Morgunblaðið - 12.03.2002, Síða 25
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2002 25
ÍGOR Ívanov, utanríkisráðherra
Rússlands, krafðist í gær skýringa á
fréttum í bandarískum fjölmiðlum
um leynilegar áætlanir þar sem
rædd væri hugsanleg beiting kjarn-
orkuvopna gegn nokkrum ríkjum,
þ.á m. Rússlandi. The Los Angeles
Times skýrði á laugardag frá 56
blaðsíðna skýrslu um málið sem gerð
hefði verið fyrir Pentagon. Hin ríkin
eru Kína, Íran, Írak, Norður-Kórea,
Líbýa og Sýrland.
„Reynist þetta vera rétt ber að
harma það og málið getur valdið
áhyggjum,“ sagði Ívanov. Talsmaður
ráðuneytis Ívanovs, Alexander Jak-
ovenko, sagði að kanna yrði hvort
um áreiðanlega frétt væri að ræða.
„Ef hún er það hvernig er þá hægt að
koma henni heim og saman við yf-
irlýsingar um að Bandaríkin líti ekki
lengur á Rússland sem óvin?“ spurði
Jakovenko.
Viðbrögð manna hafa verið með
ýmsu móti, Kínverjar neituðu að tjá
sig en í Íran voru Bandaríkjamenn
fordæmdir og sagðir reyna að kúga
aðrar þjóðir með hótunum. Að sögn
The Los Angeles Times er í skýrsl-
unni velt upp þrenns konar aðstæð-
um þar sem til greina kæmi að nota
kjarnavopn. Í fyrsta lagi að gera
þyrfti árás á skotmörk sem hefð-
bundin vopn dygðu ekki gegn, í öðru
lagi að svara þyrfti árás sem gerð
hefði verið með kjarnavopnum, efna-
vopnum eða sýklavopnum og í þriðja
lagi að „óvæntar “ aðstæður kæmu
upp. Í skýrslunni er tekið fram að
þótt Rússar séu ekki lengur taldir
meðal óvina hljóti það að valda
áhyggjum að þeir ráði yfir um 6.000
stórum kjarnorkuvopnum og um það
bil 10.000 minni kjarnavopnum, svo-
nefndum vígvallarvopnum.
Breska blaðið The Mirror birti
frétt á forsíðu um málið og var fyr-
irsögnin „Reiði vegna „brjálæðis“-
hótunar forseta gegn heiminum“.
The Times sagði á hinn bóginn að um
væri að ræða hefðbundnar fræðileg-
ar bollaleggingar um aðstæður þar
sem til greina kæmi að nota kjarna-
vopn. Risaveldi hlyti óhjákvæmilega
að velta fyrir sér hvort aðstæður af
því tagi gætu komið upp. Í sama
streng tók varnarmálaráðherra Ítal-
íu.
Colin Powell, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, sagði á sunnudag að
í skýrslunni væri um að ræða „skyn-
samlega“ áætlanagerð á sviði varn-
armála en ekki árásaráætlun.
Kjarnavopnum Bandaríkjamanna
væri núna ekki beint gegn nokkurri
þjóð en íhuga yrði hvað forsetinn
gæti gert ef þjóðir sem réðu yfir ger-
eyðingarvopnum af einhverju tagi
létu til skarar skríða.
Condoleezza Rice, öryggismála-
ráðgjafi George W. Bush forseta,
sagði að stjórnin vildi senda skýr
skilaboð til þeirra sem veltu því fyrir
sér að nota gereyðingarvopn gegn
Bandaríkjunum.
„Eina leiðin til að halda aftur af
þeim er að segja með skýrum hætti
að svarið yrði eyðing andstæðings-
ins,“ sagði Rice.
Gagnrýna áætlanir um
beitingu kjarnavopna
Moskvu, Washington. Washington Post, AP, AFP.
Powell segir ein-
göngu um „skyn-
samlega“ áætl-
anagerð að ræða
TONY Blair, forsætisráðherra Bret-
lands, sagði í gær engar ákvarðanir
hafa verið teknar um að grípa til
hernaðaraðgerða gegn stjórn Sadd-
ams Husseins Íraksforseta. Sagði
Blair að enginn þyrfti að vísu að
efast um að heimsbyggðinni stæði
ógn af Saddam og þeim gereyðing-
arvopnum sem hann hefði komist yf-
ir, en sem stæði væru menn einungis
að íhuga málin og ræða sín á milli
hvernig best mætti bregðast við
vánni.
Blair lét þessi orð falla á frétta-
mannafundi með Dick Cheney, vara-
forseta Bandaríkjanna, í London í
gær. Höfðu þeir Cheney áður snætt
saman hádegisverð en Cheney heim-
sækir á næstu dögum ýmis ríki í
Miðausturlöndum í því skyni að
ræða um málefni Ísraels og Palest-
ínu, sem og næstu skref í hinni al-
þjóðlegu baráttu gegn hryðjuverk-
um.
Cheney tók fram að hvað málefni
Íraks varðaði, sem og mál annarra
ríkja sem komið hefðu sér upp ger-
eyðingarvopnum, væri sú stund ekki
runnin upp að Bandaríkjamenn til-
kynntu það hvað þeir hygðust fyrir.
Talsmenn Blairs höfðu hins vegar
fyrir fund þeirra Cheneys í gær bor-
ið til baka fregnir breska blaðsins
The Observer sem á sunnudag hélt
því fram að Bandaríkjamenn væru
að leggja lokahönd á áætlanir um
hernaðaraðgerðir í Írak og að Bretar
hefðu verið beðnir um að leggja til 25
þúsund manna herlið til verksins.
Sögðu talsmenn Blairs að málin
væru engan veginn gengin þetta
langt fram.
Ráðgjafi Bush gagnrýnir
leiðtoga Evrópuríkjanna
Hugsanlegar aðgerðir gegn Írak
hafa verið harðlega gagnrýndar í
Bretlandi, m.a. af þingmönnum
Verkamannaflokksins. Þá hefur
gætt óánægju með framgöngu
Bandaríkjamanna í öðrum ríkjum
Evrópu og áætlanir um aðgerðir í
Írak verið gagnrýndar.
Richard Perle, einn helsti ráðgjafi
Bush Bandaríkjaforseta í varnar-
málum, fór hörðum orðum um þessa
afstöðu leiðtoga Evrópuríkjanna í
gær og sagði hann það mikil von-
brigði að Evrópumenn virtust fyrst
og fremst hugsa um eigið öryggi en
skeyta lítt um öryggi íbúa Banda-
ríkjanna.
Perle sagði að á sínum tíma hefði
Atlantshafsbandalagið tryggt frið í
Evrópu á meðan mikil ógn stóð af
Sovétríkjunum og að þar hefðu
Bandaríkjamenn leikið lykilhlut-
verk. „Nú er okkur ógnað og svo ég
orði það bara hreint út: okkur finnst
að Evrópubúar ættu að launa okkur
stuðninginn,“ sagði Perle í samtali
við breska ríkisútvarpið, BBC.
Vöktu ummæli Perle hörð við-
brögð þingmanns breska Verka-
mannaflokksins, Tom Dalyell, sem
sagði að Bandaríkjamenn yrðu að
sýna bandamönnum sínum fram á að
sannanir lægju fyrir um aðild Íraka
að hryðjuverkunum á Bandaríkin 11.
september sl. áður en þeir gætu farið
fram á stuðning þeirra.
Tony Blair og Dick Cheney ræddu hugsanlegar
hernaðaraðgerðir gegn Saddam Hussein Íraksforseta
Engar ákvarðanir
enn verið teknar
London. AFP.
DONALD Rumsfeld, varn-
armálaráðherra Bandaríkj-
anna, kvaðst í gær vonast
til þess að hersveitum
Bandaríkjamanna tækist í
þessari viku að vinna fullan
sigur á al-Qaeda-liðum og
talibönum sem haldið hafa
uppi vörnum í Arma-fjöll-
um í Austur-Afganistan.
Fullyrtu talsmenn Banda-
ríkjahers að þeir hefðu
mætt mjög lítilli mótspyrnu
í fjöllunum um helgina og
sögðu þeir líklegt að ekki
væru nema á milli eitt og
tvö hundruð al-Qaeda-liðar
þar eftir.
Fáir al-
Qaeda-
liðar eftir
Reuters