Morgunblaðið - 24.03.2002, Síða 29

Morgunblaðið - 24.03.2002, Síða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MARS 2002 29 GERIÐ GÓÐ KAUP! TOY.IS LAUGAVEGI 82 FLYTUR! Úlpur - buxur - peysur - húfur - kjólar - spariföt Ný sending af sumarfötum Leikföng og páskavörur í úrvali Allt á að seljast BERGLIND María Tómasdóttir flautuleikari og Sophie Marie Schoonjans hörpuleikari halda tónleika í Listasafni Einars Jóns- sonar kl. 17 í dag, sunnudag. Á efnisskrá eru verk eftir Nino Rota, Sónata fyrir flautu og hörpu, Erik Satie/Toru Takemitsu, Le fils des étoiles, fyrir flautu og hörpu og Ravi Shankar, L’aube enchantée. Tónleikarnir eru um 35 mín- útur að lengd og eru án hlés. Berglind María stundaði fram- haldsnám við Konunglega tónlist- arháskólann í Kaupmannahöfn. Hún hefur haldið fjölda tónleika á Íslandi, Skandinavíu og Frakk- landi. Sophie Marie lærði hörpuleik við Konunglega tónlistarháskól- ann í Brussel og útskrifaðist það- an 1984 og ári síðar með próf í kammermúsík. Hún hefur leikið með ýmsum hljómsveitum á ferli sínum m.a. Fílharmóníuhljóm- sveitinni í Hong Kong, Sinfóníu- hljómsveit Íslands, Orchestre du Festival de Bruxelles og verið virkur flytjandi kammertónlistar hér á landi og erlendis. Morgunblaðið/Jim Smart Sophie Marie Schoonjans hörpuleikari og Berglind María Tómasdóttir flautuleikari á æfingu. Flautu- og hörputón- ar í skjóli höggmynda FYRIR nokkrum árum varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að sjá heim- ildarmyndina When We Were Kings sem fjallar um Muhammad Ali. Þessi vel unna mynd dró upp mjög nána og góða mynd af sérlega skemmtilegum og forvitnilegum manni, sem ég hafði auðvitað heyrt um en lítið séð af. Heimsmeistari í hnefaleikum í þungavikt, svartur Bandaríkjamað- ur sem notaði áhrif sín til að leiða fólkið áfram í því að standa á rétti sínum og berjast á móti yfirvaldinu án þess að skammast sín. Ótrúlega heillandi og orðheppinn kjaftaskur sem naut lífsins til hins ýtrasta og alls sem það hafði upp á að bjóða. Sannur meistari fólksins. Það er alls ekki hinn sami Ali og ég sá í þessari mynd. Mig grunar að Mann hafi einmitt viljað grafa undan þeirri ímynd sem hinn venjulegi Bandaríkjamaður hefur af Ali, og sýna eitthvað meira og dýpra en það tekst ekki. Tökuvélin gerir tilraun til þess með mörgum nærmyndum af kappanum í þungum þönkum. En það fer ekki lengra. Með vel valinni tónlist er reynt að segja okkur hvernig manninum líður þá stund- ina, en það virkar ekki. Mestalla myndina er Ali áhorfendum hulin ráðgáta. Uppbygging frásagnarinnar er einnig mjög furðuleg. Það vantar alla fléttu lengi framan af. Það er tæpt á hinu og þessu, á meðan það er farið allt of náið út í aðra jafnvel ómerkari sálma. Þannig eru bardagaatriðin mörg og löng og mikið sýnt af Mal- colm X og sambandi þeirra án þess að maður skilji af hverju er verið að sýna manni þetta, enda leiðir það ekki til neins. Á meðan kynnist mað- ur Muhammad Ali lítið í einkalífinu, þar sem einmitt gefast tækifæri til að gefa raunsæja mynd af þessum manni sem var einn frægasti maður heim í þessi tíu á sem myndin gerist á, 1964–1974, og það ekki fyrir ekki neitt. Mann veltir upp ýmsu um stöðu Mohammads Alis innan músl- imasamtakanna sem hann tilheyrði, og hvernig þau notfærðu sér heims- meistarann. Einnig sannleikanum á bakvið það þegar hann neitaði að gegn herþjónustu og missti nánast allt við það. En einhvern veginn virð- ist það til lítils að vera að reyna að henda fram einhverju nýju, ef maður veit ekki hvað maður vill segja, kemst ekki að niðurstöðu í neinu. Ég spurði Bandaríkjamann nokkurn hvort hann hefði lært eitthvað nýtt um meistarann með því að sjá þessa mynd. „Nei...jú annars. Ég vissi ekki að hann hefði verið giftur fimm sinn- um.“ Það kemur fram í skriflegum eftirmála myndarinnar. Persónur myndarinnar eru einnig flestar á huldu, enda hefur Mann ekki tíma til að draga upp skýra mynd af aukapersónunum frekar en Ali sjálfum. Og þar fær ágætis leikur í hvívetna litlu áorkað. Will Smith virðist ná talanda og yfirbragði Alis ansi vel, auk þess að hafa greinilega bætt á sig helling af kílóum til að reyna að líkjast honum í útliti. Grín- arinn Jamie Foxx á það þó til að stela senunni sem aðstoðarmaður hans Bundini, enda frábær í hlutverkinu. Jon Voigt leikur íþróttafréttaritar- ann Cosell, og er ásamt Will Smith tilnefndur til Óskarsins fyrir eins og flestir líklega vita. Eins og ég hafði gaman af mynd- inni The Man on the Moon þar sem Jim Carrey lék Andy Kaufman af stakri snilld, þá vöknuðu upp fleiri spurningar um þann merkismann en var svarað. Þetta er enn verra í Ali- myndinni, þar sem maður fer hrein- lega svekktur og vonsvikinn út. Eins og það hefði nú verið gaman að fá eina mynd um Ali af sömu gæðum og Raging Bull eða The Hurricane. Meistari fólksins á það líka skilið. KVIKMYNDIR Háskólabíó og Sambíóin Leikstjóri: Michael Mann. Handrit: Greg- ory Allen, Christopher Wilkinson, Eric Roth og M. Mann. Kvikmyndataka: Emm- anuel Lubezki. Aðalhlutverk: Will Smith, Jamie Foxx, Mario van Peebles, Jada Pinkett Smith, Nora M. Gaye, Giancarlo Esposito, Barry Shabaka Henley og Jon Voight. 156 mín. USA. Columbia 2001. ALI Meistari fólksins Hildur Loftsdóttir ÍSLENSKA söguþingið verður hald- ið í lok maí í húsakynnum Háskóla Íslands og stendur nú yfir skráning á þingið. Þetta er í annað sinn sem söguþing er haldið en fyrsta íslenska söguþingið var haldið árið 1997. Til- gangur söguþings nú eins og þá er að leiða saman sagnfræðinga og áhuga- menn um íslenska sögu til að fjalla um nýjar rannsóknir og það sem efst er á baugi innan sagnfræðinnar. Um það bil 100 manns verða með framlag á þinginu og auk þess er þrem er- lendum gestum boðið sérstaklega til að taka þátt í störfum þess. Þeir eru Jürgen Kocka, forseti Alþjóðasam- taka sagnfræðinga (Comité Inter- national des Sciences Historiques), Sue Bennett, formaður Evrópusam- taka sögukennara (EUROCLIO), og Knut Kjeldstadli, prófessor í sagn- fræði við Oslóarháskóla. Auk fræðilegrar dagskrár verður boðið upp á ýmislegt annað í tengslum við þingið. Á veggspjöldum verða kynntar rannsóknir og starf- semi einstaklinga og félaga og bóka- forlög munu kynna bækur sínar. Skemmtanir verða haldnar með sögutengdu efni og í lokin er þing- veisla. Skráningareyðublöð og allar al- mennar upplýsingar um þingið og dagskrá þess er að finna hjá fram- kvæmdastjóra þingsins, Sverri Jak- obssyni, og á slóðinni http://www.- hi.is/soguthing2002. Að þinginu standa Sagnfræði- stofnun Háskóla Íslands, Sagnfræð- ingafélag Íslands og Sögufélag. Íslenska söguþingið haldið í annað sinn Fiðluleikur á nemenda- tónleikum AÐRIR tónleikar í vortónleika- röð Listaháskóla Íslands verða á mánudagskvöld kl. 20 í Nem- endaleikhúsinu, Sölvhólsgötu 13. Þrír fiðluleikarar koma fram, Ingrid Karlsdóttir, Helga Þóra Björgvinsdóttir og Elfa Rún Kristinsdóttir, en þær stunda allar nám á diplóma- braut tónlistardeildar Listahá- skólans. Á efnisskrá verða verk eftir J.S. Bach, N. Paganini, J. Brahms, J. Sibelius, E. Lalo, S. Prokofieff og G. Fauré.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.