Morgunblaðið - 24.03.2002, Qupperneq 6
FRÉTTIR
6 SUNNUDAGUR 24. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
VIKAN17/3 –23/3
ERLENT
INNLENT
TVEIR menn slösuðust
þegar þeir lentu í snjó-
flóði í Esjunni um síðustu
helgi. Annar þeirra missti
4,5 lítra af blóði og hlaut
innvortis blæðingar. Hinn
mjaðmagrindarbrotnaði í
flóðinu. Tveir menn fór-
ust á sama stað árið 1978.
Í NÝRRI þjóðhagsspá
Þjóðhagsstofnunar er
gert ráð fyrir að hag-
vöxtur fari aftur af stað á
næsta ári og gott jafn-
vægi verði komið á í þjóð-
arbúskapnum í heild.
Áætlað er að kaupmáttur
ráðstöfunartekna aukist í
ár, áttunda árið í röð.
Útgáfufyrirtækið Col-
umbia hyggst á næstunni
gefa út hljómdisk með
upptöku af tónleikum
Quarashi og Sinfón-
íuhljómsveitar Íslands,
sem haldnir voru í Há-
skólabíói 25. október sl.,
Columbia gefur jafnframt
út fyrstu breiðskífu Quar-
ashi sem kemur út á er-
lendri grund.
LANDSBANKINN til-
kynnti á fimmtudag að
hann myndi lækka vexti á
óverðtryggðum skamm-
tímalánum um 0,25% og
víxilvexti um 0,4%. Ís-
landsbanki og Bún-
aðarbanki fylgdu í kjöl-
farið og tilkynntu
vaxtalækkanir.
SAMNINGAR hafa tek-
ist milli sjálfstætt starf-
andi sjúkraþjálfara og
samninganefndar heil-
brigðisráðuneytisins.
Gert er ráð fyrir að
samningurinn gildi frá 1.
apríl til ársloka 2004.
Flugatvikið á Gard-
ermoen alvarlegt
FLUGMENN Flugleiðaþotunnar sem
lenti í vandræðum við Gardermoen-
flugvöll í janúar létu viðhaldsstjórn fé-
lagsins vita eftir að vélin lenti að trufl-
anir hefðu komið fram í aðflugsbúnaði
sem ollu því að þeir þurftu að fljúga
hringflug yfir flugvöllinn og reyna lend-
ingu á ný. Þeir gáfu á hinn bóginn ekk-
ert til kynna sem benti til þess að vélin
hefði tekið þær miklu dýfur sem raun
ber vitni og að hún hefði aðeins verið
um 100 metrum fyrir ofan jörðu þegar
hún fór lægst. Aðflugsbúnaður, annað-
hvort á jörðu niðri eða í flugvélinni,
brást í aðfluginu og ákvað flugstjórinn
því að hætta við lendingu og hóf sjálf-
virkt fráflug. Í framhaldi af því tók vélin
tvær krappar dýfur. Flugmennirnir
hefðu því átt að tilkynna um atvikið til
norsku flugslysanefndarinnar þegar
við lendingu í Gardermoen.
Leita má nýrra sam-
starfsaðila
NORSK Hydro hefur tilkynnt sam-
starfsaðilum sínum að fyrirtækið sé
ekki í aðstöðu til þess að taka endan-
lega ákvörðun varðandi áframhald
Noral-verkefnisins um byggingu álvers
á Reyðarfirði og Kárahnjúkavirkjunar
fyrir 1. september 2002 eins og gert er
ráð fyrir í sameiginlegri tilkynningu. Í
yfirlýsingu frá iðnaðar- og viðskipta-
ráðuneytinu segir að aðilar að yfirlýs-
ingunni muni halda áfram að starfa að
verkefninu með það að markmiði að
ákvarða endurnýjaða tímaáætlun.
„Þátttakendur í Reyðaráli eru sammála
um að það væri ákjósanlegt að fá nýjan
aðila að Reyðaráli og minnka þannig
eignarhlut íslenskra fjárfesta. Í þeirri
vinnu sem er framundan verður því
einnig skoðuð afkoma fleiri aðila,“ segir
í yfirlýsingunni. Valgerður Sverrisdótt-
ir iðnaðarráðherra segist hafa orðið
fyrir vonbrigðum með Norsk Hydro.
Sjálfsmorðsárásum
haldið áfram
ANTHONY Zinni, sérlegur sendi-
fulltrúi Bandaríkjanna í deilum Ísraela
og Palestínumanna, hélt áfram tilraun-
um sínum í vikunni til að koma á vopna-
hléi. Dick Cheney, varaforseti Banda-
ríkjanna, lauk í vikunni ferð sinni um
Miðausturlönd og hitti Ariel Sharon,
forsætisráðherra Ísraels, að máli í
Jerúsalem á þriðjudag. Cheney mun á
hinn bóginn hafa hafnað að ræða við
Yasser Arafat, leiðtoga Palestínu-
manna, sem Bandaríkjamenn og Ísr-
aelar saka um að beita sér ekki gegn
aðgerðum hermdarverkamanna.
Ísraelar fluttu á mánudag herlið sitt
á brott frá Betlehem og Beit Jala á
Vesturbakkanum í samræmi við kröfur
Palestínumanna en eftir sem áður var
sjálfsmorðsárásum á ísraelska borgara
haldið áfram. Á miðvikudag féllu sjö
manns auk sprengjumannsins í tilræði
í strætisvagni nálægt bæ arabískra
Ísraela, Umm El Fahem. Tugir manna
særðust. Á fimmtudag biðu þrír Ísrael-
ar bana í sjálfsmorðsárás í miðborg
Jerúsalem og um 40 særðust, á föstu-
dag sprengdi enn einn tilræðismaður-
inn sig en ekki munu aðrir en hann hafa
fallið. Þrátt fyrir tilræðin ákvað stjórn
Sharons að halda áfram viðræðum við
fulltrúa Palestínumanna um vopnahlé.
Samtökin al-Aqsa, sem tengd eru
Fatah-samtökum Arafats Palestínu-
leiðtoga, lýstu á hendur sér ábyrgð á
tilræðinu á fimmtudag og settu stjórn-
völd í Bandaríkjunum á fimmtudag al-
Aqsa á lista yfir alþjóðleg hryðjuverka-
samtök. Sjálfur fordæmdi Arafat árás-
ina. Hét hann í símasamtali við Colin
Powell, utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, að gera allt sem hægt væri til að
stöðva hryðjuverkaárásirnar. Ísraelar
sögðu að palestínsk stjórnvöld hefðu
handtekið sprengjumanninn fyrr í vik-
unni og fangelsað hann með vitund Ísr-
aela. Hefði maðurinn því átt að vera í
fangelsi í borginni Ramallah ef allt
hefði verið með felldu.
MARCO Biagi, ráðgjafi
atvinnumálaráðherra Ítal-
íu, var myrtur við heimili
sitt í Bologna á þriðju-
dagskvöld. Maður sem
sagðist vera talsmaður
hryðjuverkasamtakanna
Rauðu herdeildanna sagði
þær hafa staðið fyrir
morðinu. Samtökin stóðu
fyrir mörgum ódæð-
isverkum á áttunda ára-
tugnum. Biagi var meðal
höfunda umdeildra til-
lagna er miða að því að
auka vald fyrirtækja til
að ráða og reka starfs-
menn.
ÞINGKOSNINGAR
voru í Portúgal sl. sunnu-
dag og fór svo að ríkis-
stjórn sósíalista var velt
úr sessi. Flokkur sósíal-
demókrata, sem er hægri-
flokkur, vann verulega á
og hlaut liðlega 40% at-
kvæða en sósíalistar tæp
38%.
ZIMBABWE var á
þriðjudag rekið úr öllum
ráðum breska samveld-
isins í eitt ár vegna
margvíslegs misferlis og
ofbeldis í forsetakosning-
unum fyrr í mánuðinum.
Stjórn Roberts Mugabe
forseta hefur árum sam-
an ofsótt pólitíska and-
stæðinga og hvíta bændur
í landinu og efnahagur
þess er í rúst.
TVEGGJA daga leið-
togafundur um þróun-
araðstoð var haldinn í
Mexíkó í vikulokin. Kofi
Annan, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna,
hvatti til þess að auðug
ríki tvöfölduðu framlög
til þróunaraðstoðar.
ÞAÐ fer ekki mikið fyrir skútu sem
liggur bundin við festar í Stykk-
ishólmshöfn. En þegar betur er að
gáð er mikið um að vera þar um
borð. Þar hefur búið í vetur fjög-
urra manna fjölskylda sem kom
siglandi frá Frakklandi til Íslands
síðastliðið sumar í þeim tilgangi að
dvelja veturlangt á norðurhjara og
kynnast íslenskum vetri.
Forvitni ýtti undir fréttaritara að
fara í heimsókn og heilsa upp á
gestina sem hér hafa dvalið í skút-
unni í allan vetur. Það fyrsta sem
vakti undrun þegar um borð var
komið var hve þröngt var og lítið
svæði sem fjölskyldan lætur sér
nægja. Gólfflöturinn er ekki margir
fermetrar, en á þessu litla svæðið
er allt til alls, eldhús, salerni, svefn-
aðstaða og þetta sættir þessi sam-
heldna fjölskylda sig við. Skútan er
10 metrar á lengd og 3,30 metrar á
breidd. Gólfflöturinn um 6–7 fer-
metar.
Fjölskyldan er frönsk og er frá
2.000 manna þorpi skammt fyrir ut-
an Royan, sem er hafnarborg við
vesturströnd Frakklands. Hjónin
Boris og Isabelle Germes eru með
börnin sín tvö stúlkuna Manon 5 ára
og drenginn Símon 2 ára. Annað
sem kom á óvart var hvað þau eru
búin að ná góðu valdi á íslenskunni
svo að enginn vandi er að tala sam-
an á íslensku.
Þegar þau voru spurð um ástæð-
una fyrir því að þau sigldu alla leið
til Stykkishólms til að hafa vet-
ursetu var svarið að ævintýraþráin
hafi sigrað að lokum. Þessi draum-
ur hafi blundað með þeim í nokkur
ár. Þau eignuðust skútuna fyrir 7
árum. Ári síðar sigldu þau til Ís-
lands og dvöldu hér á landi í rúman
mánuð. Þau urðu mjög hrifin af
landi og þjóð og þá vaknaði áhugi á
að heimsækja landið aftur og þá að
vetri til og upplifa vetur á Íslandi.
Þau Boris og Isabelle eru bæði
kennarar. Boris er íþróttakennari
og Isabelle grunnskólakennari.
Hugmyndin um vetursetu á Ís-
landi sótti alltaf fastar og fastar á
huga þeirra. Þau sáu fram á það að
eftir að börnin væru komin á
grunnskólaaldur væri erfiðara að
taka sig upp að vetri til. Því var um
að gera að slá til og láta drauminn
verða að veruleika. Þau sóttu um
ársleyfi frá sínum skólum og fengu
leyfið.
Í byrjun júlí lagði skútan frá
bryggju í Royan. Stefnan var tekin
á Skotland. Um borð með Boris
voru tveir vinir þeirra. Ferðin til
Skotlands tók 10 daga. Þangað kom
Isabelle með börn og vinirnir óku
bíl þeirra hjóna til baka. Þá tók við
sigling til Færeyja – aðeins um 30
klukkustundir. Þar dvaldi fjöl-
skyldan í 2 vikur og síðan var
stefna tekin til Íslands. Eftir
þriggja daga siglingu var komið til
Vestmannaeyja. Þau komu við á
nokkrum höfnum á leiðinni til
Stykkishólms, en þar var lagst að
bryggju 25. ágúst og hér hafa þau
verið síðan.
Krakkarnir í leikskóla
Þegar þau voru spurð hvernig
búskapurinn hefði gengið þessa 8
mánuði í Stykkishólmshöfn var
svarið að þeim hefði liðið mjög vel í
Hólminum og þau hefðu notið dval-
innar og fjölskyldan átt mjög góða
daga hér. Manon byrjaði strax í
leikskólanum og eftir áramótin fór
Simon líka í leikskólann með systur
sinni.
Þau segja að Hólmarar hafi tekið
þeim mjög vel. Þau hafa reynt að
kynnast bæjarbúum og það hafi
tekist vel. „Hér er gott að vera og
góð aðstaða í ekki stærra þorpi,“
segja þau. Þau sækja mikið bóka-
safnið, íþróttahúsið og sundlaug-
ina. Boris spilar badminton með
heimamönnum og Isabelle æfir
blak. Á þennan hátt hafa þau
kynnst íbúunum betur og hafa eign-
ast hér góða vini. Isabelle byrjaði
að læra á píanó eftir áramót við
Tónlistarskólann. Sá áhugi hefur
lengi verið til staðar, en nú var í
fyrsta skipti tími til þess að byrja.
Boris er mikill útivistarmaður og
hefur í vetur gengið á mörg fjöll á
Snæfellsnesfjallgarðinum
Hjónin segjast lesa mikið. Þau
hafa lesið mikið um Ísland og jarð-
fræði landsins. Eins hafa þau lesið
nokkrar Íslendingasögur á frönsku
og eru nú að lesa Eyrbyggju. Bókin
Parlons Islandais er á borðinu og
greinilega mikið lesin. Hér er um
að ræða kennslubók í íslensku. Þau
hafa áhuga á tungumálum og meðal
annars var tilgangur ferðinnar að
læra íslensku. Þau fara tvisvar í
viku í íslenskutíma hjá Ingveldi Sig-
urðardóttur og hefur henni tekist
að kenna þeim þá íslensku sem þau
kunna í dag.
Þau voru spurð um muninn á að
upplifa vetur á Íslandi og vetur í
Frakklandi. Þau sögðu að myrkrið
hefði komið þeim mesta á óvart. Í
desember var dimmt allan sólar-
hringinn. Þeim var það léttir þegar
sólin fór að hækka á lofti. Veðr-
áttan er ekki svo ólík og heima í
Frakklandi.
Boris hefur mikinn áhuga á veð-
urfræði. Þá hefur Boris gaman af
því að elda mat. Nýjasta verkefnið
hjá honum er að bjóða upp á
franskan mat á veitingahúsinu
Fimm fiskum. Síðustu tvær helgar
hefur hann í samvinnu við Sum-
arliða Ásgeirsson, eiganda Fimm
fiska í Stykkishólmi, eldað mat að
frönskum hætti og galdrað fram
dýrindis rétti sem bæjarbúar og
aðrir gestir veitingahússins hafa
gætt sér á. Með samvinnu við Sum-
arliða hefur Boris enn tengst bæj-
arbúum betri böndum.
Nú er farið að líða á dvölina í
Stykkishólmi. Hjónin þurfa að vera
komin heim á skútunni í lok ágúst
því kennsla hefst í byrjun sept-
ember. Þau eru mjög þakklát fyrir
góðar móttökur og hjálpsemi sem
þau hafa fengið í Hólminum. Minn-
ingar um sérstakan vetur við sér-
stakar aðstæður munu ylja.
Frönsk fjölskylda hefur vetursetu í Stykkishólmshöfn
Ævintýraþráin
sigraði að lokum
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Boris og Sumarliði kokkur við pottana á veitingastaðnum Fimm fiskum.
Boris hefur eldað fyrir bæjarbúa á franska vísu og smakkast mjög vel.
Frönsku hjónin Boris og Isabelle Germes með börnin sín tvö, stúlkuna
Manon, fimm ára, og drenginn Símon, tveggja ára, við skútuna sína sem
hefur verið heimili þeirra í Stykkishólmshöfn frá því í haust.
Þröngt mega sáttir sitja. Franska fjölskyldan er nægjusöm. Þarna er
Vignir Sveinsson að heimsækja kunningja sína um borð í skútunni.
Stykkishólmi. Morgunblaðið.