Morgunblaðið - 07.04.2002, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 07.04.2002, Qupperneq 11
Siv Friðleifsdóttir NORRÆNA ráðherranefndin var stofnuð 1971 og er samstarfsvett- vangur norrænu ríkisstjórnanna. Forsætisráðherrar bera megin- ábyrgð á norrænu samstarfi í ráðherranefndinni. Hvert aðildarríkjanna tilnefnir einn samstarfsráðherra, sem ber ábyrgð á að samhæfa norrænt samstarf í sínu landi og jafnframt starfsemi nefndarinnar. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra er samstarfsráðherra í ríkisstjórn Íslands. Norræna ráðherranefndin er í raun margar nefndir. Fagráðherrar Norðurlandanna hittast til dæmis reglulega á hverju ári til skrafs og ráðagerða. Svæðissamstarf Norðurlandanna hefur vakið athygli víða um heim, þegar svæðisbundið samstarf ríkja færist í vöxt. Samvinna norrænna þingmanna og ríkisstjórna í Norðurlandaráði og Norrænu ráðherranefndinni hefur verið einstök í alþjóðlegu samstarfi. Hefur þetta samstarf orðið fyrirmynd samstarfs annars staðar í heiminum. Norræna ráðherranefndin málefnum ráðherranefndarinnar hér á landi. Norðurlandasamstarfið veltir um 9,5 milljörðum íslenskra króna á ári. Um helmingur fjárins fer til menningarverkefna af ýmsu tagi. Löndin greiða í hlutfalli við þjóð- arframleiðslu og er hlutur Íslands 1,1% eða rúmlega 104 milljónir króna. Sé kostnaðinum við norrænt samstarf deilt niður á þegna aðild- arlandanna er kostnaðurinn innan við 400 íslenskar krónur á mann á ári. Víðtækur stuðningur Norræn samvinna virðist njóta víðtæks stuðnings þegna aðildar- landanna. Í upplýsingariti frá Nor- rænu ráðherranefndinni kemur fram að 91% þegna Norður- landanna þekkja til Norðurlanda- ráðs og Norrænu ráðherranefndar- innar og 74% vilja efla norrænt samstarf. Aðildarlöndin hafa mótað hvert sína stefnu í alþjóðasamstarfi. Þannig eru þrjú í Atlantshafsbanda- laginu og tvö með áheyrnarfulltrúa þar á bæ. Þrjú landanna eru í Evr- ópusambandinu og tvö á Evrópska efnahagssvæðinu. Þrátt fyrir þenn- an mun er norrænt samstarf í stöð- ugri þróun og gengur í endurnýjun lífdaga á hálfrar aldar afmælinu. saman, en sitt í hverju lagi.“ Norðurlandaráðsfulltrúar skipa sér í hópa eftir stjórnmálaskoðun- um. Í ráðinu eru fjórir flokkahópar: Jafnaðarmenn, miðjumenn, íhalds- menn og vinstri sósíalistar. Hóp- arnir móta sameiginlega stefnu til hinna ýmsu mála og velja þingmenn í nefndir. Að öðru leyti byggist starf ráðsins á landsdeildum þar sem fulltrúar hvers lands mynda heild. Nokkrar skipulagsbreytingar voru gerðar á starfsskipulaginu á síðasta áratug nýliðinnar aldar. Þá var tekið upp skipulag sem byggð- ist á þremur meginstoðum sem end- urspegluðust í Norðurlandanefnd, Evrópunefnd og grannsvæðanefnd. Um síðustu áramót gekk í gildi nýtt skipulag með fimm málefnanefnd- um auk forsætisnefndar. Þykir þessi skipan hæfa betur pólitísku starfssviði ráðsins en hitt fyrir- komulagið. Nefndirnar eru mennta- og menningarmálanefnd, velferðar- nefnd, borgara-og neytendanefnd, umhverfis- og náttúruauðlindanefnd og efnahags- og viðskiptanefnd. Enn sem fyrr eiga svæðisbundnu stoðirnar að vera þáttur í starfsemi nefndanna. Forsætisnefnd stýrir starfi ráðsins á milli þinga. Fer hún einnig með utanríkis- og öryggismál og samskipti Norðurlandaráðs við aðrar alþjóðastofnanir. Í forsætis- nefnd sitja 12 fulltrúar og forseti Norðurlandaráðs. Núverandi forseti er Outi Ojala frá Finnlandi. Þá starfa eftirlitsnefnd og kjörnefnd. Nefndirnar funda yfirleitt fjórum sinnum á ári. Samstarf á mörgum sviðum Norðurlandaráð og hin megin- stoðin í norrænni samvinnu, Nor- ræna ráðherranefndin, hafa sam- ræmt ýmis réttindi þegna Norðurlandaþjóðanna. Nefna má norræna vegabréfasambandið, sem gerði Norðurlandabúum kleift að ferðast á milli landanna án vega- bréfa, samræmd atvinnuréttindi, norrænu nemendaskiptin NordPlus, og mikla samvinnu á sviði menning- ar, mennta og rannsókna. Samnorrænar stofnanir, 33 tals- ins, eru fjármagnaðar og reknar í heild eða að hluta af norrænu sam- starfsfé. Stærst þeirra er Norræni fjárfestingarbankinn í Helsinki, bankastjóri er Jón Sigurðsson. Þá má nefna Norræna iðnþróunarsjóð- inn, Norræna genabankann, Nor- ræna heilbrigðisháskólann, rektor hans er Guðjón Magnússon. Á menningarsviðinu má nefna Nor- rænu húsin í Reykjavík og Þórs- höfn í Færeyjum, ásamt norrænum stofnunum á Álandseyjum og í Grænlandi. Eins reka Norðurlöndin upplýsingaskrifstofur í Eystrasalts- löndum og St. Pétursborg. Aðrar þekktar stofnanir á sviði menningar eru Norræni menningarsjóðurinn, Norræni kvikmynda- og sjónvarps- sjóðurinn, NordPlus nemendaskipt- in, NordJob vinnuskipti og norræn verðlaun svo sem Norrænu bók- menntaverðlaunin, Norrænu tón- listarverðlaunin og Norrænu um- hverfisverðlaunin. Yfir 100 starfsmenn Norðurlandaráð og Norræna ráð- herranefndin hafa rekið sameigin- lega upplýsingaskrifstofu í Kaup- mannahöfn frá 1998. Þar situr dr. Sigrún Stefánsdóttir við stjórnvöl- inn. Hjá Norðurlandaráði og Nor- rænu ráðherranefndinni starfa alls um 100 starfsmenn sem koma hvað- anæva frá Norðurlöndum. Flestir starfsmenn Norrænu ráðherra- nefndarinnar eru sérfræðingar á ýmsum sviðum sem tengjast nor- rænu samstarfi. Starfsmenn Norð- urlandaráðs sinna flestir almennari störfum. Hér á landi annast al- þjóðadeild Alþingis rekstur skrif- stofu Íslandsdeildar Norðurlanda- ráðs og forsætisráðuneytið rekstur Norðurlandaskrifstofu sem sinnir TENGLAR .............................................. www.norden.org gudni@mbl.is UNGMENNUM á aldrinum 14-20 ára er boðið að taka þátt í sam- keppni vegna fimmtíu ára afmæl- is Norðurlandaráðs. Umfjöllunar- efnið er: Norðurlöndin nú og eftir 50 ár. Senda má ljóð, smásögu eða lífsreynslusögu frá Norð- urlöndum í nútíð eða framtíð. Aðalverðlaunin eru flugferð fyrir tvo með Flugleiðum til ein- hvers áfangastaðar á Norð- urlöndum, aukaverðlaun verða geisladiskar og bækur. Frestur til að senda efni rennur út 1. maí n.k. Framlag hvers þátttakanda má í mesta lagi vera ein A4-síða, til dæmis í Word, og má skrifa á dönsku, sænsku, norsku, íslensku eða finnsku. Þátttakendur verða að senda efni sitt í tölvupósti á póstfangið: unginorden@nmr.dk. Nafn, heimilisfang, aldur og þjóð- erni sendanda þarf að fylgja. Nöfn verðlaunahafa verða birt þann 3. júní nk. Bestu framlögin verða birt á www.norden.org/unginorden eða skyldum norrænum vefsíðum. Upplýsingadeildin áskilur sér rétt til að stytta framlög áður en þau eru birt. Hugsanlega verða ein- hver framlög einnig birt í prent- uðum ritum í tengslum við 50 ára afmæli Norðurlandaráðs. Norður- löndin nú og eftir 50 ár Verðlaunasamkeppni fyrir ungt fólk TENGLAR ....................................... www.norden.org/unginorden 1952 Norðurlandaráð stofnað sem samstarfsvettvangur þjóðþinga Dana, Íslendinga, Norðmanna og Svía. 1953 Norðurlandaráð tekur til starfa. 1956 Finnland gerist þátttak- andi í Norðurlandaráði. 1962 Helsinkisáttmálinn, grunnsáttmáli norrænnar sam- vinnu, undirritaður af fulltrúum ríkisstjórna Norðurlandanna fimm þann 23. mars. Sá dagur er nú Dagur Norðurlanda. Sáttmálinn kveður m.a. á um rétt íbúa Norðurlands til at- vinnu og félagslegrar þjónustu í öðru Norðurlandi sem og fjöl- breytt samstarf á sviði mennt- unar, vísinda og menningar. 1971 Norræna ráðherraráðið stofnað sem samstarfsvett- vangur norrænu ríkisstjórn- anna. 1984 Merki Norðurlanda- samstarfsins, blái svanurinn með átta flugfjaðrir, tekið upp. 1989 Norræna umhverf- ismerkið, Græni svanurinn, verður til. Áfangar í norrænni samvinnu Norræna umhverfismerkið, Græni svanurinn, er sett á vörur sem valda lítilli mengun. tónlistar- og umhverfisverðlaun hafa oft fallið Íslendingum í skaut og verið í senn viðurkenning og sóknarfæri fyrir íslenskt menningarlíf og um- hverfisvernd. Norræn kvikmyndaverðlaun Nú er verið að stofna Norræn kvikmyndaverðlaun. Það var ákveðið á fundi norrænu menntamálaráð- herranna í Kaupmannahöfn á föstu- dag. Ákvörðunin verður síðan hand- söluð á fundi hér í Reykjavík 15. apríl og stefnt að því að veita verðlaunin fyrst á Norðurlandaráðsþingi í haust. Ég hef líka mikinn áhuga á að tengja starf íslenskra listamanna menning- arsamstarfi Norðurlandanna enn sterkari böndum.“ Þróunin í norrænni samvinnu hef- ur verið mikið austur á bóginn und- anfarinn áratug. Eystrasaltslöndin hafa leitað mjög til Norðurlanda og þar skapast sterk viðskiptaleg og efnahagsleg bönd og gömul kynni treyst. Við þetta hefur hið svonefnda norðvestursvæði, Færeyjar, Ísland og Grænland, orðið nokkuð útundan. Ísólfur var áður formaður samstarfs- ráðs þjóðþinga þessara landa, Vest- norræna ráðsins. „Við í miðjuhópn- um í Norðurlandaráði höfum lagt til aukið samstarf vestnorrænu land- anna við Norðurlandaráð. Á fundi menningar- og menntamálanefndar Norðurlandaráðs í Reykjavík 16. apríl nk. verður sérstaklega fjallað um málefni vestnorrænu landanna og þörfina á betra jafnvægi milli austurs og vesturs í norrænni samvinnu.“ Ísólfur segir að norrænt samstarf sé gríðarlega öflugt og virkt á al- þjóðavettvangi. Þótt þrjú landanna séu í Evrópusambandinu þá hafi það síst spillt fyrir norrænni samvinnu heldur styrkt hana og aukið skilning á mikilvægi þess að Norðurlöndin standi saman. TENGLAR .............................................. http://www.althingi.is/vefur/nr.html MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. APRÍL 2002 11 NORÐURLANDARÁÐ er samstarfs- vettvangur þjóðþinga á Norð- urlöndum. Alþingi Íslendinga hefur verið með frá stofnun ráðsins árið 1952. Í Norðurlandaráði sitja 87 þingmenn, þar af sjö alþingismenn frá Íslandi. Hvert hinna ríkjanna fjögurra, Danmörk, Finnland, Nor- egur og Svíþjóð, á 20 fulltrúa í Norðurlandaráði. Sjálfstjórnarsvæðin Álandseyjar, Færeyjar og Grænland eiga einnig sína fulltrúa. Í full- trúahópi Danmerkur eiga sæti tveir fulltrúar lögþings Færeyja og tveir fulltrúar landsþings Grænlands. Í hópi Finnlands eru tveir fulltrúar þings Álandseyja. Fulltrúar Íslands Ísólfur Gylfi Pálmason er formað- ur Íslandsdeildar Norðurlandaráðs og er einnig varaformaður menning- ar- og menntamálanefndar. Arnbjörg Sveinsdóttir situr í um- hverfis- og náttúruauðlindanefnd og í eftirlitsnefnd. Drífa Hjartardóttir situr í velferð- arnefnd. Rannveig Guðmundsdóttir situr í forsætisnefnd. Sigríður Jóhannesdóttir er vara- formaður Íslandsdeildarinnar og sit- ur í menningar- og mennta- málanefnd. Sigríður A. Þórðardóttir er for- maður efnahags- og viðskipta- nefndar og á sæti í kjörnefnd. Steingrímur J. Sigfússon er vara- formaður efnahags- og viðskipta- nefndar. Sigríður Jóhannesdóttir Rannveig Guðmundsdóttir Steingrímur J. Sigfússon Sigríður Anna Þórðardóttir Arnbjörg Sveinsdóttir Drífa Hjartardóttir Norðurlandaráð – samstarf þjóðþinga FJALLAÐ verður um norrænt lýð- ræði á þemaráðstefnu Norður- landaráðs, sem haldin verður á Grand Hótel í Reykjavík 15.-16. apríl n.k. Þar verður m.a. fjallað um nor- ræna verlferðarríkið og lýðræðið, virkni þegnanna og hvaða áhrif innflutningur fólks frá öðrum menningarsvæðum mun hafa á af- stöðuna til lýðræðis á Norð- urlöndum. Eins hvort norræna lýð- ræðiskerfið geti haft áhrif á önnur kerfi í heiminum í framtíðinni. Meðal frummælenda á fund- inum verða Ólafur Ragnar Gríms- son forseti Íslands, Carl Bildt fyrr- verandi forsætisráðherra Svíþjóðar, Suvi-Anne Siimes ráð- herra í Finnlandi og Gudmund Hermes, forstjóri stofnunar Unesco um menntastefnu. Norrænt lýðræði 2020 Þemafundur Norðurlandaráðs í Reykjavík
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.