Morgunblaðið - 07.04.2002, Síða 25
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. APRÍL 2002 25
CISCO námsbraut
N á m s e m b e ð i ð h e f u r v e r i ð e f t i r
Um er að ræða nám til undirbúnings CCNA prófgráðunni frá CISCO. Námið byggir á CISCO Networking Academy
Program (CNAP) en það er vefrænt nám undir leiðsögn kennara með verklegum æfingum. Námið er bæði fræðilegt
og verklegt. Kennd er hönnun, uppsetning og viðhald á dreifðum netkerfum.
Námið hentar þeim sem hafa áhuga á að starfa við samtengingar neta í framtíðinni,
bæði staðarneta og víðneta.
Kennari er Guðfinnur Traustason en hann var nýverið í þjálfun hjá CISCO í Skotlandi
til undirbúnings gráðunni Cisco Certified Academy Instructor (CCAI).
Kennt er einu sinni í viku
og hefst kennsla þann
16. apríl n.k.
Takmarkaður sætafjöldi.
Önnur námskeið á næstunni:
MOC Námskeið Dags Tími Lengd Verð
2272 Implementing and Supporting MS Win XP Professional NÝTT 15.04-19.04 08:30-16:30 5 dagar 170.000
- Macro forritun í Office NÝTT 22.04-23.04 08:30-12:00 2 dagar 68.000
2154 Implementing and Administ. MS Win 2000 Directory Services 06.05-13.05 08:30-16:30 5 dagar 170.000
- ISA Server* 14.05-30.05 08:30-12:00 30 kennslust. 90.000
- ISA Server* 14.05-30.05 17:00-20:30 30 kennslust. 90.000
- Windows Scripting fyrir kerfisstjóra NÝTT 22.05-23.05 08:30-16:30 2 dagar 68.000
2072 Administering a MS SQL Server 2000 Database 27.05-31.05 08:30-16:30 5 dagar 170.000
*Kennt tvisvar í viku, önnur námskeið eru kennd samfellt.
Faxafeni 10 · 108 Reykjavík · Sími 533 3533 · Fax 533 2533 · skoli@ctec.is · www.ctec.is
Skráning á www.ctec.is
eða í síma 533 3533
FJÖLDI meðfæddra hjartagalla
sem greinast á hverju ári hefur
aukist og er sérstaklega áberandi
síðustu ár. Þetta kemur fram í
grein í Læknablaðinu um nýgengi
og greiningu meðfæddra hjartagalla
á Íslandi árin 1990 til 1999. Á þess-
um árum fæddust 44.013 börn og
greindust 740 með hjartagalla og
eru það 1,7% af lifandi fæddum
börnum. Árlengt nýgengi var frá
1,04% árið 1991 og uppí 2,34% árið
1997.
Greinina skrifa sérfræðingar í
barnalækningum, hjartalækningum
og hjartalækningum barna á Land-
spítala og Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri, þeir Sigurður Sverrir
Stephensen, Gunnlaugur Sigfússon,
Herbert Eiríksson, Jón Þór Sverr-
isson, Bjarni Torfason, Ásgeir Har-
aldsson og Hróðmar Helgason.
Aðallega minniháttar gallar
Algengasti hjartagallinn er op
milli slegla, þ.e. neðri hjartahólfa,
hjá 338 börnum eða 45,7%. Næst-
algengasti gallinn er op milli efri
hjartahólfa sem 90 börn voru með.
Af öðrum göllum má nefna þrengsli
í ósæð, þrengsli í lungnaslagæðar-
loku, víxlun meginslagæða og gátta-
og sleglaskiptagalla.
Fjölgun meðfæddra hjartagalla
var einkum vegna fjölgunar á
minniháttar göllum en árlegt ný-
gengi minniháttar meðfæddra
hjartagalla jókst einkum síðustu
þrjú ár rannsóknatímabilsins. Ný-
gengi meiriháttar hjartagalla hefur
lítið breyst. Er hér miðað við sam-
bærilega rannsókn sem fram tók til
áranna 1985 til 1989. Minniháttar
galla eru þeir sem ekki þarfnast
meðferðar, svo sem lítil op milli
hjartahólfa, en við meiriháttar göll-
um þarf að bregðast við með skurð-
aðgerð eða lyfjameðferð.
Talið er að fullkomnari ómsjár,
betra aðgengi að sérfræðingum í
hjartasjúkdómum barna sé nokkur
skýring á fjölgun minniháttar
hjartagalla. Þá segir í greininni að
ein skýring á mögulegri fækkun al-
varlegra hjartagalla sé bætt grein-
ing á fósturskeiði. Með betri fóstur-
hjartaómskoðun greinist fleiri mjög
alvarlegir hjartagallar snemma á
meðgöngu. „Líklegt er að oftar sé
endi bundinn á slíka meðgöngu sem
leiði til fækkunar lifandi fæddra
barna með alvarlega hjartagalla,“
segir í greininni. Kemur fram að
þau tilvik hafi verið 19 á rannsókn-
artímanum.
Í lok greinarinnar segir að niður-
stöðurnar bendi til þess að flest
börn sem greinist með meðfæddan
hjartasjúkdóm í dag eigi góðar líkur
á að ná bata og lifa eðlilegu lífi.
Aukinn fjöldi með-
fæddra hjartagalla
RANNSÓKN á alvarlega flugatvik-
inu við Gardermoen-flugvöll í Ósló
22. janúar sl., sem fer fram á vegum
rannsóknarnefndar flugslysa í Nor-
egi, er nú fram haldið eftir viðtöl
stjórnanda rannsóknarinnar við
flugmenn Boeing-757 vélar Flug-
leiða og fleiri aðila.
Stjórnandinn var hérlendis við
gagnaöflun frá miðvikudegi til
föstudags og segir Þormóður Þor-
móðsson formaður rannsóknar-
nefndar flugslysa, sem á samstarf
við norsku flugslysanefndina, að
tekist hafi að fylla inn í þær eyður
sem sköpuðust við það er gögn úr
hljóðrita vélarinnar glötuðust.
Menn séu sáttir við þau svör sem
fengust og nú taki við nánari yf-
irlega yfir gögnunum og skýrslu-
gerð. Talað var við yfirflugfreyju í
umræddu flugi og forsvarsmenn
flugdeildar Flugleiða auk flugmann-
anna tveggja.
Ekki er unnt að segja fyrir um
hvenær lokaskýrsla kemur út.
Flugatvikið við Gardermoen-flugvöll
Samtöl í stað glataðra
gagna úr hljóðrita
alltaf á föstudögum
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111