Morgunblaðið - 07.04.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.04.2002, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 7. APRÍL 2002 MORGUNBLAÐIÐ MAÐUR sem ætlar aðstunda Qi Gong ræktarjurt skynsemi og heil-brigðis og uppsker langlífi. Sá sem ætlar að rækta garðinn sinn verður að búa jörðina undir sáningu; fjarlægja grjót, grafa skurði og plægja. Til þessa þarf maðurinn haka, skóflu og gaff- al. Verkfæri Qi Gong mannsins er samviska hans. Maður með vonda samvisku uppsker ekki. Hann sáir ekki réttu fræjunum í garðinn sinn. Qi Gong maður verður að vera já- kvæður í garð lífsins og bera virð- ingu fyrir sínu lífi og annarra. En það sáir enginn nema í frjóa mold. Qi-ið er áburðurinn í garðinn. Þegar við gerum æfingarnar og öflum okk- ur lífsorku, erum við að búa í haginn fyrir skynsemi og langlífi. Þegar garðurinn er tilbúinn og búið að setja í hann áburð byrja jurtirnar þrjár, skynsemi, heilbrigði og lang- lífi, að spretta í honum. En Qi Gong maður verður að vera á varðbergi gagnvart illgresinu; uppræta það en ekki fleygja því í garð nágrannans. Það verður að brenna það. Illgresið er svik við skilningarvitin; að bregð- ast því trausti sem þér er sýnt sem manneskju. Sá sem hefur fundið upp þetta furðuverk, sköpunina, hefur trúað þér persónulega fyrir fimm heilbrigðum skilningarvitum. Þessu fylgir ábyrgð og enginn hefur leyfi til þess að bregðast trúnaðin- um og það gerir ekki sá er tekur á móti lífsorkunni sem stendur alltaf til boða. Í Qi Gong iðkun höfnum við vímu- gjöfum sem brengla skilningarvitin og sumir vímugjafar hreinlega leiða til eyðileggingar og jafnvel dauða. Þegar virðist fokið í flest skjól finn- ur maður sem hlaðinn er orku að það er hægt að sigrast á öllum erf- iðleikum, hversu miklir sem þeir kunna að virðast. Hugtakið að gef- ast upp er ekki að finna í Qi Gong fræðunum.“ Sá sem svo spaklega mælir er hinn landskunni leikari Gunnar Eyjólfsson og forvígismaður Qi Gong á Íslandi. Í upphafi samtals leggur hann frá sér gleraugun og segist ekki þurfa á þeim að halda, svona nýkominn af æfingu, hlaðinn orku. Qi er lífsorka, segir hann, og Gong er aðferðin til að öðlast hana. Gunnar hefur stjórnað æfingum fyrir iðkendur Qi Gong í Þjóðleik- húsinu í mörg ár og einnig stundar hann æfingar með gömlum bekkjar- félögum í húsakynnum ÍSÍ í Laug- ardal. Æfingarnar eru upprunnar í Kína fyrir meira en 2.000 árum og sagt er að til séu yfir 3.000 mismun- andi æfingar. „Undirstaðan er öndunin. Við gerum enga fýsíska hreyfingu nema hún sé knúin fram af innri orku. Hreyfing kemur út úr kyrrstöðu, hljóð kemur út úr þögn og orkan drífur okkur áfram. Tilefnislausar hreyfingar eru út í hött. Þetta geng- ur út á andstæðurnar, ying og yang; það mjúka og það lina, það sterka og það veika, það bjarta og það dökka.“ Í Qi Gong er öll erting fyrir skiln- ingarvitin óæskileg. „Í okkar huga er þetta skilvitleg mengun vegna þess að heimurinn er ekki fullur af reykelsisilm. Hann lyktar líka illa og við erum neydd til að búa við mikla mengun. Við viljum ekki fegra ástandið heldur leitum eftir raunsæi. Þegar allt kemur til alls er Qi Gong þjónusta við skiln- ingarvitin fimm sem gera okkur að mönnum. Hún felur í sér takmarka- lausa virðingu fyrir heilbrigðum skilningarvitum. Hvernig við skynj- um gleði og sorg. Margir halda að bragð- og lyktarskyn séu ómerkileg skilningarvit. Hugsaðu þér hve fá- tæk við værum finndum við ekki ilminn á vorin af birkinu þegar það springur út. Við eigum að bera virð- ingu fyrir skilningarvitunum og við- urkenna það að við brenglum þau vísvitandi.“ Qi Gong er yfirleitt iðkað daglega í um það bil 20 mínútur í hvert sinn en hópur Gunnars hittist annan hvern dag og gerir þá æfingar í 40 mínútur. Í litla æfingasalnum í Þjóðleikhúsinu voru fimmtán menn og konur mættir snemma morguns. Þannig hefja þeir daginn og safna orku til að takast á við amstrið. Samkoman getur verkað hjákátleg á óinnvígða en greinilega var þó strax að unnið er eftir kerfi æfinga og flestar snerust þær um öndun og frelsun hugans frá vanahugsun. Áarnir berja á dyrnar Gunnar segir að grundvöllurinn að sjálfu lífinu komi við sögu í Qi Gong. „Sæði karlmannsins og egg konunnar geyma í sér erfðir okkar úr föður- og móðurætt. Egg kon- unnar hefur sína eigin orku sem mér er sagt að dugi því í fjóra og upp í átta daga. Þennan tíma hefur eggið til þess að komast inn í orku- flæði móðurinnar sem fóstrar það í níu mánuði. Móðirin dælir lífsorku í fóstrið og þegar það kemur í heim- inn er skilið á milli þegar klippt er á naflastrenginn. Samruninn hófst þar sem naflastrengurinn varð til, þessi spuni sem verður að mann- eskju. Dan Tien er miðjan, upphaf- ið. Kínverjarnir segja að Dan Tien sé staðsettur þrjá og hálfan senti- metra fyrir neðan nafla og einn þriðja inni í kviðarholi. Þar er upp- haf samrunans þegar orkuflæðið móðurinni tekur að hlú að egginu.“ Gunnar segir að öll börn andi eðli- lega allt fram til fimm eða sjö ára aldurs, eða allt þar til spennan í um- hverfinu fari að segja til sín. Þess vegna verði foreldrar að gefa sér tíma til að hlusta á börnin og vera tilbúin að fyrirgefa þeim. „Það er ekkert sem brennir meiri orku en langrækni og maðurinn hef- ur nóg annað við orkuna að gera. Það sama á við um ágirnd og öfund.“ Gunnar segir að það búi neisti í hverjum einasta manni og enginn hafi nokkru sinni verið hlunnfarinn í þeim efnum. Vandinn sé einungis að kæfa ekki neistann í orkuleysi og sömuleiðis að drepa ekki neistann í öðrum. „Við öndum og glæðum neistann sem býr í okkur og við skynjum að við getum gert hann að lýsandi báli. Hjá sumum er þetta flöktandi skar allar stundir og aðrir hreinlega kæfa neistann. Kínverjar segja líka að maðurinn verði að þora að horf- ast í augu við erfðirnar. Sterkir for- feður okkar og formæður berja stöðugt á dyr í lífi í okkar. Áarnir gera vart við sig í löngunum okkar. Þegar við verðum vör við neikvæð áhrif verðum við að horfast í augu við þau og hleypa þeim ekki áfram; gefa þeim ekki orku heldur eyða þeim.“ Takmarkalaus virðing fyrir skilningarvitunum Morgunblaðið/Ásdís Guðrún Erlendsdóttir hæstaréttardómari er ein þeirra sem stunda Qi Gong undir leiðsögn Gunnars Eyjólfssonar. Qi Gong er orku- og andleg leikfimi sem stunduð er víða um heim og einnig hér á landi. Í tilefni al- þjóðadags Qi Gong, sem var í gær, ræddi Guðjón Guðmundsson við Gunnar Eyjólfsson leikara og var við Qi Gong-æfingu í Þjóðleikhúsinu. gugu@mbl.is RIKI Therival er prófessor við OxfordBrookes University School of Plann-ing auk þess að reka eigið ráðgjafar-fyrirtæki. Riki vann með íslenska ráð- gjafarfyrirtækinu Alta við umhverfismat fyrir aðalskipulag Reykjavíkur 2001–2004 síðastliðið haust. Í framhaldi hefur Riki unnið með Alta að verkefni með skipulagsstofnun við að setja fram leiðbeiningar um það hvernig menn eigi að vinna umhverfismat fyrir skipulagsáætlanir. Samhæfing skipulagsstefnu við sjálfbæra þróun Riki segir markmiðið með umhverfismati vegna áætlana, framkvæmda eða skipulags- stefnu vera að samhæfa slíkar áætlanir hug- myndinni um sjálfbæra þróun, þ.e. að taka inn áhrif þeirra á umhverfið strax í upphafi. „Um- hverfismatið er ferli sem á sér stað samfara skipulagningu þar sem í senn er reynt að beina sjónum að og segja fyrir um og lágmarka nei- kvæð áhrif á umhverfið. Öll þessi vinna snýst um það að umhverfisþættirnir séu teknir með inn í myndina áður en formlegar ákvarðanir eru teknar og áætlun um framkvæmdir liggja fyrir.“ Riki segir að vel sé gerlegt að gera slíkt mat án þess að skrifa formlega skýrslu í lokin. Vita- skuld sé skráning upplýsinga mikilvægur hluti af vinnu við umhverfismat en umhverfismat vegna áætlunargerðar sé jafnframt leið til þess að fá almenning til þess að tjá sig og eiga þátt í að móta ákvarðanir. „Í öllum þeim verkefnum sem ég hef tekið þátt í,“ tekur Riki fram, „hefur niðurstaðan raunar verið sú að þegar umhverfismat vegna áætlana var gert hafa verið gerðar breytingar á upphaflegu skipulagi eða áætlunum þegar upp var staðið. Ein ástæða þess að þessi aðferð hefur verkað vel er sú staðreynd að mörg verkefni leiða óhjákvæmilega til annarra verkefna eða framkvæmda sem taka þarf inn í myndina. Ég get nefnt sem dæmi frá Englandi að þegar gert var skipulag að nýrri hraðbraut risu upp í kjöl- farið smærri þorp eða bæir á öllum helstu vega- mótum á hraðbrautinni. Þetta er aðeins eitt dæmi um verkefni sem getur leitt til annarra framkvæmda sem taka þarf með í reikninginn í umhverfismati á áætlunum.“ Riki segir að á skipulagsstiginu séu einatt ýmsir möguleikar fyrir hendi sem dregið geti úr neikvæðum umhverfisáhrifum en þessa mögu- leika verði að greina áður en framkvæmdaáætl- unin sé sett fram. Af þessum sökum sé mik- ilvægt að gera sérstakt umhverfismat vegna skipulags og áætlana, þ.e. það gefi kost að vega og meta fleiri möguleika og fleiri lausnir. Þarf að skoða og leggja mat á marga þætti í umhverfismati Spurð um það hvaða túlkun búi að baki hug- takinu sjálfbærri þróun í sambandi við umhverf- ismat segir Riki segir að á Bretlandi liggi fyrir skilgreining á því hvað sjálfbær þróun er. „Hvað snertir umhverfismatið þá eru tvær hliðar á hugtakinu. Þegar við metum ástand í umhverf- ismálum notum við ákveðna stiku eða mæli- kvarða til þess, s.s. loft- eða vatnsmengun svo dæmi séu tekin. En í annan stað bætum við einnig mælikvörðum á heilsufar fólks, öryggi, menntun o.s.frv. Síðan eru áhrif tiltekinnar áætlunar eða skipulags á alla þessa þætti met- in.“ Riki segir að ef menn setja markið mjög hátt útbúi þeir ekki einvörðungu lista yfir þessa þætti heldur reyni menn einnig að tengja þá öðrum atriðum eins og til að mynda aðgengi fólks að vöru og þjónustu. „Það er hagkvæmt,“ segir Riki, „að bæta aðgengi því þjóðfélagslegu áhrifin eru jákvæð og lífsgæði fólks verða meiri fyrir vikið og hvað umhverfið snertir táknar það jafnframt að menn eru að reyna lágmarka þær vegalengdir sem fólk þarf að ferðast. Þessi hug- mynd er að vísu enn að miklu leyti í mótun en meginatriðið er auðvitað að greina hverjir hafi hag af tiltekinni áætlun og hverjir ekki eða kunni jafnvel að „tapa“ gæðum vegna hennar. Þetta eru samfélagslegir þættir sem menn hafa ekki tekist almennt á við.“ Spurð um kostnaðarhliðina segir Riki að um- hverfismat af þessari tegund byggist að miklu leyti á eigindalegum og óhlutlægum aðferðum, þ.e. ekki sé verið að reyna meta hlutina ná- kvæmlega til fjár. „Við erum ekki að gera kostn- aðar-nytjagreiningu með í slíku mati. Setjum svo að við ætlum að þétta byggðina í Oxford þar sem ég bý; við myndum þá spyrja spurninga á borð við, hvaða áhrif hefur það á loft- og vatnsmengun og jarðveginn. Ef áhrifin eru mjög neikvæð reynum við að breyta áætl- unum. Þetta mat tekur í raun ekki langan tíma.“ Hjá borgarskipulagi Reykjavíkur var unnið umhverfismat vegna aðalskipulagstillögu og komu bæði Alta og Riki Therival að þeirri vinnu. Ingibjörg K. Guðlaugsdóttir, skipulagsfræðing- ur hjá borgarskipulagi, segist ekki vita til þess að nokkur annar hafi unnið slíkt umhverfismat í tengslum við framtíðarskipulag. „Þetta er hluti af aðalskipulagsvinnunni en nú á að setja þetta umhverfismat fram með formlegum hætti. Við byrjuðum á þessu í fyrravor en höfðum raunar engar fastar leiðbeiningar um hvernig ætti að vinna þetta. Við fengum síðan Alta og Riki Therival í þessa vinnu þegar við vorum hér um bil komin á lokastig. Auðvitað á ekki að gera þetta þegar áætlun um skipulag liggur fyrir en við höfðum engan annan kost. Stefnan í aðal- skipulaginu var því tekin og krufin til mergjar með hliðsjón af umhverfinu og hugmyndinni um sjálfbæra þróun. Úr þessu varð svo heilmikil skýrsla.“ Aðspurð segir Ingibjörg að það sem hafi verið erfiðast í þessari vinnu hafi verið að hætta að hugsa um mat á umhverfisáhrifum fram- kvæmda. Við erum vön því að fara ofan í „litlu mælikvarðana“ en þarna vorum að reyna nálg- ast þessi atriði út frá sjálfri stefnunni og mark- miðunum og hvernig það sem lagt var til sam- ræmdist þeim markmiðum í stað þess að einblína á einstakar framkvæmdir. Það má segja að við höfum verið að lyfta okkur upp og horfa á stefnuna sem eina heild eins og gert er í umhverfismati skipulags og áætlana. Og það var sumpart nýtt fyrir okkur.“ Ingibjörg segir að vinnubrögðin í umhverf- ismati vegna áætlana séu mjög skýr og gerð grein fyrir þeim í skýrslunni sem fylgi tillög- unum að aðalskipulagi inn í borgarstjórn. „Við erum reynslunni ríkari eftir að hafa lagt í þessa vinnu og auðvitað á að gera þetta um leið farið er að vinna tillögur að aðalskipulagi. Mér skilst að skipulagsstofnun sé nú að vinna að leiðbeining- um fyrir sveitarfélögin þar sem gerð er grein fyrir því hvernig eigi að standa að svona mati.“ Umhverfismat í upp- hafi skipulagningar Morgunblaðið/Sverrir Fyrirlestur um umhverfismál. Riki Therival er leiðandi sérfræðingur í umhverfismati fyrir áætlanir og skipulagningu en markmiðið með slíku mati er m.a. að reyna að lágmarka neikvæð áhrif af skipulagningu og síðan framkvæmdum á umhverfið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.