Morgunblaðið - 09.03.2002, Qupperneq 57
KIRKJUSTARF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MARS 2002 57
ÞAÐ verður mikið um að vera í Frí-
kirkjunni í Hafnarfirði á morgun
sunnudaginn 10. mars. Hinn síungi
karlakór okkar Hafnfirðinga, Þrest-
ir, mun koma fram við guðsþjónustu
og syngja fyrir kirkjugesti auk þess
að leiða almennan safnaðarsöng.
Kórinn heldur á þessu ári upp á 90
ára afmæli og hélt af því tilefni tón-
leika fyrir skömmu sem vöktu mikla
athygli. Það verður því gaman að fá
að hlýða á þeirra fallega söng í Frí-
kirkjunni á morgun. Stjórnandi
kórsins er Jón Kristinn Cortes.
Prestar kirkjunnar, þau Einar og
Sigríður Kristín, flytja sam-
talspredikun sem ber heitið Á ég að
gæta bróður míns. Guðsþjónustan
hefst kl.13 og er vakin athygli á
breyttum messutíma í vetur. Að lok-
inni guðsþjónustu hefst svo hinn
skemmtilegi basar Kvenfélagsins í
safnaðarheimilinu og örugglega
hægt að gera þar góð kaup til
styrktar málefnum kirkjunnar.
Það eru allir hjartanlega vel-
komnir.
Starfsólk Fríkirkjusafnaðarins
í Hafnarfirði.
Kirkjudagur
Safnaðarfélags
Ásprestakalls
ÁRLEGUR kirkjudagur Safn-
aðarfélags Ásprestakalls er á morg-
un, sunnudaginn 10. mars. Um
morguninn verður barnaguðsþjón-
usta í Áskirkju kl. 11 og síðan guðs-
þjónusta kl. 14. Sóknarprestur pré-
dikar og Kirkjukór Áskirkju syngur
undir stjórn Kára Þormar organista.
Meðal annars mun kórinn flytja tón-
list eftir Grieg.
Eftir guðsþjónustuna og fram eft-
ir degi verður kaffisala í Safn-
aðarheimili Áskirkju. Allur ágóði af
kaffisölu kirkjudagsins rennur til
starfa félagsins í þágu barna- og
unglingastarfs Áskirkju, og starfa í
þágu aldraðra, en kirkjudagurinn
hefur lengi verið einn helsti fjáröfl-
unardagur Safnaðarfélagsins.
Eins og jafnan á kirkjudeginum
verða glæsilegar veitingar á boð-
stólum og vona ég að sem flest sókn-
arbörn og velunnarar Áskirkju leggi
leið sína til hennar á sunnudaginn
og styðji starf Safnaðarfélagsins.
Bifreið mun flytja íbúa dval-
arheimila og annarra stærstu bygg-
inga sóknarinnar að og frá kirkju.
Árni Bergur Sigurbjörnsson.
Fjölskylduguðsþjón-
usta í Árbæjarkirkju
EINS og verið hefur í vetur annan
sunnudag hvers mánaðar erum við í
Árbæjarkirkju með fjölskylduguðs-
þjónustu kl.11. Núna á sunnudaginn
fáum við skemmtilega gesti í heim-
sókn til okkar. Stoppleikhópurinn
kemur og sýnir barnaleikritið „Æv-
intýri Kuggs og Málfríðar“. Leik-
gerðin er byggð á hinum vinsælu
barnabókum Sigrúnar Eldjárn um
Kugg og Málfríði sem mörg börn
kannast við af lestri bókanna. „Þetta
er hlý og falleg saga um vináttuna
og hvernig megi brúa kynslóðabilið
þar sem ímyndunaraflið finnur sér
sameiginlegan leikvöll.“
Viljum við í Árbæjarkirkju hvetja
börn til að fá pabba og mömmu, afa
og ömmu til að koma og eiga góða
stund í kirkjunni. Þessar stundir
okkar hafa mælst vel fyrir hjá safn-
aðarfólki og hjá mörgum orðnar
fastur punktur í tilverunni að koma í
fjölskylduguðsþjónustu annan
sunnudag hvers mánaðar. Enda er
viðleitnin sú að bjóða upp á fjöl-
breytt form guðsþjónustuhalds í við-
bót við allt annað starf sem unnið er
af krafti í kirkjunni. Á eftir er boðið
upp á léttar veitingar.
Grafarvogsbúar sækja
Vestmannaeyjar heim
DAGANA 8.–10. mars munu Graf-
arvogsbúar sækja Vestmannaeyjar
heim. Kór Grafarvogskirkju og
Barna- og unglingakór kirkjunnar
munu halda tónleika ásamt Kirkju-
kór og Barna-og unglingakór
Landakirkju. Tónleikarnir verða
kl.18:00 í Landakirkju.
Stjórnendur og kórstjórar eru
þau Guðrún Helga Bjarnadóttir,
Guðmundur H. Guðjónsson organisti
í Vestmannaeyjum, Oddný J. Þor-
steinsdóttir og Hörður Bragason
organisti í Grafarvogskirkju. Allir
eru velkomnir.
Hátíðarguðsþjónusta á sunnudag
kl.11:00
Sunnudaginn 10. mars kl. 11:00
verður hátíðarguðsþjónusta í
Landakirkju. Þar munu prestarnir í
Vestmanneyjum þau séra Kristján
Björnsson og séra Bára Friðriks-
dóttir þjóna fyrir altari ásamt prest-
um Grafarvogskirkju þeim séra Vig-
fúsi Þór Árnasyni, séra Önnu Sigríði
Pálsdóttur og séra Bjarna Þór
Bjarnasyni sem mun prédika. Séra
Bjarni Þór þjónaði í afleysingum
prestanna í Vestmanneyjum á ár-
unum 1991–1997.
Allir kórar kirkjunnar munu
syngja í messunni. Einsöng flytur
Anna Cawalinska
Kvöldmessa í
Laugarneskirkju
NÚ er komið að kvöldmessu mars-
mánaðar í Laugarneskirkju á morg-
un, sunnudag. Sem fyrr er það djass-
inn sem dunar á frá kl. 20:00.
Gunnar Gunnarsson leikur á píanó,
Sigurður Flosason á saxófón,
Matthísas M.D.Hemstock leikur á
trommur og Tómas R Einarsson á
kontrabassa. Kl. 20:30 hefst messan.
Þar syngur kór Laugarneskirkju
ásamt Þorvaldi Halldórssyni, en auk
þess mun söngkonan Anna Pálína
Árnadóttur frumflytja lag með texta
eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson.
Prestshjónin Jóna Hrönn Bolladóttir
og Bjarni Karlsson þjóna ásamt
Eygló Bjarnadóttur meðhjálpara.
Að messu lokinni verður boðið til
fyrirbæna á kórlofti kirkjunnar í
umsjá Margrétar Scheving sál-
gæsluþjóns og hennar samstarfs-
fólks. Messukaffið bíður svo okkar
allra yfir í safnaðarheimilinu að
messu lokinni. Allt fólk er velkomið.
Tólf sporin – Andlegt
ferðalag
HÓPUR fólks sem hefur unnið sam-
kvæmt bókinni Tólf sporin andlegt
ferðalag hefur tekið sig saman um
að verða samferða lengra áleiðis.
Komið er saman annan mánudag
hvers mánaðar kl.18:00 í safn-
aðarheimili Laugarneskirkju, og því
verður fundað mánudaginn 11.
mars. Þau sem þekkja sporin tólf og
annað áhugasamt fólk er velkomið.
Vinir í bata.
Kaffisala í Óháða
söfnuðinum
FJÖLSKYLDUMESSA verður í
Óháða söfnuðinum sunnudaginn 10.
mars kl. 14. Að henni lokinni verður
kaffisala Kvenfélagsins til styrktar
Bjargarsjóði, líknarsjóði Óháða
safnaðarins. Björg Ólafsdóttir, al-
nafna Bjargar, sem stofnaði Bjarg-
arsjóðinn og sjóðurinn er kenndur
við, prédikar og 3 aðrar Bjargir lesa
ritningarlestra.
Allir eru meira en hjartanlega vel-
komnir þar sem nóg verður af
margs konar meðlæti hjá kven-
félagskonum.
Barna- og fjölskyldu-
guðsþjónusta í
Grafarvogskirkju
BARNA- og fjölskylduguðsþjónusta
verður í Grafarvogskirkju kl. 11:00
og barnamessa í Engjaskóla kl.
13:00. Brúðuleikhúsið kemur í heim-
sókn. Umsjón: Ása, Bryndís, Hlín og
Jóhanna Ýr. Organisti: Guðlaugur
Viktorsson.
Rætt um trú í
nútímaþjóðfélagi í
Hallgrímskirkju
Á FRÆÐSLUMORGNI í Hallgríms-
kirkju á morgun kl. 10:00 mun séra
Halldór Reynisson verkefnisstjóri á
Biskupsstofu flytja erindi um efnið:
Trú í nútímaþjóðfélagi. Tilefni þessa
fyrirlesturs er umræða með for-
eldrum fernmingarbarna síðastliðið
haust, þar sem þess var sérstaklega
óskað að þetta efni væri tekið til um-
ræðu. Efni þetta má ræða frá mörg-
um sjónarhornum. Er trúin að verða
úrelt í nútíma upplýstum sam-
félögum? Er kirkjan að verða við-
skila við fólkið í landinu vegna
staðnaðra forma og úreltra trúar-
kenninga? Hvernig birtist trú fólks
nú til dags, ef það hefur þá einhverja
trú? Séra Halldór mun án efa
skyggnast um víðan völl í erindi sínu
og svara síðan fyrirspurnum. Að er-
indinu loknu hefst guðsþjónusta
með þátttöku fermingarbarna, í
umsjá séra Jóns Dalbú Hróbjarts-
sonar og barnastarf í umsjá Magneu
Sverrisdóttur.
Kristniboðsvikan 2002
– Hressing fyrir alla
SAMKOMA í húsi KFUM og KFUK
við Holtaveg sunnudag kl. 17:00. Jón
Þór og félagar taka lagið, viðtal,
myndbandsbútur og Bjarni Gíslason
talar.
Barnasamkoma f. 6 ára og eldri
og gæsla fyrir yngri. Matur seldur á
vægu verði eftir samkomuna. Kvik-
myndavaka um kvöldið kl. 20:00 í
umsjá Gunnars J. Gunnarssonar.
Samkomurnar halda áfram
þriðjudag, miðvikudag og fimmtu-
dag í Kristniboðssalnum, Háaleit-
isbraut 58–60, 3.h., norðurenda, með
dagskrá er hefst 20:15. Fylgist með
á www.sik.is
Allir eru hjartanlega velkomnir á
samkomurnar!
Kyrrðarstundir í
Möðruvallakirkju
SÚ nýbreytni hefur verið nú á föst-
unni að boðið hefur verið til kyrrð-
arstunda í hádeginu á þriðjudögum í
Möðruvallakirkju í Hörgárdal. Þetta
form sem hefur rutt sér víða til rúms
í þéttbýlinu virðist henta til sveita
einnig. Litið er á þetta sem tilraun á
föstunni, en fastan er einmitt tími
íhugunar og undirbúnings undir
gleði páskanna.
Form kyrrðarstundanna er með
þeim hætti að frá kl. 12 á hádegi
leikur sr. Gylfi Jónsson á orgel í um
10 mínútur, þá er sunginn sálmur,
lesið úr ritningunni og boðið til alt-
aris. Þá er fyrirbænastund þar sem
beðið er fyrir þeim bænarefnum sem
berast annaðhvort áður en stundin
hefst eða á stundinni sjálfri. Þau sem
ekki sjá sér fært að mæta geta
hringt til sóknarprestsins sr. Sol-
veigar Láru Guðmundsdóttur í síma
462 1963 og beðið fyrir fyr-
irbænaefni. Eftir stundina, sem lýk-
ur um kl. 12:30 er boðið upp á súpu
og brauð á prestssetrinu.
Gospeltónlist í
Hafnarfjarðarkirkju
VIÐ tónlistarmessu í Hafnarfjarð-
arkirkju sunnudaginn 10. mars
kl.17.00 mun Kór kirkjunnar undir
stjórn Natalíu Chow flytja gosp-
eltónlist með léttri sveiflu. Prestur
er sr. Þórhildur Ólafs. Gospeltónlist
er mjög grípandi enda tjáir hún von-
ir þjáðra um lausn úr hlekkjum kúg-
unar og misréttis og hefur verið
aflavaki félagslegra umbóta. Hún
samræmist því vel boðskap föst-
unnar um baráttu frelsarans við
eyðileggingaröfl og syndafjötra og
þeirri trú um sigur hans, sem pásk-
arnir vekja.
Um morguninn kl. 11.00 fer fram
árdegisguðsþjónusta.
Prestar Hafnarfjarðarkirkju.
Sameiginlegar
kristniboðssamkomur
á Akureyri
SAMEIGINLEGAR kristniboðs-
samkomur á vegum KFUM og K,
Sjónarhæðar og Hjálpræðishersins
verða haldnar í sal KFUM og K í
Sunnuhlíð, laugardagskvöldið 9.
mars og sunnudagskvöldið 10. mars
kl. 20.30. Ræðumaður er Estiphanos
Berrisha frá Eþíópíu. Mál hans verð-
ur túlkað á íslensku.. Hann hefur
m.a. þýtt Nýja testamentið á Kons-
ómál og starfað sem útbreiðslustjóri
kirkjunnar og kennt í einum af bibl-
íuskólum hennar.
Þrastasöngur
í Fríkirkjunni
í Hafnarfirði
Fríkirkjan í Hafnarfirði.
Neskirkja. Félagsstarf aldraðra kl. 14.
Farið verður í heimsókn í Ömmukaffi, Aust-
urstræti. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir kynnir
miðborgarstarfið. Allir velkomnir. Sr. Frank
M. Halldórsson.
Hvammstangakirkja. Barnamessa kl. 11.
Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9, Kópa-
vogi. Samkoma í dag kl. 11–12.30. Lof-
gjörð, barnasaga, prédikun og biblíu-
fræðsla þar sem ákveðið efni er tekið fyrir,
spurt og svarað. Á laugardögum starfa
barna- og unglingadeildir. Létt hressing
eftir samkomuna. Allir hjartanlega vel-
komnir. Biblíufræðsla alla virka daga kl.
10, 13 og 22 á FM 105,5.
Akureyrarkirkja. Hádegistónleikar í Akur-
eyrarkirkju kl. 12. Björn Steinar Sólbergs-
son, organisti, leikur á orgel kirkjunnar.
Lesari er sr. Svavar A. Jónsson. Hádeg-
ishressing til sölu í Safnaðarheimili eftir
tónleika. Málþing um manngildi og mann-
réttindi á viðsjárverðum tímum í Safnaðar-
heimili kl. 13.30. Frummælendur: Dr.
Björn Björnsson, prófessor við guðfræði-
deild Háskóla Íslands, dr. Guðmundur
Heiðar Frímannsson, forseti kennaradeild-
ar Háskólans á Akureyri, og Jóhanna K.
Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslands-
deildar Amnesty International. Þingstjóri:
Birgir Guðmundsson, fréttastjóri DV.
Safnaðarstarf
FRÉTTIR
RÍKISKAUP hafa ákveðið að ganga
til samstarfs við ANZA um hýsingu
og rekstur á nýju landskerfi bóka-
safna. Samningurinn er til fjögurra
ára.
Markmið Landskerfis bókasafna
er að tryggja landsmönnum aðgang
að bókfræðilegum upplýsingum sem
nýtast til náms, í starfi og í leik.
Áætlað er að kerfið þjóni öllum
landsmönnum, hýsi allt að 2 milljónir
bókfræðifærslna, 5 milljónir eintaka
og ráði við allt að 5 milljónir útlána á
ári. Allir helstu aðilar á sviði kerf-
isveitu og hýsingar gerðu tilboð í
þessa þjónustu.
Flestöll bókasöfn landsins verða í
landskerfi bókasafna. Þau nota
bókasafnshugbúnaðinn ALEPH,
sem er einn algengasti hugbúnaður
heims á þessu sviði. Með landskerfi
bókasafna verður hægt að nálgast
upplýsingar um bækur og skjöl í öll-
um söfnunum í gegnum tölvur sem
tengdar eru við Netið. Bókasöfnin
verða í gagnsambandi við ANZA í
gegnum Netið. Hugbúnaðarkerfið
og gagnagrunnurinn fyrir landskerf-
ið er einnig hýstur hjá ANZA, segir í
fréttatilkynningu.
Ríkiskaup
semja við ANZA
um landskerfi
bókasafna
ML ÚTSKRIFTARHRINGARNIR
komnir aftur. Á árum áður var það
hefð að útskriftarnemar Mennta-
skólans að Laug-
arvatni létu smíða
fyrir sig hringa
með merki skól-
ans, svo kallaða
útskriftarhringa.
Af einhverjum
ástæðum féll sú hefð í gleymsk-
unnar dá og hefur ekki verið við
lýði s.l. tuttugu ár eða svo. Nú hefur
útskriftarhópur ML vorsins 2002
ákveðið að hefja upp þessa forn-
frægu hefð og það sem meira er að
bjóða útskrifuðum ML-ingum uppá
að eignast slíkan kostagrip. Nú
geta þeir ML-ingar sem misstu af
hefðinni eða hafa viljað endurnýja
gripinn tekið gleði sína á ný. Þeir
sem vilja eignast gripinn er bent á
heimasíðu ML, www.ml.is í tilkynn-
ingar.
ML útskrift-
arhringarnir
komnir aftur
♦ ♦ ♦
NÝLEGA hóf göngu sína nýr vefur á
vegum Ríkisútvarpsins sem gengur
undir nafninu Lærðar greinar,
www.ruv.is/greinar.
„Þetta verður vettvangur fyrir
innsendar greinar um fjölmiðla- og
markaðsfræði sem hlotið hafa fræði-
lega umfjöllun ritstjórnar. Einnig er
þetta vettvangur fyrir endursagðar
greinar á íslensku sem hlotið hafa al-
menna viðurkenningu á sínu sviði.
Markmið Lærðra greina er að
örva karla og konur til skrifa á sviði
fjölmiðla- og markaðsfræðinnar,“
segir í fréttatilkynningu.
Ritstjórn skipa: Elías Héðinsson,
Friðrik Eysteinsson og Þorsteinn
Þorsteinsson.
Innsendar greinar þurfa að berast
á netfangið: thorthor@ruv.is.
Nýr vefur um
markaðsmál
♦ ♦ ♦
RANGLEGA var sagt í frétt blaðs-
ins á föstudag að dómur fyrir vopna-
lagabrot hefði verið kveðinn upp í
Héraðsdómi Norðurlands eystra.
Hið rétta er að dómurinn var kveð-
inn upp í Héraðsdómi Norðurlands
vestra. Beðist er velvirðingar á mis-
tökunum.
LEIÐRÉTT
♦ ♦ ♦