn í keppninni og sinfóníutón-
leikana nú um helgina í fjölmiðlum
jákvæða en að mestu máli skipti að
fá tækifæri til að leika á sellóið.
„Það sem skiptir mestu er að fá að
koma fram og spila með öðrum. Í
þessu felst mikil æfing fyrir mig.“
Áður en Sæunn flutti ásamt for-
eldrum sínum til Iowa, þeim Ólöfu
Jónsdóttir fiðlukennara og Þor-
steini Skúlasyni lækni, var hún í
Tónlistarskólanum á Akureyri og
þar áður í Suzuki-skólanum í
Reykjavík. Nú stundar hún hins
vegar tónlistarnám undir leiðsögn
Tanyu Carey ásamt því að stunda
almennt nám í menntaskóla í
heimabænum. „Það er rosalega erf-
itt að vera bæði í venjulegum skóla
og þurfa svo að æfa sig heilmikið og
fara út um allt og spila.“
En af hverju selló? „Það syngur
svo rosalega og er svo æðislegt
hljóðfæri sem auðvelt er að spila á í
hópi með öðrum,“ en sellóið hennar
Sæunnar er smíðað af íslenska
fiðlusmiðnum Hans Jóhannssyni.
Íslendingar hafa lítið fengið að
heyra Sæunni leika á sellóið sitt síð-
an hún flutti til Bandaríkjanna en
senn gæti orðið breyting þar á. „Ég
ætla að reyna að koma í sumar og
spila á Íslandi,“ segir Sæunn og
spennings gætir í röddinni. „Ég
kann sæmilega við mig í Betten-
dorf, en mig langar að flytja heim
eða til austurstrandarinnar.“
Íslensk stúlka leikur einleik með Des Moines-sinfóníunni í dag og á morgun
Með syngjandi
selló í Vesturheimi
Þessi grein um Sæunni birtist á fimmtudag í Bettendorf News. Sæunn Þorsteinsdóttir með sellóið sitt.
SIV Friðleifsdóttir umhverfisráð-
herra segir að rannsóknir hafi sýnt
fram á að þróunaraðstoð sem beint
væri sérstaklega að konum skilaði
meiri árangri en hefðbundin þróun-
araðstoð. Siv sat í gær, á alþjóðleg-
um baráttudegi kvenna, fund í Finn-
landi með 20 kvenumhverfisráð-
herrum sem komu alls staðar að úr
heiminum. Að fundinum stóðu
finnska umhverfisráðuneytið, Al-
þjóðlegu náttúruverndarsamtökin
og Heimssamtök kvenleiðtoga. Vig-
dís Finnbogadóttir er fyrsti formað-
ur ofangreindra samtaka og sat hún
einnig fundinn.
Þetta var í fyrsta skipti sem kven-
umhverfisráðherrar í heiminum,
sem eru samtals 38 nú um stundir,
koma saman til fundar. Siv sagði að
tilgangur fundarins hefði verið að
ræða annars vegar um það mikil-
væga hlutverk sem konur gegna í
umhverfismálum og hins vegar um
leiðtogafund um sjálfbæra þróun
sem haldinn verður í S-Afríku í
haust.
„Það kom fram á fundinum að
þróunaraðstoð til kvenna skilar
meiri árangri en þessi hefðbundna
þróunaraðstoð. Konur gegna lykil-
hlutverki í lífsgæðum fólks. Í Afríku
framleiða konur 80% af þeim mat-
vælum sem framleidd eru í álfunni.
Reynslan hefur sýnt að þróunarað-
stoð sem snýr beint að þeim, eins og
aðstoð við að kaupa þreskivélar og
gera þeim auðveldara að ná í gott
vatn, hefur skilað sér mjög vel. Þró-
unaraðstoð sem snýr að menntun
kvenna skilar sér einnig mun betur
til næstu kynslóðar á eftir en mennt-
un sem beinst hefur að körlum,“
sagði Siv.
Mikilvægt að konur
komi að ákvarðanatöku
Siv sagði að á fundinum hefði mik-
ið verið rætt um að lönd sem hafa
bætt aðbúnað, réttindi og stöðu
kvenna hefðu náð að byggja upp
efnahagslegan styrk hraðar, stæðu
betur að umhverfismálum og þar
ríkti minni spilling en í löndum þar
sem konur hefðu ekki haslað sér
völl.
„Til að stuðla að sjálfbærri þróun,
en hún snertir umhverfismál, efna-
hagsmál og félagsmálum, er mjög
mikilvægt að konur fái aukin áhrif
og að þær taki meiri þátt í ákvarð-
anatöku heldur en nú er, bæði í
stjórnmálum og í atvinnulífi.“
Siv sagði að einnig hefði mikið
verið rætt um þann mikla vanda sem
skapaðist vegna flutnings fólks úr
dreifbýli í borgir. Nefnt hefði verið á
fundinum að daglega flyttu 180 þús-
und manns í heiminum í borgir.
„Þetta er alþjóðlegur vandi sem
veldur miklum umhverfisskaða.
Mengun stóreykst í þessum borgum
og þar skapast heilsufarsvandamál.
Þessi þróun stuðlar að hærri glæpa-
tíðni o.s.frv.“
Siv sagði að Íslendingar hefðu í
auknum mæli verið að beina þróun-
araðstoð sinni til kvenna. Ísland
væri aðalbakhjarl Unifem í Kosovo.
Fyrir tilstuðlan Íslands væru starf-
andi jafnréttisráðgjafar í Mosambik,
Malaví og Úganda.
Siv sagði að á fundinum hefði
komið fram mikill áhuga á að fram-
hald yrði á samstarfi kvenumhverf-
isráðherranna.
Siv Friðleifsdóttir á fundi kvenumhverfisráðherra
Árangursríkt að beina
aðstoð að konum
Satu Hassi, umhverfisráðherra Finnlands, Vigdís Finnbogadóttir, fyrsti
formaður Heimssamtaka kvenleiðtoga, og Siv Friðleifsdóttir umhverf-
isráðherra sátu fundinn í Finnlandi „Kvenleiðtogar og umhverfismál.“
UPPSTILLINGARNEFND stjórn-
málaflokkanna sem standa að
Reykjavíkurlistanum hefur komist
að niðurstöðu varðandi skipan í 7. og
12. sæti framboðslistans við borgar-
stjórnarkosningarnar í maí. Dagur
B. Eggertsson læknir skipar 7. sætið
og sr. Jóna Hrönn Bolladóttir mið-
borgarprestur skipar það 12.
Flokkarnir þrír þurfa ekki að
samþykkja val nefndarinnar
Nefndina skipuðu þau Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, Guð-
jón Ólafur Jónsson fyrir Framsókn-
arflokkinn, Guðrún Ögmundsdóttir
fyrir Samfylkinguna og Steinar
Harðarson fyrir Vinstrihreyfinguna
– grænt framboð. Þau kynntu nið-
urstöðu sína á blaðamannafundi í
gær og sögðu hana einróma. Eftir að
flokkarnir hefðu komist að niður-
stöðu um röðun á listann hefði upp-
stillingarnefnd verið falið að finna
frambjóðendur sem ekki tengdust
flokkunum til að skipa áðurnefnd tvö
sæti. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
sagði nefndina hafa ákveðið að leita
til fólks úti í samfélaginu sem hefði
reynslu og þekkingu sem væri eft-
irsóknarverð fyrir borgarstjórn
Reykjavíkur. Sagði hún nöfn þeirra
Dags B. Eggertssonar og Jónu
Hrannar Bolladóttur hafa komið
fyrst upp hjá nefndinni og einhugur
væri um þau hjá henni.
Flokkarnir þrír þurfa ekki að sam-
þykkja val uppstillingarnefndarinn-
ar sérstaklega en á fundi þeirra 14.
mars næstkomandi verður fram-
boðslistinn í heild sinni borinn upp til
samþykktar hjá þeim.
Morgunblaðið/Ásdís
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kynnir niðurstöðu uppstillingarnefndar
Reykjavíkurlistans. Dagur B. Eggertsson er henni á vinstri hönd, Jóna
Hrönn Bolladóttir hægra megin og loks Guðjón Ólafur Jónsson.
Uppstillingarnefnd Reykjavíkur-
listans hefur lokið störfum
Dagur B. Eggertsson
og Jóna Hrönn Bolla-
dóttir í 7. og 12. sæti