Morgunblaðið - 07.04.2002, Síða 12

Morgunblaðið - 07.04.2002, Síða 12
12 SUNNUDAGUR 7. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í MEIRA en ár hefur GeorgeW. Bush, forseti Bandaríkj-anna, reynt að koma sér hjáafskiptum af deilunum í Mið-Austurlöndum og kannski í þeirri von, að þær myndu þá hverfa eða leysast af sjálfum sér. Það gerðu þær ekki, þvert á móti. Þær hörðnuðu stöðugt og voru farnar að ógna verulega tilraunum Bush til að efla og treysta barátt- una gegn hryðjuverkum. Í ræðu sinni á fimmtudag venti Bush sínu kvæði í kross. Þá skoraði hann á Ísraela að hætta hernaðinum gegn Palestínumönnum og sagði, að her- námi þeirra yrði að ljúka. Öryggi Ísraela yrði að tryggja innan lög- legra landamæra ríkisins. Megináherslurnar í ræðu Bush eru í sjálfu sér ekki nýjar af nál- inni. Bandarísk stjórnvöld hafa stutt stofnun sjálfstæðs, palest- ínsks ríkis síðastliðin tvö ár og þá ekki síður öryggi Ísraels allt frá stofnun þess árið 1948. Það, sem er nýtt, er sú ákvörðun Bush að beita sér í þessum málum og setja um leið sjálfan sig og stjórn sína að nokkru leyti að veði fyrir árangr- inum. „Það mikilvægasta við ræðu Bush er, að hann hefur ákveðið að beita sér af alefli við að finna lausn á deilumálunum í Mið-Austurlönd- um,“ segir Edward S. Walker, fyrrverandi sendiherra Bandaríkj- anna í Ísrael og Egyptalandi. „Hann ætlar að senda þangað Col- in Powell utanríkisráðherra í sínu eigin nafni en það þýðir, að hann mun ekki fara þangað tómhentur, aldrei þessu vant.“ Betra að veifa röngu tré en öngu Bjartsýnismenn eins og Walker trúa því, að afdráttarlaus afstaða Bush muni neyða Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, til að hætta herförinni gegn Palestínu- mönnum og gefa um leið hófsömum leiðtogum Palestínmumanna tæki- færi til að beita sér og vinna gegn hryðjuverkum á borð við sjálfs- morðsárásirnar. Svartsýnismennirnir, til dæmis Walter Cutler, fyrrverandi sendi- herra Bandaríkjanna í Sádi-Arab- íu, eru ekki trúaðir á mikinn ár- angur en viðurkenna þó, að það sé betra að veifa röngu tré en öngu. Haft er eftir háttsettum en ónefn- um embættismönnum í Banda- ríkjastjórn, að auðvelt sé að taka undir hvort tveggja. Forsetinn hafi hins vegar ekki átt annan kost en taka af skarið þar sem átökin hafi verið farin að stefna í tvísýnu öll- um áhrifum Bandaríkjamanna í Mið-Austurlöndum. Einn embættismaðurinn sagði, að fulltrúi Abdullah, krónprins í Sádi-Arabíu, hefði varað Banda- ríkjastjórn við og sagt, að stöðvaði hún ekki hernaðinn á Vesturbakk- anum, myndi hún „aldrei fá afnot af herbækistöðvum í Sádi-Arabíu vegna hugsanlegra árása á Írak“. Bandaríkjamenn höfðu líka áhyggjur af því, að mótmælin gegn þeim og Ísraelum myndu grafa undan vinveittum ríkisstjórnum í Egyptalandi og Jórdaníu og leiða að lokum til enn alvarlegra ástands. „Staða okkar gagnvart almenn- ingsálitinu í arabaríkjunum er afar viðkvæm um þessar mundir,“ sagði embættismaðurinn. „Við viljum eiga samvinnu við arabaríkin í bar- áttunni gegn hryðjuverkamönnum en ekki hrekja þau í fangið á þeim.“ Kom Ísraelum í opna skjöldu Áður en Bush flutti ræðuna höfðu Ísraelar lýst yfir, að herferð- in gegn Palestínumönnum gæti staðið í aðrar fimm vikur. Nú telja margir, að þeir hljóti að draga úr henni áður en Powell kemur til Ísr- aels nú í vikunni. Viðbrögð Palest- ínumanna og Ísraela við ræðunni eru raunar mjög eftirtektarverð. Þeir fyrrnefndu fagna henni þrátt fyrir harða gagnrýni Bush á Yass- er Arafat, leiðtoga þeirra, en þeir síðarnefndu þegja þunnu hljóði. AP Reuters George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, er hann flutti ræðuna á fimmtudag með Colin Powell utanríkisráðherra sér við hlið. ’ Það er einfaldlegakenning Bush sjálfs og eftir henni höfum við farið ‘ Sharon sett- ir úrslita- kostir Palestínska heimastjórnin hefur fagnað ræðunni, sem Bush Bandaríkjaforseti flutti á fimmtudag, þrátt fyrir harða gagnrýni á Arafat en Ísraelar þegja enn þunnu hljóði. Þeir átta sig á, að nú eiga þeir aðeins tveggja kosta völ. Að treysta öryggi sitt innan eigin landamæra eða ögra öllum umheim- inum og þar með Bandaríkjunum, öflugasta og raunar eina bandamanni sínum. Mikil mótmæli gegn Ísrael og Bandaríkjunum einnig hafa verið í flestum borga arabaríkjanna. Þessi voru í Kaíró í Egypta- landi. Á spjaldinu stendur, að barátta gegn hernámi sé ekki hryðjuverk. FYRIR hana Yu Weiqun reyndust hjónabandsárin hennar átta vera daglangt strit á hveitiakri fjölskyld- unnar, eldamennska þegar heim var komið, þrif og önnur störf. Maðurinn hennar, sem oft var atvinnulaus, var samt ekki ánægður og fannst sem hún gæti gert betur. Í október síðast- liðnum gafst Yu upp. Þá komst hún að því, að maðurinn hennar hafði tekið lán, sem jafngilti þrennum árs- launum, án þess að láta hana vita. Hún svaraði fyrir sig með þeim eina hætti, sem hún gat; með því að drekka banvænt skordýraeitur. „Ég bara gafst upp og hugsaði með sjálfri mér: Það er best, að ég deyi, þá kemur í ljós hvað hann get- ur,“ sagði Yu. Það tókst að bjarga lífi hennar. Starfsmenn heilsugæslunnar í þorpinu pumpuðu upp eitrinu. 157.000 á einu ári Sjálfsvíg eru óvíða algengari en í Kína, um 300.000 á ári, og ólíkt því, sem er í öðrum löndum, þá eru konur, alveg sérstaklega á landsbyggðinni, meirihluti þeirra, sem stytta sér ald- ur. Í nýlegri grein í breska læknatíma- ritinu The Lancet segir frá viðamestu könnun, sem gerð hefur verið á þess- um málum hingað til. Er hún meðal annars byggð á opinberum tölum fyr- ir árin 1995 til 1999 og samkvæmt þeim binda 157.000 kínverskar konur enda á líf sitt á hverju ári. Raunar eru sjálfsvíg helsta banamein Kínverja undir 35 ára aldri. Opinberar tölur yfir sjálfsvíg í Kína eru 21 á hverja 100.000 íbúa. Í Japan er talan 18,8 eða næstum tvöfalt það, sem er í Bandaríkjunum. Langhæst er hún í Litháen samkvæmt upplýs- ingum frá WHO, Alþjóðaheilbrigðis- stofnuninni, eða 41,9. Ji Jianlin, sem vinnur að rannsókn- um við Læknaháskólann í Shanghai, segir hins vegar, að meðal kínverskra kvenna, sem eru 40 ára eða yngri og búa á landsbyggðinni, sé sjálfsvígs- talan 67 fyrir hver 100.000. Konur Binda enda á illa ævi með skordýraeitri Hlutfall sjálfsvíga er hvergi hærra í heiminum en meðal kínverskra kvenna á landsbyggðinni AP Erfitt líf á landsbyggðinni í Kína bitnar einkum á konunum. Suxiao. AP.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.