Morgunblaðið - 24.03.2002, Page 53

Morgunblaðið - 24.03.2002, Page 53
STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake HRÚTUR Afmælisbörn dagsins: Þú ert hreinn og beinn og átt auðvelt með að sýna tilfinn- ingar þínar. Ef þú leggur hart að þér á þessu ári muntu njóta viðurkenningar á árinu 2003. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú ert að velta fyrir þér flutn- ingum eða breytingum í vinnu. Komandi vor og sumar henta þér vel í fasteignavið- skiptum. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þrátt fyrir að þú sért að velta því fyrir þér hvernig þú getir aukið tekjur þínar ertu í raun að fást við þá grundvallar- spurningu hvað það er sem skiptir þig máli. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Aðstæður þínar hafa breyst og þú sérð að þú þarft að breyta klæðaburði þínum. Gerðu það sem til þarf. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú hefur tilhneigingu til að halda í hlutina af því að þú færð ekki af þér að losa þig við þá. Sýndu ákveðni og gefðu eða hentu fimm hlutum í dag. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Líttu í kringum þig og leitaðu leiða til að sinna einhverju sem er þér æðra. Þú þarft á því að halda til að auka sjálfs- virðingu þína. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú hefur öðlast margt sem þú hefur látið þig dreyma um ár- um saman. Gefðu þér tíma til að meta það sem þú hefur eignast. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Íhugaðu hvaða takmörkum þú vilt ná á næstu tveimur ár- um. Hlutirnir gætu verið inn- an seilingar ef þú bara veist hvað þú vilt. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Atvinnuleysi maka þíns eða vinnuskipti geta leitt til þess að þú hafir minna á milli handanna. Í raun styrkir þetta þig í því að byggja upp þinn eigin starfsframa. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Náinn vinur eða maki reynir á þolinmæði þína í dag. Við- komandi býr enn yfir öllum þeim kostum sem drógu þig að honum. Reyndu að rifja þá upp. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú hefur alltaf talið að þú þyrftir að leggja þig fram til að ná árangri og því ertu tilbúinn að leggja hart að þér. Þú veist að þú munt uppskera árangur erfiðis þíns. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Aukin ábyrgð á börnum gætu valdið þér hugarangri í dag. Minntu þig á að samskipti við börn eru tækifæri en ekki byrði. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú þarft að huga að viðgerð- um á heimili þínu eða á ein- hverju á heimilinu. Þú þarft að finna til öryggis heima hjá þér því þar er þitt persónu- lega athvarf í heiminum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. b3 a6 4. Bb2 Rc6 5. Be2 d5 6. exd5 exd5 7. d4 Rf6 8. O-O Be7 9. dxc5 Bxc5 10. Rd4 O-O 11. Rxc6 bxc6 12. Rc3 He8 13. Ra4 Ba7 14. Bf3 Re4 15. Bd4 c5 16. Bb2 Bb7 17. c4 d4 18. Ba3 Dc7 19. Dd3 Had8 20. Hfe1 f5 21. g3 He6 22. Bg2 Hde8 23. Bc1 Df7 24. Bd2 Bb8 25. f3 Rxd2 26. Dxd2 Bd6 27. f4 Staðan kom upp á Reykja- víkurmótinu sem lauk fyrir skömmu. Þýski stór- meistarinn, Eric Lobron (2517), hafði svart gegn Ingvari Ás- mundssyni (2347). 27... Bxf4! 28. Dxf4 28. gxf4 var einnig slæmt vegna 28...Hg6. Í framhaldinu tap- ar hvítur skiptamun. 28... Hxe1+ 29. Hxe1 Hxe1+ 30. Kf2 He8 31. Rxc5 Bxg2 32. Kxg2 He2+ 33. Kf1 h6 34. Dxd4 Dh5 35. h4 Kh7 36. Df4 og hvítur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MARS 2002 53 DAGBÓK Kringlunni, sími 588 1680. V/Nesveg, Seltjarnarnesi, sími 561 1680. iðunn tískuverslun Ný sending frá Buxur Pils Peysur Bolir  Margar stærðir og gerðir  Fáið senda bæklinga  Leitið tilboða Sumarhús frá Norður-Noregi LJÓÐABROT ÍSLENDINGAR Þér Íslendingar! Orkuríka þjóð, sem unnuð frelsi heitast jarðar gæða og þreyttuð flug til andans hæstu hæða, – í hugum brann hin skæra listaglóð, – þér byggið töfraeyju yzt í sænum með eld í hjarta, jökulheiða brá. Af guðum vígð í himinhreina blænum rís hún í glæstum ljóma yfir sjá. Og brimið dunar, blik á vogi ljómar, og blærinn andar, dynur stormahríð, og fuglaraust frá heiðum himni ómar, og heljar eldgos blossa yfir lýð í samhljóm’ einum: Sundurbrjótið helsi og sigrið vanda, byggið yðar land! Og lausnarorðið hljómi: Frelsi, frelsi! af fjallatindum nið’r á ægisand. Þorsteinn Halldórsson Árnað heilla 50 ÁRA afmæli. Ámorgun, mánudag- inn 25. mars, verður fimm- tug Guðbjörg Þórisdóttir, skólastjóri, Leifsgötu 15. Á afmælisdaginn tekur hún á móti gestum kl. 19 á Hótel Borg, gengið inn á Skugga- bar. 60 ÁRA afmæli. Hinn20. mars sl. varð sex- tugur Ómar Steindórsson, flugvirki og flugvélstjóri, Baugholti 9, Keflavík. Eig- inkona hans er Guðlaug Jó- hannsdóttir, hárgreiðslu- meistari. HVERNIG er best að vinna úr lauflitnum? Í hnotskurn er það vandi suðurs í fimm tíglum: Norður gefur; allir á hættu. Norður ♠ 742 ♥ Á98 ♦ K93 ♣Á1054 Suður ♠ Á108 ♥ -- ♦ ÁD108762 ♣D32 Vestur Norður Austur Suður -- Pass Pass 1 tígull 1 hjarta 2 grönd 3 hjörtu 4 tíglar Pass 5 tíglar Allir pass Vestur kemur út með hjartadrottningu. Hvernig er best að spila? (Trompið er 2-1 og austur á einspil.) Útspilið er upplýsandi. Í fyrsta lagi er augljóst að austur á hjartakóng. Hitt er ekki eins augljóst, en þó lík- legt, að austur sé með kóng eða drottningu í spaða úr því að vestur kom þar ekki út. Af þessu tvennu virðist mega draga þá ályktun að vestur sé mun líklegri en austur til að halda á lauf- kóng – eitthvað á hann fyrir innákomunni. Ef lesandinn samþykkir þessi rök er laufíferðin nokkuð mörkuð. Sagnhafi trompar hjartaútspilið og tekur tromp tvisvar. Spilar svo laufi á tíuna í þeirri von að vestur eigi gosann með kóngnum. En svo er ekki: Norður ♠ 742 ♥ Á98 ♦ K93 ♣Á1054 Vestur Austur ♠ K96 ♠ DG53 ♥ DG10742 ♥ K653 ♦ G5 ♦ 4 ♣K6 ♣G987 Suður ♠ Á108 ♥ -- ♦ ÁD108762 ♣D32 Austur tekur á gosann og spilar spaða. Sagnhafi tekur með ás og spilar laufi á ás- inn. Í þessari legu kemur kóngurinn sjálfviljugur og þar með lýkur spilinu, en ef ekki, er enn einn vinnings- möguleiki eftir – laufið 3-3. Þá er laufdrottningu hent í hjartaás og lauf trompað. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Með morgunkaffinu MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Jú, við auglýstum eftir sölumanni, en ...    Gullsmárabrids Mánudaginn 18. mars var spilað á átta borðum 7 umferðir. Besta skor N-S: Sigurður Björnsson – Auðunn Bergsv. 147 Hermann Finnbogas. – Helga Ámundad. 139 Jónas Jónsson – Unnur Jónsdóttir 135 Einar Markússon – Sverrir Gunnarss. 135 A-V: Leó Guðbrandsson – Ernst Backman 165 Guðmundur Pálsson – Kristinn Guðm. 151 Viðar Jónsson – Sigurþór Halldórss. 143 Meðalskor 126 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Sjálfsbjargar Nýlokið er fjögurra kvölda tví- menningi. Spilað var á tólf borðum. Í efstu sætum urðu eftirtaldir: NS: Bjarni Jóhannss. – Stefán Stefánss. 950 Ólafur Oddsson – Meyvant Meyvantss. 921 Karl Pétursson – Ingólf Ágústsson 915 AV: Þórarinn Beck – Jón Úlfljótsson 958 Eyjólfur Jónsson – Sveinn Sigurjónss. 949 Karl Karlsson – Sigurður R. Steingr. 934 Frábærir fótskemlar Verð kr. 34.000 Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mánudag-föstudag 11-18, laugardag 11-15 Lyklakippur Litir: Gyllt, silfrað aðeins 350 kr. NETVERSLUN Á mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.