Morgunblaðið - 24.03.2002, Side 18
18 SUNNUDAGUR 24. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Stuðningskennsla
í þýsku fyrir
framhaldsskólanema
Tími:
föstudaga kl. 17.30-19.00 og
sunnudaga kl. 12.00-13.30,
alls 16 stundir
Staður: Goethe-Zentrum, Laugavegi 18, 3. hæð
Kennari: Guðmundur V. Karlsson
Verð: Kr. 14.000
Kennsla hefst föstudaginn 5. apríl kl. 17.30.
Hámarksþátttakendafjöldi: 12.
Þátttökutilkynningar í síma 551 6061
(þriðjud.-föstud. kl. 15-18,
laugard. kl. 14-17)
og á netfanginu goethe@simnet.is.
Í GOETHE-ZENTRUMNám í meðferð á íslenskum blómadropumog þjálfun blómadropaþerapista
Áfangi I, 13.-14. apríl
Kennt verður um íslenska blómadropa og verkan þeirra.
Hvernig velja á blómadropa fyrir einstaklinga.
Tengingu þeirra við orkustöðvarnar og hvernig þeir
ryðja burt hindrunum. Samhengi tilfinninga og hegðunar.
Kennd verður pendulering.
Kundalini innsetning. Heimaverkefni.
Áfangi II, 3.–5. maí
Kennt verður um orkustöðvarnar og eiginleika þeirra.
Hvernig blómadropar notast sem meðferðartæki.
Kenndar verða að ferðir til að vinna með hugform, tilfinningar
og hvernig þær breyta staðnaðri orku í visku, flæði og frelsi.
Hvernig blómadroparnir styðja aukna meðvitund um hver við
erum og hvernig þeir styðja okkur áfram á leið hugljómunar
og umbreytingar. Heimaverkefni.
Veitt verða viðurkenningarskjöl í námskeiðslok frá Kristbjörgu og
The Universal Peace Foundation.
Nánari upplýsingar veitir Kristbjörg Kristmundsdóttir í síma: 861 1373
eða í tölvupósti: avanika@simnet.is
Vitund I
Íslenskir blómadropar
Kristbjargar
með þyrluspaða. Mér var
í framhaldi af þessu boðin
vinna hjá Sikorsky-verk-
smiðjunum í Bandaríkj-
unum og hóf þar störf árið 1955
og starfaði þar í eitt og hálft ár.
Ég fór með ósköp lélegt módel
sem drifið var áfram með teygjuafli
og sýndi það sjálfum Sikorsky og
nokkrum af hans helstu mönnum.
Ég var svo heppinn að þetta lán-
aðist mjög vel, módelið tók sig fal-
lega upp, lóðrétt, flaug og lenti al-
veg rétt á gólfinu dálítið frá.
Þá byrjuðu þeir að bjóða mér
peninga í þetta, byrjuðu með 300
dollara en ég var eins og Rússarnir,
ég sagði nei. Þá buðu þeir 600 doll-
ara og ég neitaði aftur. Svo voru
boðnir 900 dollarar og enn neitaði
Íslendingurinn Einar Einarsson vélstjóri var á flugsýningunni í Farn-
borough vorið 1967. Hann hafði smíðað flugmódel sem hann hefur sótt
um einkaleyfi á og segir hér Guðrúnu Guðlaugsdóttur frá þessari upp-
finningu sinni og einnig frá nýjum nagladekkjum sem hann hefur
hannað og senn verður kannski hafin framleiðsla á.
MIÐVIKUDAGINN5. apríl 1967 segirMorgunblaðið fráþví á síðu 5 að Ein-ari Einarssyni vél-
stjóra, þá starfandi á fraktskipum,
hafi verið boðið á hina miklu flug-
sýningu í Farnborough í Bretlandi.
Hann hafði þá smíðað líkan af flug-
vél sem átti að geta hafið sig til
flugs beint upp af jörðu án flug-
vallar og var þá að reyna að fá
einkarétt í Bandaríkjunum og víðar
á þessari hugmynd.
„Það var rétt, mér var boðið á
sýningu í Farnborough. Ég fór
þangað og varð svo svo frægur að
mér var sýnd Concorde-þotan sem
þá var mjög nýleg. Ég fór upp í
hana og þótti mikið til koma,“ segir
Einar Einarsson vélstjóri
sem nú býr í Reykjavík
og er hættur störfum
sem vélstjóri hjá Teikni-
stofu Hitaveitunnar eða Orku-
veitunnar sem nú er.
Þá byrjuðu þeir að
bjóða mér peninga
En hvað kom til að Einar smíðaði
umrætt líkan?
„Frá því ég var polli var að ég að
smíða flugmódel,“ segir Einar. „Yf-
irmaður á Keflavíkurflugvelli, Corn-
oll Baily, hafði samband við mig
þegar ég var 25 ára gamall og hafði
nýlega smíðað teygjumódel sem
sannaði þá hugmynd að hægt væri
að smíða flugvél sem hæfi sig lóð-
rétt upp frá jörðu án þess að vera
ég. Ég neitaði líka þegar þeir buðu
mér 2.000 dollara og það endaði
með að þeir hættu á 5.000 dollurum
– sem ég neitaði einnig. Ég er með
bréf um þetta hér heima hjá mér.
Eftir að hafa starfað hjá Sikorsky-
verksmiðjunum í eitt og hálft ár
stakk kunningi minn, sem ég vann
með, sem sagt upp á að við sæktum
um störf hjá Republich Aircraft á
Long Island, sem væri að leita eftir
fólki. Við vorum að fara í sumarfrí
og við lögðum inn umsóknir áður en
við fórum.
Smíðaði tvö módel í fullri stærð
Þegar við komum til baka hafði
ég fengið vinnu við að hanna her-
þotur sem börðust í Víetnam en
kunningi minn fékk hins vegar ekki
vinnu þarna, sem mér þótti leið-
inlegt af því þetta var góður náungi.
Ég var hjá Republich Aircraft í þrjú
og hálft ár en þá fór ég heim til Ís-
lands og byrjaði að vinna hjá Hita-
veitu Reykjavíkur. Ingólfur ráð-
herra frá Hellu var spenntur fyrir
því sem ég var að gera og hann
hafði forgöngu um að ég fengi pen-
inga til að smíða alvöru módel hér á
landi.
Ég smíðaði tvö módel í fullri
stærð, annað þeirra lyfti 760 kg
beint upp en hitt 350 kg einnig
beint upp. Ég hafði vinnuaðstöðu í
bragga á Reykjavíkurflugvelli.
Flugmálastjóri vildi síðan ekki
hafa þessa starfsemi mína þarna og
ég var látinn fara og í framhaldi af
því seldi ég mótorana í umræddum
módelum. Grindurnar voru rifnar
og þeim hent.“
En hvernig hefur gengið að fá
einkaleyfi á flugvélunum sem Morg-
unblaðið sagði frá 5. apríl 1967?
„Ég er búinn að margbæta hug-
myndina og eiginlega „kúvenda“
henni og á blaðinu er þetta orðið
mjög fallegt tæki. Einkaleyfislög-
fræðingur í Bandaríkjunum telur að
ég geti náð einkaleyfi á umræddri
hugmynd innan skamms tíma.
Þessi vél sem Morgunblaðið sagði
frá 1967 var frumgerð og sem fyrr
sagði hafa orðið á henni verulegar
miklar framfarir síðan og gæti hún
nú orðið grundvöllur að framleiðslu
flugvélar sem gæti hafið sig lóðrétt
á loft án þess að nota venjulega
þurluspaða.
Ég vil hins vegar bíða þar til ég
fæ fullgilt einkaleyfi á þessari hug-
mynd áður en ég leita hófanna um
frekari aðgerðir.“
Naglar sem spæna
ekki upp göturnar
Ertu með fleiri uppfinningar í
farvatninu?
„Já, ég hef gert hjólbarðanagla
sem eru til skoðunar hjá fyrirtæki
sem er að hugsa um framleiðslu á
þeim. Þessir hjólbarðanaglar hafa
það sér til ágætis að spæna ekki
upp göturnar eins og þeir hjól-
barðanaglar gera sem nú eru í notk-
un.
Vegagerðin lét athuga þetta í
Finnlandi og það kom í ljós að það
er hægt að koma í veg fyrir 90% af
skemmdunum sem venjulegir nagl-
ar valda og samt bremsa þessir
nýju naglar mun betur en þeir, sem
nú eru í notkun, gera. Iðntækni-
stofnun og Vegagerðin hér eru að
aðstoða mig við þessar athuganir og
á svelli í Skautahöllinni kom í ljós
að venjulegir naglar þurftu 17
metra til að stoppa en mínir 11
metra.
Enginn hávaði er af mínum nögl-
um af því þeir brjóta ekki malbik
götunnar upp. Ef mínir naglar væru
notaðir þyrfti ekkert salt, þeir
bremsa betur á saltlausum fleti.
Þetta gæti að mínu mati verulega
dregið úr slysahættu og öllum þess-
um saltaustri á götur sem veldur
skemmdum á bílum og götum.“
Morgunblaðið/Golli
HVAR ERU
ÞAU NÚ?
Enginn hávaði af
mínum nöglum
Hjólbarðanaglar sem spæna ekki
upp göturnar og flugvélar sem
geta hafið sig lóðrétt upp frá jörðu
eru meðal uppfinninga Einars.
C vítamín 400 mg
með sólberjabragði
Bragðgóðar tuggutöflur.
Eflir varnir.
Nýtt frá Biomega
Fæst í apótekum