Morgunblaðið - 09.03.2002, Síða 59

Morgunblaðið - 09.03.2002, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MARS 2002 59 DAGBÓK Spilakvöld Varðar sunnudaginn 10. mars Hið árlega spilakvöld Varðar verð- ur haldið í Súlnasal Hótels Sögu sunnudaginn 10. mars kl. 20.30. Glæsilegir spilavinningar að vanda. Meðal annars: Utanlandsferðir, bæk- ur, matarkörfur o.fl. Gestur kvöldsins er Björn Bjarnason efsti maður á framboðslista sjálfstæðisflokksins. Aðgangseyrir kr. 700. Vörður - Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík Allir velkomnir RISA ÚTSALA á ANTIK er hafin Húsgögn, silfur og postulín 20-50% afsláttur Laugavegi 101, sími 552 8222. Opið alla daga frá kl. 11-18 og sunnud. 13-17. Guðrún Arnalds, símar 896 2396 og 551 8439 Líföndun Guðrún Arnalds verður með helgarnámskeið í líföndun helgina 16. og 17. mars. Djúp öndun hreinsar líkama og sál, eykur bjartsýni og lífsorku og blæs burtu kvíða og kvillum. Gefur þú þér tíma til að lifa? „Tíminn er líf og lífið býr í hjartanu“ EINKATÍMAR: HÓMÓPATÍA - NUDD - LÍFÖNDUN Árnað heilla 60 ÁRA afmæli. Í daglaugardaginn 9. mars er sextug Kristín Jó- hannesdóttir, Gröf á Vatns- nesi, V-Hún. Hún og eigin- maður hennar, Tryggvi Eggertsson, taka á móti gestum í félagsheimilinu Víðihlíð á afmælisdaginn kl. 20:00. 40 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 9. mars, er fertug Elísabet J. Sverrisdóttir, ritari á fast- eignasölunni Hraunhamri, Móabarði 8, Hafnarfirði. Eiginmaður hennar er Guð- jón Oddsson, verkstjóri hjá Íslenskum matvælum í Hafnarfirði. Eyða þau af- mælisdeginum heima með fjölskyldunni. FRAKKAR unnu kvenna- flokkinn á sýningarleikun- um í Salt Lake City eftir öruggan sigur á banda- ríska liðinu í úrslitaleik. Hollendingar urðu í þriðja sæti. Í frönsku sigursveit- inni spiluðu Bessis, Cron- ier, D’Ovidio og Willard, en þessar fjórar hafa staðið sig frábærlega vel á undan- förnum árum. Bandaríska liðið var einnig skipað þekktum stórstjörnum: Breed, Kearse, Meyers, Osberg, Quinn, Sanborn og Meltzer. Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠ 108 ♥ K984 ♦ Á432 ♣G32 Vestur Austur ♠ KD96432 ♠ G75 ♥ -- ♥ 6 ♦ 87 ♦ KD965 ♣10865 ♣ÁK97 Suður ♠ Á ♥ ÁDG107532 ♦ G10 ♣D4 Spilið að ofan kom upp í byrjun mótsins í leik Bandaríkjanna og Kanada. Kanadísku konurnar Gart- aganis og Silverman voru í NS, en Kearse og Osberg í AV. Vestur Norður Austur Suður Kearse Gartaganis Osberg Silverman -- -- -- 1 hjarta 2 spaðar 3 hjörtu 4 spaðar 5 hjörtu Pass Pass Dobl Allir pass Fimm spaðar vinnast í AV (jafnvel með laufi út), en eftir máttlaust stökk vesturs í tvo spaða í upp- hafi er erfitt fyrir austur að sjá möguleika á ellefu slög- um. Tveggja spaða sögnin reynist líka afdrifarík í vörninni gegn fimm hjört- um. Kearse kom út með spaðakóng, sem suður átti heima. Silverman fór inn á blindan á tromp og spilaði litlu laufi að drottningunni. Osberg stakk upp kóng og spilaði spaðagosa, enda bjóst hún við sexlit í spaða hjá makker. En Silverman trompaði og fríaði laufgos- ann. Vörnin fékk því engan slag á tígul. Vissulega er Osborn vor- kunn að spila spaðanum, en hún gat þó að skaðlausu prófað tígulkónginn fyrst og leitað eftir talningu í litnum hjá makker. Kearse fékk líka tækifæri til að beina vörninni í réttan far- veg með því að henda spaðadrottningu í hjarta sagnhafa í öðrum slag! Það væri ótvíræð ábending um að ekkert væri að hafa í litnum. Ekki er það þó beinlínis augljós vörn. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. O-O Be7 6. He1 b5 7. Bb3 O-O 8. a4 Bb7 9. d3 He8 10. Ra3 Bxa3 11. bxa3 d5 12. exd5 Rxd5 13. Bb2 Rf4 14. Bc1 Staðan kom upp á ofur- mótinu í Linares sem lýk- ur á morgun, 10. mars. Michael Adams (2742) hafði svart og stóð frammi fyrir þeirri spurningu hvort hyggilegt væri að drepa á g2 gegn Vassily Ivansjúk (2717). 14. Rxg2 15. Rg5! Rxe1 16. Dh5 Dd7 17. Bxf7+ Kf8 18. Be3 Rd4 19. Hxe1 Rf3+ 20. Kf1 Rxg5 21. Bc5+ He7 22. Hxe5 Rxf7 23. Hxe7 Dxe7 24. Bxe7+ Kxe7 Línur hafa nú skýrst og hefur svartur hrók og tvö létta menn fyr- ir drottningu. Venju- lega er það mjög hag- stætt en í þessari stöðu vinna menn svarts illa saman. 25. Dc5+ Kd7 26. Dd4+ Ke7 27. Dxg7 bxa4 28. Dc3 Kd7 29. Dd4+ Rd6 30. Dxa4+ Ke6 31. Dg4+ Rf5 32. Dc4+ Bd5 33. Dxc7 h5 34. c4 Bh1 35. f4 Hf8 36. Db6+ Kf7 37. Da7+ Re7 38. Dxa6 Hb8 39. d4 Hb1+ 40. Ke2 Hb2+ 41. Kd3 Hb3+ 42. Kd2 Hh3 43. d5 Hxh2+ 44. Kd3 Rxd5 45. cxd5 Bxd5 46. f5 Ha2 47. Da7+ Kf6 48. Dd4+ Kg5 49. Dxd5 Hxa3+ 50. Ke4 og svartur gafst upp. 3. umferð Reykjavíkurmóts- ins hefst kl. 17.00 í Ráð- húsi Reykjavíkur. Áhorf- endur eru velkomnir. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake FISKAR Afmælisbörn dagsins: Þeir sem fæddir eru á þess- um degi þroskast mest með sjálfum sér, hræðast ekki einveru. Eru draum- óramenn. Taka almennt málstað þeirra sem minna mega sín. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Samræður við vini verða spennandi og uppörvandi í dag. Snilldarlegar hugmyndir verða á lofti og krydda samtal þitt við aðra. Naut (20. apríl - 20. maí)  Frelsisþráin er það sterk í dag að þú munt skirrast við öllum tilraunum frá öðrum til að setja á þig höft. Þú vilt ráða ferðinni í dag. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú ert skarphuga í dag og öðl- ast nýja sín á fjölmörg mál. Þú uppgötvar nýja hugsun og nálgun þín gagnvart lífinu og tilverunni breytist. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú hefur verið ábyrgðarfull (ur) og trú(r) einhverjum en í dag grípur þig löngun til að rísa upp og labba burt. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Skemmtileg þróun á sér stað gagnvart nánum samstarfsað- ilum í dag. Þú kynnist hliðum á fólki sem þú hélst að það ætti ekki til. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Nýjar og óhefðbundnar leiðir til að bæta heilsuna eru áleitn- ar. Þú ert þó í óviss um hvort þetta er plat eða skynsamleg ráðstöfun. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Óvænt rómantískt daður við einhvern leiðir þig í vandræði. Einu gildir hvernig þú bregst við út á við, innra með þér gleðstu yfir því að einhverjum finnist þú vera aðlaðandi. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Gestur eða eitthvert óvænt at- vik brýtur upp rútínuna heima fyrir. Varpaðu allri formfestu fyrir róða og láttu berast með straumnum í dag. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Bróðir eða systir er upp- spretta óvæntra tíðinda í dag. Dæmdu menn ekki of fljótt, sýndu heldur umburðarlyndi eða reyndu að skilja afstöðu hans eða hennar. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Hvatvís innkaup í dag gætu leitt til þess að þú kaupir óvenjulega listmuni eða tæknibúnað, hugsanlega eitt- hvað tengt tölvum. Hvað sem það er muntu gleðjast yfir kaupunum. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Brjóst þín belgjast í dag af bjartsýni eða von um þína eig- in framtíð. Þér sýnist allt standa þér til reiðu, spurning- in er bara hvað þú vilt? Fiskar (19. feb. - 20. mars) Athygli annarra gleður þig í dag. Þeir laðast að þér og líður vel í návist þinni vegna sköp- unargáfu þinnar og innsæis. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ætt- armót og fleira lesend- um sínum að kostnað- arlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Sam- þykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/ eða nafn ábyrgðar- manns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík LJÓÐABROT STÖKUR Bandið landa úfið er, andar handan gjóla, standið vandast, bylgjan ber blandin gandinn hjóla. Júlíana Jónsdóttir Báran hnitar blævakin, borða titrar kjóinn. Sólin glitar gullroðin guðdómsrit á sjóinn. Gjallar-þak úr hafi há hjalla sakar forðann, fjalla-baki er hann á allur rakinn norðan. Kristján Benjamínsson Árnað heilla Rólegur Gunnar. Þetta er ekki bréf- beranum að kenna. Þú getur gefið þig fram núna, Jónas, við erum búnir að finna þig. Bridsfélag Suðurnesja Síðasta mánudag lauk aðalsveita- keppni félagsins. Sveit Sparisjóðsins í Keflavík varð meistari eins og und- anfarin ár, en fékk þó meiri keppni en oft áður. Sveitina skipuðu: Jó- hannes Sigurðsson, Gísli Torfason, Guðjón Svavar Jensen, Karl G. Karlsson og Arnór G. Ragnarsson. Lokastaðan: Sveit Sparisjóðsins í Keflavík 146 Sveit Óla Þórs Kjartanssonar 131 Sveit Kristjáns Kristjánssonar 119 Sveit Grethe Íversen 118 Mánudaginn 11. mars hefst síðan tveggja kvölda Butler-tvímenningur. Gullsmárabrids 4. mars var spilað á 9 borðum í Gullsmára 13. Meðalskor 216. Hæsta skor N-S: Leó Guðbrandss., - Aðalst. Guðbrandss. 245 Halldór Jónss. - Valdimar Hjartars. 2 38 Sveinn Jenss. - Jóna Kristinsd. 226 A-V: Þórhallur Árnas. - Sigurj. Sigurjónss. 269 Karl Gunnarss. - Ernst Backman 267 Einar Markúss. - Sverrir Gunnarass. 234 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.