Morgunblaðið - 09.03.2002, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 09.03.2002, Blaðsíða 62
FÓLK Í FRÉTTUM 62 LAUGARDAGUR 9. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Beauvois er 35 ára gamall, búsettur í París, og eftir hann sem leikstjóra liggja fjórar kvikmyndir í fullri lengd. Hefnd Mathieusar er fjórða mynd Beauvois og fjallar að hans sögn, um átök og ástir. Söguþráð- urinn er á þá leið að fjölskyldufaðir er rekinn úr starfi sínu fyrir að reykja í vinnutíma. Þegar sonur hans hefur reynt að fá stjórn fyr- irtækisins til að ráða hann aftur deyr faðirinn í hörmulegu slysi. Sonur hans heldur því fram að faðir sinn hafi ekki séð neina aðra leið en að stytta sér aldur og ákveður að hefna hans með því að refsa for- stjóranum og tæla konu hans og lít- illækka hann. Myndin keppti um Gullljónið í Feneyjum árið 2000 og hefur hlotið mjög góðar viðtökur í heimaland- inu. Sjálfmenntaður Beauvois er sjálfmenntaður kvik- myndagerðamaður og hlaut hann styrk 1991 frá franska ríkinu til þess að gera sína fyrstu kvikmynd, Nord. Áður hafði hann starfað sem aðstoðarmaður við ýmsar myndir. Hann hefur jafnframt leikið í þrem- ur af þeim myndum sem hann hef- ur leikstýrt og á að baki leik í sex öðrum kvikmyndum. Í kvikmynd sinni, Le Vent de la Nuit, lék hann t.a.m. á móti Catherine Deneuve. Beauvois kveðst vera að koma til Íslands í fyrsta sinn og þekkir hann lítið til íslenskra kvikmynda. Hann segir að þetta hafi því verið gott tækifæri til að heimsækja landið. Xavier Beauvois er heiðursgestur Franskra bíódaga í Regnboganum Bannað að reykja í vinnutíma Morgunblaðið/Árni Sæberg Leikstjórinn Xavier Beauvois verður viðstadd- ur opnun frönsku bíódaganna.     % %&'(     ,1  2! +)  3  )! *!  +   ,   +  4 - & 5 -.  )!  *!  +   $( 6 7 $8 ,9 :8    ,9 $8 :  <8 = $8 ,9 <8 = $8 $8    :8 $( 6 7 ,9 ,9 :8 <8 = $( 6 7    $( 6 7 $8    $( 6 7 :8 ,9 <8 =  81 26 +8>  2  XAVIER Beauvois er gestur Franskra bíódaga sem hefjast í dag í Regnboganum og lýkur 16. mars nk. Hann er höfundur opnunarmyndar hátíðarinnar Hefnd Mathieusar og verður viðstaddur sýningu myndar sinnar í dag. JOHNNY Cash á eftir að verða áber- andi það sem eftir er árs. Cash varð sjötugur 26. febrúar og tveimur dög- um síðar fékk hann Grammy-verð- laun fyrir framlag sitt á plötunni Timeless, sem gefin var út til heiðurs Hank Williams og var valin besta sveitatónlistarplatan. Holskeflan er reyndar farin af stað því í lok liðins árs kom út endurútgáfa á plötu hans „Ragged Old Flag“, sem kom fyrst út 1974. Á kápunni stendur Cash ákveð- inn á svip, andlitið eins og höggvið í stein, og bendir á bandarískan fána, sem er rifinn og tættur, en blaktir þó. Í titillaginu segir Cash að fáninn og þjóðin hafi mátt þola eld áður, en hann telji að hún þoli sínu meira. Bandarísk táknmynd Í grein í dagblaðinu The New York Times í tilefni af afmælinu segir að á plötunni hafi Cash verið að vísa í helstu umhleypingar bandarískrar sögu, allt frá frelsisstríðinu til Víet- nam-stríðsins og Watergate-hneyksl- isins. En þegar platan var endurút- gefin 11. desember, þremur mánuðum eftir hryðjuverkin í Banda- ríkjunum, hafi hún fengið nýja merk- ingu. Fáninn framan á plötunni minni á fánann, sem fannst í rústum World Trade Center og var sýndur á vetr- arólympíuleikunum í Salt Lake City, og beri vitni þjóð, sem sé ákveðin í að standa af sér áfallið. Cash er haldinn alvarlegum tauga- sjúkdómi. Hann er hættur að koma fram opinberlega vegna sjúkdómsins, en hefur verið iðinn í hljóðverinu. „11. september opnaði sár í hjarta mínu,“ sagði Cash, sem um þessar mundir dvelur á Jamaica, sem verið hefur hans annað heimili fyrir utan Nashville, í samtali við The New York Times. „Ég horfði á þetta í sjón- varpi og get sagt að mig langaði til að drepa einhvern sjálfur. Ég elska þetta land og þarna sá ég einhvern koma á okkur góðu höggi. Það var vegið að baráttuanda okkar. En ég hef náð mér af því og ég held að land- ið sé sömuleiðis að ná sér. Ég held að þetta land verði ofan á.“ Fylgdi sannfæringu sinni frá upphafi Í febrúar kom út tveggja geisla- diska safn með tónlist, sem Cash tók upp fyrir Sun-útgáfuna, og 19. mars koma út fimm plötur, sem hann tók upp á vegum Columbia milli 1958 og 1993 og hafa verið ófáanlegar lengi, og fimm til viðbótar í júlí. Þessar plöt- ur hafa verið endurhljóðblandaðar og bætt við efni. Plöturnar, sem koma út í mars, þykja sýna að hann hafi þegar í upphafi fylgt þeirri sannfæringu sinni að láta aðeins stjórnast af sínu tónlistarlega leiðarljósi. Cash hefur til dæm- is aldrei leynt dálæti sínu á Bob Dylan, þótt tónlist hans hafi farið í taugarnar á íhalds- sömum áhangendum sveitatónlistar á árum áður. Nú segir Cash um Dylan að hann hafi aldrei verið betri og síðasta platan hans sé sú besta, sem hann hafi sent frá sér hing- að til. Gjöfult samstarf Cash hætti hjá Col- umbia árið 1993. Síðan hefur hann tekið upp þrjár plötur með Ro- bert Rubin við stjórn- völinn á upptökutækj- unum. Þessar plötur eru taldar með því besta, sem frá honum hefur komið, og hefur sérstaklega verið til þess tekið að ekki sé ofhleðslunni fyrir að fara heldur sé þvert á móti sparlega farið með hljóðfæri til að undirstrika vigtina í söngrödd Cash og einnig þykir dirfsku gæta í lagavali. Á plötunum hafa verið lög eftir Beck, Glenn Danzig, Neil Diamond, Nick Cave og U2. Nú er hann að hljóðrita lagið „Hurt“ með hljómsveitinni Nine Inch Nails, sem er með söngvarann Trent Reznor í broddi fylkingar: „Þegar ég heyrði þetta lag hugsaði ég með mér að það hljómaði eins og eitt- hvað, sem ég hefði getað samið á sjö- unda áratugnum. Það er meira hjarta, sál og þjáning í þessu lagi en ég hef heyrt lengi. Ég elska þetta lag.“ Lagið „Hurt“ verður á fjórðu plöt- unni, sem Cash og Rubin vinna að saman, og er gert ráð fyrir að hún komi út síðar á árinu. Johnny Cash hefur ekki misst tóninn Reuters Johnny Cash lætur ekki deigan síga þrátt fyrir að vera haldinn alvarlegum taugasjúkdómi og er von á nýrri plötu frá honum síðar á árinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.