Morgunblaðið - 24.03.2002, Side 64

Morgunblaðið - 24.03.2002, Side 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 24. MARS 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. f í t o n / s í a www.bi.is Þú fellur aldrei á tíma í útgjaldadreifingu Búnaðarbankans LAMBAKJÖT, sem flutt hefur verið frá Íslandi til þriggja landa Evrópu- bandalagsins, hefur ekki verið nægi- lega vel merkt og því eytt áður en það hefur komist á markað erlendis. Fimm íslenskir aðilar hafa leyfi til að flytja út til ESB og hjá fjórum þeirra hefur þessu verið ábótavant. Ekki hefur verið sett út á gæði vörunnar. Dýralæknayfirvöld í Hollandi, Dan- mörku og Englandi hafa tilkynnt um málið til höfuðstöðva ESB í Brussel. „Við lítum það mjög alvarlegum augum að þetta skuli hafa komið fyrir og við höfum áhyggjur af því að þetta mál hafi verið tilkynnt til Evrópusam- bandsins í Brussel,“ segir Halldór Runólfsson yfirdýralæknir. „Við höf- um áhyggjur af því að staða Íslands varðandi útflutning hafi beðið hnekki. Þetta sýnir að menn verða að gæta sín mjög vel hvað varðar allan útflutn- ing, þetta er kröfuharður markaður.“ Merkingar, umbúðir og papp- írsvinna stóðust ekki kröfur Gísli Sverrir Halldórsson, dýra- læknir útflutnings og innflutnings hjá embætti yfirdýralæknis, segir að veru- legur misbrestur hafi verið á frágangi á vörunni, sérstaklega hvað varðar merkingar, umbúðir og pappírsvinnu vegna útflutningsins. „Þetta tengist útflutningi á lambaslögum til Færeyja og Englands,“ útskýrir Gísli. Fimm aðilar, Sláturfélag Suðurlands (SS), Norðlenska á Húsavík, Kaupfélag Austur-Húnvetninga á Hvamms- tanga, Sölufélag Vestur-Húnvetninga á Blönduósi og Sölufélagið Búbót á Höfn í Hornafirði, hafa útflutnings- leyfi til landa ESB. Að sögn Gísla hafa borist athugasemdir erlendis frá, einu sinni eða oftar, vegna sendinga frá þeim öllum, að SS undanskildu þar sem öllum kröfum er að þessu lúta hef- ur verið fullnægt. Gísli segir að at- hugasemdir hafi tekið að berast fyrir jól vegna sendingar til Danmerkur. „Síðan gerðist þetta með sendingar til Danmerkur, Englands og Hollands. Þetta varð til þess að vörunni var eytt, henni er ekki hleypt áfram ef þessir hlutir eru ekki í lagi.“ Merkingar sem krafist er í ESB eru þess eðlis að hægt er að rekja af- urðirnar til viðkomandi lands og slát- urhúss. „Evrópubandalagið er kröfu- harðasti markaður heims og ef þetta er ekki allt saman í lagi þá einfaldlega fer varan ekki áfram. Með þessu eru menn því í raun að tefla markaðsað- gangi í hættu.“ Allir hafa bætt sig „Við sáum því í raun ekki annan kost en að fara til Danmerkur í byrj- un mars til þess að vinna traust yf- irvaldanna þar aftur, því segja má að þeir hafi verið komnir með rauða spjaldið á loft gagnvart innflutningi frá Íslandi. Síðan þá hafa menn gert verulegt átak í að bæta sig og allir þessir aðilar hafa sent sendingar sem hafa staðist ítrustu kröfur. Undan- farnar vikur höfum við farið og skoðað í gámana og pakkningarnar áður en þær hafa farið úr landi. Það er þó ekki lengra síðan en í síðustu viku að við urðum að stoppa gám í Hafnarfirði. Ef sú sending hefði farið hefði útflutn- ingur til ESB væntanlega heyrt sög- unni til en við eigum rétt á að flytja 1.959 tonn af lambakjöti til ESB og Noregs árlega. Nú ríður á að allar sendingar séu óaðfinnanlegar.“ LENGI hafa verið til heimildir fyrir því að ýmsar kynjaverur og tröll byggi fjöll þessa lands. Margir hafa jafnframt borið að hafa komist í kast við fjallbúana og sloppið við illan leik. Heldur hefur þessum frásögnum fækkað í seinni tíð og er skýringin efa- laust sú að landsmenn þeysa nú frekar um á blikkbeljum en að þramma vegleysur á fjöllum. Ýmsir hafa þó orðið til að efast um tilvist trölla en þegar myndir nást af steinrunnum andlitum bergrisanna þarf varla frekari sannana við. Eða hvað? Ætli ljós og skuggar hafi blekkt linsu ljós- myndarans sem var á ferð um Snæfellsnes á dögunum? Sönnun fyrir til- vist trölla? Morgunblaðið/RAX Á AÐALFUNDUM KFUM og KFUK, Kristlegra félaga ungra manna og kvenna í Reykjavík, sem haldnir voru í síðustu viku, var ákveðið að sameina félögin. Félög- in hafa starfað í 103 ár. Samein- ingin hefur átt sér langan aðdrag- anda og undirbúning. Einnig voru samþykkt ný lög fyrir sameinað fé- lag. Með sameiningunni næst margs konar hagræðing og ein- földun í rekstri og stjórnun félag- anna. „Tímarnir breytast og félög- in verða að laga sig að breyttum aðstæðum, sameiningin er liður í því,“ segir Kjartan Jónsson, fram- kvæmdastjóri KFUM og KFUK. Kjartan segir að ýmsir þættir fé- laganna hafi verið sameinaðir fyrr, stjórnir félaganna hafa haldið sam- eiginlega stjórnarfundi, reksturinn hefur verið sameiginlegur svo og húsnæði og eignir. „Þessi samein- ing breytir því að nú verður form- lega ein stjórn og verður hún kosin á framhaldsaðalfundi 8. apríl næst- komandi. Það verður einn formað- ur og sjóðir renna saman.“ Kjartan segir að í samþykktum lögum sam- eiginlegs félags sé tryggt að sé kona kjörin formaður verði karl varaformaður og svo öfugt. Fjölbreytt starfsemi félaganna Kjartan sagði að í framtíðinni gæti verið að reksturinn myndi breytast enn frekar. „Það er geng- ið út frá því að hver starfsemi fái að halda sínum séreinkennum. En það má hugsa sér að með tímanum verði strákaflokkar í sumarbúðun- um Vindáshlíð og stelpuflokkar í Vatnaskógi, það er aldrei að vita.“ Séra Friðrik Friðriksson stofn- aði félögin árið 1899. Þau hafa stað- ið fyrir öflugu barna- og unglinga- starfi víðs vegar um borgina síðan. Á þeirra vegum er rekið starf fyrir stúlkur og pilta á um 27 stöðum, auk sumarbúðanna í Vatnaskógi og Vindáshlíð, en þar er verið að byggja nýjan svefnskála. Ein yngsta grein starfsins er miðborg- arstarf félaganna í Austurstræti 20 fyrir ungt fólk sem hefur það að markmiði að hafa mannbætandi áhrif á æskuna í miðborginni. Vímuefnalaust kaffihús var tekið þar í notkun í október á síðasta ári. Þá verður nýtt húsnæði leikskóla félaganna tekið í notkun í næsta mánuði. KFUM og KFUK í Reykjavík í eina sæng Kjötsendingum eytt í þremur löndum ESB Merkingum var ábótavant hjá fjórum útflytjendum af fimm LÖGREGLAN stöðvaði í fyrrinótt för tveggja manna sem höfðu gert tilraun til að brjótast inn í bílasölu í Njarðvík. Í bíl þeirra fundust m.a. veiðihnífar, lítil hafnaboltakylfa, töfl- ur, ónotaðar sprautur og nálar og bakpoki með vasaljósi. Skömmu áð- ur en lögregla hafði hendur í hári þeirra hentu þeir lítilli handexi út úr bílnum. Mennirnir, sem eru 22 og 18 ára gamlir, höfðu brotið rúðu í bílasöl- unni en flúðu af hólmi þegar þeir urðu varir við starfsmann bílasöl- unnar innandyra. Hann gat gefið lögreglunni í Keflavík lýsingu á bif- reið þeirra og var lögreglan í Hafn- arfirði fengin til að stöðva þá á Reykjanesbrautinni. Þeim var síðan ekið á lögreglustöðina í Keflavík þar sem þeir voru yfirheyrðir um inn- brotið og það sem fannst í bílnum. Annasamt á næturvaktinni Lögreglan í Keflavík hafði í nógu að snúast á næturvaktinni. Meðal verkefna var að stöðva slagsmál við Ránarvelli í Keflavík og Hafurbjörn- inn í Grindavík og síðar um nóttina var bifreið ekið út af við Grindavík en ökumaður er grunaður um ölvun við akstur. Þjófar stöðv- aðir á Reykja- nesbraut

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.