Morgunblaðið - 09.03.2002, Page 45

Morgunblaðið - 09.03.2002, Page 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MARS 2002 45 ✝ Ágúst Guðjóns-son bóndi fæddist að Hrygg í Hraun- gerðishreppi 1. ágúst 1920 og bjó þar til dauðadags, 26. febr- úar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Guðjón Sigurðsson, bóndi að Hrygg, og kona hans, Kristín Lára Gísladóttir. Systkini Ágústar eru: Guðmunda, f. 15.8. 1914, d. 30.5. 1991; Sigurður,f. 27.4. 1916, d. 10.9. 1988; Ásta, f. 17.8. 1917, d. 17.2. 1996; Gísli, f. 17.8. 1917, búsettur á Hrygg 1; Guðlaug, f. 18.3. 1919, d. 1.12. 1935; Pétur Mikael, f. 12.12. 1922, d. 1.12. 1990; Guðrún, f. 15.8. 1927, sambýlismaður Sig- urður Ólafsson, f. 6.3. 1913; og Þorbjörg, f. 10.6. 1931. Árið 1960 giftist Ágúst Ólöfu Kristjánsdótt- ur, frá Jónsnesi á Snæfellsnesi, f. 3.3. 1936. Hún átti tvær dætur frá fyrra hjónabandi með Einari Birgi Hjelm: a) Aðalheiður Björg, f. 8.2. 1955, maki hennar er Magn- ús Sigurðsson, f. 30.10. 1948. Börn þeirra eru Íris Björk, f. 14. des. 1973, maki Jón Ari Guð- bjartsson, f. 17.6. 1965, sonur þeirra er Sindri Magnús, f. 28. 2. 1999; Guðjón Ingi, f. 27.4. 1976, d. 1.6. 2000; Ólöf Ósk, f. 19.3. 1979, dóttir hennar og Steindórs Guðmundssonar, f. 27.6. 1975, er Mar- grét Helga, f. 3.3. 1996; Helga Skúla, f. 7.8. 1980, maki Arn- ar Þór Sveinsson, f. 22.7. 1973, sonur þeirra er Brynjar Breki, f. 7.8. 1999. 2) Ingveldur, f. 14.6. 1958, maki Axel Kristján Pálsson, f. 29.8. 1958, sonur þeirra Jón Birgir, f. 6. 8. 1981, d. 15.3. 1982. Sonur Ingveldar er Ágúst Óli Hróðmarsson, f. 26.10. 1976, og sonur hans og Benediktu Ketils- dóttur er Ketill Antoníus, f. 15.2. 1995. Einnig ólust upp í Hrygg þau Guðmundur Þór Jóhannes- son, f. 28.6. 1973, og Jana Ein- arsdóttir, f. 6.8. 1968. Ágúst var bóndi alla sína tíð á meðan heilsa leyfði. Hann starfaði einnig við fiskvinnslu af og til hin seinni ár og var margar slátur- vertíðir hjá SS. Útför Ágústar fer fram frá Hraungerðiskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Það var eins og klakaklungur klemmi hjartað mitt, sálin rifnaði í ótal sprungur er ég heyrði andlát þitt. (Berga G. Ólafsdóttir.) Svona leið mér þegar mamma hringdi í mig og sagði við mig: „Systa mín, vertu nú sterk, hann pabbi þinn er dáinn“. Af hverju núna? Þegar allt var svo jákvætt og gleðilegir hlutir að gerast í sveitinni þinni. Kiddi uppáhalds- frændi þinn og Gugga að koma með vorinu og það gladdi þig mjög mikið og svo þegar við Axel flutt- um í sveitina síðasta vor og það veit ég fyrir víst að gladdi þig, svo mikið fylgdist þú með öllu sem við gerðum. Eitt sinn sagðir þú mömmu að Systa væri búin að setja nýjar gardínur í eldhúsglugg- ann, mamma neitaði en þú varst al- veg viss, sagðir að þetta væru svona „litlar“ gardínur en þá var ég með báða gluggana opna og glampinn virkaði eins og gardínur séð frá ykkur og ósjaldan sagðirðu okkur að við hefðum farið seint að sofa í gærkveldi. Í vikunni áður en þú kvaddir okkur kom ég til þín með steiktan fisk ásamt kartöflum og lauknum ómissandi, það var eins og þú hefðir himin höndum tekið, varðst svo ánægður að fá uppáhaldsfiskinn þinn. Þá fórstu að spyrja mig út í peningamálin hjá okkur, hvað við þyrftum að borga mikið af þessu og þessu lán- inu og hvernig gengi að halda öllu í skilum og það sagði ég þér eftir bestu getu og því skal ég heita þér, elsku hjartans pabbi minn, að stuðla að því að þú þurfir ekki að vera nálægt mér með hrífuna. Ef vel gekk að afla tekna og þú vissir um það, þá spurðirðu hvort okkur vantaði ekki hrífu og samgladdist okkur. Æ, það er svo sárt að þú skulir vera farinn, búinn að vera verkjalaus síðustu daga eða vikur, sem hafði ekki verið raunin síðan þú veiktist í kransæðunum fyrir nokkrum árum, en samt gott þín vegna að vera ekki sársjúkur og kvalinn á sjúkrahúsi að veslast upp. Pabbi, manstu drauminn minn sem ég sagði þér frá, að ég var búin að gera í buxurnar mínar, ef ég hefði getað lesið úr honum, þá hefði ég verið hjá þér dag og nótt síðasta hálfa mánuðinn, en guði sé lof þá vissirðu hvað ég elskaði þig heitt. Ég var ekki há í loftinu þegar þið mamma kynntust og fóruð að búa saman eða rúmlega ársgömul og Adda systir rúmlega 4 ára. Al- veg frá mínum fyrstu minningum varst þú minn eini og sanni alvöru pabbi og oft og enn sárnar mér þegar talað er um fósturbörn. Ég ætla ekki að rifja upp allt æviskeið þitt, svo margar eru minningarnar, en þó nokkrar sem eru mér of- arlega í huga. Eins og þegar við systurnar fórum með þér í ærhúsið og þú þurftir að hala vatnið upp úr brunni handa kindunum, berhent- ur og blautur í brunagaddi og við háorgandi úr kulda. Þá tókstu okk- ur úr vettlingunum og hlýjaðir okkur með rennandi blautum og sjóðandi heitum höndunum. Eða þegar þið mamma keyptuð hænu- unga í eitt sinn af mörgum og einn daginn átti ég að telja þá og henti þeim öllum ofan í tunnu þar sem þeir drápust auðvitað flestir. Eða þegar ég þurfti að tannbursta fol- aldið úti í fjósi læddist ég inn, tók alla tannburstana og tannkremið og réðst á folaldsræfilinn og þegar það vildi ekki skola munninn þá lét ég renna vatn í margar fötur og gusaði því bara yfir greyið og fjós- ið var á öðrum endanum á eftir. Sökum góðmennsku þinnar gastu ekki skammað mig almennilega, sama hvað ég gerði af mér, alltaf lenti það á mömmu því þú gast ekki flengt litlu börnin. Við erum oft búin að rifja þetta upp ásamt fleiri prakkarastrikum og hlæja að öllu saman. Guð hefur vantað góð- an mann í himnaríki og þess vegna tekið þig og ég veit að það hafa verið fagnaðarfundir að hitta ást- vini og kunningja sem fóru á und- an þér. Guð blessi þig og varðveiti, elsku pabbi minn, við styðjum við bakið á mömmu öll sem eitt, stönd- um saman sem aldrei fyrr. Við söknum þín öll. Ingveldur og Axel. Það er kannski skrýtið að skrifa minningargrein um föður sinn brosandi út í annað, en í rauninni ekki, minningarnar eru þess eðlis. Ég var svo lánsamur að njóta þess frá 2 ára aldri að hafa hann Gústa fyrir pabba og þar með að eiga 2 feður sem nú eru báðir gengnir á vit feðra sinna. Pabbi var auðvitað um margt mjög sérstakur maður. Hann ól upp 4 fósturbörn og varð okkur öllum hinn eini sanni faðir. Hann var reyndar þeirri náðargáfu gæddur að finnast enginn vera óæðri og fyrir honum voru allir jafnir. Það er nú enginn smáfjöldi af fólki sem hefur dvalið að Hrygg í lengri eða skemmri tíma og öllum lynti vel við pabba, reyndar eins og flestum sem hann umgekkst. Ég man aðeins eftir einum aðila sem honum þótti leiðinlegur og sá var vinnumaður hjá honum og var hann látinn hætta því þetta þótti merkilegt mjög þegar pabbi lýsti þessu yfir, mikið hlaut þessi um- ræddi maður að vera leiðinlegur! Pabbi var auðvitað umfram allt bóndi af guðs náð og búskapur og vinna voru hans áhugamál. Enda kom það í ljós hin síðustu ár þegar heilsan varð minni og hann gat ekki sinnt sínu áhugmáli, þá var svo sem lítið fyrir stafni þó hug- urinn væri alltaf mikill. Pabbi var alvöru framsóknarmaður og trúði því alla tíð að það væri hið eina rétta. Ég skildi hann alveg því hann útskýrði málin það skemmti- lega í sögulegu samhengi. Ágúst heitinn á Brúnastöðum var í mikl- um metum og það sem hann sagði var mikils metið og ég held að pabbi hafi kunnað orðrétt afmæl- isgreinina sem Ágúst reit honum þegar hann varð fimmtugur, slíkt var stoltið. Pabbi var umfram allt mikill húmoristi og þannig kynnt- ist ég honum sennilega hvað mest í seinni tíð. Hann hafði sig aldrei mikið í frammi en þegar menn voru í kringum hann sem gátu kallað fram í honum glensið, þá var gaman. Það var nefnilega einfalt að gera honum til geðs, hann gerði ekki kröfur, bara að menn væru heilir og nenntu að tala við hann. Það voru t.d. eftirminnilegar stundir þegar nafni minn Sigur- björnsson kom að Hrygg. Tónlist var pabba ákaflega hugleikin og harmonikkan var alltaf í miklu uppáhaldi. Sagan segir að hann hafi eitt sinn spilað á samkomu í Þingborg en aldrei vildi hann við- urkenna það, en víst kunni hann að spila á nikku þó aldrei hafi ég séð hann gera það. Hinsvegar kunni hann fantavel á munnhörpu og við náðum því feðgarnir að glamra saman nokkur lög, ég á gítar og hann á munnhörpuna. Það verður óneitanlega skrýtið að njóta ekki nærveru pabba fram- ar, hann hefur hingað til verið einn af þessu föstu punktum í tilver- unni. Ég er hinsvegar þakklátur fyrir að hafa kynnst manni sem slíkum og öllu því sem hann gaf mér og kenndi mér, ekki var það slæmt, hvernig svo sem ég vinn úr því, svo mikið er víst. Genginn er maður sem skilað hefur sínu og rúmlega það. Ég geri ráð fyrir að þú hafir fengið viðeigandi móttökur á nýj- um stað, almennilegt bakkelsi og kannski einn bjórsopa eða svo, það væri ekki slæmt en ég kveð þig þó með varnaðarorðunum hennar mömmu sem eru ómissandi, hvar sem er og hvenær sem er, farðu bara varlega. Guðmundur Þór Jóhannesson. Kveðja til ástkærs föður míns. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Þín Jana. ÁGÚST GUÐJÓNSSON ✝ Ása Tryggvadótt-ir fæddist að Hellu í Fellsstrandarhreppi íDalasýslu 9. septem- ber 1922. Hún lést á Landspítalanum mánudaginn 4. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Halldóra Einarsdóttir frá Bíl- sey á Breiðafirði og Tryggvi Gunnarsson frá Skorarvík í Fells- strandarhreppi, síðar bóndi í Arnarbæli. Ása fór kornabarn í fóstur að Litlu-Tungu í Fellsstrandarhreppi, til hjónanna Sesselju Bergþórsdótt- ur og Pantaleons Guðmundssonar þar sem hún ólst upp til fimmtán ára aldurs, en þá fluttu þau að Arnarbæli til föður Ásu og hófu búskap á parti úr jörðinni. Árið 1959 flytur Ása að Staðarfelli, þá búin að missa báða fóst- urforeldra sína og er þar í tólf ár er leið hennar lá til Reykjavíkur. Síð- ustu árin bjó hún á Vesturgötu 22. Útför Ásu fer fram frá Staðarfellskirkju í Döl- um í dag og hefst athöfnin klukk- an 14. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Þín systir, Edda. Í dag er til moldar borin að Stað- arfelli í Dölum Ása Tryggvadóttir. Ása ólst upp hjá þeim Sesselju Bergþórsdóttur og Pantaleon Guð- mundssyni í Litlu-Tungu. Þau fluttu árið 1937 að Arnarbæli til föður okk- ar og hófu þar búskap á hluta úr jörðinni. Fósturforeldra sína missir Ása með stuttu millibili. Í veikindum þeirra stundaði hún þau af mikilli natni og umhyggju, enda voru þau henni mjög kær. Árið 1959 flytur Ása að Staðarfelli til Þuríðar Ólafsdóttur. Ásu líkaði vel vistin hjá Þuríði og er hún hjá henni þar til hún bregður búi og flytur til Reykjavíkur, en þá flutti Ása einnig til Reykjavíkur. Í Reykjavík stundaði Ása ýmis störf á meðan kraftar entust. Á þessum tíma eignaðist Ása íbúð á Vestur- götu 22 og bjó sér þar sitt eigið heimili. Þuríður hélt alla tíð tryggð við Ásu, heimsótti hana reglulega og stytti henni stundir. Undir það síð- asta heimsótti hún hana alltaf þegar því varð við komið á spítalann og sá um allt sem gera þurfti fyrir hana. Fyrir þessa miklu tryggð og alla þá hjálp sem þú hefur fært henni Ásu, þá viljum við systkini hennar þakka þér sérstaklega fyrir hennar hönd alla þá góðmennsku og hjálp. Valdemar Briem orti eftirfarandi útfararsálm: Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði’ er frá. Nú héðan lík skal hefja, ei hér má lengur tefja í dauðans dimmum val. Úr inni harms og hryggða til helgra ljóssins byggða far vel í Guðs þíns gleðisal. Þegar við alsystkini Ásu vorum að alast upp í Arnarbæli þá var þar einnig hálfbróðir okkar, Ólafur eða Óli, eins og hann var kallaður. Óli dó 6. febrúar 1982. Nú rúmum tuttugu árum síðar er Ása systir kölluð yfir móðuna miklu. Það fór ekki mikið fyrir henni Ásu, hún var hæglát, góðlát og greiðvikin kona sem vildi öllum vel og var tilbúin til þess að leggja sitt af mörkum til þess að létta undir með öðrum. Ása gerði ekki miklar kröfur til eins eða neins. Enda alin upp á þeim tíma og við þær aðstæður sem slíkt var ekki hægt. Æska hennar og upp- vaxtarár hafa sjálfsagt mótað hana í það form sem hún var í, allt sitt líf. Hún safnaði ekki veraldlegum auði, en átti nóg fyrir sig og var ekki uppá aðra komin og við það undi hún vel. Hinsvegar efast ég ekki um það að Ása hefur lagt vel fyrir af kærleika og góðmennsku og kemur nú til með að njóta þess ríkulega. Ég man ekki eftir því að ég sæi Ásu skipta skapi þann tíma sem við vorum í Arnarbæli. Samt tel ég að oft hafi verið ærin ástæða til þess þar sem saman var kominn krakka- skari, hvert öðru villtara og uppá- tækin hreint ótrúleg. Ása bjó ásamt fósturforeldrum sínum í einu her- bergi á efri hæð íbúðarhússins. Gangurinn fyrir framan herbergið var vinsæll til leikja og ærsla. Stundum þegar þakið hefur senni- lega verið við það að losna af húsinu vegna láta og gömlu hjónin skriðin inní skáp, þá opnaði Ása dyrnar í ró- legheitum, brosti til okkar og sagði: „Krakkar mínir eigum við ekki að lækka svolítið í okkur, þau gömlu vilja nú fara að ganga til náða.“ Þá er ég líka alveg viss um að Ása hafi allan tímann vitað hvar hárnetin hennar væru niður komin þótt hún væri að spyrja okkur hvort við hefð- um nokkuð séð þau. Við sögðumst ekkert vita. En þá voru þau vand- lega strengd í einhverjum læknum til þess að veiða í hornsíli. Þau eru ansi ódrjúg þessi hárnet mín, var það eina sem hún Ása sagði þá. Að sjálfsögðu er hægt að halda lengi áfram á þessum nótum en hér verður numið staðar. Ása var trygg og trú sínum vinum. Hún var alltaf góð og hjálpsöm við okkur yngri systkini sín og viljum við að leið- arlokum þakka henni sérstaklega hlýjan hug og góðvild alla tíð. Sér- staklega þökkum við henni sam- verustundirnar í Arnarbæli. Með þessum orðum kveðjum við þig Ása mín og við vitum að þú færð góðar móttökur á betri stað. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Fyrir hönd hálfsystkina, Gissur Tryggvason. ÁSA TRYGGVADÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.